Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Qupperneq 6
ANNA KARIN JÚLÍUSSEN Söngur flótta- mannsins Mynta. Steinselja. Laukur. Ó horfnu allsnægtir! Þá fengum við magafylli af appelsínum. Og brauðið! — svo kjamgott að það bægði frá sjúkdómum. AH - BRAUÐIÐ gegnvætt appelsínusafa. Lostæti jarðar. Sjáið konumar nú — tannlausar og blygðast sín fyrir fatnaðinn. Sjáið mennina lifandi dauða. Verkefnalausar hendur og óbærilegur stanslaus verkur fyrirbrjósti. Söknuður eftir sextíu fermetra skika sem gaf af sér ávexti og frelsi. Þeir elstu þjást. Ungu mennimir eru reiðir en þriðja kynslóðin — blessuð bömin veit ekki betur en svona eigi þetta að vera. Þið skuluð ekki halda að þó við plöntum hríslum ætlum við að vera! Það hvílir augun að horfa á grænt. Þið skuluð ekki halda að þó hvita gjafahveitið og vatnsleysið skerði minnið, gleymum við að við eigum land sem gefur af sér ávexti og frelsi. Höfundur er félagsmálastjóri í Vestmannaeyjum. GUÐBERGUR AÐALSTEINSSON Ferðalok Uppvið rætur fjalls gömul trébrú niður vatns undir liðast reykur úr svörtum strompi brestur lauf hundsgá í fjarska nakin tré forvitið andlit bakvið brotið gler auga mætir auga rís köflóttur borðdúkur uppúr hafsjó minninganna volgar flatkökur hlýjar hendur hveiti á nefbrodd á veggnum Kristur mætir dauða sínum hljómkviða bemskunnar í tortryggnu auga andlit hverfur úr glugga tjald dregið fyrir í lok ferðar gleymdur vex gras í stigin spor grár himinn yfir Höfundur er rithöfundur í Reykjavík Dansleikurinn í Sunne Mikið erum við fegin að eiga heima í Eystri Ámtervik, en ekki í Sunne. Það er miklu fleira fólk í Sunne, en það er ekki eins skemmtilegt. Það fer aldrei í neina fjöl- skylduleiki, það hefur engan málmblásara- Það er ókunnur herra á dansleiknum, sem við höfum ekki séð áður. Hann er í einkennisbúningi, það er sagt að hann sé eftirlitsmaður á jámbrautarstöðinni í Kil. Hann virðist ekki þekkja neitt okkar. Við sitjum nú þarna í setustofunni til að vera boðið upp, brátt hefur öllum verið boðið upp í dans nema ungfrú Erikson og mér. Smásaga eftir SELMU LAGERLÖV sextett eða kvartettsöngvara og það eru alls ekki eins margir sem geta haldið ræðu eða ort ljóð og í Eystri Ámtervik. Við eigum það sameiginlegt með Sunnebúum að við höfum sama prófast. Að öðru leyti höfum við lítið af þeim að segja. Við rekumst aldrei á fyrirfólk frá Sunne og við finnum það á okkur, að þeim fínnst þeir vera okkur fremri vegna þess að þeir búa í stærri sókn. Einu sinni á ári er okkur boðið til gleði- móts í prófastsetrið í Sunne en við hittum þrátt fyrir það enga Sunnebúa því Sunne- sókn er svo stór að það er ekki hægt urri vik fyrir prófastinn að bjóða öllum fjölskyld- um í senn. Venjan er að bjóða þeim sem búa í Eystri Ámtervik og í Vestri Ámtervik og þeim frá Grásmark samtímis, og þeim sem búa í Sunne á öðrum tíma. En þótt við séum ekki kunnug fjölskyld- unum frá Sunne, höfum við svo sem séð allt það fólk á markaðnum í Ámbergshed, svo að við könnumst aftur bæði við Petter- sons-verksmiðjueigendahjónin í Stöpafors, Maules verkfræðing og konu hans í Sunds- berg og Ignelius verkfræðing á Ulvsberg, Hellstedt-hjónin á Skarphed og Jonsson landeiganda og frú sem búa í „Kastalanum" í Sundsvik. Þann sautjánda ágúst þyrpist fjöldi af ungum mönnum frá Sunne að Márbacka til að dansa og horfa á samkvæmisleiki. Og nú höldum við að þeir hafí talað um það sín á milli að Hilda Wallroth frá Gárdsjö og Anna Lagerlöf á Márbacka séu nú vaxnar úr grasi og orðnar vænlegustu stúlkumar í öllum Fryksdalnum. Hvað sem því líður, fær pabbi bréf einn góðan veðurdag frá nokkram ungum herram í Sunne, þar sem þess er spurt hvort heimilisfólkið á Márbacka muni vilja taka þátt í samkvæmi og hafa með sér veisluföng. Dansleikurinn fari fram uppi á loftinu yfír búðinni hans Nilssons, og þeir fengju salinn sér að kostnaðarlausu. Piltamir myndu ekki leggja til drykkjarföng og döm- umar tækju með sér kaffí, te og smákökur og annað til kvöldverðar. Állt yrði sem ein- faldast og eini kostnaðurinn aukreitis færi í ljósmetis- og þjónustugjald. Álíka bréf hefur borist til Gárdsjö, og Augusta móðursystir bregður sér hingað akandi til að ræða við mömmu og Lovísu föðursystur um hvað þær eigi að taka með sér, því þær vildu ekki standa Sunnebúum að baki í einu eða neinu. Lovísa frænka hefst þegar handa að baka fimin öll af smákökum, því svona matarsamskotaböll tíðkuðust í Sunne í hennar ungdæmi. Ekki eitt andartak hvarflar það að henni að fara sjálf, því hún viti sem er, að hún sé of göm- ul til að dansa, en hún segir, að skemmti- legt verði