Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Page 2
Þriðja
augað
Síðan 1950 hefur næstum hvert hinna stærri
útgáfufyrirtækja í Bandaríkjunum verið að gefa
út bækur, sem útgáfustjórarnir vita að er dul-
spekirusl. Hvers vegna? Svarið liggur í augum
uppi. Eins og gagnslausar matarkúrabækur
gefa þær mikið fé í aðra hönd. Ég er viss
um að ég mæli fyrir munn allra í CSICOP
þegar ég segi að við erum algerlega á móti
því að hið opinbera segi útgefendum til um
hvað þeir megi ekki prenta. Hér eru þó sið-
ferðisleg mál í húfi. Rétt eins og útgefendur
hafa frelsi til að prenta bækur sem eru vill-
andi og gera skaða, þá höfum við borgarar
frelsi til að láta í ljós vanþóknun okkar.
Nefna mætti hundruð ómerkilegra bóka
sem dæmi en ég ætla í þessari grein að
takmarka mig við eina af því að hún hefur
að geyma fyndna sögu og vegna þess að
hún tengist einni vitlausustu stundartísku
hins nýja tíma — að beita nálarstunguað:
ferð til að vekja minningar um fyrra líf. í
síðustu bók Shirley MacLaine, Dancing in
the Light, segir hún frá því hvemig Chris
Grisholm, miðill, sem einnig beitir nálar-
stunguaðferð, meðhöndlaði hana í þorpi
nálægt Santa Fe. (Þetta er ekki bókin, sem
ég ætla að gagnrýna; bækur Shirley hafa
marga góða kosti sem skáldsögur.) Shirley
segir:
í yoga tantra sið er því haldið fram að
ómælisorka sé fólgin í miðtaugakerfínu
meðfram mænusúlunni... Sé hún leyst
úr læðingi berst hún upp og niður eftir
mænunni. Á leiðinni fer hún í gegnum
orkustöðvamar sjö (chakkras) sem
stjóma hinum ýmsu störfum líkamans.
Þeir segja að stöðvar þessar (chakkras)
séu þiymlar samansafiiaðrar orku, sem
tengja sálina líkamanum.
Með yoga og réttri íhugunartækni er
hægt að leysa úr læðingi orkuna neðst
Þriðja augað er uppspuni
frá hendi svindlara, en
hefur samt verið prentuð
16 sinnum.
Eftir MARTIN
GARDNER
í mænusúlunni (kundalini orka) svo að
hún berist upp í gegnum hveija stöð
(chakkra) og leysi upp þrymlana, sem
binda sálina, þar til hún nær til heilans
og menn fá tilfínningu fyrir lausn sálar-
innar.
Shirley heldur áfram og segir, að hjá flest-
um séu stöðvamar (chakkras) sjö „lokaðar"
og „hleypi því aðeins í gegn litlum sveiflu-
straumi, rétt nægum til að geta starfað.
Persónan er lokuð inni í sjálfri sér og lítur
heiminn frá þröngu og takmörkuðu sjónar-
homi. Þegar chakkra stöðvamar opnast
hefur persónan rýmra sjónsvið."
Til að opna stöðvar (chakkras) Shirley
fylgdi Chris (miðillinn) leiðbeiningum anda-
leiðbeinenda sinna en sá helsti þeirra var
fom kínverskur nálastungulæknir. Shirley
fullvissar okkur um, að hann „hafí alltaf
verið viðstaddur þegar hún (Chris) var að
verki". Eftir að Chris komst í íhugunar-
ástand og leiðbeinendur hennar tóku við,
fann Shirley kaldan gust leika um líkama
sinn. Hún segir að það „sé alltaf samfara
návist andlegs leiðbeinanda í herberginu".
Chris hóf meðferð sína á því að stinga
þrem mjóum gullnálum inh í ajna chakkra
á Shirley — stöð sem almennt gengur und-
ir nafninu Þriðja augað — og snúa síðan
mildilega upp á þær. „Þú hefur vef eftir
ör héma inni fyrir," sagði Chris. „Þriðja
auga þitt hefur að geyma einhveijar sálar-
kvalir."
SÍiirley minnist þess að þegar hún fór í
Inka-saftiið í Lima í Perú gekk hún fram
hjá glerkassa sem í vora margar hauskúp-
ur. A hverri hauskúpu var gat á miðju enn-
inu.
