Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Síða 19
A EIGIN VEGUM/anna bjarnadóttir
Guðsást var innblástur
Fra Angelicos
Athyglisvert safn í dýrgripamergð Flórens
Flórens er stór-
kostleg borg.
Hún býr yfir slíku
ógrynni lista-
verka að það tek-
ur marga daga
bara að fá nasa-
sjón af því allra
merkilegasta sem hún hefur upp á
að bjóða. Græna Michelin-leiðsögu-
bókin um Ítalíu, sem er til á ensku
og mér finnst ómissandi á ferðalög-
um, leggur til að borgin sé skoðuð
á fjórum dögum og skiptir gersem-
um hennar niður á þá. Leiðsögu-
bókin „Florence", sem fæst á fjölda
tungumála á næstum hveiju götu-
homi í Flórens, leggur til að það
sé farið hægar í sakimar og hlut-
imir skoðaðir í sjö lotum.
Allir vilja skoða dómkirkjuna,
klukkutuminn og skímarkapelluna
á Piazza del Duomo; höggmyndim-
ar á Piazza della Signoria og gömlu
brúna yfir ána Amo. Listunnendur
verða að skoða Uffizi-safnið en
náttúmunnendur ættu að fara út
fyrir bæinn og aka Viale dei Colli,
einn af þekktustu vegarspottum
Ítalíu, og njóta útsýnisins yfir borg-
ina og Toscany-hérað.
Lástinn yfir hallir, kirkjur og
söfn, sem em talin þess virði að
skoða til viðbótar við hið allra mikil-
vægasta, er svo langur að manni
fallast hendur. En mér finnst eitt
safn, sem er getið nokkuð seint í
dagskrám leiðsögubókanna, bera
af öðmm söfnum og tel að jafnvel
þeir sem hafa takmarkaða
skemmtún af að fara á listasöfn
hafi gaman af að sjá þetta. Það
er Fra Angelico-safnið við San
Marco-kirkju. Það er til húsa í
gömlu dóminíkaklaustri, skamman
spöl frá dómkirkjunni og hefur að
geyma öll helstu listaverk málarans
og svartmunksins Fra Angelicos.
Hann var uppi á fyrri hluta 15.
aldar og er talinn einn af þýðingar-
mestu málurum álfunnar á ámnum
1440 til 1455. Hann lærði ungur
myndskreytingar og talið er að
hann hafi skreytt megnið af stór-
um, gullfallegum upphafsstöfum í
handriti messusöngbókar frá 1430
sem er til sýnis í safninu. Hann
gekk í klaustur dóminíkareglunnar
í Fiesole, sem er skammt frá Flór-
ens og þykir vel þess virði að heim-
sækja, í kringum 1420 og vann þar
Kyrrð og friður ríkir yfir
gamla San Marco-klaustrinu.
við handritið. I stöfunum em kristi-
legar myndir sem minna mjög á
altaristöflur, tré- og veggmálverk
sem hann málaði og em einnig í
safninu.
Fra Angelico hét réttu nafni
Guido di Pietro en var kallaður Fra
Giovanni da Fiesole, eða Bróðir
Jóhannes frá Fiesole, af samtíma-
mönnum sínum. Englaheitið féstist
síðan við hann af því að hann og
listaverk hans þóttu svo himnesk.
Hann var guðhræddur og góður
munkur og komst vel áfram í
klaustrinu. En listsköpun hans
þótti bera af og vakti athygli.
Dóminíkaklaustrin í Fiesole og
Flórens vom sameinuð 1436 og
tveimur ámm síðar var Fra Ang-
elico falið að gera nýja altaristöflu
fyrir San Marco og skreyta veggi
byggingarinnar. Freskumar vom
Skrautleg tíðabók er til sýnis
í handritasafninu.
Boðun Maríu eftir Fra Ahgelico.
hreinsaðar fyrir nokkmm ámm og
em nú til sýnis í allri sinni dýrð.
Þær em á veggjum lítilla munka-
klefa uppi á efri hæð klaustursins.
Þær em bjartar og fallegar biblíu-
myndir, málaðar í sterkum litum
með þó nokkurri dýpt. Fra Ang-
elico vildi örva guðsdýrkun mun-
kanna með myndunum en hafði
einnig áhrif á þróun ítölsku endur-
reisnarstefnunnar með þeim. Þær
sóma sér vel í sínu eigin umhverfí
og hafa sterk áhrif á þá sem gefa
sér tíma til að njóta þeirra. Fra
Angelico skreytti sex klefa og
málaði þijár myndir á gangi, þar
á meðal Boðun Maríu sem er eitt
af hans þekktustu verkum, en að-
stoðarmenn hans og lærlingar sáu
um afganginn undir hans tilsögn.
Hann var kallaður til Rómaborgar,
meðal annars til að skreyta kapell-
ur í Vatíkaninu, áður en verkinu
var lokið og lést þar í febrúar 1455.
San Marco-klaustrið státar af
öðmm þekktum manni sem hélt
þar til í lok 15. aldar. Girolamo
Savonarola, ábóti, var mikill púrít-
ani og hreif íbúa borgarinnar með
sér með ræðusnilld sinni. Hann lét
dæma son af Medici-ætt, helstu
ætt borgarinnar, í útlegð fyrir að
sýna Frökkum linkind en fagnaði
sjálfur innreið Frakklandskonungs
nokkmm ámm síðar. Arið 1497
skipulagði hann brennu á Piazza
della Signoria þar sem hégómlegir
hlutir á við hárkollur, hljóðfæri,
ljóðabækur og listaverk vom
brennd. Ari seinna höfðu Flórens-
búar fengið nóg og brenndu Sa-
vonarola sjálfan á báli á sama stað.
San Marco er opið fyrri hluta
dags alla daga nema mánudaga.
Það er heitt og þröngt þar eins og
annars staðar í Flórens yfir sumar-
mánuðina. En það er frábært að
skoða safnið og borgina alla fyrir
utan helsta ferðamannatímann, til
dæmis í mars, þegar fer að vora,
eða á haustin.
Vantarþig gistingu
nálægtMývatni?
Bjóðum upp á herbergi eða svefnpoka-
pláss með morgunverði.
Fallegt umhverfi. Opið dllt árið.
SÍMI 96-44242.
OpÍð allt árið Vetrartilboð
Gistiheimilið Svanurinn
Hótel Reynihlíð,
Mývatnssveit, sími 96-44170.
fiMíM hópferðabílar
vft - ALLAR
_lOSTÆRÐIR
S* *(ÍE3|Fjt& SÍMAR
OÆ&te 82625
^ ~ 685055
LOKASTÍG 24A - SIMI: 25318.
Bílaleiga
Borgartúni 25
Símar 24065 — 24465
Góðir bílar á góðu verði
ÞAÐ STANSA
FLESTIRÍ
STAÐARSKÁU
4x4
BÍLAR
e
4-9
MANNA
BÍLALEÍGA RVS
CAR RENTAL SERVICE ^
(SERV.) 08J
EFTIRÞAÐ: SÍMSVARI
HEIMASlMI: 45888 FARSÍMI: 985-25788
ferd — Örugg ferd — Odýr ferd
Ueriól$ur h.$.
VESTMANNAEYJUM
SÍMI 98-1792 & 1433
REYKJAVÍK SÍMI 91-686464
FERJA FYRIR ÞIG
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ 1988 19