Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Síða 8
Sjódómsskýrslan endar á eftirfarandi:
„Magnús Sigurðsson yfirréttarmálaflm. ósk-
aði þess að frestur væri gefinn vátrygging-
arfélögum þeim sem hann hefur mætt fyrir
einn eða öðrum þangað til útskrift væri
fengin af prófunum og félögin hefðu haft
tækifæri til að kynna sér hana, það var
tekið fram jafnframt, að ábyrðarfélögin ósk-
uðu ekki eftir að skipshöfninni yrði haldið
hér þar fyrir.
Með því dómurinn taldi málið fullprófað
eins og það liggur nú fyrir þá var sjóferða-
prófí þessu lokið.
Upplesið.-
Rétti slitið.
Jón Magnússon, T.J. Júlínusson, Halldór
Daníelsson, Carl Finsen, A. Tulinius, Páll
Halldórsson, Sveinn Bjömsson, H. Kr. Þor-
steinsson, O.G. Eyjólfsson, J.G. Hallberg,
Eggert Claessen, Emil Nielsen, Magnús Sig-
urðson.
Þessi nöfn em öll rituð eigin hendi. Það
er athyglisvert að 1. stýrimaður, Ólafur
Sigurðsson, skrifar ekki undir, sem hann
hefði átt að gera samkvæmt venju sem
annar aðalmálsaðili af hálfu skipstjómar-
manna, ef hann hefði verið samþykkur því
sem skráð var.
Sjóprófinu Hespað AF
Sjódómendur leiddu ekki í ljós sannleik-
ann um strand Goðafoss. Ætla mætti að
það hefði litlu breytt hjá þeim þó að skip-
stjóri hefði sagt að það hafi verið sólskin
þessa skammdegisnótt.
I sjóréttinum virðist allt kapp hafa verið
lagt á það að hespa sjóprófínu af og það
hefur þótt henta að ekki væri hægt að kenna
einum eða öðmm um að skipið strandaði,
og það er látið líta svo út sem skipstjóri
hafí of seint komið á stjómpall til þess að
hann hafí getað forðað skipinu frá strandi.
Sameiginleg skýrsla 1. stýrimanns og skip-
stjóra er eyðilögð daginn fyrir sjóprófíð. í
þeirri skýrslu hafa verið atriði sem lögmönn-
um hefur ekki þótt heppilegt að kæmu fram,
og „svo varð það úr“ að skrifuð var ný
skýrsla. Það er greinilegt að 1. stýrimanni
er ekki um þetta gefíð, og að af hans hálfu
er þessi skýrsla ekki gerð af fúsum vilja.
Það er einnig greinilegt að í sjórétti er hann
undir þrýstingi með það að haga framburði
sínum í samræmi við þessa nýju skýrslu.
Enga tilraun gera sjódómsmenn til þess
að komast að því hvers vegna skýrslan var
eyðilögð eða í hverju hún var frábmgðin
þeirri síðari. Málinu er svo lokið með nokk-
uð snöggum hætti og tryggingafélögum
neitað um frest til þess að kynna sér og
bera saman það sem fram kom í sjórétti, á
þeim forsendum að sjódómsmenn sögðu
málið vera „fullprófað“. Fulltrúar trygg-
ingafélaga sætta sig við þann úrskurð.
Goðafoss var tryggður fyrir 900.000,- kr.
og fékk félagið þá upphæð greidda sam-
kvæmt því, sem tilskilið var. Stuttu eftir
strandið var hafín ný söfnun hlutaíjár og
safnaðist á skömmum tíma meira fé en
Goðafoss hafði kostað upphaflega, og Eim-
skipafélagið og Monberg verkfræðingur
keyptu Goðafoss strandaðan fyrir átján
þúsund krónur.
1. Stýrimanni Fórnað
Engar kæmr vom bomar fram og málið
kom aldrei fyrir æðri dómstóla en sjódóm-
inn. Málið virðist algerlega hafa stöðvast
hjá bæjarfógeta. Engin bréf fara á milli
bæjarfógetaembættisins og dómsmálaráðu-
neytisins og engin útskrift af sjóprófinu
barst til dómsmálaráðuneytisins, eins og
venja mun hafa verið um slík mál.
