Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Side 19
Töfrar Indlands jafnast á við heila heimsálfu — Árlega bætum við heilli Ástralíu við heimsbyggðina svo það tekur okkur aðeins fáeinar klukkustundir að „framleiða" íbúafjölda Islands — , segir Sarvin D. Warden, framkvæmdastjóri frá ind- versku ferðaskrifstofunni Jetair. í Indlandi búa um 850 milljónir manns. Landið býr yfir svo mikilli fjölbreytni í mannlífi, lífsháttum og landslagi að það ber svipmót heillar heimsálfu. Hingað til hafa fáir Islendingar séð Indland nema á hvita tjaldinu og sjónvarpsskján- um, en að kafa inn í leyndardóma Indlands á ferðalagi er sannar- lega forvitnilegt. Warden kom hingað til að undirbúa heimsreisu Útsýnar til Indlands í nóvember næstkomandi. Markmið heimsreisuklúbbs Út- sýnar er að bjóða stöðugt fram ný — framandi lönd — þangað sem fáir hafa komið — þar sem menning er svo heillandi og ólík, að hún skilur eftir sig það mikla fullnæg- — Höllin við vatnið — er talið eitt af tiu fallegustu hótelum f heimi. Fred Ahlgreen Eriksen, forstjóri SAS i Danmörku. keppni frá Bandaríkjunum, Japan og Suðaustur-Asíu. Með auknum, fijálsum sam- göngum eru þjóðfélagsbönd smám saman að hverfa í V-Evrópu. Mál, eins og þegar British Airways stóð gegn kaupum SAS á British Cale- donian, vegna þjóðfélagsbanda, heyra brátt sögunni til. Evrópsk flugfélög verða að standa saman um markaðssetningu og líta fram- hjá þjóðfélagsböndum. Lítum að- eins á hlutföllin á milli 540 milljóna í Evrópu að Sovétríkjunum undan- skildum, 240 milljóna í Banda- ríkjunum á móti 2,8 milljarða í Asíu. Allt hvílir á samvinnu og samn- ingum. Ef evrópsku flugfélögin ná ekki að standa saman, missum við hluta þeirra til bandarískra flugfé- laga annars vegar og til Suðaust- ur-Asíu og Japans hinsvegar. Evr- ópski markaðurinn gæti orðið stór- veldi, ef allir næðu að standa sam- an. En eins og málin standa núna, eru evrópsk flugfélög í hættu með að verða bandarísk eða japönsk. Markaðsstaða SAS og fyrirætlanir — Ef við lítum raunsætt á stöðu okkar núna, er ljóst að við verðum að fjárfesta fyrir gífurlegar upp- hæðir í nýjum búnaði. Slík fjárfest- ing er aðeins framkvæmanleg með miklum hagnaði í rekstri. Við erum með rekstrarhagnað núna, en þurf- um Iíka að vera með hann næstu árin. Til að velta stórum hagnaði, verðum við að vera áhrifamiklir, en það getum við aðeins með því að bindast öðrum flugfélögum. Við höfum talað við Sabena, en önnur evrópsk flugfélög eru líka áhuga- verð fyrir okkur. Fyrst og fremst verðum við að keppa við bandarísk flugfélög á heimamarkaði, en erum of litlir til að keppa við þau um Atlantshafs- flugið. Ef við lítum á endamörk evrópskra flugfélaga á Norður- Atlantshafí, með Flugleiðir í einu homi og Finnair í öðru — þá er ljóst að þessi flugfélög eru of lítil til að standa ein. Þau verða að fá ein- hvem til að standa á bak við sig — það gæti verið SAS eða eitthvert annað flugfélag. Finnair og Flug- leiðir eiga enga möguleika á að standa ein fjárhagslega með hag- kvæman rekstur gegn stóru flugfé- lögunum. Framtíð Flugleiða hvílir á sterkum bakhjarli — Auðvitað á ég erfítt með að segja Flugleiðum — hvemig þær eiga að standast samkeppni — hvemig