Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Qupperneq 10
ar sóknar út á við. í þeirri uppbyggingu, í þeirri sókn þarf kirkjan á öllu sínu fólki að halda. Þetta ber ekki að skilja sem orða- glamur eða „frasa“, því sú hugsun býr að baki, að málefnaleiki kirkjunnar í boðun hennar, og hefi ég þá ekki gleymt þeim málefnaleika, sem hún sækir í Heilaga ritn- ingu, ræðst í miklum mæli af því að hún sæki þá þekkingu og reynslu, sem hún þarf á að halda, til fólksins. Sú hugsun býr og að baki að ekki einasta sé hér um að tefla þá veraldarvisku sem kirkjan, sem hvert annað mannlegt skoðana- og áhrifasam- félag þarf að tileinka sér, heldur einnig þau sannindi trúarinnar að orð Guðs kemur til móts við mannlega reynslu og þekkingu, orð Guðs rúmar sérhverja mannlega reynslu og þekkingu. Guð hefur búið sér stað hjá manninum. Þess vegna skyldi kirkjan, sem boðberi þessa orðs, jafnframt því sem hún rannsakar ritningarnar, leita fanga hjá manninum og hlusta eftir orði hans. Reynsluguðfræði - Hlaðvarpaguðfræði Til frekari glöggvunar á því, hvers kirkj- an má vænta úr jurtagarði guðfræðinnar á komandi tíð, er ekki úr vegi að víkka dálít- ið sjóndeildarhringinn og huga að stefnum og straumum úti í hinum stóra heimi. Þá hlýtur það fljótt að vekja athygli manns, að verulegan vaxtarbrodd í guðfræði er þar að finna, þar sem sjónarhom guðfræðinnar ræðst með ótvíræðum hætti af tilteknum mannlegum og/eða félagslegum aðstæðum. Þess vegna nafngiftin guðfræði staða og stunda, hlaðvarpaguðfræði, eða reynsluguð- fræði. Dæmi um slíka guðfræði eru alkunn orðin, kvennaguðfræði, guðfræði svartra, frelsunarguðfræði, guðfræði þriðja heims- ins. Má vera að hér sé að fínna nokkra vísbendingu um aldamótaguðfræði næstu aldamóta. Að guðfræðin sjálf komi í vax- andi mæli til með að rúma innan eigin veggja fjölhyggjuna, að guðfræðin verði ekki ein, heldur mörg, og að margbreyti- leiki hennar muni ráðast af staðnum og stundinni, hvar og hvenær hún er ástunduð. Þótt margt sé ólíkt með þeim guðfræðistefn- um, sem upp voru taldar, þá eiga þær einnig ýmislegt sameiginlegt. Allar gefa þær manninum, reynslu hans og lífskjörum, býsna miðlæga stöðu í viðfangi guðfræðinn- ar. Að þessu leyti má greina sterk mörk skyldleika við aldamótaguðfræði síðustu aldamóta. En nú er það ekki, eins og áður, hinn upplýsti maður, á órofínni þroskabraut í átt til guðsríkisins, sem er í sjónmáli, held- ur smælinginn, hinn undirokaði, almúginn, sem vegna kynferðis, litarháttar, þjóðfélags- legrar stöðu og stéttar, heimkynna, býr við skert mannréttindi af margvíslegum toga. Guðfræði lítilmagnans, málsvari þeirra, sem enga málsvöm eiga, rödd hinna raddar- lausu, í einu orði sagt, mannréttindaguð- fræði. Það er einkum þetta einkenni, málsvömin fyrir lítilmagnans, sem gefur þessari guð- fræði mun almennara gildi, en virst gæti við fyrstu sýn og gefur um leið vísbendingu um, að hún sver sig í ætt við sjálfan höfund trúarinnar, Jesúm Krist. Með þessum orðum er að því látið liggja, að það, hversu manns- miðlæg þessi guðfræðilegu viðhorf í raun em, megi rekja til þess, hversu Kristsmiðlæg þau eru, þegar betur er að gáð. Mannréttindaguðfræði er ætíð tímabær, óháð stað og