Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Side 13
Sveinsson. Atli Heimir Sveinsson - Ætíaði að lesa Proust vestur í Flatey, en las ekki ann- að en Sturlungu það sumarið- Páll Pamph- icler Pálsson tónskáld og hfjóm- sveitar- stjóri á merkis- afmæliá árinuog íslenzka Hljóm- sveitin mun heiðra hannaf því til- efni. Kristinn Sig- munds- son bari- tón- söngvari mun syngjaí tónverki Atla Heimis viðfjóð Matt- híasar Johann- essens. Þorkell Sigur- bjöms- son tón- skáldá merkis- afmæliá árinuog íslenzka hfjóm- sveitin heiðrar hannaf þvítil- Matthías Johannessen — Af þessu hlaði, þar sem mætast líf og dauði, er skyggnzt aftur — og fram. MATTHÍAS JOHANNESSEN Sturla Hvergi grænna, hóllinn hálmstrá tímans líkt og kirkjugarðurinn gamli sé gróin sögn og ýkt en hugurinn fór hlaðið hikandi spurn um það hvort grasið væri ekki vaxið sem von í smára stað tíndi strá úr tímans táknum eins og fyr er Sturla horfði af hólnum og hugans skip fékk byr hvarf í úfna öldina og orð í himins stað, enn horfum við úrhuga þér í hug sem er axarblað stefnum skipum, Sturla, í stórsjó tímans inn í viðhorf þín og veröld með vonarneista sinn tínum strá úr táknum tímans í það fley sem þú fléttaðir forðum inní fífu og gleym-mér-ei töku minni í að minnast þúsund ára kristni- töku í landinu og þó sérstaklega 13. aldarinn- ar. Ég ákvað að smíða úr járni og fór að leita að táknum úr kristni og heiðni. Táknin í myndinni eru: Auga Óðins og/eða alsjáandi auga guðs, hamar Þórs og tveir stílfærðir krossar. Myndin er rauð, enda var Sturlunga- öldin blóði drifin. Tveir armar takast á, hinn heiðni og hinn kristni, báðir ögrandi. Þá vísuðu þeir veginn leynt og ljóst. Eða tákna þessir armar jcannski önnur stríðandi öfl á Sturlungaöld?“ Um Hallstein er annars það að segja, að hann er fæddur 1945 og hefur verið mjög virkur listamaður og haldið ekki færri en 6 einkasýningar og tekið þátt f ótal samsýning- um. Hann er með vinnustofu að Yztaseli 37 í Reykjavík. Tvö verk eftir hann eru í eigu Listasafns íslands, fimm í eigu Reykjavíkur- borgar, sjö eru á listasafni Borgamess og víða annarsstaðar eru myndir eftir Hallstein. MlNNIR Á FORNAN MESSU- SÖNG Tónverk Atla Heimis Sveinssonar heitir STURLA og er samið við ljóð Matthíasar Johannessens, sem áður hefur verið nefnt og hér er birt. Þetta er tónverk fyrir litla hljóm- sveit, baritón og karlakór einradda. Þau hlut- verk eru í höndum Kristins Sigmundssonar og Karlakórsins Fóstbræðra. Kristin þarf naumast að kynna, svo víðkunnur sem hann er orðinn fyrir söng sinn, nú síðast í titil- hlutverkinu í óperunni Don Giovanni eftir Mozart í íslenzku Óperunni. Áður hefur Krist- Fyrstu tónleikar íslenzku Hfjómsveitarinnar úr Námum fóru fram í des. sl. Á myndinni eru f.v.: Þorkell Sigurbjörnsson höfundur lagsins, sem Kristján Jóhanns- son (á miðri mynd) söng. Til hægri er stjórnandinn, Guðmundur Emilsson og að baki sézt málverk Gunnars Arnar um landnámið. Á myndina vantar Sigurð Pálsson, höfund fjóðsins. Guðmundur Emilsson, hfjómsveitar- stjóri og framkvæmnastjóri íslenzku Hljómsveitarinnar. Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari munu flytja kammerverk á tón- leikunum eftir afmælisbörnin, Atia Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörns- son og Pál P. Pálsson. inn sungið hlutverk Figaros í Rakaranum í Sevilla, Unga manninn í Silkitommu Atla Heimis, Renato í Grímudansleiknum, Es- camillo í Carmen, Enrico í Lucia di Lam- mermoor, Grand pétre í Samson og Dalilu, Luna greifa í II Trovatore og Amonasro í Aidu. Að sjá tónverk Atla heimis á nótnablöðum er dálítið undarlegt þegar maður veit ekki hvað þessar nótur merkja. Þetta minnir á sum abstrakt myndlistarverk. Og merkilegt einnig, að Atli upplifir sérstakan lit á þessu tón- verki; honum finnst það vera dökkbrúnt á litinn. Um tónverkið, ljóð