Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 3
lEgttlg @löl[Rl[a![ylS][i][t]®lÐ]®[I][Nl[Il Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndina tók ungur maður úr Garðabæ, Haukur Snorrason, og fetar þar með f fót- spor föður síns, Snorra Snorrasonar, sem marga fagra myndina hefur tekið og hafa þær oft birzt í Morgunblaðinu. Ekki fylgdi myndinni nein nafngift, en hún gæti heitið Vetrarfjötrar eða eitthvað þvíumlíkt: Klak- inn myndar hjúp utan um gróðurinn. Passíusálmar eru á dagskrá á föstunni. Séra Þorbjöm Hlyn- ur Amason prestur á Borg á Mýmm hefúr skrifað greinaflokk um guðfræði og passíu- sálma, sem birtíst hér og í tveimur næstu blöð- um. í fyrsta hlutanum skrifar hann um hugsan- legar fyrirmyndir og aðferð séra Hallgríms. Ferðablaðið Upplýsingamiðstöð íslenzkra ferðamála er í brennidepli í þetta sinn og blaðið hefur rætt við Aslaugu Alfreðsdóttur forstöðukonu um þá reynslu, sem komin er á verksvið Upplýs- ingamiðstöðvarinnar, sem opnuð var 9. júlí, 1987. Auglýsingar geta verið ósýnilegar, en mismunandi skoðanir eru á því, hvort þær geri sitt gagn. Þetta em svonefndar neðanmarkaauglýsingar, sem sko- tið er inn í kvikmyndafilmu og taka svo skam- mantíma, að maður sér þær ekki - en sumir segja að undirmeðvitundin nemi boðskapinn. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Kvöldljóð í mars Skýin, skuggar á himnatjaldi. Birtan roðnar ívið á fótumtroðnum snjó útí garði hjá mér. Jafndægur á vori, veraldarundur. (Þú sprettharða tímans tönn) Ég tel klukkustundirá fingrunum til staðfestingar. Stendurheima. Nú erjafn bjart og það erdimmt. Ó réttláta úthlutun Ijóssins! Ég vakna til þess. Til þess! Og úrskurða andlát skammdegis. í andakt Ég trúi á upprisu grasanna og eilífan sprett. Ljóðið er úr nýrri Ijóöabók Steinunnar, Kartöfluprinsessunni, sem út kom 1987 hjá bókaforlaginu löunni. Eitrað sull í neytendapakkningum Ifáum orðum sagt; það er hættu- legt að lifa og það hafa menn lengi vitað. Enginn lifir til lengd- ar án næringar, en sú næring sem á boðstólum er, getur verið varasöm, ef ekki beinlínis hættu- leg. Þar er ekki allt sem sýnist: undir litprentuðum og glæsileg- um neytendapakkningum kunna að leynast smáskammtar af eitri, sem duga til að ganga frá fómarlömbunum eftir langvarandi neyzlu. Því nefni ég þetta hér, að ég varð áheyr- andi að samtali gamallar konu við ungan hjúkrunarfræðing. Sú gamla var að lýsa bemskuhíbýlum sínum og mataræði: Bað- stofugólfið að vísu sandskúrað stundum, en í eldhúsinu var bara moldargólf og ekki þýddi mikið að skúra það. Þar var dregið yfir með sópi úr hrísi endrum og sinnum, en sú gamla minntist þess ekki, að þetta hefðu verið óhrein eða óvistleg húsakynni. Hjúkmnarfræðingurinn var samt gáttaður á þessari lýsingu og fannst merkilegt að nokkur skyldi geta lifað til langframa við annan eins skort á hreinlæti: -Allir hljóta að hafa verið gljáandi af skít, sagði hún. Ekki hélt sú gamla, að það hefði verið neitt sem orð var á gerandi og sjálfur man ég raunar eftir gömlu bændafólki, sem fór áreiðanlega ekki í bað nema á jólunum, en var samt alltaf hreint og aldrei af því þessi megna svitalykt, sem stundum angar af nútíma hitaveitufólki, oft til kominn af streytu og taugaveiklun. Hjúkrunarfræðing- urinn átti líka bágt með að skilja, hvemig hægt var að halda lífi til lengdar á þessum fábreytta mat með engum ávöxtum og allt- of mikilli saltneyzlu; saltkjöt og saltfiskur á borðum til skiptis. Að vísu er það hafíð yfir vafa, að ung- bamadauði var miklu meiri en nú á dögum og gæti verið til vitnis um skort á hrein- læti. Og það er jafnframt staðreynd, að meðalaldur fólks hefur hækkað. Það er hins- vegar óvist að dagleg böð eigi mikinn þátt í því og þótt saltneyzlan hafi áreiðanlega verið um of, er