stund. En eins og umhorfs er í veröldinni í dag verður ekki annað séð en slík guðfræði eigi nú brýnna erindi en lengstum áður. Því veldur bæði pólitískt ástand í heiminum og reyndar ekki síður vísindaleg tækniþróun, sem skapar mögu- leika til að ráðskast með manninn frá getnaði til grafar með næsta ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Það þarf ekki mikla spádómsgáfu til að sjá það fyrir, að það hlutverk guðfræðinnar og þá um leið kirkjunnar, að standa vörð um mannréttindi mun stórum aukast á kom- andi tímum. Spumingin er, hvort maðurinn fái að njóta þess undirstöðuréttar sérhverra mannréttinda að vera skapaður í Guðs mynd. Kirkjan í boðun sinni gagnvart heim- inum hlýtur að bera fram þá spumingu. En sú spurning má aldrei verða orðin tóm, heldur kallar hún til þátttöku kirkjunnar á öllum þeim vettvangi, þar sem Guðsmynd mannsins er vanvirt, þar sem maðurinn sem Guðs elskað barn á í vök að veijast. Án þess að gera það álitamál að sérstöku umræðuefni, þá er vandséð, hvemig sú kirkja, sem gjörist málsvari lítilmagnans, geti verið annað en pólitísk í boðun sinni, með einum eða öðrum hætti. Dæmi þess úr okkar eigin samtíð eru kunnari en frá þurfi að segja, ég nefni Suður-Afríku, Róm- önsku Ameríku, réttindabaráttu kvenna víða um heim, stefnuskrá Alkirkjuráðsins í barát- tunni gegn kynþáttamismun, og svo mætti lengi telja. Spumingin er að mínu mati ekki sú, hvort opna eigi dyr kirkjunnar fyrir þessum „óboðna" gesti, pólitíkinni. Gestur- inn sá hefur í raun ætíð verið þar innan dyra og jafnvel mætti leiða að því gild rök, að hann reynist vera sjálfur gestgjafínn. Þá er ég ekki með í huga hinn aumkunar- verða félaga Jesú, heldur Guðssoninn, sem gerðist maður, já, steig niður til heljar til þess að hver krókur og kimi mannlegrar tilveru skyldi helgaður til þjónustunnar við hann. Það var ekki vegna þess að Jesú væri pólitískt viðrini að þeir krossfestu hann, heldur einmitt vegna þess, að hinu pólitíska valdi stóð meiri ógn af honum en nokkrum öðrum, fyrr og síðar. Það skynjaði veraldar- höfðinginn, sjálfur Frelsarinn, betur og fyrr en allir aðrir, eins og lesa má í guðspjöllun- um. Ég hefí á öðrum vettvangi iðulega varpað því fram, að ein leið fyrir kirkjuna til að gegna sínu pólitíska hlutverki væri að mynda það sem ég hefi nefnt þjóðmálahreyf- ingu kirkjunnar. Hreyfíngu, en ekki flokk, sem gæfí fólki kost á að ijúfa flokkspóli- tíska einangrun sína og flokksbundna afstöðu með því að leita samstöðu um krist- in lífsgildi og raunhæfar leiðir til að efla gengi þeirra á hinum pólitíska vettvangi. Slíka hreyfíngu hika ég ekki við að nefna þjónustu orðsins, einn þátt af mörgum, sem í því felst að flytja hjálparvana mannkyni allt hjálparráð drottins. I því hjálparráði er leit mannsins eftir réttlæti, friði og farsæld, sem er hið eiginlega viðfangsefni stjóm- málanna, sé það rétt skilið, ekki undanskilin. BOÐUN KIRKJUNNAR Og Nýir Starfshættir Senn dregur að lokum þessa máls. Það hefur að mestu snúist um nokkur guð- fræðileg viðhorf, sem mér eru ofarlega í huga, þegar horft er fram til nýrrar aldar og spurt um boðun kirkjunnar á þeim tíma- mótum. Ekki fæ ég þó skilið við þetta efni án þess að nefna, að