Matthíasar og Sturlu Þórðarson hafði Átli þetta að segja í stuttu samtali: „Já, ég hef skoðun á Sturlu Þórðarsyni og Sturlungum. Pabbi minn var einn af þessum mönnum sem las Sturlungu. Og karlarnir í kringum hann gátu rætt endalaust um þetta. Sjálfur fór ég einhveiju sinni með allan Pro- ust í 13 bindum með mér vestur í Flatey og ætlaði að vera menningarlegur og lesa þetta allt. En svo fann ég niðri í skúffu hjá ömmu minni gamalt slitur úr Sturlungu og las ekk- ert annað allt það sumarið. Sturla er með merkustu rithöfimdum sem ég þekki ásamt Snorra Sturlusyni. Hann segir svo vel frá og hefur svo mikla kosti sagnamanns og hann skrifar verk, sem er svo djúpt, að það þolir síendurtekna lesningu. Maður finnur sífellt ný tengsl miili atburða og persóna. En per- sóna hans sjálfs er í þoku eða rökkri á bak við frásögnina. Hugtökin hetja og heigull eiga ekki við um Sturlu. Ég held að hann hafi verið mjög merkilegur stjómmálamaður. Hann vildi manna lengst forðast að lenda í klóm er- lendra yfirráða, en hann réði ekki við þróun atburða, enda andstæðingurinn, Hákon gamli, óvanalega snjall maður. Ljóð Matthíasar fannst mér mjög falleg kveikja. Hann leitast við að ná sambandi við skáldið yfir aldimar, yfír tíma og rúm. Ljóðið mótar form og uppbyggingu tónverksins. Það mótar stemmninguna í hveijum kafla fyrir sig. Ég gæti líkt þessu við símtal. Matthías hjálpar mér að ná sambandi langt aftur í aldir og tala við Sturlu og skilja hugsanir hans. Eftir ríka og stormasama ævi sér Sturla að atburðimir fóm á annan veg en hann hefði kosið. Hann skrifar þessa miklu bók, þetta míkla verk, ef svo vera mætti, að eftir- komandi kynslóðir gætu eitthvað af þessu lært. Hann var bæði móralisti og frásagnar- maður. Móralisti þarf ekki að vera leiðinleg- ur. Já, ég held að hann hafi skrifað þetta í ellinni. Hann horfði kannski ekki reiður um öxl, en eilítið vonsvikinn. Tónverkið byggir á skýmm formum, því að ég horfi á þessa músík úr mikilli fjar- lægð. Form fjallanna verða skýrari úr fjar- lægð. Eftir því sem nær dregur verða formin flóknari. Þetta em stórir fletir, eins og raun- vemleikinn sé skoðaður úr mikilli fjarlægð. Það er ekki horft á einstaka laufblað heldur allan skóginn. Þar með er ekki sagt að tón- verkið sé einfalt eða auðvelt. Það getur veið erfitt að flytja svona músík. Ljóð Matthíasar er mjög grænt. Tónverkið er það ekki. Já, ég get fallist á að það sé dumbbrúnt, það er haustblær yfir því. Ég sé Sturlu alltaf fyrir mér sem gamlan mann í Fagurey, ekki endilega á Staðarhóli eins og Matthías. Kórröddin er einföld, eiginlega í h-moll og d-dúr, og einradda. Þannig hljómar kórinn einkennilega sterkt. Þetta er fomt, minnir á kaþólskan messusöng og er óbein skýrskotun til 13. aldar. Þetta er hins vegar ekki byggt á þekktu stefjaefni, heldur hefur bara þetta fomlega yfirbragð. Hér er orðið algjörlega í fyrirrúmi. Þetta er einradda kveðandi. Þetta gæti hljómað svolítið ættbálkalega, en það var ekki hugsunin. Ég hafði kirkjusönginn í huga, og hann er ekki frumstæður. í laglínu einsöngvarans og kórsins er ég að reyna að nálgast foman söng. Hendingaskipan er svolítið sérstök í öllu verkinu. Þetta em oft tveggja tóna frasar, tvær og tvær þráhyggjunótur tengdar saman; þetta er svolítið ritúal, einskonar göngulag gegnum tímann. Maður er að brúa sex aldir. I tónverkinu er heilmikið hróp í kómum. Það kemur á óvart. Ég veit eiginlega ekki sjálfur með hvaða hugarfari á að syngja það. Ér ég ekki bara að höggva gat á tímann með þessu hrópi? Kórinn vill ákaft segja söguna. Þeir em að höggva gat á tímann. Þeir em múrbrjótar." GÍSU SlGURÐSSON Allar Ijósmyndirnar tók Guðmundur Kr. Jóhann- esson sérstaklega fyrir Islenzku Hljómsveitina. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRlL 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.