Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Side 5
Fegwð og angurværð - hryllingur og skelfing. Teikning eftir Flóka.
ræna húsinu, þar sem honum tókst að koma
öllu samkvæminu úr jafnvægi, og við há-
tíðlegt tækifæri á Fanö lá við, að kennari
nokkur yrði vitstola af völdum Flóka.
Hann hafði mjög miklar mætur á 10.
áratugnum, á hinu spillta viktóríanska tíma-
bili, „Bemina-tímanum". Á svipaðan hátt
og tii að mynda Schopenhauer og H.C.
Andersen var hann gagntekinn af hugsun-
inni um dauðann. Dauðann og ástina. En
ekki hina venjulegu, hversdagslegu ást, sem
alls staðar er á boðstólum. Nei, heldur hina
ævintýralegu og ótrúlegu í alls kyns blæ-
brigðum. Það vom margir, sem ekki gátu
fellt sig við list Flóka, af því að hann hélt
sig svo mjög við hina kynlegu, afkáralegu
ást, hnignun og dauða. En ef betur var að
gáð, þá kom brátt í ljós, að inn við beinið
og yfirleitt var Flóki vonlaus, norrænn
sveimhugi. Eða hvemig var það, teiknaði
hann nokkm sinni nakta konu án stífra
geirvartna eða loðinna handarkrika? ísland,
sögueyja, getur einnig birzt manni sem.
djöflaeyja. Eldfjöllin eiga fleira til en falleg
gos. Það getur kraumað í gígum þeirra á
ógnvekjandi hátt, sem minnir á Bosch. Ofsa-
rok og jarðskjálfti er aðeins tvennt _af því,
sem ég hef sjálfur að minnast frá íslandi.
Það dró ekki úr áhrifunum, að ég skyldi
öðlast þessa lífsreynslu í návist Flóka.
Hið ósýnilega ísland rúmar fleiri drauga
en nokkur annar staður á jörðinni, og hjátrú-
in birtist í ýmsum myndum, allt frá beinni
dýrkun á Þór og Óðni til dularfullra fyrir-
boða.
Móðir Alfreðs Flóka er nákunnug aftur-
göngum. Er hann var að alast upp, og allt
frá því er hann var smástrákur, hlaut í raun-
inni hinn ákjósanlegasta hugmyndafræði-
lega undirbúning undir ævistarfíð.
Rauðsokkahreyfing og þess háttar var
honum hrein andstyggð. Eigi að síður var
hann mjög svo í takt við tímann, hvað varð-
ar fegurðarþrá, ótta við dauðann og óbil-
andi trú á ást og samlyndi. Vonbrigðin yfír
því, hvað gjáin var mikil milli drauma og
vemleika, stuðluðu að því ásamt tilfmninga-
semi hans o.s.frv. að hann gekk hratt um
gleðinnar dyr og lifði óreglulegu lífi.
Hann var vissulega ekki neinn bindindis-
maður. Og burtséð frá áfengismagninu í
blóðinu virtist hann aldrei vera eins og fólk
er flest. Það frábað hann sér einnig að vera.
Eins og Gustav Wied, rithöfundir, sem hann
hafði mætur á, þótti honum nánast fyrirlit-
legt að vera álitinn „normal" — enda þótt
segja megi, að merking þess hugtaks sé
harla víðtæk.
Einu sinni vomm við Flóki saman í bfl,
og við stýrið sat kona, sem sagði, að hún
væri að fara á yoga-æfíngu. Þetta varð til
þess, að Flóki rak upp óþ. Hann vildi út
úr bflnum þegar í stað og halda ferðinni
áfram fótgangandi. Honum fannst það
hreint brjálæði að leggja á sig erfiði til að
koma ró á sálina. — Maður getur ekki lifað
án sinna demóna, hrópaði hann.
Ef til vill vom þessir andar tryggustu
fömnautar Flóka.
Það hafa komið út nokkrar bækur um
Alfreð Flóka. Jóhann Hjálmarsson, skáld,
gerði ágæta grein fyrir listamanninum
snemma á ferli hans. Bókin „Furðuveröld
Alfreðs Flóka", sem kom út 1986, er einnig
mjög athyglisverð.
Alfreð Flóki var sjaldan hrifínn af nútíma-
list. Helzta undantekningin var Hans Hen-
rik Lerfeldt, sem hann var stórhrifínn af
og talaði oft um að sig langaði til að hitta.
En óhætt er að fullyrða, að sem maður og
listamaður hafi Alfreð Flóki verið einfari.
