Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Side 11
itiHiUiiUiUiiniuihjij
jiUniMHiiílJtllJlíi!
Sívertsenshúsið, íbúðarhús Bjarna, nú upp gert og til sýnis. Um hríð voru þar
Fasteignir Knudtzonsverslunar þ.e. Nýja
riddara, reist 1803-1805
Talsvert var um það á fyrstu árum hinn-
ar svonefndu fríhöndlunar að lausakaup-
menn nýttu verslunarfrelsið og færu um
með vaming sinn á íslandi. Þeir sáu sér hag
í að hafa umboðsmenn í sveitum og skilja
eftir hjá þeim vörur til að selja smám sam-
an miili kauptíða. Þannig byijaði Bjami
Sigurðsson að versla: sem umboðsmaður í
Selvogi fyrir erlenda lausakaupmenn.
Umboðsverslun þessi var úrskurðuð ólög-
leg, en sýslumaður Ámesinga benti Bjama
á löglegt úrræði: að fá sér borgarabréf í
Vestmannaeyjum (sem voru „kaupstaður"
Suðurlands), kaupa vörar lausakaupmann-
anna og reka verslun með þær sem útibú
frá Vestmannaeyjakaupstað. Þannig varð
Bjami Sigurðsson „borgari" haustið 1789
og verslaði sem slíkur næstu tvö sumur,
jafnframt búskapnum.
Konungsverslunin lenti í mesta basli við
að selja eignir sínar á íslandi, en víðast
hvar varð niðurstaðan sú, að verslunarstjór-
ar hennar keyptu verslunarstaðina, hús og
vörabirgðir, og hófu að versla sem sjálfstæð-
ir kaupmenn, undanþegnir því ákvæði að
fastaverslanir væra á vegum kaupstaðar-
borgara. En samkeppni lausakaupmanna
rejmdist fastakaupmönnunum þungbær, og
til að þeir lentu ekki í vanskilum með kaup-
verð verslananna reyndi stjómin að bæta
hag þeirra með því að skerða rétt lausakaup-
manna og annarra keppinauta. Vegna
kvartana Eyrarbakkakaupmanns var t.d.
Bjami Sigurðsson sviptur borgarabréfí sínu
1792. Borgarar máttu héðan í frá ekki búa
uppi í sveit, og lausakaupmenn máttu ekki
heldur versla nema á löggiltum verslunar-
stöðum.
Bjarni Og HAFNARFJÖRÐUR
Hafnarfjörður átti að heyra undir kaup-
staðinn Reykjavík, en svo fór að verslunar-
stjóri Konungsverslunarinnar, Muxoll nokk-
ur, keypti eignir hennar í Firðinum árið
1790. Hann bjó við skæða samkeppni frá
lausakaupmönnum; aðgerðir stjómarinnar
gegn þeim komu of seint fyrir Muxoll, og
1793 varð hann gjaldþrota.
Núna var hins vegar ekki óálitlegt að
versla í Hafnarfirði, þegar búið var að
skerða rétt lausakaupmanna. Enda urðu
tveir kaupmenn til að taka upp merki Mux-
olls.
Annar hafði áður verslað sem lausakaup-
maður, en gerðist nú borgari í Reykjavík
og hafði útibú í Hafnarfírði, verslunina
Flensborg, kennda við heimabæ hans,
Flensborg í þýska hertogadæminu Holstein,
en það var hluti Danaveldis.
Hinn var enginn annar en Bjami bóndi
Sigurðsson úr Selvogi. Hann hafði skilið það
rétt, að því meir sem hindrað var verslun
sjálfs hans og annarra í tengslum við lausa-
kaupmenn, því vænlegra varð að reka föstu
verslanimar. Þótt þær væra nú margar á
barmi gjaldþrots, myndi hagur þeirra vænk-
ast. Þegar hann vissi af gjaldþroti Muxolls,
dreif hann sig til Kaupmannahafnar, keypti
Hafnarfjarðarverslun af sölunefnd verslun-
areignanna og fékk að auki hjá henni rekstr-
arlán. Hóf Bjami síðan verslun í Hafnar-
fírði voru 1794.
Að hausti næsta árs, eftir tveggja sumra
verslun Bjama og Flensborgar, standa 23
bændur á verslunarsvæði Hafnarfjarðar að
umkvörtun til stiftamtmanns um verslunar-
hætti. Kaupmenn ákveða upp á eindæmi
óhæfilegt verðlag, bæði á innlendri vöra og
erlendri, þeir hafí ónógar vörur og skemmd-
ar og noti svikna vog, og láti alls ekki úti
peninga, heldur knýi viðskiptavini sína til
að taka hvers kyns óþarfa upp í innlegg
sitt. Kvörtunin bergmálar klögumál „al-
mennu bænarskrárinnar“ til konungs um
annmarka á verslunarháttum og þarf ekki
að þýða að ástandið hafí verið neitt verra
í Hafnarfirði en gerðist og gekk. Bjami var
a.m.k. aldrei eini kaupmaðurinn í Firðinum,
auk þess sem nálægðin við Reykjavík leiddi
til nokkurrar samkeppni í verslun.
Bjama Sívertsen búnaðist vel sem kaup-
manni, og umsvif hans uxu undraskjótt.