þær eiga að stjóma sínum tækja- og flugvélakosti — hvort þær vilja stuðning frá evrópskum flugfé- lögum eða hvort þær vilja halla sér að risunum í vestri. En það er ljóst að þær verða að fínna sér sterkan bakhjarl öðm hvoru megin. Eftir mjög skamman tíma, 2-3 ár, geta Flugleiðir aðeins selt fyrir farþega sem ferðast til og frá ís- landi. Þær munu ekki koma til með að geta selt samgöngur á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Við er- um búnir að gera okkur grein fyrir þessu hvað SAS snertir. Það verður að koma til stærri hópur af flugfé- lögum inn í samkeppni um flug á Norður-Atlantshafí og norrænu flugfélögin verða að finna sinn far- veg inn í það samstarf. ingu hjá þyrstum ferðalangi, að hún varir í heilt ár eða þangað til næsta heimsreisa hefst. Slíkar ferðir krefj- ast mikils undirbúnings og öflunar sambanda við ferðaþjónustuaðila í viðkomandi löndum, einbeittrar for- ystu og áratuga reynslu sem al- kunna er að Ingólfur Guðbrands- son, forstjóri Útsýnar hefur. Suður-Af ríka eða Indland Ingólfur var búinn að ákveða Suður-Afríku sem næsta áfanga- Allt tal um að við séum að falast eftir Flugleiðum eða höfum ekki áhuga á þeim, er aðeins orðrómur. Hingað til hafa SAS og Flugleiðir aðeins skipst á skoðunum. Við hjá SAS höfum aldrei rætt um það okkar á milli að kaupa Flugleiðir. Og ennþá höfum við ekki átt alvar- legar samningaviðræður við Flug- leiðamenn. Norðurlöndin sem ein heild — Aftur á móti er það mín per- sónulega skoðun að þegar við göngum inn í bandaríska eða jap- anska markaðssetningu, eigum við að selja Norðurlöndin sem eina heild — ísland í norðvesturhominu — Finnland í norðausturhominu og Skandinavíu og Danmörk sem sam- hangandi heild. Við eigum sameig- inlega „söluhæfa vöm“ sem lofar góðu fyrir framtíðina. Hreint loft, fjölbreyttir möguleikar til útivistar og sveitasæla hefur gífurlega mikið að segja í stórum, fjölmennum iðnr- íkjum eins og Bandarílqunum, Suð- ur-Evrópu og Japan. ísland er mjög heillandi séð frá Danmörku og á mikla möguleika í ferðaþjónustu. En að sjálfsögðu veltur mikið á því hvemig þið bygg- ið upp ferðaþjónustu ykkar innan- lands — hvemig þið nýtið ykkur landkosti og gæði. Stór hluti af Suður-Evrópu þráir frídaga þar sem hægt er að stunda útilíf. Samkeppnin rétt að byija — Áttunda apríl hófum við áætl- unarflug til Keflavíkur. Við lítum á þetta aðeins sem upphaf á miklu viðameira áætlunarflugi, sem gæti farið upp í 2-3 vikulegar ferðir á næsta ári ef vel gengur. Auðvitað er þetta samkeppni sem er rétt að byija við íslensku flugfélögin um íslenska markaðinn. Við fljúgum til Keflavíkur með tengingu til flestra evrópskra borga og líka inn í Aust- urlandanetið. Okkur fínnst að við eigum líka að vera inni á íslenska markaðnum. Indverskur trúardans. stað heimsreisuklúbbsins, þegar pólitískt vald andmælti ferðum þangað. Það er svo önnur saga hvort réttlætanlegt er að standa gegn ferðalögum til landa út af ríkjandi stjómmálaástandi — á meðan það ógnar ekki lífí og heilsu ferðalanga. Slík bönn eru ekki í anda þeirrar friðarhyggju Að auki þarf rannsóknir sem tengjast lokahönnun og útboðisem alþjóðleg ferðamálastefna gengst fyrir — að alþjóðleg ferðalög séu leið til