Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Page 10
i Galerie Valmay, Rue de Seine. Galerie Stadler, Rue de Seine. Galerie Claude Bemard, Rue des Beaux Arts. verkamarkaðurinn aftur við og nýtt blóma- skeið hófst. Listaverkið varð eins konar vöm gegn verðbólgu og nýríka fólkið leitaði örvingiað eftir fjárhagslegu öryggi í lista- verkunum (eins og það gerir reyndar enn þann dag í dag) — enda þótt listaverkin væru lfka oft stöðutákn. Verk impressionis- tanna þutu upp úr öllu verðlagi og urðu gríðarlega vinsæl. Abstraktlistin fer líka að komast í tfsku og merkimiðinn „Made in France" fær sterkan hljómgrann. Nokkram áram áður á meðan galleríin á hægri bakkanum stækkuðu og urðu hefð- bundnari f sniðum, settist ungur listaverka- sali, Pierre Loeb, að við 13 Rue Bonaparte á móts við Beaux Arts listaakademíuna eins og til að ógna gömlu stofnuninni, — ör- skammt frá Saint Germaine des Prés-hverf- inu. Árið 1925 opnaði hann þar fyrstu sýningu á verkum súrrealista, Miró, Emst, Brauner, Balthus, Michaux, Aip og fleiri, og starfaði gaileríið sleitulaust þar til Pierre Loeb lést árið 1964 og má segja að hann hafí stuðlað að því að hverfið í kringum listaakade- míuna, sem var áður mestmegnis undirlagt bóksölum og grafíklistaverkasölum, gjör- breyttist. Og í kjölfar blómaskeiðsins fóra gallerí að spretta upp í hverfínu eins og gorkúlur, sum undir merki tilrauna og jafiivel sett upp fyrir aðeins eina sýningu, t.d. Galerie J. 8 Rue Montfaucon fyrir Nýju Réalistana, önnur sem áttu eftir að verða stór nöfn svo sem Galerie Iris Clert, 3 Rue des Beaux Arts sem Yves Klein skandaliseraði í og Colette Allendy, Rue de l’Assomption sem einnig sýndi Nýju Réalistana. Galerie Sonnabend, Quai des Grands Augustins bauð upp á Ameríska Poplist. Á sjöunda áratugnum opna tveir ungir galvaskir listaverkasalar gallerí í hverfínu (báðir stórstjömur í listaheimi borgarinnar í dag). Annar var Daniel Templon sem opn- aði gallerí, 58 Rue Bonaparte (1966) í kjall- ara fomgripasala nokkurs og hét þá gall- eríið Cimaise og sýndi nær eingöngu con- cept-list, Bemar Venet, Kosuth, Sol Lewitt, Carl André og fleiri, „af þvf að þeir vora ungir og ekki mjög dýrir þá“ segir Templon í viðtali. Hinn var Yvon Lambert sem opn- aði eigið gallerí, 15 Rue de Lechaudé og sýndi einnig mestmegnis verk listamanna á concept-línunni. Á þessum áram var hverfíð í kringum Rue de Seine mjög lifandi og listamenn komu hvaðanæva úr heiminum og dreymdi þá flesta um að sýna verk sín á veggjum þekktustu galleríanna. En það er af sem áður var og þó að hverfíð hafí sterkt aðdrátt- arafl og óvefengjanlega mikinn sjarma er það ekki lengur sú listamiðstöð sem það var áður þó þar verði varla þverfótað fyrir gall- eríum enn þann dag í dag. Það er eins og einhver værð hvíli yfír sýningarsölunum. Elstu galleríin breytast lítið, endumýjast ekki, halda sínu hefðbundna formi og fínnst ef til vill að þau séu orðin of gömul til að gera nokkrar gagngerar breytingar. Gömlu sterku nöfnin eins og Denis René, Lucien Durand, Claude Bemard, Galerie Stadler og fleiri standa þó alltaf fyrir sínu, en þau era því miður of fá og nægja ekki til að gefa hverfínu þann áhrifamátt sem það hafði áður. Þó eru þama gallerí eins og Isy Brachot, 35 Rue Guenégaud og Galerie Montenay, 31 Rue Mazarine sem eru at- hafiiasöm og í mjög háum gæðaflokki. Aftur á Hægri bakkann Þegar fréttin um að byggja ætti menning- armiðstöð á hægri bakkanum barst í byijun áttunda áratugarins, fóra yngstu og forsjál- ustu listaverkasalamir að skima eftir nýju húsrými nærri miðstöðinni væntanlegu og auðvitað með þá von í bijósti að þar myndi rísa ný listamiðstöð í framtíðinni. Þessum djörfu jöfrum skjátlaðist ekki og verður efni næstu greinar nær samtímanum því fiallað verður um hverfíð í kringum Pompidou- safnið og Bastiliu-hverfíð sem er í stöðugri sókn og orðið þegar einn vinsælasti blettur- inn fyrir framsækna galleríeigendur. REIÐHJÓLABI MUNSH * Iauglýsingunum er m.a. lögð áherzla á, að Miinster sé „swinging town“ eins og það heitir á ensku og merkir að þar sé nú líf í tuskunum. Að vísu er ágæt stemmning á knæpunum og að minnsta kosti nokkur prýðileg veitingahús, en skemmntanalífíð Hún er ein af Hansaborgunum þýzku, stendur aðeins inni í landinu og er eftirminnilegur viðkomustaður í sumarleyfisferð er áreiðanlega margfalt minna en í Reykjavík, þótt borgin sé helmingi stærri og vel það; íbúatalan 275 þúsund. En það segir ekki alla söguna. Munster er annar eða þriðji mesti háskólabær í Þýzkalandi og þar era að jafnaði ekki færri en 45 þús- und stúdentar, sem setja sinn svip á staðinn eins og nærri má geta. Sé verið á róli um Norður-Þýzkaland og •búið að líta á Hamborg og Bremen til dæm- is, þá er ekki í mikið ráðizt að skreppa suð- ur til Munster, annaðhvort eftir Á1/E3- veginum, sé verið á bíl, eða þá með lest. Mig minnir að lestarferð frá Bremen taki liðlega klukkutíma og einhvers staðar sá ég bent á, að lestarsamgöngur til Munster þættu í betra lagi, því þangað koma 300 lestir úr ýmsum áttum á hverjum sólarhring. Munster er Hansaborg, seiseijú, mikil ósköp. Samt er það dálítið undarlegt í ljósi þess að borgin er þetta langt inni í landi. En hún var í þessu sögufræga sambandi norður-þýzkra borga og fór hryllilega út úr seinna heimsstríðinu; hvorki meira né minna en 65% borgarinnar vora rústir einar vorið 1945. Sem betur fer stóð uppi margt þeirra gömlu húsa, sem tala til okkar úr fortíðinni og er svo mikið í mun að minna á sig, að gaflamir ná langar leiðir uppfyrir sjálf húsin. Hvergi er þetta eins áberandi og á sjálfu ráðhúsinu, sem telst vera frá árinu 1335. Eitthvað talsvert löngu síðar var það skreytt með þessum fíma glæsilega gafli í endurreisnarstíi, sem fór í mél í stríðinu, en hefur verið byggður á nýjan leik, nákvæmlega eins og hann var. Annað sem gestum er bent á að sjá er friðarsalurinn í ráðhúsinu; þar vora frægir friðarsamningar í stríði milli Spánveija og Hollendinga undirritaðir 1648 og er af þeim atburði tii málverk eftir Hollendinginn Ger- í reiðlyólaborginni má sjá flæmi þar sem reiðtýól eru geymd. Fólk kemur með lestum þá innanbæjar. a

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.