Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Page 18

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Page 18
Flugfrakt innanlands Vöruflutningarí lofti sparatímaog Á/rirhöfn. Hraðsendingar samdægurs til flestra staða. Eftirkröfuþjónusta til og frá 26 stöðum. Fraktafgreiðsla ti/ 37 staða á/andinu. Fraktafgreiðsla Flugleiða Reykjavíkurflugvelli er opin ALLAVIRKADAGA KL 8.00 TIL 18.00. Á LAUGARDÖGUM KL 8.00 TIL 12.00. Simar vöruafgreiðslu á Reykjavikurflugvelli: Skiptiborð 690100. Vörumóttaka: 690584. Vöruafhending: 690585. Al/arupplýsingar áskrifstofum Flugleiða oghjá umboðsmönnum. FLUGLEIÐIR Áslaug Alfreðsdóttir ásamt aðstoðarstúlku sinni. ferðir. En það er gífurlega mikið hagsmunamál fyrir alla sem starfa að ferðamálum að upplýs- ingar og bæklingar séu til reiðu á einum stað til að auðvelda starf- ið. í Upplýsingamiðstöðinni eru líka upplýsingar um helstu list- og menningarviðburði, bæði í Reykjavík og úti á landi, og marg- ir geta notfært sér það. Trúlega fara skólar í auknum mæli að nýta Upplýsihgamiðstöð- ina til að afla sér efniviðs í ýmis verkefni sem nemendur eru að . vinna við. Kennsla í ferðamálum er að hefjast í Menntaskólanum í Kópavogi og kannski víðar, sem stuðlar að aukinni þörf á Upplýs- ingamiðstöð í ferðamálum fyrir nemendur á ferðamálasviði. Á sumrin eru það aðallega ferðamenn, bæði erlendir og inn- lendir, sem koma til að afla sér upplýsinga áður en lagt er af stað út á land. Margir vilja fá ráðlegg- ingar við að skipuleggja ferðalag- ið. Á vetuma er fólk meira að fá upplýsingar fýrir næsta sumar. En ekki má gleyma ferðamönnum sem vilja ferðast um landið að vetrarlagi. Aðstoð við þá getur verið bæði erfið og tafsöm, þar sem segja má að öll starfsemi í ferðaþjónustu utan gistingar liggi í dvala yfir veturinn. En það er líka skemmtilegt að aðstoða ferðamenn sem trúa því að mögu- legt sé að ferðast um og sjá landið yfir háveturinn. Margir binda von- ir við að Upplýsingamiðstöðin geti stuðlað að lengingu ferða- mannatímans með góðum leið- beiningum fyrir ferðamenn allt árið um kring og með því að að- stoða þá sem vinna að ferðamál- um við að bæta þjónustuna yfir veturinn. En það eru ekki eingöngu ferðamenn sem nýta sér þjón- ustuna, heldur líka ferðaskrifstof- ur og einstaklingar. Margir, sem eru á leið út úr landinu, vilja kynna ísland á erlendri grund og koma til að fá upplýsingar og bæklinga. íslendingar sem eru búsettir erlendis, bæði námsmenn og aðrir, koma til að taka land- kynningarbæklinga áður en þeir fara aftur. EinMóðurstöð Framtíðardraumur margra er að upplýsingamiðstöðin í Reykjavík þróist upp í „móður- stöð“ eða upplýsingabanka sem sendir frá sér upplýsingar til minni stöðva allt í kringum landið. Það má hugsa sér að á hverju svæði séu minni upplýsingastöðv- ar sem þjóna allri byggðinni í kring. Frá þessum föstu upplýs- ingakjömum ferðamála á hverju svæði greinast svo minni stöðvar sem aðeins eru opnar yfir aðal ferðamannatímann. Þjónustumiðstöð á Akureyri þarf til dæmis að vera það vel upplýst um sinn byggðakjarna að hún geti miðlað til minni stöðva — á Ólafsfírði, Dalvík og víðar. Upplýsingar um aðra landshluta fær hún aftur á móti í gegnum „móðurstöðina" í Reykjavík. Nú er verið að endurskipuleggja upp- lýsingamiðstöðina á Akureyri og hún mun verða starfrækt í endur- bættu og fullkomnara formi næsta sumar. Minni stöðvamar sem em aðeins opnar yfir sumar- tímann þurfa ekki að byrja á að safna saman upplýsingum þegar stóru upplýsingastöðvamar eru orðnar öflugar. Þær fá upplýs- ingasafnið sent frá „höfuðstöðv- unum“, fara í gegnum það og bæta við þar sem á vantar frá þeirra svæði. Þegar þjónustunetið er farið að starfa með einum stórum tölvu- banka og tengingum út um allt land þarf aðeins að spyija tölvuna og hún gefur þær upplýsingar sem beðið er um. Og kannski er tölvu- bankinn ekki langt undan. Áslaug er þegar farin að hugsa um út- gáfu handbókar þar sem allar upplýsingar um ferðaþjónustu á íslandi eru handbærar á einum stað. StórtFram- FARASPOR Segja má að upplýsingamið- stöðin muni þjóna sem „banki“ sem hefur að geyma allar upplýs- ingar um innlenda ferðaþjónustu og sér um að dreifa þeim út um allt land og til þeirra erlendu að- ila sem þess óska. í lögum um ferðamál 7. gr. segir að verkefni Ferðamálaráðs sé meðal annars: Að vera með forgöngu um hvers konar þjónustu- og upplýsinga- starfsemi fyrir ferðamenn — að starfrækja sameiginlega bókunar- miðstöð í samvinnu við aðila ferðaþjónustunnar — að vera með ráðgjöf og aðstoð við aðila ferða- þjónustunnar og samræmingu á starfsemi þeirra. Upplýsingamiðstöðin mun að hluta til taka við verkefnum Ferðamálaráðs. Ferðamálaráð hefur verið í fjársvelti undanfarin ár og hefur átt í erfiðleikum með að sinna sínu verksviði. í raun má segja að ferðamálasamtökin og Reykjavíkurborg hafi komið inn til hjálpar þar sem Ferðamála- ráð réð ekki við verkefnin. Upp- lýsingamiðstöðin er rekin af Ferðamálaráði sem borgar 50%, ferðamál asamtök landshlutanna borga 25% og Reykjavíkurborg 25%. Hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu munu standa undir stofn- kostnaði. I stjóm skrifstofunnar sitja 3 frá Ferðamálaráði, 2 frá Reykjavíkurborg og 2 frá ferða- málasamtökunum. Nefndin sem vann að undirbún- ingi upplýsingamiðstöðvarinnar var skipuð þremur mönnum sem vom fulltrúar ofangreindra rekstraraðila. Margir óttuðust að hér væri að rísa ný ferðaskrif- stofa eða að skrifstofan yrði ekki nógu hlutlaus. En eftir að Upplýs- ingamiðstöðin var farin að starfa kom í ljós að sá ótti var ástæðu- laus. Upplýsingamiðstöðin er í mót- un og verkefnasvið hennar er að skapast. Trúlega verður það ferðamaðurinn sem svarar öllum spumingum sem svífa í loftinu um verksvið hennar og framtíð. Þeir mánuðir sem liðnir em frá opnun hennar, hafa greinilega sýnt að það er þörf á þessari auknu þjónustu við ferðamenn. Og allt sem stuðlar að bættri þjón- ustu við ferðamanninn á rétt á sér í landi sem byggir á ferðaþjón- ustu sem einni aðal útflutnings- grein landsmanna. 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.