Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Side 2
E R L E N D A R ROBERTSON DAVIES: THE SALTERTON TRILOGY Tempest Tost, A mlxture of Frailties, Leaven of Malice. WHAT’S BRED IN THE BONES Penguin Books. Bækur Robertson Davies eru skemmtileg- ar. „The Salterton Trilogy" er afrakstur hans á sjötta áratug þessarar aldar en hér skal einkum sagt af „What’s Bred in the Bone" sem er nýjasta skáldsaga hans. Hún er sú fyndnasta og alþjóðlegasta sem höf- undur hefur skrifað til þessa. Hún minnir um margt á það biblíulega í skrifum ann- arra vesturheimskra rithöfunda, til að mynda er baráttan eilífa milli hins góða og illa, höfuðþáttur hennar. Söguþráðurinn er margslunginn og berst leikurinn víða. Sagt er af lífshlaupi Francis ChegWidden Comish sem var í lifenda lífi námsmaður, njósnari, kokkálaður eiginmaður, málverkasérfræð- ingur, falsari, fjárhættuspilari, milljóna- mæringur, allt i senn. Hann var heigull sem flestir sem komust í tæri við reyndu að pretta eða svo fannst honum. Örlögin léku hann grimmt. „What’s Bred in the Bone“ er góð lesn- ing, skemmtileg og ógurleg í senn. APOLLINAIRE POETAMONG THE PAINTERS FRANCIS STEEGMULLER: APOLLINAIRE Poet Among the Painters. Penguin Books. Það er vissulega frá mörgu sagt í þess- ari bók sem fjallar um líf og verk skáldsins, gagnrýnandans, heimsborgarans og stríðshetjunnar Guillaume Apollinaire. Höf- undi hefiir tekist mjög vel upp í að skrifa skemmtilega ævisögu enda viðfangsefnið ekki af lakara taginu. Apollinaire kom víða við og var góðvinur margra helstu myndlistarmanna af nýjum skólum í upphafí aldarinnar. Picasso var einn af þeim sem naut góðs af kynnum sínum við skáldið sem var ólatt að lofa hann og aðra kúbista. Það að vera kúbisti var ekki neinn dans á rósum því þá eins og nú áttu nýjungar ekki upp á pallborðið hjá öllum þorra fólks. Þeir börðust sem í var spunnið og má segja að með kúbisman- um hafí hugtakið avant-garde öðlast sess sinn. Fútúristar vilja að sönnu meina að þeir hafi verið fyrstu avant-garde-istamir en um það má deila og skiptir það ekki höfuðmáli. Allt um það. Francis Steegmuller hefur skrifað lifandi og skemmtilega bók um þetta frumlega skáld sem Guillaume Apollinaire var. Hann birtir efnishluti úr lausu lofti Eins og sá sem þetta hripar hefur margsýnt framá, þá halda sífellt áfram að gerast fyrirbæri, sem ekki ættu að geta gerst samkvæmt viðurkennd- um lögmálum eðlisvís- inda. Eða með öðrum orðum, slík fyrirbæri eru mönnum ráðgáta. Þetta sýnir auðvitað ekkert annað en það, að jafnvel vísindamenn vita ekki allt og þykir mér það engin skömm fyrir þá. Hitt ber vitanlega vitni um fávisku og hroka, að halda því fram þegar eitthvað gerist, sem virðist stríða gegn viðurkenndum lögmálum, að það þess vegna gerist ekki — geti ekki gerst, því stundum er hægt að sanna það svo ekki verður um villst. Viðurkennd lög- mál veðra sífellt að víkja fyrir nýrri þekkingu á sannreyndum, því við eigum vitanlega margt ólært. Lesandi góður! Ef þú sérð opinn og tóm- an lófa manns allt í einu taka þeim breyting- um, að í honum tekur að myndast fyrir framan augun á þér hlutur, sem þú síðan getur tekið upp og handleikið, eða ef þú vilt það heldur farið með til smiðs og látið hann meta gildi hlutarins, hvað myndirðu þá segja? Þetta er ekki hægt! Er það ekki? Eða: Þetta er sjónhverfíng! Þetta getur aldr- ei