Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1987, Qupperneq 11
I / súpermarkaði sjónHstanna Október og nóvember eru eflaust viðburða- og litríkustu mánuðirnir í menningarlífi Parísar- borgar. Listahátíð vetr- arins hefst á ný og margvíslegar hátíðir eða „festivals" skreyta veisluborðið. „festival d’automne" eða Hausthátíðin býður uppá fyrsta flokks skemmtikrafta, erlenda sem innlenda. Ljós- myndamánuðurinn (sem reyndar varir 2—3 mánuði), haldinn á tveggja ára fresti, breið- ir úr sér þetta misserið í ýmsum ljósmynda- galleríum og söfnum. Og í lok október má einatt sjá gríðarstór auglýsingaspjöld árituð FIAC víðs vegar um borgina, Foire Inter- national d’Art Contemporain eða Alþjóðleg- ur sölumarkaður nútímalistar eins og hægt væri að leggja það út á íslensku. Opnun FIAC er ár hvert mikill viðburður og undir- strikar með veldi sínu að myndlistarvertíðin sé nú hafin af fullum krafti hér í borg. Á þennan markað koma listaverkasalar, list- unnendur og safnarar víðs vegar að úr heiminum til þess að bera saman bækur sínar, skoða og kaupa — og sóttu hann í ár hvorki meira né minna en 120 þúsund gestir. Fiac, Alþ jóðleg Myndlistarmessa Stórmarkaður listaverka í orðsins fyllstu merkingu. FIAC var haldinn í fyrsta skipti í janúar árið 1974 í einum af sýningarsölum gömlu lestarstöðvarinnar á Bastillunni fyrir tilstuðlan nokkurra galleríeigenda og var þá með algjörum byijendabrag. Síðan hefur hann vaxið jafnt og þétt, aukið veldi sitt framar ölum vonum og er nú orðinn al- þjóðlegur menningarviðburður sem dregur að sér listunnendur, listmiðlara og safnara hvaðanæva úr heiminum. Árið 1976 sam- þykkti menningarmálaráðuneytið að flytja Fyrir framan inngang Stóru Hallarinnar var bíll málaður af Hervé Di Rosa, og verðurhonum ekið ínæsta París-Dakar kappakstrinum. Höggmynd eftir Plensa í Gallerí Guim- not í Brussel. t.d. Blais, Luis Jammes (Galerie Yvon Lam- bert, París), Armleder (Galerie Bama, París og Galerie Catherine Issert), Di Rosa (Gal- erie Gillespie-Laage-Salomon, París) o.s.frv. Einnig voru þarna 32 listtímarit með kynningarbása, þar sem gestir gátu fengið áskriftargjald á vægu verði. FIAC hefur löngum haft það orð á sér að vera „hefðbundnastur" þessara lista- verkamarkaða og er þá bæði átt við form og innihald. Galleríin fá t.d. ekki þátttöku- leyfi nema uppfylla viss gæðaskilyrði sem tilskipuð dómnefnd setur, og síðan geta menn deilt endalaust um það á hvaða for- sendum þessi gæðastimpill sé ákvarðaður. í þetta skipti var t.d. tala erlendu gallerí- anna hærri en þeirra frönsku, 75 á móti 63 sem hafði aldrei gerst áður og er t.d. eftirtektarvert hve mörg gallerí koma frá Norðurlöndunum, Danmörku og Svíþjóð. Einnig vakti þátttaka Norðmanna athygli þar eða þetta var í fyrsta skipti sem þeir létu sjá sig á FIAC og var það gallerí Riis I Gallerí Birch i Kaupmannahöfn sýndi meðal annars verk eftir Carl Henning Pedersen. hann undir glerhvelfingu Stóru hallarinnar, Grand Palais, og í þvi stórkostlega húsi hefur FIAC verið ár hvert síðan og svo til nákvæmlega sama tfma í ellefu daga sam- fleytt. Myndlistarmarkaðir með svipuðu sniði hafa sfðan margfaldast heimshoma á milli og meðal þeirra þekktustu og mikilvægustu eru markaðurinn í Köln, Basel og Chicago, á Norðurlöndum er Konstmássan í Stokk- hólmi án efa þekktastur. Erlendu Galleríin AldreiFleiri Að þessu sinni voru á FIAC 138 gallerí frá 20 löndum sem samanlagt sýndu um 5000 listaverk eftir 800 ólíka listamenn. Sum buðu upp á verk eftir gamla meistara eins og Picasso (Galerie Marwan Hoss, Par- is), Masson (Galerie Due Ci, Róm), Magritte (Galerie Michel Delorme, París), önnur héldu sig við línur yngri kynslóðarinnar eins og Þetta verk eftir Erró í Galleri Montenay-Delsol kostaði sem svarar 100 þús. isl krónur. ■ i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. FEBRÚAR 1987 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.