Lagalega fengu hvorki skipstjóri né stýri-
maður ákúmr eða réttindamissi í sjórétti,
vegna strandsins. Hins vegar hefur forráða-
mönnum skipafélagsins þótt henta að kenna
1. stýrimanni um það í reynd, honum var
sparkað úr starfí en skipstjóri látinn fá
annað skip nokkmm mánuðum seinna.
Ólafur Sigurðsson, 1. stýrimaður á Goða-
fossi, fékk ekki aftur starf hjá Eimskipafé-
lagi Islands þó svo að félagið þyrfti að
auglýsa eftir mönnum með réttindi. Hann
var á ýmsum skipum, svo sem Sterling,
Willemoes og fleimm sem leiðsögumaður
og hleðslustjóri þar til í byijun árs 1918
að hann varð skipstjóri á mótorskonnor-
tunni Rigmor frá Norðfirði, og með því skipi
fórst hann, að líkindum í ofviðri út af írl-
andi 5. til 10. febrúar 1919 á leið frá Spáni.
Hann var fæddur í Ólafsvík 1880, tók far-
mannapróf í Marstal í Danmörku 1904.
Hann var þaulvanur maður og talinn vera
fyrirtaks navigator.
Höfundurinn er fyrrverandi bankastarfsmaður
á eftirlaunaaldri og er nú í cand.mag.-námi í
sagnfræöi i Háskóla íslands.
Boðun kirkjunnar
í lok 20. aldar
að er öldungis ljóst, þegar taka skal til um-
fjöllunar svo yfirgripsmikð efni sem er á
dagskrá Prestastefnunnar í ár, að einungis
verður kleift að víkja að nokkrum efnisþáttum,
en um leið að hafna öðrum, sem brýnt væri
„Ég hef á öðrum vett-
vangi iðulega varpað
því fram, að ein leið
fyrir kirkjuna til að
gegna pólitísku hlut-
verki væri að mynda
það sem ég hefi nefnt
þjóðmálahreyfingu
kirkjunnar. Hreyfingu,
en ekki flokk, sem gæfi
fólki kost á að rjúfa
flokkspólitíska ein-
angrun sína og flokks-
bundna afstöðu með
því að leita samstöðu
um kristin lífsgildi og
raunhæfar leiðir til að
efla gengi þeirra á hin-
um pólitíska vett-
vangi.“
EFTIR BJÖRN
BJÖRNSSON
þó að ræða. í stórum dráttum hef ég kosið
að haga efnistökum mínum með þeim
hætti, að fjalla fyrst um nokkra guðfræði-
lega þætti, sem snerta boðun kirkjunnar,
en víkja síðan að starfsháttum hennar
nokkrum orðum. Þesu tvennu, guðfræðinni
og starfsháttunum, eða kenningunni og
framkvæmd hennar, verður ekki til skila
haldið svo sæmilegt megi teljast öðruvísi
en um leið að hafa gát á þeim tímum sem
við nú lifum og í hönd fara, eins og þeir
tímar vitna um sig í innri og ytri gerð, í
menningu og þjóðfélagsskipan.
Guðfræði Og Saga
Löngum hefur það verið álitamál, að hve
miklu leyti kirkjan eigi í boðun sinni að
taka tillit til hins stundlega, til hinnar hverf-
ulu tíðar líðandi stundar. Stundin, á meðan
hún varir, sé viðsjárverð, vís til þess eins
að glepja mönnum sýn til þeirrar eilífðar,
sem kirkjan hafí fyrir sjónum. Má vera að
hún öðlist merkingu og gildi, en þá sem lið-
in tíð, svipuð þeim virðuleika að heita saga.
Sem slík má hún jafnvel vænta þess að
vera færð í enn virðulegri búning og nánast
hefð.
Margt í guðfræði þessarar aldar ber vott
um það, hversu tvístígandi hún getur orðið
gagnvart hinni yfirstandandi tíð, gagnvart
aldarhætti og tíðaranda. Löngu kunn er sú
saga, hversu bjartsýnisandi aldamótanna
síðustu hreif guðfræðina með sér til fylgi-
lags.
Hlaut sú guðfræði enda viðurnefnið alda-
mótaguðfræði, átti skamma ævi, varð
reyndar úti að segja má í fárviðrum tveggja
heimsstyijalda, þegar öldin unga og ríka
af fögrum ásetningi afhjúpaði sitt gráa og
forneskjulega eðli grimmdar og ómennsku.