Hann keypti strax flutningaskip til milli-
landasiglinga og annað stærra tveim áram
síðar, en þtjú hafskip átti hann í föram
þegar mest lét. Hann gerði út báta til físk-
veiða og kom sér fljótlega upp litlum þilskip-
um til veiða. Sum lét hann sjálfur smíða í
Hafaarfírði, og þar kom hann upp dráttar-
braut, bæði til skipasmíða og viðgerða á
seglskipum. Nokkrar jarðir eignaðist Bjami
í næsta nágrenni Hafrarfjarðar. Útibú hafði
hann frá verslun sinni inni í Reykjavík og
reisti yfír það hús við Hafaarstræti, síðar
einnig útibú í Keflavík.
Bjami samdi, þegar hann keypti Hafaar-.
fjarðarverslun, við heildsala í Kaupmanna-
höfa sem síðan var umboðsmaður hans þar.
í nafai umboðsmannsins gat Bjami sent
skip sín með saltfísk beint til Miðjarðar-
hafslanda; slík verslun var heimil dönskum
fyrirtækjum en ekki íslenskum. Annars vora
viðskipti Bjama mikið við Danmörku, og
þangað átti hann tíðar ferðir. Bjami var
fljótur að læra hvað eina sem hann tók sér
fyrir hendur. Brátt treysti hann sjálfum sér
betur en umboðsmanninum til að annast
hin margþættu viðskipti verslunar sinnar í
Danmörku. Fór hann þá að hafa þar vetur-
setu að jafaaði, en stýrði fyrirtækjum sínum
á íslandi yfír sumarið. ísland var einfaldlega
of afskekkt til að stýra þaðan umfangsmikl-
um viðskiptum. Þó flutti Bjami ekki heim-
ili sitt til Kaupmannahafaar fyrr en á efri
áram, eftir að Rannveig var fallin frá og
hann kvæntur öðra sinni danskri bamsmóð-
ur sinni. í Kaupmannahöfa andaðist Bjami
Sívertsen 1833.
pakkhúsið sem var reist um 1865 og oftast kennt við J.P.T. Bryde, hús Bjama
Bjarni Og Stríðið
Á dögum Bjarna var umbrotamikið úti í
heimi. Hann fékk borgarabréf í Vestmanna-
eyjum árið sem stjómarbyltingin mikla hófst
í Frakklandi, og árið sem hann missti það
aftur hófust þrálátar styijaldir milli Frakk-
lands og annarra Evrópuríkja. Nokkra síðar,
árið 1807, drógust Danir inn í styijöldina
sem bandamenn Napóieons Frakkakeisara,
og vora Bretar höfuðandstæðingar þeirra.
Bjami var þá á íslandi og vissi ekki ófriðar
von fyrr en hann var á leið til Danmerkur
um haustið og Englendingar hertóku skip
hans í hafi; raunar hremmdu þeir mestallan
skipaflota íslandskaupmanna.
Bjami Sívertsen var nú í farbanni í Skot-
landi, kaupskip hans tvö í hers höndum, og
horfði óvænlega, bæði um fyrirtæki hans
sjáifs og um öll viðskipti Isiendinga vio
umheiminn. En Bjami var hér en sem fyrr
fljótur að tileinka sér nýtt hlutverk. Hann
fór að bjarga sér á ensku; hann komst í
samband við áhrifamikinn íslandsvin, Jos-
eph Banks; og bráðlega var Bjami Sívertsen
orðinn óopinber samningamaður af íslands
hálfa um viðskiptamál landsins. Þótt haldi
væri fljótlega létt af hans eigin skipum,
eyddi hann vori og sumri 1808 í samninga
við yfírvöld um siglingar til íslands, en
skortur og hallæri vofði yfír ef stríðið teppti
samgöngur við landið. Veturinn eftir var
Bjami enn í Bretlandi og fylgdi því þá eftir
við yfírvöld að fá skilað til Islands peningum
Jarðabókasjóðsins, eins konar landssjóðs
íslands, sem enskur sjóvíkingur hafði rænt
þá um sumarið.
Heim komst Bjami loksins sumarið 1809
og varð þá vitni að valdatöku og stjóm-
artíma Jörundar hundadagakonungs. Lauk
því máli svo, að Englendingar bundu enda
á stjóm Jörandar, en fluttu Trampe stift-
amtmann, æðsta mann Dana á íslandi, til
Englands. Bjami Sívertsen var þá samferða
Trampe og hafði enn vetursetu í Bretlandi,
því að honum var manna best treyst til að
standa í samningum um viðskiptaþarfír
landsins. Og fjórða veturinn dvaldi hann í
Englandi svipaðra erinda 1811—12.
Bjami Sívertsen hafði óvænt fengið það
hlutverk að gerast diplómat, málsvari lands
síns í flókinni stöðu gagnvart framandi her-
veldi. Um flest var hann vanbúinn að tak-
ast slíkt á hendur, en hann lærði það af
reynslunni eins og annað og sparaði síðan
hvorki fé né fyrirhöfa til að koma að liði í
skiptunum við Breta. Fyrir það veitti kon-
ungur honum riddarakross Dannebrogsorð-
unnar, sem þá var sjaldgæft að íslendingar
bæra. Landar hans unntu honum vel sæmd-
arinnar og nefndu hann Bjarna riddara.
Höfundur er sagnfræðingur.
Bijóstmyndin í Hellisgerði
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. ÁGÚST 1988 1 1