Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Síða 5
„ Við þökkum það sem var en tregum ekki Þökkum það sem er og kvíðum ekki“ hvort lífið haldi áfram eftir dauðann. Það er fátæklegt lífs- viðhorf, fjörefnasnautt sálar- fæði. Spurning og svar kristinnar trúar snýst ekki um það, hvort nokkuð sé hinum megin, það er kristnum manni engin spurning, heldur þetta: Er ég Guðs megin í lífi og dauða? Sú spurning er altæk. Er ég Guðs megin í af- stöðu minni til mannsins hér og nú, til þessa heims, til mann- legra málefna, í viðbrögðum samviskunnar? Öll sú trúarþörf, sem er ekki afvegaleidd, leitar Guðs. „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð,“ segir Jesús. Án Guðs er lífið tómt og snautt, bæði þessa heims og annars, og endalaus framlenging lífs án Guðs er ekki bjart fyrirheit, heldur dimm og dapurleg tilhugsun. Ýmislegt í sálgæslu, sem áð- ur var á hendi kirkjunnar, er nú í umsjá sérfræðinga með langa sérmenntun í sálfræði, félagsfræði og andlegum sjúkdómum. Finnst þér að kirkjan hafí að þessu leyti misst eitthvað af hlutverki sínu og að mennta ætti presta í vax- andi mæli til að takast á hend- ur sálgæslu samkvæmt þeim kenningum sem nú eru uppi í þessum fræðigreinum? Mannlífið er margbrotnara nú en áður. Prestar voru einu upp- fræðendur þjóðarinnar, auk þess oft læknar og allt í öllu, margir hverjir, enda voru köllin ekki stærri en svo, að prestar gátu haft náið samband við hvert heimili og hvern einstak- an í hjörð sinni. Nú er þjóðfélag- ið allt öðruvísi. Nýjar starfs- stéttir koma fram til þess að fullnægja margvíslegum þörfum og kröfum. Það er nauðsyn. En því fer fjarri að hlutverk prests- ins sé þar með komið í hendur annarra. Hið eiginlega verkefni hans er hið sama og áður var. Prestar verða að sjálfsögðu að tileinka sér eftir föngum alla þá þekkingu í sálfræði, félagsfræði og öðrum fræðum, sem gagnleg er eða nauðsynleg til þess að hann geti þjónað mönnunum samkvæmt köllun sinni. En hann getur ekki verið sérfræð- ingur á öllum sviðum. Hann verður að leita samstarfs við aðra, sem vinna að velferð manna. Allir, sem eiga miklu að gegna í sambandi við mannleg vandamál, eru þakklátir fyrir að geta átt samvinnu við presta. Þetta er sérstaklega áberandi meðal lækna síðari árin. Ég efa ekki að slík samvinna á mörgum sviðum muni vaxa og styrkjast. Svo hefur orðið víða erlendis. Sálgæsluverkefni eru vitaskuld flest og mest í þéttbýli. Þar eru prestaköll svo stór, að prestum er meira ætlað á þessu sviði en nokkur maður getur hugsanlega komist yfir. Til þess að bæta úr því að einhverju leyti, eru tvenn úrræði til: Virk aðstoð hæfra safnaðarmanna og víðtæk sam- vinna við þá, sem gegna störfum á sviði félags- og heilbrigðis- mála. En prestur er fyrst og síð- ast trúarlegur leiðtogi og leið- beinandi. Sálgæsla hans krefst vissulega þekkingar, hann þarf að þekkja manninn og margvís- legar aðstæður hans. En til hans leita menn fyrst og fremst með þau efni, sem snerta vandann við það að lifa, hverjar sem að- stæður eru og hvernig sem menn eru gerðir. Trúarþörfin er frumþörf og ekkert er neinum manni nauðsynlegra en að sú þörf fái eðlilega útrás og beinist í heilbrigðan farveg. í engu get- ur mannfélag brugðist mannin- um hrapallegar en að gleyma þessu eða vanrækja þennan gilda þátt mannlegs lífs. Prestur er kvaddur til eða lætur til sín taka, þegar menn eru í þeim sporum, sem engin vísindi taka verulegt tillit til né hafa neinar lausnir að bjóða. Þegar ég var að byrja prestsskap hér í Reykja- vík og fór að starfa á Landspít- alanum, lét yfirlæknirinn, Jón Hj. Sigurðsson prófessor, svo sem hann gerði heldur lítið úr prestum og kirkju. Það voru látalæti, talsmáti, sem tíðkaðist með háskólamönnum í ungdæmi hans, skemmtileg stríðni. En í reyndinni var hann sérlega jákvæður og hinn ágætasti í öllu. Við urðum góðir vinir, þó að hann héldi sínum háttum um smáglettur í orðum. Þar var al- vara að baki. Einu sinni sagði hann, því hef ég aldrei gleymt: „Sjötíu prósent af þeim, sem liggja hér á spítalanum, er fólk, sem við Iæknarnir getum lítið gert fyrir eða ekkert. Kannski eru það þið prestarnir, sem getið gert eitthvað fyrir það.