Þá rann upp nýr vitjunartími guðfræðinnar,
sársaukafullt tímaskeið endurmats og aftur-
hvarfs frá andaverum vonskunnar til andans
heilaga. Guðfræði krossins og dómsins leysti
af hólmi bjartsýnisguðfræði aldamótanna.
Þó var tíðarandinn aldrei fjarlægur föru-
nautur. Tilvistarstefnan með sína tóm-
hyggju og bjölsýnisviðhorf til mannsins,
þessi lífsspeki myrkvaðra borga og neðan-
jarðarhreyfínga, þótt guðlaus væri, snart
viðkvæman streng í bijóstum margra hinna
áhrifamestu guðfræðinga og setti sterkan
svip á guðfræðina um öldina miðja.
Nær okkur í tímanum er guðfræði vonar-
innar. Einnig hún ber dám af aldarhættin-
um, en nokkuð með sérstökum hætti. Engin
dul eru dregin á brigð mannsins og vonsku
aldarinnar. Hvernig mætti það vera þar sem
hún er orðin til undir skýi sprengjunnar?
Vonir guðfræði vonarinnar eru með öðrum
orðum ekki bundnar við manninn eða þá
sögu í fortíð og nútíð, sem maðurinn skráir
af verkum sínum. Hér eru það máttarverk
Guðs sem vonin er reist á, sú von, að framtíð
manns og heims hvíli þrátt fyrir allt í hendi
Guðs. Það er eitt megineinkenni þessarar
guðfræði, að vera einmitt framtíðarguð-
fræði. Rætur hennar liggja djúpt í sögutúlk-
un kristinnar trúar, en vel að merkja í þeirri
túlkun á sögunni, sem sýnir manninn leyst-
an úr fjötrum glataðra tækifæra liðinnar
sögu og ráðleysis líðandi stundar, en kallað-
an til að vera samverkamaður Guðs í að
skapa þá sögu framtíðar, sem enn er óskráð,
en hefíir þó verið til lykta leidd í upprisu
og uppstigningu Jesú Krists. Sagan er hér
enn á ný, og samkvæmt ritningunum, hafin
til vegs sem vettvangur opinberunnar Guðs
Hatrið er eyðandi afi og mjög
áhrifamikið. Getur kirkjan nokkuð
gert til að draga úr því?
og íhlutunar hans í málefni mannsins. Sögu-
leg tilvist mannsins, en þá um leið menning-
arleg og þjóðfélagsleg tilvera hans, er
staðfest sem þau ytri skilyrði til lífs, sem
þau lífskjör, sem honum eru búin í hinni
góðu sköpun Guðs. Náttúran, sagan, menn-
ingin, mannfélagið, þetta er sá vettvangur
sköpunar, þar sem Guð kallar manninn til
þjónustu við málstað sinn. En sá er munur-
inn á sögutúlkun guðfræði vonarinnar og
ýmissa annarra guðfræðilegra viðhorfa, sem
einnig mikla þátt sögunnar í hinum kristna
trúararfi, að mun sterkari áhersla er nú
lögð á þau þáttaskil, aldahvörf, réttilega
nefndar lyktir allrar sögu, sem verða með
upprisu Jesú Krists. Sá sem fyrstur var til
þess að vitna um þessa nýju túlkun á sög-
unni, um tengslin á milli sögu og upprisu,
var engillinn sem ávarpaði konumar, er
komu að tómu gröfinni á páskadagsmorg-
un, með þessum orðum: „Hann er upprisin,
hann er ekki hér... Hann fer á undan
yður til Galileu. Þar munuð þér sjá hann . . .“
Gröfín, þar sem herra lífsins var lagður til
hvíldar, er ævarandi tákn söguloka, enda-
punktur þeirrar sögu, sem maðurinn skráir
af sjálfum sér án Guðs. En gröfin fékk
ekki haldið honum. „Hann er upprisinn,
hann er ekki hér. Hann fer á undan yð-
ur...“ Með þessum orðum hefst hin nýja
saga, þegar þeir sem orðin heyra víkja frá
hinni tómu gröf og ganga til fundar við