Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Qupperneq 15
Saab 9000 CD. Hönnun að utan og innan er eftir Bjöm Envall, yfirhönnuð Saab. Farangursrýmið er mjög stórt. Rúmtak þess er venjulega mælt í lítrum og mælist 5121. á Saab 9000 CD. TU hæg- inda opnast skottlokið niður að stuðara. þetta hús perla í nútíma arkitektúr, en þar sem ég hef áður fjallað all ítarlega um það í Lesbók, verður ekki fjölyrt frekar um það hér. Að hluta fór kynningin fram á stóra leik- sviðinu, þar sem 30 manna dansflokkur dansaði í tímans takt eftir því sem Saab- bílum frá ýmsum tímum var ekið inn á svið- ið; þar á meðal var sænski rallkappinn Eric Carlsson „pá taget", sem renndi sér inn á sviðið á fagurrauðum Saab sömu gerðar og hann sigraði á í Monte Carlo-kappakstrinum á sjöunda áratugnum. Síðar fékk kappinn slæmar skrokkskjóður í bflslysi og virðist illa geta rétt úr bakinu síðan. En skraut- fjöðrin í þessu öllu saman var sænska stjam- an Lill Lindfors, sem íslendingar muna kannski eftir frá því hún var kynnir í evr- ópsku sönglagakeppninni. Svíar eru svo hrifnir af Lill Lindfors, að jafnvel Volvo og Saab falla í skuggann. Milli kampavínsins og kvöldverðarins gátu menn síðan dundað sér við að skoða mismunandi lit eintök af 9000 CD á svölum og göngum þessa mikil- fenglega húss. „KVALITETSBIL" Ekki verður því á móti mælt, að þessi nýi Saab 9000 CD ber sænskri hönnun og iðnaðarsnilli fagurt vitni. Því var óspart haldið á loft, að hér væri „kvalitetsbil" - gæðabíll- en það var í rauninni óþarft; maður sér það langar leiðir í hvaða dilk ber að draga þennan grip. Mér fannst ekki sízt ánægjulegt að sjá, hvað hönnunin er frá- bær, einkum á mælaborði, sem hefur alveg sitt eigið svipmót og hefur ekki verið látið draga dám af þýzka stílnum, sem virðist stældur um víða veröld. Önnur smáatriði eins og harðviðarkúla á gírstönginni og hnota umhverfís mæla í mælaborði eru orð- in klassísk fyrirbæri sem valkostur í þessum verðflokki og eru ættuð úr brezkum lúxus- bflum. Sætin eru frábær án þess að vera mjög þykk og þessvegna m.a. er fótarými bæði að framan og aftan eins og bezt gerist. Eins og tíðkast hefur um árabil hjá Svíum, eru sætin upphituð og hægt er að velja um plussáklæði og leður. Stíll, útlit og frágang- ur allur að innan verðskuldar ekki annað en ágætiseinkunn. Stýrið er hægt að draga að sér; það er fremur lítið að þvermáli eins og nú tíðkast. Litir eru fagurlega saman settir; t.d. nýstárlegur grábrúnn litur á móti brúnni leðurklæðningu að innan. Einn af valkostunum er tölva (Dcc-Dri- ver/Co-driver computer) sem sér manni fyr- ir allskonar upplýsingum, þar á meðal er viðvörun um að ekið sé of hratt, meðal- hraða, bensíneyðslu o.s. frv. Einnig er stjómborð fyrir sjálfvirka hitastillingu (Au- tomatic climate control) Að sjálfsögu er snúningshraðamælir og nál sem sýnir hve- nær forþjappan kemur til skjalanna. Það gerist fyrr og á lægri snúningshraða, þegar bíllinn er tekinn af stað; það er flugtakstil- finning á þeim beinskipta, en við hröðun í hærri gírunum, t.d. í framúrakstri, finnst einnig mjög vel þegar forþjappan fer í gang, enda er aflið ekki skorið við nögl: 175 hest- öfl, sem að vísu verða 160 með mengunar- vöm (Catalytic converter), svo sem krafizt er í sumum löndum. Hægt er að velja um 5 gíra beinskiptingu eða fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Búnaður sem fylgir grundvaliargerðinni og ekki þarf að sérpanta Diskahemlar - loftkældir að framan Fimm gíra kassi -beinskipting Sjálfvirk stjórnun á hægagangi. Léttmálmsfelgur og hraðakstursdekk. Þurrkur á afturljósum. Stillanlegt stýri - fram og aftur. Rafstýrðir speglar. Rafstýrðar rúður -miðstýrð læsing. Rafhituð afturrúða. Upphituð framsæti -handstýrt. Skíðalúga gegnum aftursæti. Punktljós vegna kortalesturs. Leslampar aftur í. Hátalarar að framan. Rafknúin ioftnetsstöng. Aukabúnaður sem hægt er að sérpanta: Sjálfskipting, fjögurra þrepa Opnanleg glerlúga á þaki Upplýsingatölva í mælaborði Sjálfvirkt loftkælingar/hitunarkerfi Leðurklæðning á sætum. TímalaustÚtlit Oft sést, að það er varlegt að treysta auganu; línur og form geta blekkt. Mér sýndist eindregið, að Volvc 760 væri bæði lengri og breiðari en þessi Saab 9000 CD, sem er þó ekki raunin og Jaguar XJ6 sýn- ist ekki bara stærri, heldur er hann það: 21 sm lengri og 24 sm breiðari. En sam- kvæmt staðli úr bflaiðnaðinum (E.P.A. vol- ume index) sem er mælieining fyrir rýmið að innan, eru Volvo 76o, Jaguar XJ6, Merce- des Benz 300, BMW 530 og Audi 200 turbo allir í milliflokki hvað þetta snertir, en Saab 9000 CD mælist svo rúmur að innan, að hann telst stór. Það má