Teikningar hans vom alltaf mjög nákvæm-
lega unnar. Eins og Storm P. gat Flóki
endalaust verið að strika. Jafnvægið milli
svarts og hvíts er frábært, og með hinum
mjóa tússpenna gældi Flóki við smáatriðin
í furðuveröld sinni. Veröld með saklausum
stúlkum og konum, sem vita, hvað þær
vilja, kynlegum trúðum, vonlausum mönn-
um og flögrandi fuglum. Veröld, þar sem
kynhvötin er harðstjóri og dauðinn alls stað-
ar nálægur. Þar er fegurð og dulúð, ofsa
fengnar ástriður og ítrasta fágun. Kynferð-
isleg fjölkynngi og þrotlaus leit að týndum
markmiðum.
Einu sinni, þegar ég var á fömm til Aust-
urlanda sagði Flóki: Ferðast? Það er ekki
nema fyrir andlaust fólk. En nú er hann
sem sagt sjálfur farinn í ferð.
U.G.
— Sv. Ásg. þýddi úr „Hrymfaxe“.
Höfundurinn er ritstjóri (kulturredaktör) við dag
blaðið Vestkysten i Esbjerg í Danmörku.
H E 1 M S P E K 1 L E G A R
B 0 L L A L E G G 1 N G A R
Eru allir
menn
heimspekingar?
Isíðasta pistli gerði ég að umræðu-
efni þá þversögn sem kveður á
um að sérhver maður hljóti í raun-
inni að vera heimspekingur: vilji
einhver sanna að hann sé ekki
heimspekingur verður sá hinn
sami að beita heimspekilegum
rökum máli sínu til stuðnings.
Vafalítði hljómar þessi þversögn sem mesta
firra í hugum flestra manna; þ.e. að þetta
sé ekki aðeins raunvemleg þversögn heldur
líka mótsögn, og þar af leiðandi rökvilla.
Eigi að síður er ekki gott að henda reiður á
í hveiju rökvillan í þessari furðulegu þver-
sögn felst. í fljótu bragði getur svo virst
sem hér sé einfaldlega um frekar ómerkileg-
an orðaleik að ræða; í röksemdunum er
gert ráð fyrir að einstaklingurinn svari fyr-
ir sig, svari því sum sé hvort hann sé heim-
spekingur eða ekki og gefur þá augaleið
að hann kemst ekki hjá því að hugleiða
eðli heimspekinnar og þar með röksemdir
af heimspekilegum toga. í annan stað segir
hin heilbrigða skynsemi okkur, að það sé
til fullt af fólki sem aldrei hefur þurft að
svara spumingum af þessu tagi og sem
yfírhöfuð aldrei hefur hugleitt heimspekileg
vandamál, eða önnur svokölluð „andleg
málefni" eða hvað? Og strax er hin heil-
brigða skynsemi komin i bobba. Jafnvel hún
verður að viðurkenna að erfitt er að ímynda
sér þá manneskju sem aldrei hefur leitt
hugann að hinstu rökum tilverunnar; rökum
sem varða t.d. takmark og tilgang; líf eða
dauða. Það er raunar gamall og nýr sann-
leikur að vitundin er ætíð „stærri“ eða
„meiri“ heldur en þekkingarheimur hennar.
Okkur grunar nefnilega, eða skynjum,
margt sem við getum ekki almennilega skil-
greint eða komið orðum að. Sálfræði nútím-
ans orðar þetta svo, að undirmeðvitundin
sé dýpri eða virtrari heldur en sjálfsmeðvit-
undin. Því er það að jafnvel þótt hin for-
heimspekilega vitund hugleiði aldrei rök-
semdir heimspekinnar á meðvitaðan hátt,
verður vart hjá því komist að hún hugleiði
t.d. stöðu sína í heiminum; að hún reyni
þannig að koma á einhvers konar sáttagerð
milli hins einstaka og hins almenna; þ.e.
milli sjálfrar sín og umheimsins; og þar af
leiðandi, þegar allt kemur til alls, að hún
hugleiði, í vissum skilningi að minnsta
kosti, röksemdir sem þrátt fyrir allt eru af
heimspekilegum toga.
Það er því aðeins á yfirborðinu sem þver-
sögnin, sem hér um ræðir, er raunveruleg
þversögn og því markleysa. Okkur „finnst"
einhvem veginn að það hlóti að vera rangt,
þegar því er haldið fram að allir menn séu
heimspekingar. Málið horfir hins vegar
öðmvísi við, ef við hugleiðum nánar hvað í
þessari staðhæfingu felst, sem er í rauninni
ekki annað en eftirfarandi ályktun: Maður-
inn er hugsandi vera... og þar af leiðandi
heimspekingur. í þessu frumstæða formi
er ályktunin að sjálfsögðu ekki alveg „pott-
þétt", en fer þó fiirðu langt með að standa.
