Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Síða 13
Horft út Ólafsfjörð í átt að Látraströnd. Hér eiga orð Jóns Helgasonar vel við: teygist hinn myrki múli fram / minnist við boðaföllin..." Myndirnar tók Guðrún Þorsteinsdóttir. og af honum dregur dalurinn líklegast nafn. Pjallsraninn vestan dalsins er mikilfenglegur og fram við sjóinn verður hann að sam- hangandi, hrikalegu hamrabelti. Það er Hvanndalabjarg sem rís hátt úr sjó, bjarg sem hlýtur að vekja athygli allra þeirra sem sigla þar framhjá. Þegar ég stóð þama á liðnu sumri og horfði upp eftir þessu tröll- aukna stálþili minntist ég mikils ljóðabálks eftir Jón Trausta. Hann er lengri en svo að ég kynni að fara með hann allan en þó held ég að mér hafi orðið það á að hvisla móti hafgolunni, sem nú var farin að láta á sér bera, eftirfarandi hluta kvæðaflokks- ins mikla og áhrifaríka: Há eru og hrikaleg Hvanndalabjörg. Þar eiga bergtröllin heimkynni og hörg. Rísa þar gegn norðrinu risaleg flöL Hvergi eru meiri og magnaðri tröll. Öll eru bergtröllin ófiýn og ljót,- hamimir hraunsteypa, hausamir grót. Gína þau við hafnyrðing, gína þau við hrið, granir em miklar, og ginin em víð. Glápa þau á tunglið og glotta um leið. Aulaleg augun, ásjóna breið. Skella þau skoltum, svo skjálfa við fjöll. Heyra menn þá heimskulega hlátra og sköll. Mest er þeim dillað, er hafið rís hátt. Fjúki í norðrið, þeim fyrst verður dátt. Taka þau þá rammaukin Tröllabotna-slag.- Engir skyldu menn vera úti þann dag. Síðar í kvæðinu, sem heitir Konan í Hvanndalabjörgum, lýsir skáldið ferð séra Hálfdans á Felli í Sléttuhlíð austur með ströndinni og tilraunum hans ti að ná aftur eiginkonu bónda nokkurs sem tröllin höfðu bergnumið. Styðst Jón Trausti við þá gerð þjóðsögunnar sem lætur þessa atburði ger- ast í Hvanndalabjörgum. Önnur gerð sögunnar er til þar sem atburðimir tengjast Ólafsfjarðarmúla. Þá gerð notar hins vegar Jón Helgason í kvæðinu Áföngum. í Múlan- um er staður sem kallaður er Hálfdanarhurð. Ekki verður vestar komist en að Hvann- dalabjargi. Það er farartálmi öllum nema ef til vill færustu klifrurum. Hinum megin em Hvanndalir, þrjár litlar dalhvilftir í hamravegginn: Sýrdalur, Selskál og Hvanndalir þar sem forðum var búið af og til. Einu nafni kallast þessir smádalir Hvanndalir. Stundum sést þó í gömlum plöggum nafnið Fanndalir. Hvanndalajörðin var líklega ein afskekkt- asta jörð á landinu. Ákaflega erfítt er þangað að komast hvort sem er af sjó eða landi. Ábúð var þar því alltaf háð þeim sveiflum sem urðu í árferði og almennum kjömm landsmanna. Stundum gátu iiðið áratugir eða jafnvel öld er ekki nokkum mann fýsti þar að búa en í annan tíma gat að líta í dalnum blómlegt bú og jafnvel hjá- leigur frá heimabænum, Hvanndalakot og Hvanndalasel. Undan Hvanndölum vom stundaðar um- fangsmiklsir selveiðar á 18. og 19. öld auk fiskveiða. Þar áttu hlut að, auk heima- manna, Siglfírðingar, Héðinsfírðingar og Ólafsfírðingar. Lengi var selurinn fyrst og fermst skutlaður en seinna var farið að reka hanna í net. Fyrir Þórhildarvoga og Sýdals- voga var girt með netum, sérstaklega eftir stórstraum og langvinnt brim. Söfnuðust þá oft kópar saman upp á klöppunum. Selur- inn var þá rekinn í nætumar og vom stundum hafðar tvær nætur, önnur innar. En það var betra að farar varlega við veiðamar á þessum slóðum, hvort sem ver- ið var að skutla sel, veiða þorsk eða hákarl, því ströndin er klettótt og landtaka víðast erfíð eða með öllu vonlaus. Á það reyndi illilega árið 1783 en þá varð í Sýrdalsvogum mikið sjóslys. Tíu menn dmkknuðu en sjö náðu að skreiðast til byggða í Ólafsfírði nær dauða en lífi eftir að hafa hírst í ellefu daga í hamrabeltinu umhverfís vogana. Ábúð á