“ Seinna hef ég heyrt bæði lækna og lögfræðinga segja, að stór hluti þess fólks, sem fyllir biðstofur þeirra, sé fyrst og fremst að leita að sálusorgara. Og alkunn eru ummæli hins fræga sálfræð- ings, Jungs. Hann sagði, að á 30 ára skeiði hefði fólk leitað til sín mörgum þúsundum saman frá öllum löndum með margs kyns vandamái. Þegar dýpst var skoðað, reyndist vandi alls þessa fólks vera trúarlegs eðlis, það var að leita að trúarlegri fót- festu. Prestinum er ekkert mannlegt óviðkomandi. En hlutverk hans gagnvart mannssálinni, sál- gæsla hans, er að vísa henni veginn til Guðs — og sjálfrar sín þar með. Nú þegar þú hefur látið af embætti biskups, má víst líta svo á, að þú sért seztur í helgan stein eins og sagt er. Hefur orðið mikil breyting á lífi þínu og ykkar hjóna eftir þessi tíma- mót? Það má nærri geta að breyt- ingin er mikil. En okkur þykir hún góð. Við höfum hlakkað til þessara umskipta, þó að við værum í fyllstu sátt við starfið, annir þess og skyldur, og nytum margrar gleði í því. Við höfum ekki orðið fyrir vonbrigðum með okkar nýju stöðu, megum gleðj- ast yfir fjölmörgu, sem er að gerast í kirkjunni, erum með hugann við hennar málefni, en blessunarlega laus undan ábyrgð kröfuharðrar embættis- stöðu. Við þökkum það sem var, en tregum ekki. Þökkum það sem er og kvíðum ekki. Það er ein af gjöfum kristinnar trúar að geta þakkað það sem var án trega og mega vona allt. Bíður eitthvað eftir þér, sem þú hefur jafnvel áratugum saman lofað þér að koma í verk, þegar þú værir hættur að sinna embætti? Ég hef ekki lofað mér miklu, enda gert mér ljóst, að ég gæti þá lofað upp í ermina mína. Fyrir mörgum árum hringdi þá- verandi prófastur minn, sr. Friðrik Hallgrímsson, til mín rétt fyrir jól. „Ertu búinn að semja jólaræðurnar þínar?“ spurði hann. „Nei, ekki byrjað- ur,“ sagði ég fremur ódjarflega. „Ég er búinn að skrifa allar minar jólaræður," sagði hann, „svo nú get ég farið að hugsa." Ég hló og stríddi honum ein- hverntíma á þessu seinna. En það var ekki svo vitlaust þetta. Það er góð tilfinning að vita sig hafa skilað af sér verki, sem manni óx kannski í augum fyrir- fram og átti fullt í fangi með að koma af höndum. Þá færist kyrrð yfir hugann og þá getur maður oft eignast frjóar stundir með sjálfum sér. Að hugsa er ekki bara að brjóta heilann og mæðast í mörgum verkefnum. Það er ekki síður það að vera einn með sjálfum sér, gera hug- ann lygnan og lofa kyrru lofti og stilltum geislum að leika um hann, án áreynslu. Þetta er ein þeirra lista, sem við nútíma- menn rækjum miður en skyldi og tökum út það straff fyrir, sem fólgið er í streitu og fylgi- kvillum hennar. Sú list er mjög svo samtengd kristnu trúarlífi. Bæn t.d. er það að hugur starfar í hvíld, hugsun er virkjuð til hins ýtrasta en án spennu, hver taug er þanin en jafnframt í fullkominni slökun. Kannski er þetta mikilvægasta starf mannslegs hugar og anda. Ég hef ekki neina tölu á því, sem mig hefur einhverntíma langað að koma í verk og best að segja sem minnst um slíkt núna, bæði það sem unnist hefur og ógert er. Framhald á bls. 19 Ljósmyndir: Emelía Björnsdóttir „Aö hugsa er ekki bara aö brjóta heilann og mæöast í mörgum verkefnum. Þaö er ekki síður þaö aö vera einn meö sjálfum sér, gera hugann lygnan og lofa kyrru lofti og stilltum geislum aö leika um hann, án áreynslu“ 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.