Raunar þarf ekki annað en að bæta þeirri
EftirÞór
Rögnvaldsson
staðhæfingu við, að hugsunin sé eðli sínu
samkvæmt án takmarkana og óendanleg (og
þykir mér líklegt að það geti vafist fyrir
mörgum góðum manninum að sanna hið
gagnstæða) og er þá illmögulegt, og raunar
ógemingur, að hnekkja þessum röksemdum.
Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt skil-
greining á því, hvað það er að vera maður,
sum sé eftirfarandi: Það að vera maður er
að vera heimspekingur. Þess vegna hefur
heimspekin alltaf vitað það sem lengi, allt
of lengi, hefur þvælst fyrir mannfræðinni;
þ.e. að það sem greinir mann frá dýri er
fyrst og fremst hæfileikinn til þess að hugsa.
Vaknar þá eðlilega eftirfarandi spuming:
Fyrst allir menn eru heimspekingar, hver
er þá eiginlega munurinn á heimspeki hins
heimspekilega menntaða og þess sem enga
heimspekilega menntun hefur hlotið? Að
íhuguðu máli verður þó strax ljóst að þess-
ari spumingu hefur þegar verið svarað, að
hluta til að minnsta kosti. Það gefur þannig
auga leið, að hin heimspekilega vitund hug-
leiðir ætíð rök heimspekinnar á meðvitaðan
hátt; hin for-heimspekilega vitund, hins veg-
ar, er sér ekki meðvituð um heimspekilegt
eðli hugsunar sinnar.
Þar með er hins vegar ekki öll sagan
sögð og eina ferðina enn rekust við á dálít-
ið merkilega þversögn: í mikilvægum skiln-
ingi er hin for-heimspekilega vitund ætið
„stærri“ eða „meiri" heimspekingur, heldur
en sá sem hlotið hefur heimspekilega mennt-
un. Þetta helgast af því að gagnstætt hinum
heimspekilega menntaða „veit“ hin for-
heimspekilega vitund ætíð hjálpar- og milli-
liðalaust, og þarf því ekki að spuija kóng
eða prest um eðli sannleikans. Hún „veit“
einfaldlega; og það sem hún þannig veit er,
að sannleikurinn er eitthvað sem hún sjálf
hefur upplifað; eitthvað sem er samofíð lífi
hennar og persónulegri reynslu og sem
þannig er mjög erfítt, ef ekki með öllu óger-
legt, að koma orðum að og deila með öðr-
um. Þessi vitund lítur því á það „að vita"
nánast sem náðargjöf, og hún veit í raun-
inni það eitt, að sjálf er hún í hópi hinna
„heppnu", sem útvaldir hafa verið. Hún fer
því æði nærri því að setja jafnaðarmerki
milli sjálfrar sín og sannleikans og kærir
sig aldeilis kollótta um háfleygar röksemdir
heimspekinnar. Það er enda ekki alveg út
í hött, þegar hin for-heimspekilega vitund
ásakar heimspekinginn um, að hann viti í
rauninni ekki neitt; að hann sé „lítill" heim-
spekingur, o.s.frv. Hinn heimspekilega
menntaði er nefnilega í þeim skilningi lítill
heimspekingur, að hann efast um gildi eigin
hugsana um og eigin heimspeki. I rauninni
veit hann það eitt að þekkingu hans og
skilningi eru takmörk sett, þ.e. að hann
veit ekki neitt, og hefur því löngum til þess
að læra.
Þegar öllu er á botninn hvolft er því
munurinn á hinum ólærða og hinum lærða
heimspekingi fyrst og fremst þessi: Hinn
ólærði heimspekingur „veit“ ástríðulaust og
án þess að hafa löngun til þess að vita
meira. Hinn lærði heimspekingur, hins veg-
ar, er sá sem er sér meðvitaður um eigin
takmarkanir og sem þar að auki hefur til
að bera þann vilja og þá ástríðu, sem og
litillæti hjartans, sem það kostar að setjast
að fótskör heimspekinnar.
í næstu pistlum mun ég ræða lauslega
helstu mótbárur hinnar forheimspekilegu
vitundar við rökum heimspekinnar, mót-
bárum svo sem að það séu ávallt tvær hlið-
ar á hveiju máli, o.s.frv. sem og hvemig
heimspekin sjálf fjallar um þessi „heimspeki-
legu rök“ hinnar for-heimspekilegu vitund-
ar.
Höfundurinn er heimspekingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ 1988 5