Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Síða 12
Úr Námum íslenzku Hljómsmtarinnar desemberbyrjun voru haldnir fyrstu tónleikar ís- lenzku Hljómsveitarinnar úr röð 12 tónleika, sem heita einu nafni Námur. Þar tóku nokkrir listamenn höndum saman um að vinna út frá hugmyndinni um landnám á íslandi. Sigurður Pálsson las ljóð sitt Aðrir tónleikar íslenzku Hljómsveitarinnar, Úr Námum, verða haldnir í Bústaðakirkju í dag, 23. aprríl kl. 14. Auk íslenzku Hljómsveitarinnar koma þar fram Karlakórinn Fóstbræður, Kristinn Sigmundsson, einsöngvari, Matthías Johannessen, skáld, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari og Sigurður I. Snorrason, klarinettuleikari. Frumflutt verður tónverkið STURLA eftir Atla Heimi Sveinsson við frumort og samnefnt ljóð eftir Matthías Johannessen og auk þess afhjúpað myndverk eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Listaverkið Qallar um Sturlungaöld. Að auki eru þessir tónleikar haldnir til heiðurs þremur íslenzkum tónskáldum, sem eiga merkisafmæli á árinu. Þeir eru Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigurbjörnsson, sem verða báðir fímmtugir og Páll P. Pálsson, sem verður sextugur. Munu Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður I. Snorrason flytja kammerverk eftir þá. um landnám, Kristján Jóhannsson söng það við tónverk Þorkels Sigurbjömssonar og Gunnar Óm afhjúpaði málverk sitt um land- námið. Þetta tókst í alla staði glæsilega; þó> varð hljómburður í Hallgrimskirkju þess vald- andi, að flutningur ljóðsins heyrðist ekki. nægilega vel og þessvegna verða tónleikamir nú í Bústaðakirkju. Hugmyndina að Námum á Guðmundur' Emilsson, stjómandi og framkvæmdéistjóri íslenzku Hljómsveitarinnar og sýnir þar með, að listrænt frumkvæði kemur ekki alltaf það- an, sem fjárhagurinn er beztur. Hér er staðið að verki með svo miklum stórhug og listræn- um metnaði, að Lesbókin vill fyrir sitt leyti leggja lítið lóð á vogarskálina með kynningu. Hafin er gerð myndbandsþáttar um Námur og aðdraganda þeirra. Jafnframt er hafinn undirbúningur að útgáfu myndskreyttrar bók- ar um verkin og listamennina, sem koma við sögu. Ráðgert er að efna til sýninga á mynd- verkunum í Reykjavík og á landsbyggðinni og einnig að gefa út hljóðritanir af tónverkun- um. Fyrirhugað er að endurflytja og sýna listaverkin öll aldamótaárið 2000, þegar tíu aldir eru liðnar frá kristnitöku á Þingvöllum. Hugmyndin að Námum íslenzku Hljómsveit- arinnar kviknaði af vangaveltum um þau merku tímamót. Á öðrum Námutónleikum íslenzku Hljóm- sveitarinnar verður í grundvallaratriðum farið eins að. nema nú verður fjallað um annað tímabil Islandssögunnar, nefnilega Sturlunga- öld. Þetta tímabil simdurlyndis og stórátaka innanlands er ekki síður bitastætt yrkisefni en landnámið. Grasið Er Hvergi Grænna Matthías Johannessen nefnir ljóð sitt Sturlu og vísar þar til Sturlu Þórðarsonar, þessa merkilega höfðingja og listamanns, sem kannski hefur unnið meiri afrek í bókmennt- um en hingað til hefur almennt verið talið. Matthías telur hann eftirminnilegasta ljóð- skáld 13. aldar.