það og eitthvað skemmtilegt ger- ist. Eins er um okkur Gerdu, okkur fínnst líka skemmtilegt að það verði dansleikur, þótt við séum of ungar til að fá að fara með. En ánægjan varir ekki lengi, því daginn fyrir dansleikinn segir pabbi, þar sem við sitjum við hádegisverðinn og tölum að sjálf- sögðu um ballið, að honum fínnist Selma orðin nógu stór til að fara m,eð. Pabbi á ekki von á öðra, en að ég gleðj- ist yfír því að komast á danssamkomu, en það er nú eitthvað annað. Mér hefur það oft verið boðið til Eystri Ámtervik, að ég ætti að geta gert mér í hugarlund hvemig mér liði á dansleik í Sunne. Svo að ég svara að bragði, að ég vilji alls ekki fara. — Hvers vegna viltu ekki fara á ball? segir pabbi og um leið snýr hann sér að mömmu og spyr: — Á hún ekkert að fara í? — Jú, jú, segir mamma, hún á ljósgráan síðan kjól, hann er ágætur. — Og sokka og skó á hún, er það ekki? — Nei, skó á hún ekki, segir mamma, en Anna er vaxin upp úr gráu strigastígvél- unum, sem hún var í, í brúðkaupinu, þegar Júlía hjúkranarkona gifti sig, þau ætti Selma að geta fengið. — Jæja, þá skil ég ekki af hverju hún ætti ekki að geta farið, segir jrnbbi. Ég verð skelfílega hrædd. Ég veit eigin- lega ekki hvað það er sem ég hræðist, en ég get ekki hugsað mér meiri ógæfu en að þurfa að fara á þetta ball í Sunne. — En ég er of ung til að fara á ball, segi ég, ég er nú ekki nema þrettán ára. — Emilía Wallroth verður með, segir föð- ursystir, og ekki er hún eldri en þú. Þá geri ég mér ljóst, að þau era öll á móti mér, bæði pabbi, mamma og Lovísa frænka, þau era mér ofurefli, ég á engra kosta völ og fer að gráta. — Elsku bam, ekki máttu fara að gráta, þó við viljum að þú fáir að fara og skemmta þér, segir pabbi. — Já, en það verður ekkert gaman fyrir mig, segi ég kjökrandi. Ég er svo hölt að það vill enginn dansa við mig. Ég er ekki reið, allt frá því ég spilaði á spil við Wachenfeldt frænda hef ég lagt það niður að reiðast. Pabbi er ekki reiður, ekki heldur hann. Honum finnst ég bara undar- leg. En hvemig á hann að vita, hvemig það er fyrir stúlku, að sjá öllum öðram boðið upp og þær fá að dansa, allar nema hún sjálf, eða þegar manni er ekki boðið upp í annað en „fransás" eða boðið upp af herr- um, sem engin af hinum stúlkunum vill dansa við. — Nú verður þú ekki með neinar fyrir- tektir, segir pabbi og leggur í róminn. Mér fínnst fráleitt annað en dætur mínar fari á dansleik, sé hann á annað borð haldinn. — Mér finnst hún gæti nú beðið, að minnsta kosti þar til hún verður fímmtán ára, segir Lovísa frænka og reynir að koma mér til hjálpar, nú þegar það er um seinan. Það hefði verið betra að hún hefði látið vera að minnast á Emilíu fyrir stundu. — Já, það gæti hún eflaust, segir pabbi, en hver veit hvort þá verði nokkur dansleik- ur haldinn í Sunne? Það hefur ekkert þvflíkt verið haldið þar áram saman. Ég veit að pabba er ekkert um það að við grátum. Ég losnaði miklu fremur undan því að fara, ef ég hlægi og væri glöð á svip. En nú get ég ekki stöðvað grátinn. Tárin streyma allt hádegið. Síðan held ég áfram að gráta, meðan ég ligg að hvflast eftir málsverðinn og í kennslustundunum okkar síðdegis og meðan við lesum lexíumar okkar og meðan við eram úti og rennum okkur í sleðabrekkunni og síðan samfleytt, meðan við sitjum um- hverfís borðið fyrir framan sófann í matsaln- um, hver að sínu verki. Gerdu hættir til að stífna af gráti, þegar hún kann ekki lexíumar sínar, en ég held hún hafí aldrei grátið óslitið daglangt. Þegar mamma kemur upp til okkar um kvöldið, til að lesa með okkur bænimar þá get ég ekki hamið grátinn, svo að ég kemst í gegnum Faðirvorið og Drottinn blessi oss, en Þú guð sem hefur og Það gengur eng- ill, þær era mér um megn. — Er það einungis út af dansleiknum sem þú grætur, segir mamma, eða er það vegna einhvers annars? — Getur mamma ekki beðið pabba að lofa mér að sleppa við að fara á gleðina, segi ég og held fast um hönd hennar. — En elsku bam, en faðir þinn er aðeins að hugsa um það að þú skemmtir þér, seg- ir mamma. — En ég get ekki dansað, segi ég. Mamma veit að ég get ekki dansað. — Víst geturðu dansað, segir mamma og svo fer hún sína leið. Það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna að morgni, er að í dag er balldagur- inn og ég byija aftur að gráta. Ég skil ekki, hvemig augun geti rúmað öll þessi tár, þau virðast óþijótandi. Ánna og Gerda ræða um það, hver muni hefja dansinn og hvem Anna muni dansa við fyrsta valsinn og hvort Maule-dætumar verði í hvítum kjólum. Anna hefur rúllað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.