Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Qupperneq 20
Vetrarparadísin
- Mývatn
greinilega. Ef heppnin er með er
hægt að fylgjast með þegar sil-
ungurinn gleypir agnið. Dorgveið-
in er mjög breytileg þar sem mikl-
ar sveiflur eru í lífríki Mývatns
og þess vegna erfítt að treysta á
veiðifeng. En þegar undirrituð var
að veiða helgina 13.-14. febrúar
komu nokkrir silungar búnir að
koma upp um holumar. Stundum
voru þeir svo stórir að þurfti að
stækka holuna til að ná þeim upp.
Þegar setið er á veiðarfæra-
kassa úti á Mývatni, með nútíma
samgöngutæki sveitarinnar allt í
kringum sig — er gaman að
ímynda sér hvemig það var þegar
skautar voru aðal samgöngutækið
yfír vatnið. Þá var Þingnes aðal
samkomustaðurinn við vatnið,
Slútnes tók við hlutverkinu siðar.
Vatnið hefur alltaf verið miðdep-
ill sveitarinnar. Lestrarfélag Mý-
vetninga var til dæmis stofnað
úti í Mikley af veiðimönnum sem
voru að dorga á vatninu.
VETRARSAMGÖNGU-
TÆKISVEITARINNAR
Mývetningar stunda
skautaíþróttina ekki mikið núna.
Vélsleðinn á alla athygli þeirra.
Það er ekki langt að fara til að
leika sér í snjónum og algengt
að sjá húsmæður bruna í vélsleð-
Mývatn og umhverfi þess er eitt
myndríkasta svæði íslands og
um leið einn vinsælasti ferða-
mannastaður landsins. Mývetn-
ingar hafa löngum verið fram-
sæknir í ferðamálum og nú ætla
þeir að gera átak í að kynna
Mývatn sem vetrarparadís fyrir
ferðamenn. Ferðaskrifstofan
Úrval í samvinnu við Flugleiðir
býður upp á helgarpakka til
Mývatns. Gist verður í Hótel
Reynihlíð og lágmarksdvöl eru
tvær nætur. Verð á mann í
góðu tveggja manna herbergi
með morgunverði kostar 7.880
krónur. Innifalið er flug
Reykjavík — Húsavík —
Reykjavík og ferðir til og frá
Húsavíkurflugvelli.
Fegurð Mývatns í vetrarbún-
ingi á góðum, björtum degi er
ekki síðri en náttúrufegurð sveit-
arinnar að sumarlagi. Stillur eru
yfírleitt miklar á þessum árstíma
og umhverfíð baðað í vetrarsól.
íslendingar ættu að nýta sér kosti
vetrarferða til Mývatns. A sumrin
er hér yfírfullt af ferðamönnum
og oft lítill friður, en á vetuma
ríkir hér sérstætt andrúmsloft og
meiri friðsæld. Möguleikar eru
líka meiri á þessum árstíma að
komast í tengsl við íbúana og
atvinnulífið og skjmja hvemig lífíð
gengur fyrir sig á litlum stað.
Margt er til staðar til að stunda
vetraríþróttir. Aðstaða til skíða-
göngu er mjög góð, merkt göngu-
skíðabraut í fallegu landslagi.
Fyrir svigskíðafólk er skíðatog-
braut í upplýstri brekku. Brekkan
er að vísu ekki mjög há, en góð
fyrir byrjendur og krakka sem
vilja leika sér á skíðum. Þeir sem
vilja reyna eitthvað nýtt og sér-
stætt, geta farið að dorga í gegn-
um ísinn á vatninu.
Veitt í Gegnum Ís
Dorgveiði á vatninu er aðeins
leyfð í fylgd staðarmanna af ör-
yggisástæðum. Mývetningar eru
ekki lengi að grípa ísborinn sinn
og búa til góða veiðiholu fyrir
ferðamanninn. Sérstakir kassar
gegna hlutverki veiðarfæra-
geymslu og setgagns. Það er
ósköp þægilegt að geta tyllt sér
niður á kassann á meðan færið
er hreyft hæfílega mikið upp og
niður. En hætt er við að margir
gleymi sér við að horfa á fegurð-
Snæbjamarhýði - hvíldarstaður göngufólks.
Þær eru nú vígalegar þessar.
ina í kringum sig og verði ekki
varir við þegar kippt er í spott-
ann.
Gaman er líka að leggjast fast
niður að holunni og horfa niður.
Þá sést hvað ísinn er þykkur, en
hann er yfírleitt um metri á þykkt
yfír háveturinn. Vatnið er bæði
grunnt og tært og botninn sést
Síðustu sólargeislarnir
glampa á þjarninu.
Fyrsta vélsleðakeppnin á Mý-
vatni varhaldin 1979.
um meðfram götunum með
krakkana aftan á. Til gamans
má geta að árið 1983 voru 83
vélsleðar í Mývatnssveit. Síðan
hækkaði verð á vélsleðum og í
kjölfarið komu 4 snjólausir vetur.
Núna um áramótin voru 49 vél-
sleðar í sveitinni og þetta er besti
snjóavetur í 5 ár.
Mývetningar ætla að bjóða upp
á vélsleðaleigu og jafnvel vera
með skipulagðar vélsleðaferðir um
helgar í vetur. I slíkar ferðir verð-
ur að búa sig vel. Ullin reynist
best sem nærfatnaður og að klæð-
ast hlýjum ytri fatnaði sem hrind-
ir vel frá sér bleytu eða vera í
vatnsheldum galla yst klæða.
íslenskir vélsleðagallar hafa
verið framleiddir sem eru góðir í
þurrum kulda, en þeir blotna illa.
Bandaríkjamenn eru komnir
lengst í framleiðslu á vélsleðaút-
búnaði og bandarískir vélsleða-
gallar úr leðri eru taldir bestir,
bæði mjög hlýir og þola vel bleytu.
En það er hægt að skreppa á
vélsleða dagstund, þó ekki sé ver-
ið í sérstökum vélsleðagalla og
hlýir skíðágallar henta mjög vel.
Sérstakir vélsleðagallar eru meira
fyrir þá sem nota sleðana í at-
vinnuskyni eins og margir Mý-
vetningar þurfa að gera.
Á vélsleðunum eru allir með
hjálma og eflaust sjá Mývetningar
um að útvega þá fyrir farþegana