ætíð hljóta að vera náin, órofa tengsl á milli boðunar kirkjunn- ar og starfshátta hennar. Því virðist mér einsýnt, að þessa tvo þætti þurfi einatt að ræða í samhengi. Guðfræði hinnar komandi aldar guðsríkis- ins, aldamótaguðfræðin í sinni einu og sönnu mynd, er umfram allt guðfræði mikilla umskipta og breytinga. Hún er það ekki einungis í andlegum skilningi að því er lýt- ur að afturhvarfí og endurfæðingur þess manns, er Heilagur andi vekur til trúar. Umskiptanna hlýtur og að gæta í trúarsam- félaginu, í kirkjunni. Hinn upprisni drottinn segir skilið við hið liðna, hann lýkur upp framtíðinni, hann fer á undan, og hann kallar á brúði sína, kirkj- una, til að koma til endurfunda við sig á ókominni tíð. Kirkjan er spurð, hvernig hún hyggist hlíta þessu kalli. Fyrst alls er hún að því spurð, hvort hún sé reiðubúin til að hefja förina til Galfleu, hvort hún hafi djörfung og hug til að taka sig upp, yfirgefa það öryggi. sem hún býr við í gamalgrónum átthögum, hugsanlega að fyrirgera því trausti, sem hún nýtur, að horfast í augu við þær hættur, sem ganga hennar um ókunnar slóðir á vit óvissra tíma, kann að hafa í för með sér. í öðru lagi er kirkjan spurð að því, hvern- ig hún hyggst búa sig til fararinnar. Það er í raun tvíþætt spurning, eins og að var vik- ið, þar sem annar þátturinn lýtur að hinu andlega veganesti, en hinn að hinum ytri búnaði. í samræmi við það sem fram hefur komið í máli mínu, ætla ég að mikið starf sé fram- undan til breytinga á starfsháttum í þágu uPPbygKÍngar kirkjunnar sem þess virka samfélags er við nefnum söfnuð. Hið ytra skipulag kirkjunnar kann að þjóna henni eftir atvikum vel sem stofnun, er nýtur virð- ingar og trausts í samfélaginu, en hversu vel þjónar þetta skipulag og þeir starfs- hættir sem því fylgja, þeirri köllun kirkjunn- ar að vera lýður Guðs, ætíð söfnuður tilbiðjandi og iðjandi fólks, aldrei stofnun? I margumræddri könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum íslend- inga kom vel í ljós það traust, sem kirkjan nýtur á meðal þjóðarinnar. Það kann að hafa tvíræða og tvíbenta merkingu fyrir kirkjuna. En þessi könnun sýnir einnig, að undir yfírborði lítillar þátttöku almennings í starfí kirkjunnar er að fínna mikla fylk- ingu fólks, meirihluta þjóðarinnar, ef treysta má niðurstöðum, sem trúin á í verulega sterk ítök. Veit ég vel, að nýir starfshættir leysa ekki allan vanda, en það er þó trúa mín að með breyttum starfsháttum mætti kalla til þátttöku miklum mun fleiri úr hópi þessa hliðholla, en löngum þögla meirihluta, en nú er raunin. Finnum leiðir til að gefa honum málið. Greiðum götu drottins, það er og hlýtur að vera markmið nýrra starfs- hátta kirkjunnar. Erindi flutt á Prestastefnu (siands, 27. október 1986. Höfundurinn er prófessor við guðfræðideild Háskóla íslands. Heimur á heljarþröm vegna vígbúnaðarkapphlaupa. Kemurþað kirkjunni við eða boðun hennar? Verk eftir Etienne Martin í Artcural. Alþjóðlegur sölumark- aður nútímalistar er haldinn í París ár hvert. 120 þúsund gest- ir komu þangað síðast og 128 galierí frá 20 löndum sýndu þar 5000 listaverk eftir 800 listamenn EFTIR LAUFEYJU HELGADÓTTUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.