frið- ar, þar sem þau efli og auki skiln- ing á milli þjóða. En nú voru góð ráð dýr fyrir Ingólf og tími skammur til stefnu, en maðurinn er þekktur fyrir að bregðast við óvæntum erfíðleikum með enn óvæntari „uppákomum". Næst fréttist af Ingólfí þar sem hann birtist á Indlandsbás á ferða- kaupstefnu í Berlín í byrjun mars og tilkynnir að hann muni koma með yfír 100 manns til Indlands í nóvember. Indvetjum leist vel á manninn og sáu að honum var nokkur alvara. Warden, fram- kvæmdastjóri einnar stærstu ferða- skrifstofu Indlands, var sendur til íslands og Indland var kynnt mjög myndarlega fyrir heimsreisu- klúbbnum rúmri viku seinna, eins og það hafí verið á dagskrá frá upphafí. Indland fyrir íslendinga Við náðum tali af Walden og spurðum hvemig hann ætlaði að byggja upp fyrstu, stóru Indlands- ferð íslendinga? Og hann svaraði, að það væri svo framandi menning á Indlandi frá sjónarhorni Evr- ópubúans, að þeir byggðu alltaf upp menningar- og söguferðir fyrir þá sem eru að koma í fyrsta skipti. Hvað kemur íslendingum fyrst á óvart? Ef til vill hótelin okkar til að byija með, en mörg indversk hótel eru í húsakynnum gamalla halla sem búa yfir ótrúlegum íburði. Austurlönd eru talin vera með bestu hótel í heiminum, en indversk hótel standast fyllilega samanburð eða skara jafnvel fram úr. Indverska RAJ-hótelkeðjan er með 25 hótel víðsvegar um Indland sem eru öll íburðarmiklar hallir. Hvað koma margir ferðamenn til Indlands árlega? 1,06 millj- ónir komu á síðasta ári, kannski ekki mikill fjöldi miðað við stærð landsins, en á móti kemur að hver ferðamaður dvelur að meðaltali 26 nætur. Allir gista á hótelum og kaupa fullt fæði svo að hver ferða- Sarvin Warden á „Holiday Inn“, tilbúinn til brottfarar. maður gefur mikið. Flestir koma frá Bretlandi, aðallega Indveijar sem eru búsettir þar. Frakkar eru næst fjölmennastir og koma mikið í viðskiptaerindum. Ferðamanna- fjöldi frá Frakklandi hefur aukist um 8-12% á ári svo að við leggjum mikla áherslu á franska markaðinn. Hvernig list þér á íslands- markaðinn? Við munum reyna að byggja hann vel upp eins og alla nýja markaði. Skrifstofa indverska Ferðamálaráðsins í London fékk mikinn áhuga á þessu máli og ætl- ar að vera með viðamikla Indlands- kynningu á íslandi eða standa fyrir indverskri viku alveg á næstunni. Forstjóri skrifstofunnar í London, Rattan Kotwal, mun koma hingað í tilefni af kynningunni. Á dagskránni verður meðal ann- ars indverskur dans, sem er mjög sérstæður. En hann er byggður á sögulegum og trúarlegum atburð- um og allar hreyfíngar eru tákn- myndir dulrænna trúarbragða. Áhugaverð hljómlist kemur lfka út úr samhljómi af vestrænum jazz og indverskri hljómlist. Indversk vika á íslandi gæti stuðlað að sam- skiptum landanna bæði í inn- og útflutningi og auknum menningar- tengslum milli þjóðanna. Eins og Warden lýsir sínu fjar- læga landi sýnist þeirri sem ritar, að við þurfum aðeins nokkrar klukkustundir en ekki heila viku til að heillast inn í indverska menn- ingu. % Hótel Ork er Hótel fyrir þig w Velkominá csIn hótel öat HVERAGERÐI sími 99-4700. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRÍL 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.