í vaxandi mæli hafa menn velt fyrir sér þeirri hugsun, að hann kunni að vera höfúndur Njáls sögu og Matthías varpaði fram þeirri hugmynd og leiddi rök að henni. Hann Qallar þó ekki um þá spum- ingu í ljóðinu um Sturlu. í samtali við Guð- mund Emilsson, stjómanda íslensku Hljóm- sveitarinnar, sagði hann svo um ljóðið: „Það er horft af Staðarhóli, miklum og grasi grónum, þar sem bær Sturlu stóð; kraftmikið gras, en kirkjugarðurinn gamli nálæg áminning. Af þessu hlaði, þar sem mætast líf og dauði, er skyggnst fram og aftur. Það eimir eftir af hinu gamla, en nútí- maljóðið á næstu grösum. Nýr timi kallar á sína reynslu og sitt form. Það er nálægt viðhorfum gamalla skálda að tala í myndhvörfum, að tala um „hugans skip“, sem reyndar er skírskotun til sjávarins sem blasir við frá Staðarhóli, og er einnig skírskotun til sex skipa konungs og Gamla sáttmála á 13. öld.Við erum þjóð sjávar og skipa í margvislegum skilningi. Þessir menn geystust frá einni hugsun til annarrar. Það var þeirra mikla sigling. Við fylgjumst með þeim. Sturla skráir ferðalagið. Tíminn er haf. Hugans skip hverfa í öldu og aldir. Við horfum úr huga Sturlu í hug sem er axarblað. Sjáum eigin mynd blika í því. Þannig horfír nútíminn við okkur. Og þann- ig hafa allar kynslóðir þurft að horfast í augu við hættur og Iífsháska. Við horfum enn af hólnum í víðáttuna. Sömu sporin, sömu augu. Og hvað hefur gerst?. Ekkert. Og þó. Við höfum eignast áleitna minningu. Viðhorf Sturlu, vonameista hans, sem hefur aukið okkur afl og þrek til að Iifa af. Verk hans og annarra þeirra sem fleyttu menningu okkar og tungu inn í nútí- mann — og vonandi einnig framtíðina — eru leiðsögustef í hafvillum. Menn geta flækst um allan heiminn, en Myndverk HaUsteins Sigurðssonar um Sturlungaöldina. kristni og heiðni. Ýmis tákn, bæði úr Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari. - Auga Óðins og/eða alsjáandi auga guðs- hóllinn er bara einn. Og við eigum enn þenn- an staðarhóislega kögunarhól. Þar fengum við sjón, tilfinningu, haldreipi, sjálft útsýnið. Allt sem við eigum að varðveita. Við erum farmenn þessa hugmyndaheims, og ef við fléttum fley úr táknum hans mun það duga okkur vel. Fífan er falleg í golunni. Mjúk og sveigjan- leg stendur hún svo margt af sér, líkt og fínar hugmyndir mikilla skálda. En fífan gegndi tvöföldu hlutverki. Hún var snúin í kveik. Hún bar Ijósið inn í bæina. Eins og sögumar og ævintýrin. Þannig hefur hún einnig átt þátt í því að sagnir Sturlu Þórðarsonar voru á bókfell festar, bæði á Staðarhóli og í Fagurey, þar sem hún lýsti upp ævikvöld hans og vísaði augum hans á bókfellið eins og stefnuviti í myrkri. Sturla er horfínn. Samtíð hans er horfín. Samt lifír hún með okkur.Minningar varðveit- ast í blóði sem er haf tímans. Og fífukveikur- inn týrir í myrkrinu. Gleym-mér-ei er ekki stærsta jurt á fs- landi, en með fínlegum bláum blómum festist hún táknræn og göldrótt í barm þér og minnir á sig. Og grasið er grænt. Það er hvergi grænna en þama undir gróðurlausum hömrum og gulbrúnum skriðum allt í kring. Og hugur okkar fer um þetta gróna hlað og spyr hik- andi hvort þetta árvissa og eilífa skrúð hljóti ekki að veita okkur eina ósk líkt og smárinn. En maður getur ekki óskað sér með venju- legu grasi. Það er hversdagsleikinn sjálfur. Hátíðleikinn er fjarri þessari hversdagslegu veröld gamalla og nýrra drauma. Við verðum að vinna fyrir óskinni." Tákn Úr Kristni Og Heiðni Myndverk Hallsteins um Sturlungaöldina er abstrakt. Það er rauður skúlptúr, sem gefur heilmikið í skyn, ekki sízt þegar áhorf- andinn veit um nafnið. í fyrsta lagi gefUr verkið hugmynd um mikil átök; jafnvel eitt- hvað sem brotnar, sundrast. Jafnframt vísa hin oddmjóu, hvössu form á vopn. Um þetta verk mætti skrifa langar hugleiðingar, en ugglaust munu áhorfendur upplifa það á mis- munandi hátt og fá ýmsar og ólíkar hugmynd- ir út frá skoðun þess; slíkt er eðli abstrakt myndlistar. Sjálfur segir listamaðurinn svo: „íslenzka Hljómsveitin óskaði eftir þátt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.