gerst og mun aldrei gerast! Jæja, er það? Útbreiddasta blað Bandaríkjanna Natio- nal Enquirer, sem lesið er af milljónum manna daglega, birti fyrir nokkrum árum stóra fyrirsögn svohljóðandi: The World’s Greatest Psychic. í greininni, sem á eftir fór, segir blaðið frá óvenjulegum hæfíleikum ítalsks manns og telur að hann sé mestur í heiminum allra sálrænna manna. Það má auðvitað segja, að slík fyrirsögn sé heppileg auglýsing vegna sölu blaðsins. En samt sýnir hún þekkingarleysi á sviðum sálrænna fyrirbæra, því til eru menn, sem ekki einung- is geta gert það sama og þessi maður, heldur miklu fleira og sumt jafnvel enn merkilegra. En blaðinu er nokkur vorkunn, þó að það gefí hæfíleikum þessa manns svona háa einkunn, því sannarlega eru þeir furðulegir. Maður þessi er ítali, sem býr í Banda- ríkjunum, Roberto Campagni, að naftii og hefur hann sýnt, að hann virðist geta skap- að og tekið á móti föstum hlutum úr lausu lofti. Furðu lostnir áhorfendur að þessum undr- um hjá Roberto Campagfni hafa lýst þeim þannig, að þetta byrji með því að hendur hans taki að glóa af blárri birtu. Síðan færir hann eins konar formlaust ský af þessu ljósi yfír í hendur viðkomandi persónu og myndar eins konar bolla með lófunum og innan í lófunum breytist þetta bláa ský í áþreifanlega hluti. Með þessum hætti hefur þessi undarlegi ítali látið birtast hluti svo hundruðum skipt- Eftir Ævar R. Kvaran ir, eins og t.d. krossa, úr, lykla o.fl. Ekki hefur heldur skort vitni að þessum furðulegu fyrirbærum. Meðal þeirra má telja föður Eugenio Feriaroti, sem er yfírmaður klerkareglu Genúaborgar á Ítalíu. Þessi virðulegi kaþólski prestur var viðstaddur einn af fundum Campagnis, þar sem hann töfraði fram með þessum hætti hlutbirting, sem hinn ófreski maður gaf honum. Prestur- inn segir svo frá: „Hann færði ljómandi ljóskúlu yfír í hendur mínar og þar breytt- ist hún í lítinn silfurengil. Ég er gjörsamlega sannfærður um það, að hér voru engin brögð í tafli.Enda skil ég ekki, hvemig það ætti að vera. Miðillinn er heiðarlegur og alvar- lega hugsandi maður. Ég votta það fúslega, að þetta er einber sannleikur." Kunnur eðlisfræðingur sem býr í Genúa á Ítalíu, Alfredo Farraro, telur að þessi miðill hafí hæfíleika til hugflutninga. Hann á við, að hann geti með einhveijum hætti látið hluti flytjast frá einum stað til annars og er það að sjálfsögðu ekki síður merkilegt fyrirbæri. Ástæðan til þessarar skoðunar eðlisfræðingsins er sú, að hann sá með þess- um hætti vasaúr nokkurt birtast. En það kom í ljós við nánari athugun, að afi manns- ins, sem fékk það í lófann, hafði glatað því í fyrri heimsstyijöldinni, svo viðkomandi maður kannaðist við það. Annar slíkur hlutbirtingur var hálsmen, sem piltur nokkur hafði gefíð unnustu sinni. Pilturinn ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, því unnusta hans hafði dáið fyrir fímmtán árum. En Roberto Campagni getur fleira en látið slfka hluti, sem oft em hinir fegurstu og listrænustu gripir, birtast. Hann virðist einnig geta boðið þyngdarlögmálinu byrg- inn. Hann getur látið sig lyftast upp frá jörðu! Þetta hefur hann gert margoft í vitna viðurvist. Og að þessu sinni skulum við leiða sem vitni mann, sem marktækur ætti að vera, en það er ítalski dulsálarfræðingurinn dr. Luigi Lapi í Flórensborg á Italíu, sem fengist hefur við sálarrannsóknir