Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Page 14
B w 1 L A R
Nýtt flaggskip M SAAB
í flokki stórra Evrópubíla
M
erk tímamót urðu hjá sænsku bflaverksmiðj-
unni Saab í janúar, þegar kynnt var nýtt
flaggskip Saab; stór bfll í lúxusflokki og ber
einkennisheitið 9000 CD. Svenska Aeroplan
Aktiebolaget, skammstafað Saab, var og
er enn flugvélaverksmiðja, en hóf bílafram-
leiðslu uppúr síðari heimstyrjöldinni. Fram-
an af einkenndust Saab-bílar af tvígengis-
vél og verulegu straumlínulagi; menn sögðu
að það helgaðist af skyldleika við flugvélarn-
ar. Nú heyrir tvígengisvélin og frihjólunin
sögunni til fyrir alllöngu, en forráðamenn
Saab hafa lagt áherzlu á sportlega eigin-
leika; ekki sízt eftir að Saab 900 turbo kom
á markað og breytti ímynd þessara bfla
talsvert. Saab hefiir verið sér á parti um
útlit; gamla 96-gerðin var t.d. alveg „með
sínu lagi". Síðan hefur afturendinn á Saab
ýmist verið skásneiddur eða þá með því lagi,
sem heitir „hatchback" á ensku og sumir
eru famir að nefna hlaðbak. Það er gott
nýyrði og alveg rökrænt.
Merkasta þróunarskrefið var síðan stigið
í samvinnu við Fiat, Lancia og Aifa Romeo,
þegar Saab 9000 hljóp af stokkum fyrir
tæplega §órum árum. Grundvallarhug-
myndin var hin sama: Rúmgóður 5 dyra
sportlegur Qölskyldubfll með framdrifi. End-
anleg útfærsla varð mismunandi hjá þessum
fjórum framleiðendum, en í umfjöllun í bfla-
blöðum hefur mátt sjá, að fágun og frágang-
ur þykir bera nokkuð af hjá Saab. Með
turbo-útfærslunni varð þessi bfll þar að
auki vel frambærilegur á hraðbrautunum
með yfir 200 km hámarkshraða og viðbragð
í hundraðið uppá 8,4 sek. Hér var kominn
dæmigerður Evrópubfll, vel teiknaður, vand-
aður; einn af þeim sem hefur skipað bfla-
framleiðslu álfunnar á virðingarbekk.
Saab 9000 CD. Smávægileg útlitsbreyting á framenda frá 5 dyra bílnum, en
afturendinn gerbreyttur. í heild er bann 16 sm lengri.
Um SAAB 9000 CD,
nýjan og íburðarmikinn
bíl í gæðingaflokki, sem
reynsluekið var í
Frakklandi og ætti að
geta aukið verulega
markaðshlutdeild Saab
Keppa Ekki Við Japani
Með 5 dyra 9000-bílnum steig Saab risa-
skref í átt til þess, sem nú er orðið. Menn
gerðu sér ljóst á þeim bæ, að verksmiðja,
sem framleiðir 137.000 eintök á ári og telst
lítil á alþjóðlegan mælikvarða, getur ekki
keppt við iðnrisa eins og Japani í fram-
leiðslu á ódýrum en sæmiiega vel búnum
smábflum. Sú ákvörðun að einbeita kröftun-
um þess í stað að takmarkaðri framleiðslu
á bfl handa þeim kröfuhörðu, var áreiðan-
lega rétt. Saab hefur á sínum snærum frá-
bæran hönnuð, Bjöm Envall, sem á veg
og vanda af innra og ytra útliti á 9000 og
CD-bflunum - og flugvélaverksmiðjan er
heldur ekki á hrakhólum með verkfræðinga.
Það er út af fyrir sig athyglisverð verk-
fræði- og hönnunarkúnst að ger-a bfl svo
rúmgóðan að innan, að hann telst í flokki
„fullstórra" - samt sést það ekki beint á
honum að utan; Saab 9000 CD er 4,78m á
lengd og l,76m á breidd eða af mjög svip-
aðri stærð og kunnir Evrópubílar svo sem
Volvo 760 og Audi 200 turbo.
En hversvegna telja forráðamenn Saab
hyggilegt að framleiða ennþá stærri og
dýrari bfl? Svarið liggur í augum uppi. Saab
9000 kostar á bilinu 1200-1400 þúsund og
þarmeð er ljóst að honum er stefnt á mark-
að, þar sem kaupendur eru bæði kröfuharð-
ir og allvel fjáðir. Sá kaupendahópur er
samt ekki endiíega á höttunum eftir 5 dyra
hlaðbak; hann vill oftar almennilega drossíu
með hefðbundnu lagi, sem stundum er nefnt
þriggja kubba lag, eða með öðrum orðum:
Einn kubbur fyrir vélarhlutann, annar fyrir
húsið og sá þriðji fyrir skottið. Þessi kaup-
endahópur vill gjaman að bíllinn sé virðuleg-
ur án þess að vera mjög áberandi og hann
kærir sig ekki endilega um hurð á öllum
afturendanum, svo gusturinn næðir um alla
í bflnum, þegar þarf að komast í skottið.
Aftur á móti kann að koma sér vel að hafa
smá lúgu á aftursætisbakinu til að stinga
skíðum í bflinn, enda hefur verið séð fyrir
því.
