Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Síða 4
Afskrifaðar hugmyndir
um nýtt Aðalstræti
og Grjótaþorp
Aðalstræti og Grjóta-
þorpið hafa oft verið á
teikniborði arkitek-
tanna, en það hefur verið
sameiginlegt þessum
hugmyndum, að þær
hafa ekki þótt fýsilegar
þegar til kastanna kom.
Sú síðasta hefur þó verið
samþykkt. Gluggað í
nýja bók um Reykjavík:
Vaxtarbroddur - þróun
höfuðborgar - eftir
Trausta Valsson
jo i
eðal bóka í flóðinu mikla fyrir
sem kannski hefur dottið uppfyri^
skuldar engu að síður umfjöllun
þarfasta. Eins og að framan sí
hún Vaxtarbroddur. 0g undirti
höfuðborgar. Höfundur er Trausti Valsson
arkitekt, sem ætti að vera lesendum Les-
bókar vel kunnur þar sem hann hefur
oftsinnis skrifað um málefni byggingarlistar
í blaðið. Trausti er sem stendur að skrifa
doktorsritgerð um hönnunarfræði á sameig-
inlegu sviði byggingarlistar og skipulags-
fræði við Berkeley-háskóla í Kalifomíu. Það
er bókaútgáfan Pjölvi, sem hefur gefið bók-
ina út.
Trausti er skipulags- og þróunarmálum
Reykjavíkur vel kunnugur, þar sem hann
vann hjá Þróunarstofnun Reykjavíkur 'árun-
um 1972-1979. Þar átti hann þátt í stefnu-
mótun og lagði áherzlu á að nýta
strandsvæðin í stað þess að eyðileggja þau
og var á móti „heiðastefnunni" sem hann
nefnir svo og byggist á að dreifa borginni
sem lengst uppá heiðar.
Efnið er tekið frá grunni, því Trausti
byijar á því að fjalla um landnámsjörðina
Reykjavík og síðan þorpið hálfdanska á ár-
unum 1750-1865. Þriðji kaflinn fjallar um
skútu- og timburhúsabæinn 1865-1900 og
fylgir mjög áhugaverð teikning af bænum
með skrá eftir skáldið Benedikt Gröndal.
Fyrsta hálfan annan áratuginn á morgni
aldarinnar verður að telja þá breytingu
markverðasta, að bflar tóku að sjást á götun-
um, en 5. kaflinn fjallar um árin frá
Gijótaþorpið á teikn-
ingv frá 1976. Síðan
hafa litlar breytingar
orðið nema hvað Fjala-
kötturinn hefúr verið
rifinn. Þessi bæjar-
hluti hefur orðið sífellt
þrætuepli og einskon-
ar sandkassi skipu-
lagsyfirvalda, en
tillögurnar hafa til
þessa ekkikomizt
lengra en á pappírinn.
n var ein,
en verð-
og er hin
gir, heitir
ill: Þróun
*Yki'
<\t .
- i'Y
X
i m
t t :
’f* r
S: 13 í : : l :
Ein af hugmyndunum, sem fram komu ísamkeppni um fegrun Tjarnarinnar
árið 1951. Höfundur hennar var Sigurður Guðmundsson arkitekt. Hér vargert
ráð fyrir algjöru niðurrifi Tjarnargötunnar, en fegurðaraukinn áttiað vera fólg-
inn íþvíaðfá þessar blokkir í staðinn.
1915-193o, þegar bærinn fær á sig svipmót
nútímans.
Síðan fjallar Trausti um Reykjavík krepp-
unnar og hemámsins og árabiíið 1945-1965,
þegar Reykjavík náði orðið inn að Elliðaám.
Þá tók við tímabil, sem kennt er við danska
skipulagið og hefur nú verið fallið frá mörgu
þar. Að lokum er það nútíðin, eða því sem
næst: Starfsemi Þróunarstofnunar og hug-
leiðingar um ýmislegt sem átt hefur sér
stað í skipulagsmálum eftir því hvort hin
pólitíska slagsíða var til hægri eða vinstri.
Blokkir Við Tjörnina
Við skoðun o g lestur bókarinnar er í raun-
inni athyglisverðast að sjá þar svart á hvítu,
hvað hugmyndir manna hafa breyzt á síðast-
liðnum 30-40 árum. Til dæmis var staðið
að samkeppni árið 1951 um fegrun Tjamar-
innar, sem leit þá út svo til nákvæmlega
eins og nú, þegar gosbmnnurinn er frátal-
inn. Samt hefur einhveija nauðsyn þótt
bera til að taka Tjamarsvæðið sérstaklega
til meðferðar. Meðal tillagna, sem fram
komu, var ein frá Sigmði Guðmundssyni
arkitekt og hlýtur hún að teljast bam síns
tíma. Eins og sjá má af teikningunni, sem
hér er birt, lagði Sigurður til að öll húsaröð-
in meðfram Tjamargötunni yrði rifín, en í
staðinn yrðu byggðar þar 4 blokkir, allar
eins (samanb. söngtextann: Litlir kassar á
lækjarbakka)_. Hér er módemisminn í allri
sinni fátækt: Á þessari lausn er einhverskonar
austantjalds- eða Síberíusvipur. Þetta hefði
þó fallið sumum vel í geð, til dæmis lista-
manni sem var nokkmm ámm síðar að
rífast yfir því í tímaritsgrein, að hús við
Rauðalæk, sem þá vom í byggingu, væm
ekki öll eins og nefndi það „Hinn skörðótta
hundskjaft eftirstríðsáranna". Sem betur fer
var hinn skörðótti hundskjaftur bárajams-
húsanna við Tjarnargötuna látinn standa
og þætti sá maður vart með réttu ráði núna,
sem legði til niðurrif þeirra og gerði tillögu
um staðlaðar blokkir í staðinn.
Það em þó framar öllu Gijótaþorpstillög-
umar, sem segja sína sögu um breytilegar
hugmyndir. Elzt mun vera hugmynd banda-
rískra arkitekta um hótel við Aðalstræti.
Það hefði staðið því sem næst þar sem
Morgunblaðshúsið stendur nú, en breidd
þess er tvöföld eða þreföld á við Morgun-
blaðshúsið. Þetta er dæmigert gamaldags
„Grand Hotel" frá því fyrir stríð, þunglama-
legt og hefði vægast sagt orðið hrikalegt á
þessum stað.
Miklu betri er tillaga Harðar Bjamasonar
og fleiri arkitekta um hótel á homi Túngötu
og Aðalstrætis og raunar sýnist það, eða
aðrar ámóta byggingar ná langleiðina með-