I 40 ár. A einum slíkum fundi hjá Campagni sá hann miðilinn lyftast allt upp að lofti í her- berginu. Eftir nokkra stund féll hann niður aftur, en þá skalf allt herbergið. Dr. Lapi hefur verið á átta fundum hjá Campagni og segist aldrei hafa kynnst öðm eins og telur hann fremstan allra að þessu leyti. Eðlisfræðingurinn Alfredo Ferraro, sem minnst var á hér að framan, hefur séð þijátíu hluti birtast hjá Campagni. Hann segir enn- fremur að þar hafí verið gengið úr skugga um það á vfsindalegan hátt, að það sé eng- um vafa bundið, að fyrirbærin séu ekki með neinum hætti framleidd með brögðum. Og hinn kunni eðlisfræðingur bætir við: „Þetta stríðir að sjálfsögðu gegn öllum Iög- málum eðlisfræðinnar. En ég hef engu að síður séð þetta gerast. Fyrirbærið er sann- leikanum samkvæmt. Það er ómögulegt, en engu að síður satt." Sjálfur er þessi frægi miðill ákaflega feiminn og óframfærinn 48 ára gamall pip- arsveinn, sem er meinilla við hvers konar auglýsingar og neitar jafnvel að láta taka af sér myndir. Þessi frétt sem hér hefur verið skýrt frá, var því í fyrsta skipti sem miðillinn hefiir verið kynntur almenningi og haft við hann blaðaviðtal. Því þessi hægláti maður hafði stundað miðilsstörf sín í 30 ár. Roberto Campagni uppgötvaði fyrst mið- ilshæfileika sína þegar hann var 16 ára gamall, en þá var fjölskylda hans öll harmi lostin vegna skyndilegs dauða bróður hans, Ruggios. Þá var það að frænka nokkur, sem eitt- hvað vissi um hinn sálræna þátt manneskj- unnar, gat talið hina harmi lostnu fíölskyldu á að reyna að halda sambandsfundi. Á einum slíkum fundi gerðist það, að borðið, sem fólkið sat við, fór að lyftast hvað eftir annað og tók að svara spuming- um þeirra. Þau spurðu hvort það væri Ruggio, sem væri að hafa samband við þau og fengu jákvæð svör. Fjölskyldan tók nú að halda fleiri fundi og að lokum var öðmm utan fjölskyldunnar boðið að taka þátt í þeim. Og brátt komst Roberto að því, að það var hann, sem lagði til hinn sálræna kraft, sem til þessa þurfti. Andlegar vemr tóku að tala gegnum hann. Einnig skrifaði hann á ýmsum tungu- málum meðan hann var í transinum. Og að lokum uppgötvaði hann hæfileika sinn til þess að geta látið hluti birtast. Fleira er að frétta af undarlegum hæfí- leikum þessa ítalska manns. Þeir, sem kynnu að að hafa áhuga á því, geta fiindið það í bók minni Undur ófreskra. En þessum þætti er ekki ætlað að vera langur og verð- ur þetta því látið nægja hér að sinni. Ég geri ráð fyrir að margir kynnu að kalla það, sem hér að framan hefiir verið lýst, yfímáttúmlegt. En satt að segja er ég persónulega ekkert sérstaklega hrifínn af þvf orði. Margt af því, sem nú á dögum einkennir líf okkar, hefði á fyrri öldum ver- ið kallað yfímáttúrulegt. En mín skoðun er sú, að ekkert sé yfirnáttúrulegt. Það, sem getur gerst er allt náttúmlegt, hvort sem við skiljum það eða ekki. Það er því mikil fljótfæmi að trúa ekki öðm en því, sem núgildandi lögmál ná yfír. Við eigum svo ótal margt eftir ólært. Ekki síður í vísindum en á öðmm sviðum. Þeir sem í auðmýkt og sannleika leita nýrrar þekkingar upgötva í þeirri leit æ víðari svið, sem þeir vita ekk- ert um ennþá. En leitin heldur áfram og margt á eftir að koma I ljós og skýrast. (Hðfundurinn er leikari og hefur skrifað þætti um dulræn efni 1 Lesbók.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.