Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Page 17
5. MARS 1988 Oddný Björgvinsdóttir skrifar um ferðamál UPPLYSINGA- MTÐSTÖÐ ÍSLENSKRA FERÐAMÁLA Upplýsingamið- síöðin stuðlar að bættri þjónustu við ferðamenn, en mun tilkoma hennar líka lengja ferðamannatí- mann? Merki upplýsingaþjónustunnar. að vantar þjónustumiðstöð sem getur veitt upplýsingar um öll ferðamál á íslandi.“ Þessi upp- hrópun hefur endurómað á öllum ferðamálaráðstefnum á Islandi undanfarin ár. Miðstöð eða upplýs- ingabanki sem getur gefið upp- lýsingar um alla ferðaþjónustu hvar sem er á íslandi átti að vera svarið og einnig þegar útlendingar kvörtuðu um upp- lýsingaskort frá íslandi. Baráttumál Ferða- ÞJÓNUSTUAÐlíLA Eitt helsta baráttumál ferða- þjónustunnar síðustu árin hefur verið að stofna upplýsingamiðstöð sem allir ferðaþjónustuaðilar ættu aðild að og þar sem ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, gætu fengið hlutlausar upplýsingar um alla þjónustuþætti atvinnugrein- arinnar á einum stað. Ferðaþjón- ustuaðila vantaði að koma „vöru sinni“ á framfæri. Upplýsingamiðstöðin var opnuð 9. júlí á síðasta ári í Ingólfsstræti 5 í Reykjavík og stendur nokkuð miðsvæðis í bænum. Húsakynni eru glæsileg og rúmgóð, bjartir litir á veggjum og skærblá teppi á gólfi. í rekkum meðfram veggj- um er landkynningarbæklingum staflað. Aðstaða til upplýsinga- miðlunar hefur tekið miklum framförum frá litla tuminum á Lækjartorgi sem er búinn að gegna þessu hlutverki um árabil. VerksviðUpp- LÝSINGAMIÐ- STÖÐVARINNAR Áslaug Alfreðsdóttir veitir Upplýsingamiðstöðinni forstöðu og er með starfsfólk, sem er eitt- hvað fleira yfir aðal ferðamanna- tímann. Það er fróðlegt að spyija Áslaugu hvemig starfið hefur gengið og hvemig Upplýsinga- miðstöðin er að þróast, þar sem nú er komin nokkur reynsla á verksvið hennar. — Upplýsinga- miðstöðin miðlar upplýsingum um íslenska ferðaþjónustu og starf- semi hennar miðast eingöngu við ferðalög um ísland. Þar er að finna upplýsingar um gistingu, rútuferðir eða hvað er á boðstólum í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni. Mikil vinna liggur í að safna upplýsingum um alla ferðaþjón- ustu í landinu, fá yfírlit yfír alla gististaði og allar skipulagðar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.