Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 2
YFIRLITSSÝNING / / / / IVIN A VERKUM ERROS NÚTÍMALISTASAFNIÐ í Vín, Palais Liechtenstein, opnar umfangsmikla yfirlitssýningu á verkum eftir Erró 13. júní næstkomandi. Á sýningunni verða 82 verk sem spanna feril hans síðustu þrjá- tíu ár. Sýningarstjóri safnsins, Sophie Haas- er, sagði í viðtali við Morgunblaðið að sýning- in kynnti meginþætti í list Errós í nokkrum myndaröðum; „hér eru til dæmis myndaraðir um kínversku menningarbylfinguna, meist- araverk málaralistarinnar, geimferðir, vísind- in, erótík og vísindaskáldskap." í kynningu frá safninu segir að Erró leit- ist ekki við að mæta raunveruleikanum í verkum sínum heldur séu þau eins konar lýsing eða opinberun á málverkum. Myndmál neysiuþjóófélagsins „Allt frá því seint á sjötta áratugnum hef- ur Erró verið gagntekinn af hinu viðtekna myndmáli og stillir upp andstæðum mynd- klisjum af mismunandi uppruna. Myndir hans eru gerðar úr hundruðum mynda sem hann hefur safnað í gegnum árin. Hann gérir úr þeim klippimyndir og málar þær svo með olíu á striga. Erró hefur fengist við myndmál neysluþjóð- félagsins sem tröllríður fjölmiðlum heimsins. Erró hefur íjallað á gagnrýnin hátt um þetta myndmál í í hefðbundnum málverkum sínum ólíkt flestum öðrum listamönnum sem hafa gert það sama með því að beita fyrir sig meðölum fjölmiðlunarinnar sjálfrar." Sýningin stendur til 8. september næst- komandi og er opin frá þriðjudögum til sunnu- daga frá 10-18. '<■ <,* J;, ÚTSKRIFTARIMEMENDUR ásamt skólastjóra, skorarstjórum og Braga Ásgeirssyni sem lét af störfum eftir 35 ára kennsluferil, / 41 nemandi úr MHI Framúrvjka kammerbonjti/sb Phiiharmonia Quarbebb-Beriin Fífih armóníukvarbebb Berllínar íslenska Óperan, sunnudaginn 9. júní kl. 16.00 Miðaverð: 2.200 Fílharmóníukvartett Berlínar skipaður leiðandi hljóðfæraleikurum úr Fílharmóníusveit Beriínar, virtustu hljómsveit heims, leikur Haydn, Bartók og Beethoven. Kvartettinn hefur um árabil getið sér gott orð, víða um heim, fyrir framúrskarandi flutning á kammerverkum. Miðasala: Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankastræti 2, Reykjavík, sími: 552 8588 & 562 3045, http://www.saga.is/artfest Bragi Ásgeirsson hættir sem kennari FJÖRUTÍU og einn nemandi útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands að þessu sinni. Frá myndlistardeild 26 og skiptust þannig milli greina: Úr málun 10, skúlptúr 6, grafík 5, fjöltækni 5. Frá listiðnadeild 15, þar af úr grafískri hönnun 5, leirlist 5 og textíl 5. Eftirtaldir nem- endur hlutu viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur: Gunnhildur Kr. Björnsdóttir málun, Lilja Sigrún Jóns- dóttir skúlptúr, Eyrún Sig- urðardóttir grafík, Þórodd- ur Bjarnason fjöltækni, Leó Þór Lúðvíksson grafískri hönnun, Erna Jónsdóttir leirlist og Erna Steina Guð- mundsdóttir textíl. Loka- verkefni útskriftarnema voru sýnd á vorsýningu skól- ans í Listaháskólahúsinu í Laugarnesi 11.-19. maí. íslenskir Ijós- myndarar í Lillehammer „OPNUÐ hefur verið Norræn ljósmyndásýning í menningar- miðstöðinni „Banken" í Lille- hammer í Noregi þar sem fjór- ir íslenskir ljósmyndarar taka þátt. Sérstök dómnefnd sá um að velja myndir eftir ljósmyndara sem vinna að eigin listsköpun - og tjá sig sjálfstætt með ljós- myndavélinni. Ljósmyndararnir sem taka þátt frá íslandi eru Ragnar Axelsson, Páll Stefánsson, Bjöm Rúriksson og Mats Wibe Lund. Alls eru Ijósmyndararnir 21 frá öllum Norðurlöndunum. Þorlókstíðir hljóðritaðar KANÚKAKVINTETTINN Voces Thules hefur nýlokið tónleikaferð til Englands þar sem hann hélt þrenna tónleika. Stærsta vekefni sem Voces Thules