Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Page 11
3RGIN ard Ter Borch. Þessi gamli þingsalur er allur innréttaður með útskomum viði og borgarbúum þykir hann svo verðmætur, að hann var rifinn niður, stykki fyrir stykki þegar heimsstjfyöldin skall á, og geymdur á öruggum stað. Og að stríðinu loknu var farið að púsla honum saman að nýju. Dómkirkjan er að líkindum frá því um 1200, þegar Karlamagnús var við völd; hún hefur verið byggð á þeim tímamótum, þeg- ar gotneskur stíll tekur við af hinum svokall- aða rómanska. Þetta er afspymu tilkomu- mikið hús og stendur enn eins og ævinlega áður í miðpunkti borgarinnar. Ekki slapp kirkjan ómeidd úr hildarleik stríðsins, en gert hefur verið fullkomlega við þær miklu skemmdir, sem á henni urðu. Það sem ferðalangurinn rekur þó augun í fyrst af öllu er mergð reiðhjóla, sem læst hefur verið og lagt á tiltekin svæði. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess, að tugir þúsunda stúdenta em við nám í Miinster og nota ugglaust reiðhól til sinna ferða. En það skýrir ekki allt; mér skilst að það hafí lengi tíðkast, að fólk sem býr einhvers staðar utan við borgina taki lest (eina af þessum 300) og þegar á brautarstöðina kemur biður hjólhesturinn á sinum stað og haldið er áfram til vinnustaðarins á honum. í Miinster er geysilega stórt sjúkrahús í tengsl- um við háskólann og gnæfa tveir tumar þess hátt. Af nýrri byggingum er einna athyglis- verðast borgarleikhúsið; mjög nútímaleg bygging og yfirleitt er aðdáunarvert, hversu vei hefur tekizt að láta mjög nýtízkuleg hús falla að þeim gömlu. En þar sem sprengja féll og eyðilagi kannski eitt hús í þéttri röð hefur það síðan verið endurreist með þeim hætti, að ekki er nokkur leið að sjá það til- sýndar, að það sé ekki jafn gamalt og hin. Hér eins og víðast í Þýzkalandi er rekin mjög ákveðin húsfríðunarstefna; ef hægt er að bjarga því gamla og byggja það eins og það var, þá hefur það verið gert. En þar fyrir utan er engin „nostalgía" á ferðinni og áherzla lögð á góðan nútímaarkitektúr þegar ný hús em byggð. GÍSLI SlGURÐSSON Ráðhúsið í Miinster er með feykilega íburðarmikla forhlið, sem nær langt uppfyrir sjálft húsið. Á Landesmuseum í Mtínster eru um- fram allt verk gömlu þýzku expressjón- istanna, en einnig margt annað, þar á meðal þessi mynd eftir de Chirieo. Eitt af þessum sérkennilegu, gömlu húsum varð fyrir sprengjuárás í stríðinu, en var síðar endurreist með mikilli alúð og nákvæmni - og nú sér vegfarandimt ekki, að neitt slíkt hafi átt sér stað. Mannlíf í skjóli hinnar miklu móður, dómkirkjunnar, sem er miðpunktur borgar- innar. Kirkjan varð fyrir sprengjuárás í stríðinu, en svo vel hafa viðgerðir verið af hendi leystar, að nú sést ekki hvað það var sem hrundi. * LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRÍL-1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.