segja, að Saab 9000 CD sé beint framhald af 3—5 dyra 9000 hlaðbaksgerð- inni. Það sem gerst hefur er í fáum orðum það, að framendinn hefur fengið aukinn halla, sem lengir bflinn lítið eitt, en fyrst og fremst hefur afturendanum verið breytt í þá veru, að heildarlagið er nú hefðbundið og komið geysilega rúmgott skott, 512 1 að rúmtaki. Við þetta hefur bíllinn lengst; CD er 16 cm lengri en upprunalega 9000- gerðin. Við kynninguna var mikið talað um „tímalaust" útlit og þá eiga menn við að reynt hafi verið að forðast skammtíma tízku- fyrirbæri. Það er rétt svo langt sem það nær; hitt er svo annað mál, að þessi bíll eins og allir aðrir er bam síns tíma og því marki brenndur eins og flestir nýir, að niður- stöður úr vindgöngum ráða miklu um útlit- ið. Segja má, að allir sambærilega dýrir Evrópubflar séu vel teiknaðir. Það verður því algerlega smekksatriði, þegar menn taka einn framyfir annan. Það verður þó að segj- ast, að þótt 9000-gerðirnar báðar séu vel teiknaðir bflar, hefur Saab tekizt síður en þeim þýzku að halda í ákveðið svipmót eða karakter, sem þekkist langt að. Kannski er það helzt eitthvað á framendanum, sem uppá vantar og gæti borið með sér sterkara svipmót; aftur á móti er afturendinn betur hannaður en hjá flestum ef ekki öllum keppi- nautunum. Vitaskuld má lengi hafa uppi vangaveltur um útlit; ég ætla þó, að þeir verði æði margir, sem hrífast af þessum grip. Saab 9000 CD hefur vindstuðul 0,34, sem telst gott, enda er lítill hvinur í hraðakstri. Þar að auki er hann búinn nýrri gerð af belgvíðum dekkjum, sem eiga að draga úr vegarhljóði. Boddíið hefur verið styrkt frá 9000-gerðinni; þar munar mest um styrk- leikann frá föstu aftursæti og fleira hefur verið gert til að styrkja húsið gagnvart þeim kröftum, sem valda vindingi. Hljóðeinangr- un hefur verið aukin, enda er CD mun hljóð- ari en fyrirrennarinn. í Morgunuómann Var LagtAfStað í tilefni kynningarinnar á gæðingnum höfðu ráðamenn Saab flutt 100 nýja bfla af CD gerðinni til Nice og margir vegfarend- ur ráku upp stór augu einn morgunninn, þegar þeim hafði öllum verið raðað upp við glæsigötuna Promenade des Anglais. Það var fagur dagur og bjartur og sólin skein eins og vera ber á blátt Miðjarðarhafíð og pálmamir, sem einu sinni voru fluttir inn frá Afríku, stóðu í sínum röðum og horfðu á tilstandið. Ökuleiðin í þessum reynsluakstri var um 250 km vestur eftir héraðinu Province; nán- ar tiltekið eftir hraðbrautinni til Aix að mestu, en síðan eftir feykilega krókóttum sveitavegi um hæðótt, skógi vaxið landslag unz komið var niður á ströndina austan við Toulon. Þaðan var ekið aftur austur á bóg- inn og endað við bflasafnið í skóginum ofan við Antibes. Ég hefði helzt kosið að fá beinskiptan bíl án mengunarvamar, en sá sem okkur Jóhannesi Reykdal frá DV var úthlutaður, var sjálfskiptur og með mengunarvöm, sem dregur dálítið úr honum vígtennumar. Við- bragðið er að sönnu tilþrifamikið, en engan veginn þó eins og orðið getur, þegar um beinskiptan er að ræða og án mengunar- vamar. Að öðru leyti er óhætt að segja, að þessi gæðingur stendur undir öllum væntingum og er í akstri við allskonar aðstæður eins og við má búast. Hann er rásfastur, liggur frábærlega og það má bjóða honum mikið í kröppum beygjum þar til dekkin fara að væla. Allt stuðlar það að sérstakri öryggistil- fínningu, sem verður til að minnka þreytu þegar ekið er til lengdar og er mikilvægt öryggisatriði, því þreyta sljóvgar einbeiting- una. Hann leynir hraðanum að vísu og 140-150 km hraði er ósköp þægilegur ferða- hraði á hraðbraut. Við 200 km hraða er dálítið farið að hvína; þó mun minna en við mætti búast og alltaf er hann jafn stöðug- ur. Það er líka skemmtilegt út af fyrir sig að aka honum innan við íslenzk hraðamörk, þvi það fer svo vel um mann og maður hefur á tilfínningunni að vera vel varinn, hvað sem uppá kemur. Ef eitthvað í sambandi við aksturinn gæti staðið til bóta - og þá er átt við sjálf- skiptinguna - væri það helzt, að lággírinn og spyman em einum um of seinvirk, þegar sparkað er í botn til þess að skjótast fram- úr. Á hægri ferð virkar þessi hröðun þó eins og skot. Samkvæmt upplýsingum Ágústs Ragn- arssonar framkvæmdastjóra Saab-umboðs- ins hjá Globus, éru fyrstu sýningarbflamir væntanlegir til íslands í apríl og verða sýnd- ir þá. Ljóst er, að verulegur verðmunur getur orðið eftir búnaði; þar munar mest um sjálfskiptingu, leðurklæðningu, ABS- hemlakerfi og glerlúgu á þaki. Eftir því sem næst verður komizt, mun grundvallargerðin af Saab 9000 CD kosta 1.430 þúsund á núverandi verðlagi. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.