hefur ráðist í stendur nú yfir, og felst í því að hljóð- rita Þorlákstíðir í heild sinni og er stefnt að útgáfu á því árið 1998, þegar 800 ár eru liðin frá því að Þorlákur Þór- hallsson var tekinn í dýrlinga- tölu. Gefur handrit Egils DANSKI myndhöggvarinn John Rud hefur fært Stofnun Árna Magnússonar að gjöf granít höggmynd í bókar- formi, „Handrit Egils Skalla- grímssonar" sem heitir „Opn- aðu fyrir mér aftur“. í dag mun Stefán Karlsson forstöðumaður stofnunarinnar veita verkinu móttöku í List- húsi Ófeigs en þar stendur nú yfir sýning á verkum lista- mannsins. Klaus Otto Kappel sendiherra Dana mun afhenda verkið fyrir hönd listamanns- ins. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í fsl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn íslands Veggmyndir Kjarvals í Landsbankanum til 30. júní. Sýn. á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer til 14. júlí. Ásmundarsalur Svavar Guðnason sýnir til 23. júní. Gallerí Borg Jón Axel Björnsson sýnir til 23. júní. Gallerí Sævars Karls Húbert Nói sýnir til 27. júní. Gallerí Laugavegur 20b Guðrún Einarsdóttir sýnir til 15. júní. Gallerí Stöðlakot Benedikt Gunnarsson sýnir til 17. júní. Gallerí Úmbra Robert Shay sýnir til 26. júní. Gallerí Greip Sýning á snögum til 23. júní. íslensk gráfík Rachel Whiteread sýnir til 23. júní. N'orræna húsið Pia Rakel Sverrisdóttir Sýnir í anddyri og kaffistofu. Karl Kvaran í sýningarsölum til 30 júní. -I>jóðmii\]‘asafnið ----------— • Sýning á silfri til sept.loka. Mokka og Sjónarhóll Andres Serrano: Sýn. „Eitt sinn skal hver deyja“ til 30. júní. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýn. á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Galicrí Listakot Sigurborg Stefánsdóttir sýnir til 16. júní. Ingólfsstræti 8 Ragna Róbertsdóttir sýnir tii 30. júní. Ófeigur listmunahús John Rud sýnir til 9. júní. Listhús 39 Sigríður Júlía Bjarnadóttir sýnir til 10. júní. Gallerí Fold Jóhannes Jóhannesson sýnir til 9. júní. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á verkum Barböru Árnason til 9. júnf. Nýiistasafnið Sýn. Fjörvit til 16. júní. Gallerí Gangur Koeheisen 0g Hullmann til 29. júní. Kirkjuhvoll - Akranesi Pijónalist eftir Solvi Stornæss til 9. júní. Listasafnið á Akureyri Karola Schlegelmilch sýnir. Laugardagur 8. júní Sameiginlegir tónleikar Kirkjukórs Árbæ- jarkirkju og Kórs Dalvíkurkirkju verða haldnir í Dalvíkurkirkju kl. 16. Lúðrasveit- in Svanur i Fella- og Hólakirkju kl. 14. Mánudagur 10. júní Karlakórinn Heimir í Langholtskirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 8. júní, lau. Kardemommub. lau. 8. júnf, sun. Sem yður þóknast fös. 14. júni. Hamingjuránið lau. 8. júní, sun., fös. Borgarleikhúsið Óskin lau. 8. júní. Féhirsla vors herra - ísl. dansfl. sun. 9. júní. Kaffileikhúsið Grísk kvöld sun. 9. júní, fös. „Eða þannig" lau. 8. júní, lau. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK 1996 Laugardagur 8. júní World Festival Choir, einsöngvarar og Sinfóníuhljómsveit Islands. Stjórn- andi: Klauspeter Seibel. Laugardalshöllin: Tónleikar kl. 16. Sundhöllin syngur, Voces Thules Sundhöll Reykjavikur: Tónleikar kl. 23. „Galdra-Loftur" íslenska óperan: 4. sýning kl. 20. Jötuninn cftir Evripídes Hvunndagsle- ikhúsið sýnir. Loftkastalinn: Frumsýning kl. 20.30. Wiiiiam Morris og verk hans Þjóðar- bókhlaðan: Málþing og opnun. Sýnignar kt. 10. Osvaldo Romber perlan: Opnun kl. 14. „Eftirsóttir einfarar" Gallerí Homið: Opnun kl.15. Jón Axel Björnsson Galleri Borg: Opn- un kl. 16. Klúbbur Listahátíðar. Loftkastalinn: Opið frá kl. 17. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.