Hvanndölum lauk 1896. Síðustu ábúendumir vom hjónin Sigurður Sveinsson og Hólmfríður Finnsdóttir. Þau vom bæði Ólafsfírðingar og höfðu áður átt heima í Tjamarkoti í Ólafsfjarðarhomi. Árið 1894 hófu þau búskap sinn á Hvanndölum en snem aftur í Homið tveimur áram síðar. Hvanneyrarhreppur keypti Hvanndala- jörðina þegar ábúð lagðist þar af. Séra Bjami Þorsteinsson segir í bók sinni Aldar- minnig Siglufjarðarverzlunarstaðar að það hafi verið gert „með fram eða eingöngu til þess að geta girt fyrir það að mannabyggð héldist lengur á þessum afskekkta, ófýsilega mannabústað". Hvort sem það á við rök að styðjast eða ekki þá er það þó víst að hrepp- urinn seldi jörðina aftur stuttu síðar. Kaupandinn var Jón Guðmundsson hrepp- stjóri á Syðri-A í Ólafsfirði og er hún enn í eigu Ólafsfirðinga, afkomenda Jóns. En á Hvanndali komumst við ekki í þess- ari ferð. Þangað verður maður að krönglast frá Héðinsfírði yfir Hvanndalaskriður eða komast þangað af sjó. Það er því ekki ann- að að gera en halda til baka heim á leið. Ferðalangamir em famir að finna dálítið fyrir þreytu en ferðin til Kleifa sækist þó ótrúlega vel. Sumargangan að Hvanndalabjargi er mér ákaflega eftirminnileg. Sumarfegurð er annáluð á þessum slóðum. Má t.d. vitna til orða Stefáns Stefánssonar náttúmfræðings og skólameistara sem hann viðhafði forðum um Ólafsfjörð áður en staðurinn var kominn í vegasamband við önnur byggðarlög: „Hin fríða og snotra útkjálkasveit var svo sviphýr og laðandi í sumarskrúð sínum, að ég tók ósjálfrátt undir með Gunnari: „Hér vil ég una ævi minnar daga, alla...“ í dag er aftur á móti greiðfær vegur til byggðanna við utanverðan Eyjafjörð og tilvalið fyrir ferðahópa og einstaklinga að ganga út í Fossdal og sjá bergtröllin í Hvanndalabjörgum með eigin augum. Höfundur er sagnfraeöingur og starfar viö kennslu og ritun sögu Ólafsfjarðar. Austasti hluti Hvanndalabjargs. Nær sjást sjávar- bakkar Fossdals. f Tryggvi V. Líndal Argentína Falklands- eyjastríðsins Súludýfa úr herþyrlu; kollsteypa í blikandi Atlantshafið var sérgrein hálffleygra vinstrisinna: Að synda með bundna útlimi meðal fiskanna nokkra stund. Týnast svo á hafi úti. Borges skáldið var þá þegar blindur; trúði hunangssmjaðri gullintanna sem helltu guðaveig í viljug eyru (líkt og í föður Hamlets forðum) um takmarkalausa hugsjónadýrð þar sem allt dirfðist að vera stjómmál, ekkert undanskilið. „Hægri snú, þú Silfrinland. “ Og Borges heyrði ekki 6þ stúlknanna úr kapalhengivögnunum er sendiherrar ríkisstjómarinnar frömdu með þeim tangó með böllum og byssukúlum, né fann hann bleytuna undir berum fótum er rafmagnið geislaði út frá hlakkandi djöfli í mannsmynd. Þá var Borges þegar á flótta ásamt Snorra-Edduskáldi. „Miðju- maðurinn“ í E1 Salvador endursenda dauðasveitir bolta knattspyrnuliðsins, lýðræðið er götótt sem markanet og áhorfendumir eru dreifðir í síkjum meðfram sveitavegum. Forsetinn er eini miðjumaðurinn og merst einsog hjarta okkar milli myllusteins og hellu. Og spennumælir okkar titrar í skilningslausrí angist rétt til hægri við miðju og enn sendum við í ráðaleysi vopn til miðjumannsins lokum augum og eymm og þrýstum maka okkar. Chile endur- heimsótt Óp. Santiago de Chile. Hersjúkrabílar. Pinochet viðurkennir enga sök hjá sér. Ungmenni þjást í rammgerðum hvitum sölum. Er ekki kominn tími til að þegja? segir móðir og hershöfðinginn er páfmn og hundurinn er forsetinn, þyrlur em drekaflugur hreyfingarlausar yfir borgarfeninu þar sem froskar em í örbylgjuofnum og stúdentar reyndust ekki hafa rétt fyrir sér. Höfundurinn er þjóðfélagsfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. ÁGÚST 1987 13*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.