vafasamt að við höfum feng- ið annað betra í staðinn. Hjúkrunarfræðingnum fannst hrollvekj- andi til þess að vita, að moldargólf hafði verið í eldhúsinu heima hjá þeirri gömlu, sem var nú samt orðin áttraeð og sýndist eiga heilmikið eftir. Síðar sá ég grein í er- lendu blaði, sem verður væntanlega birt hér í Lesbók og fjallar um einn þátt í óhollustu nútíma fólks, nefnilega gólfteppin. Lífríki Tjarnarinnar margfrægt verður fátæklegt hjá lífríki gólfteppanna. Þar er sérstakur örverugróður og óskaplegt samansafn af allsskonar skít, sem þyrlast upp í hvert sinn sem gengið er yfir teppið. Þó kastar fyrst tólfunum þegar ryksugað er í þeim fróma tilgangi að hreinsa skítinn. Sem betur fer hafnar eitthvað af honum í síunni, en loft- inu er blásið gegnum óþverrann allan tímann og smæsta rykið og örverustóðið þyrlast út um allt. Það minnir á aðra hreingeming- araðferð frá broddborgaraheimilum fyrr á öldinni, þegar stofustúlkur voru látnar „þurrka stufið" með ijaðraskúf, sem hreins- aði ekki eitt rykkom, en þeytti „stufinu" út í loftið. Líklega er hjúkrunarfræðingurinn ekki einn um að mikla mjög fyrir sér alla þá hollustu, sem talið er að við njótum. Eftir að hafa andað að sér heilnæminu úr gólf- teppunum, verða a.m.k. höfuðstaðarbúar að anda að sér koltvísýringi frá útblæstri bfla, sem í vetur hefur verið talinn yfir hættu- mörkum. Þar að auki fylgir rykinu frá þurr- um götum heilmikið af malbiksögnum, sem nagladekkin eiga ekki hvað sízt þátt í að koma á loft og þar á ofan rykagnir úr hemla- borðum bfla; oft úr asbesti, einhveijum magnaðasta krabbameinsvaldi sem fundinn verður. Það sem við höfum fengið í staðinn fyrir saltið er miklu Qölskrúðugra eitur og miklu fallegra, þvi umbúðimar prýða oft litprent- aðar myndir. í hillum allra stórverzlana eru glæsilegar neytendapakkningar utan um matvöru; grauta sem eiga að geymast von úr viti, kökur sem harðna ekki, brauð sem myglar ekki - og þar að auki eru þar megr- andi drykkir. Það sem Adam í neytenda- paradísinni spáir jrfirleitt lítið í, er að allt er þetta fengið með aukaefnum, sem eru orðin hrikaleg heilsufarsleg plága í matvælaiðnað- inum. Þetta eru E-efni, sem svo eru nefnd og gegna stundum því hlutverki að vera bragðaukandi, stundum sem litarefni, stund- um sem sætuefni, en oft til rot- og þráavam- ar. Rotvamarefnum er dengt í aldinsafa, sem böm innbyrða nú í skelfilegu magni, því þar eru á ferðinni tvö ef ekki þtjú efni, sem valda krabbameini. Á markaðnum er að vísu einnig appelsínusafi með upplýsing- um um, að engum litarefnum, sykri eða rotvamarefnum hafi verið bætt út í. Ein- hvetjir sérvitringar kaupa hann, undirritað- ur þar á meðal. Áð vísu heitir svo, að ekki sé verið að plata neitt ofan í fólk, því merkingar eiga að vera á umbúðum. En númer á eftii eins og E-233 segir nákvæmlega ekki neitt - ef engar skýringar fylgja með. Aðeins mat- vælafræðingar og innvígðir vita að efnin E-230-233 valda húðsjúkdómum; að efnin E-250-252 hækka blóðþrýsting, að E-320 eykur kólesteról í blóði og eykur hættu á kransæðastíflu, að mörg efni, E-338-466 eru afleit fyrir meltinguna og 11 efni merkt með E-131-330 flýta mjög fyrir útbreiðslu krabbameins. Þetta er hvorki geðsleg né uppörvandi upptalning og fari maður að hugleiða þetta alvarlega úti í búð, þá gæti farið svo að maður kæmi næstum tómhentur heim og fengi sér í mesta lagi vatnsglas, því mjólk og mjólkurafurðir okkar eru sagðar mengað- ar af öfgafenginni notkun á tilbúnum áburði á tún. Þegar hér er komið sögu, gæti einn- ig farið svo, að hjúkrunarfræðingurinn færi að öfunda þá gömlu af þeim góðu dögum, þegar skami var ekið á hóla og mjólkin var mjólk og grauturinn var grautur og ekkert eitrað sull úti. GÍSU SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.