Safnvörðurinn hefði ekki þurft að segja
mér, að æðsti prestur Inka hafði gert
gat á mitt ennið til að leysa dularorku
Þriðja augans úr læðingi. Þriðja augað
er einkar næmt svæði til andlegs skiln-
ings. Skyggnigáfa, glöggur skilningur,
auga Guðs er sagt eiga sér stað í Þriðja
auganu. Það er augað, sem „sér" út
fyrir jarðsviðið.
Brátt kom að því að Chris fór að pota
nálum í aðrar stöðvar (Chakkras) á Shirley
— í öxlunum, eyranum, bringunni, undir
hökunni og fyrir neðan nafíann. Shirley
greinir ekki frá því hvort Chris hafí stungið
nál inn í muladhara chakkra f henni, sem
er stöð milli endaþarmsins og kynfæranna.
í trúarbrögðum Austurlanda og í guðspeki
er oft dregin upp mynd af dularorkunni sem
höggormi er hringar sig sofandi neðst við
mænuna í muladhara chakkra. Charles
W. Leadbeater, frægur breskur guðspeking-
ur, skrifaði heila bók um chakkras árið
1921. Hægt er að læra meira um þær í
nýlegri, vinsælli bók um kundalini eftir
Gopi Krishna.
I dulspeki Austurlanda er Þriðja augað
venjulega sett í samband við heilaköngul-
inn, lítinn kirtil á stærð við baun, sem er á
bak við ennið. (Stundum er Þriðja augað
einnig sett í samband við heiladingulinn, sem
er þar nærri.) Heimspekingurinn René Des-
cartes fylgdi fomri trú og taldi að heilaköng-
ullinn væri aðsetur sálarinnar. í vissum
skriðdýram, fískum og froskum er kirtillinn
ljósnæmur og var sennilega raunveralegt
auga í sumum forsögulegum skriðdýram. í
mönnum er hann úrelt líffæri, líkt og botn-
langinn, ekki til neinna nota. Oft er giskað
á að skyggnigáfa eigi sér aðsetur í Þriðja
auganu. Á seinni áram hefur birst óljós við-
leitni að tengja það heilmyndun heilans.
Þegar Þriðja augað á Shirley var „opnað"
með nálum, tók hún að hafa litskrúðugar
sýnir um fyrra líf. Næstum allir helstu læri-
meistarar austrænna trúarbragða og guð-
spekingar líta homauga það viðhorf að
styrkja megi andlegan skilning með því að
stinga á Þriðja auganu, en 1956 hlaut þetta
viðhorf byr undir báða vængi í einnig æsi-
fengnustu metsölubók um dulspekiæði þess-
arar aldar. Ég á við The Third Eye eftir
T. Lobsang Rampa — sem ekki má ragla
saman við Ramptha, einn af andaleiðbein-
endum Shirley.
Rampa sagðist vera tíbeskur munkur. Á
áttunda afmælisdegi sínum opnuðu yfírboð-
arar hans Þriðja auga hans. Þeir notuðu til
þess skrýtið tól úr stáli, sem líktist al í lög-
un, nema hvað það var u-laga og tennt á
brúnunum. Rampa ssagði, að eftir að einn
af munkunum hafí dauðhreinsað tólið í eldi
„þrýsti hann því á mitt ennið á mér og
sneri handfanginu til... Ég fann svolítinn
rykk þegar endinn lenti á beininu. Þá þrýsti
hann fastar á ... Það urgaði svolítið í þeg-
ar tólið fór í gegnum beinið... allt í einu
kom blindandi leiftur ...“
„Þú ert nú einn af oss, Lobsang," sagði
munkurinn. „Það sem eftir er ævinnar
muntu sjá fólk eins og það er en ekki eins
og það þykist vera.“
„Þetta var afar undarleg reynsla," heldur
Lobsang áfram, „að sjá menn þessa að því
er virtist umlukta gullnum loga. Það var
ekki fyrr en síðar sem ég gerði mér ljóst
að geislahjúpurinn um þá var gullinn vegna
þess hve hreinlífir þeir vora ..."
Þessi aðgerð veitti Rampa mjög sterka
skyggnigáfu. Hann gat greint sjúkdóma
eftir lögun og lit geislabaugsins sem umlukti
menn. Bækur hans era uppfullar af furðu-
legum fyrirbæram eins og því að svífa í
lausu lofti, snjómanninum ógurlega og ferð
til að sjá múmíuna eftir eitthvert fyrra líf
hans. Hann skrifar, að það að ferðast utan
líkamans geti hver sem er auðveldlega lært,
en það að geta svifið kosti mikla æfingu.
