Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1983, Page 5
Moritz de Hadeln, forstöðumaður kvikmyndahátíðarinnar. Edward Bennett Xaver Schwarzenberger, sem fékk ham- hleypubjörninn fyrir kvikmyndina „Kyrrahafið“. Bruce Dern, leikari í „The Championship Season“. Úr verðlaunamyndinni „Belfast 1920“. Mario Camús, kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur m.a. unnið að kvikmynda- gerð með Carlos Saura og hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndir gerðar upp úr skáldsögum eftirlætisrithöfundar síns, Ignacio Aldecoa. og Michael Caine í aðalhlutverk- um. Mankiewicz var á hátíðinni heiðraður fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Fleiri mætir menn sátu í dóm- nefndinni, en of langt mál yrði að telja þá alla hér. Tvær myndir voru dæmdar jafnbestar í keppninni. Önnur er bresk og ber nafnið „Ascend- ancy — Belfast 1920“, leikstýrð af Edward Bennett, hin er spænska myndin „La Colmena" (Býflugnabúið) eftir Mario Camús. „Belfast 1920“ gerist, eins og nafnið ber með sér, á írlandi árið 1920. í suður og vesturhluta írlands eru bylt- ingaröflin gegn yfirráðum bresku krúnunnar í örum upp- gangi, en í Belfast er allt með undarlega kyrrum kjörum. Að- alpersóna þessarar fyrstu myndar Bennetts, sem leikin er af Julie Covington, ber nafnið Connie. Fall bróður hennar fékk svo á hana að hún lamaðist í annarri hendinni fyrir hugarvíl og móðursýki. Connie lifir í sín- um eigin einangraða heimi og skynjar ekki þá ólgu sem á sér stað í heimalandi hennar með neinum skilningi. Enn hefur hún heldur ekki náð að sætta sig við dauða bróður síns, því að hún skrifar honum reglulega bréf. Wintour, föður hennar, gefst lítill tími til að sinna dóttur sinni því að verkalýðshreyfingin hefur æst til verkfalla í skipa- smíðastöð hans og á það hug hans allan að ná fram lausn í þeim málum. Þess er ekki langt að bíða, því að árleg hátíðahöld borgarbúa koma óeiningu í áður sameinaðan verkalýð, þeir skiptast í kaþólikka og mótmæl- endur. Skömmu seinna vaknar Connie upp af vondum draumi við veruleika sem er martröð líkastur þegar þjónar föður hennar, sem eru mótmælenda- trúar, reka kaþólska hjúkrun- arkonu hennar brott úr húsinu með háðulegri útreið. Það líður ekki á löngu þar til breskir hermann birtast á eynni undir því yfirskini að koma á lögum og reglu. Nokkrir foringj- ar bresku dátanna eru boðnir til tedrykkju, meðal þeirra liðþjálf- inn Ryder, sem greinilega er ekki alveg sáttur við hlutverk sitt þarna. Milli hans og Connie takast síðan kynni. Snilldarlegt er hvernig Benn- ett vefur saman örlög hinnar ráðvilltu, lokuðu stúlku og póli- tískt ástand þessa tíma þannig að oft virðist sem rósturnar millum kaþólskra og mótmæl- enda, sem enn ætlar ekki að linna, séu ekki annað en þjóð- saga. Þess má geta að forseti þýska sambandslýðveldisins var gestur á frumsýningunni og lét hann hafa eftir sér að hann væri djúpt snortinn af myndinni. Innsýn í ástandið á Spáni 1943 Myndin „Býuflugnabúið", er gerð eftir samnefndri skáldsögu rithöfundarins Camilo José Cela. Hjún var skrifuð árið 1943 og gefin út í Brasilíu. Myndin ku vera trú bókinni, sem lýsir erfið- leikum og fátækt í Madrid á ár- unum eftir borgarastyrjöldina spænsku. Sögusviðið er gamalt kaffihús þar sem sitja ljóðskáld og rithöfundar við skriftir. Þeir fara sparlega með pesetana sína, láta sér nægja kaffi- drykkju, því það er ekki hvar sem er sem þeir fá unnið við hita og sæmilegt ljós á köldum vetrarmánuðum. En á þessum stað dugar ekki hitinn einn til að varna því að hroll setji að mönnum. Ekki koma allir á kaffihúsið í sömu erindum og skáldin því að þar er einnig rekið vændi og svartamarkaðsbrask og einnig er staðurinn ágætur griðastaður fyrir drykkjurúta sem þurfa að slökkva þorsta sínum með gör- óttum veigum og menn koma þarna jafnvel aðeins til að verða sér úti um skóburstun. Og í gegnum hverja persónu fær maður innsýn í nöturlegt og dapurlegt ástandið á Spáni árið 1943. í myndinni eru saman komnir flestir helstu leikarar Spánverja og standa þeir allir vel fyrir sínu og oftsinnis rúmlega það. „Býflugnabúið" fékk einnig CIDALC-(Comité International pour la diffusion des arts et lettres par le cinéma)-verðlaun- in fyrir að draga fram tíðaranda þessa horfna tímabils á einstak- an hátt, en verðlaunaveiting þessi fer fram innan hátíðarinn- ar. Silfurbjörninn fyrir frumleg- ustu kvikmyndina kom í hlut Erden Kiral frá Tyrklandi og myndar hans „Árstíð í Hakkari" (Hakkari de bir mevsim). Hún fjallar um kennara nokk- urn sem að vetrarlagi kemur frá Istanbúl fótgangandi í vetrar- þorpið Hakkari. Hann kemst fljótt að því að þorpið er mjög frumstætt, þar er ekkert raf- magn og útvarpið sem hann er með í pússi sínu vekur almenna undrun þorpsbúa. Það fær þó meira á kennarann að konurnar í þorpinu eru meðhöndlaðar sem ambáttir séu og taki einhver sótt eru það álitin óviðráðanleg örlög, þorpsbúar hafa aldrei heyrt um mátt lækninga, hvað þá að þeir vilji trúa á slíkar kúnstir. Þegar misserinu er lok- ið, snjóa tekur að leysa og samn- Frh. á bls. 16. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.