A síðustu 10 ámnum hefur komið í ljós,
að verulegur meirihluti kaupenda í svo-
nefiidum E-og F-flokkum, þar sem stað-
setja má bæði Saab 900 og 9000, tekur
hefðbundna þriggja kubba lagið framyfír
annarskonar útlit; einkum á það við ofantil
í þessum verðflokki. Hlutdeild Saab jókst í
þessum flokki með tilkomu 9000 og til
dæmis um vinsældir hans má geta þess, að
í fyrra jókst sala á honum um 25% - úr 33
þús. eintökum í 41 þúsund. Aukning á heild-
arsölu milli síðustu ára varð þó ekki hjá
Saab af þeirri ástæðu, að nýir skattar drógu
úr sölu I Bandaríkjunum, í Danmörku og
Noregi. Fleira kom til, svo sem fall dollar-
ans o.fl, en eftir sem áður hélt Saab sínum
SAAB 9000 CD - nokkrar
staðreyndir
Lengd: 4,78m
Lengd að innan: 1,89m
Breidd: 1,76m
Haeð: 1,42m
Fótarými, framan: 105 sm
Fótarými, aftan: 98 sm
Vigt: 1340-1430 kg.
Farangursrými: 512 lítrar
Lengd á skotti að innan: 109 sm.
Staðall innra rýmis: 120,7 rúmfet.
Vél: Þverstæð, 2 lítra, 4 strokka, 16
ventla með forþjöppu og millikæli.
Hemlar: Diskahemlar á öllum hjól-
um, loftkældir að framan. Hægt er
að fá ABS hemlakerfi.
Þjöppunárhlutfall: 9,0:1
Eyðsla (upplýsingar framleiðanda):
Á 90 km jöfnum hraða: 6,5I (6,9 sjálf-
skiptur)
Á 120 km jöfnum hraöa: 8,6I (10,0
sjálfskiptur)
í borgarakstri: 12,2I (14,3 sjálfskiptur)
Vindstuðull: 0,33
Hámarkshraði: 220 km á klst.
Viðbragð 0-100 km hraði: 8,4 sek.
Umboð á íslandi: Globus hf, Lág-
múla 5.
Verð: kr. 1430—1828 þús. eftir búnaöi.
hlut mun betur í Bandaríkjunum en flestir
aðrir.
Kynning með Glæsibrag
Forráðamenn Saab kynntu nýja flagg-
skipið 9000 CD með einstæðum glæsibrag
fyrir 250 blaðamönnum viðsvegar að og
völdu til þess frönsku Ríveríuna, enda óhætt
að slá því föstu, að hálka mundi síður verða
til ama þar en í Svfþjóð síðla í janúar. Sjálf
kynningarathöfhin var í Akropolis í Nice,
sem talið er glæsilegast af nýjum íjölnota
hljómleikahöllum í Evrópu. Þar er raunar
ráðstefnumiðstöð einnig, svo íjölnotin eru
meira en orðið eitt. Hið ytra sem innra er
NÝ Gerð Af Kveikju
Merkasta tœknilega nýungin f Saab 9000
CD er líklega ný gerð af kveikju: Saab Direct
Ignition Sygtem, aem fyrst var kynnt 1985 og
verður i 9000 CD. en fyrst um sinn þó aðeins
í bflum sem seldir verða f Svíþjóð, Noregi,
Finnlandi og Bretiandi. Endurbótin felst i
þvi, að nú er ekkert sem hreyfist og slitnar;
skynjarar á sveifarás senda boð um kveikju-
neista tii kertanna og raunar er það 40.000
volta neistaflóð, sem hefur þau áhrif, að gang-
setning f köldu verður mun krðftugri, sjálf
kveikingin verður nákvæmari og ending ker-
tanna verður betri. Kveikjukerfinu er komið
fyrir f sjálfstæðu málmhylki, sem Saab hefur
fengið einkaleyfi á og þar hefur hvert kerti
gitt eigið háspennukefli. Þessi kveikja er talin
þýðingarmikil fyrir frekari þróun bensín-
véiarinnar.
f eldri k veikjukerfum. spankerfum sem svo eru nefnd, er 12 volta spenna úr rafgeyminum
mögnuð i 25 þúsund volt; straumurinn fer eins og fiestir bQstjórar þekkja frá háspennukefii
tíl kveikju og þaðan er honum deilt út til kertanna. Það er gamalþekkt plága, að spenna get-
ur tapazt, séu sprungur f kveikjulokinu, eða raki á kertum og kertaþráðum.
í Saab Di-kerfinu er byggt á þéttum, sem gera kleift að tvfbækka spennuna unz hún er komin
i 40 þúsund volt og um leið hefur það gerzt á mun fijótvirkari hátt. Hinsvegar er sjálfur
kveikitiminn lengri og það stuðlar að mun fullkomnari bruna eldsneytisins og minni mengun.
Hér er f fyrsta sinn komin til slgalanna kveikja, sem ekki er meltanisk; byggir ekki á hreyfan-
legum hlutum og er þvi miklu endingarbetri og um leið nákvæmari. Svo vel fara ending og
nákvæmni saman, að ekki á að þurfa að endurstílla kveikjuna öll þau ár, sem vélin endist.
Annað sem þykir horfa til framfara er, að ID-kerfið gerir kleift að fylgjast með bruna i hveij-
um strokki fyrir sig og það er gert með þvi að mæla jónunina, sem svo er nefnd: Efnabreyt-
ingu sem verður þá er neistínn kveikir f eldsneytinu. Kerfið getur Ieiðrétt með aukinni elds-
neytisgjöf eða breytt kveikjutima, ef þessi mæling leiðir í ljós, að útbóta sé þörf.
DI-kveilqukerfið er þó ekki báð boðum frá ðrtðlvunni, sem sér um þessar fínstíllingar. Bili
hún, þá gengur bfllinn eftír sem áður og skyqjarinn á sveifarásnum stjórnar þá k veikjunni beint.
Nýja kveikjan: Saab Dl-kerfið er í
sjálfstæðu málmhylki.