Hann heldur því fram að hafa verið ráð-
gjafí Dalai Lama, læknir í Kína og fangi í
rússneskum og japönskum fangabúðum.
Þær mörgu skyssur, sem Lobsang varð
á varðandi lífíð f Tíbet, vöktu tortryggni
hjá hópi breskra efahyggjumanna. Eftir að
hafa kannað málið fundu þeir út að Lob-
sang var Cyril nokkur Henry Hoskin, sonur
pípulagningamanns frá Devon-héraði. Með-
an Hoskin starfaði sem afgreiðslumaður í
London, hafði hann rakað á sér hvirfílinn,
látið sér vaxa skegg, klæðst kínverskum
kufli, breytt nafni sfnu í Kuan Suo og tekið
að puða við að skrifa fyrir tímarit. Árið
1956 sannfærði bókmenntafræðingur einn
hann um það að grein hans um lífstykki
kvenna mundi ekki seljast vel en aftur á
móti myndi fantasía hans um Þriðja augað
gera það. Hoskin hafði aldrei komið nálægt
Tíbet, þó að hann héldi því síðar fram, að
andi tíbesks munks hafí tekið sér bólfestu
í líkama sínum, þegar hann særðist á höfði
í slysi. Tímaritið Time kom upp um allt
þetta í grein sem hét „Private v. Third
Eye“ (17. feb. 1958). Þar var birt mynd
af Hoskin, sem tekin var þegar hann lá sjúk-
ur í húsi á Dublin. Á höfði hans alsköllóttu
var ekki að sjá neitt sem benti á ör.
Eftir að hinn breski forleggjari Hoskins
komst að þessum prettum lagði hann strax
til hliðar öll áform um að gefa út næstu
bók hans. Talsmanni Doubledays, forleggj-
ara hans í Bandaríkjunum, varð þetta að
orði: „Við bjuggumst við að fólki þætti þetta
gott aflestrar, en ekki endilega sannleikan-
um samkvæmt." Þetta er oft viðbára þeirra
forleggjara sem gefa út dulrænt sorp.
T. Lobsang Rampa skaust inn í næsta
tilverastig 1981, sjötugur að aldri, þegar
hann lést á sjúkrahúsi í Calgary í Kanada.
Hann og kona hans höfðu gerst kanadískir
ríkisborgarar til að losna við háa skatta á
höfundarlaun hans í Bretlandi. Prettimir frá
1956 höfðu engin merkjanleg áhrif á sölu
tröllasagnanna 18 sem á eftir komu. Flestar
þeirra ganga enn í Bandaríkjunum, þar með
talið verk eins og My Visit to Venus (Ferð
mín til Venusar) og You Forever (Þú um
eilífð). Ég veit ekki hvort íhugunarútbúnað-
ur Rampa er enn fáanlegur. Þar gat að líta
nytsama hluti s.s. tíbeskan kufl, reykelsi
og brennara og breiðskífu með tíbeskum
söng.
Nú kemur höfuðatriði þessarar greinar.
Árið 1964 endurprentuðu Ballantine Books
(dótturfyrirtæki Random House) The Third
Eye (Þriðja augað) og hafa haft það á boð-
stólum ávallt síðan. A eintaki sem ég keypti
fyrir fáeinum mánuðum er þess getið að
um sextándu prentun (maí 1986) sé að
ræða. í formálanum að útgáfunni 1964
vísaði Rampa öllum ásökunum á sig á bug
sem ávexti „illgjams haturs" óvina hans.
„Má ég enn árétta að allt sem ég hef ritað
í bókum mínum er sannleikanum sam-
kvæmt. Allar fullyrðingar mínar eru hreinn
sannleikur."
Á kápu Ballantine-kiljunnar er ekki staf-
ur, hvorki á forsíðu, baksíðu né inni í bók-
inni, sem gefur trúgjömum lesendum til
kynna að bókin sé uppspuni frá upphafí til
enda. Ballantine hefur að sjálfsögðu ekki
brotið nein lög. Við leyfum okkur samt að
vona að útgáfustjórar fyrirtækisins og höf-
undar skramauglýsinga þess finni til nokk-
urs samviskubits yfír því að láta einbera
ágimd sitja í fyrirrúmi en láta heiðarleika
og sanngimi lönd og leið.
Sigurður Quðmundsson þýddi úr tímaritinu
Sceptical Enquirer.