Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 7
Klauspeter Seibel er stjórnandi tónleika Heimskórs- ins. Hann hefur óður stjórnað Sinfóníuhljómsveit -7-------------------------------------7---------- Islands, síðast kom hann fyrir 9 órum. ÞORODDUR BJARNASON hitti Seibel og tvo einsöngvarana, Olgu Romanko og Dmitri Hvorostovsky að móli. VONINERAÐ FÁ GÓÐAN SAL Hlýir áhorfendur ISLENSKA Sinfóníuhljómsveitin hefur tekið framförum að mati Seibel síðan hann var hér síðast og honum fínnst tónlistarfólkið vel með á nótunum í þeim lögum sem leikin verða í dag. „Tónlistarfólkið þekkir tónlistina vel og það gerir okkur auðveldara fyrir. Efnisskráin er löng og flókin á köfl- um.“ Hann á von á góðum tónleikum bæði af kórsins og hljómsveitarinnar hálfu og einnig einsöngvaranna sem hann segir að séu atvinnu- menn [ háum gæðaflokki. „Það er engu að kvíða. Ég hef ekki unnið með einsöngvurunum áður en Hvorostovsky, til dæmis, er í fremstu röð baritonsöngvara í heiminum í dag og Rann- veig Fríða er framúrskarandi. Ég er yfir mig hrifinn af söng hennar.“ og ítalskan ljóðasöng m.a. Efnisskráin mín er töluvert stór.“ Hvenær nær söngvari eins og þú hátindinum raddlega séð? „Hvernig er hægt að vita slíkt. Kannski er hápunktur ferils míns núna en mér íinnst ég vera rétt að byrja. Maður þarf að vera eldri og þroskaðari fyrir erfiðu dramatísku óperu- hlutverkin og því verður maður að vera þolin- móður og bíða þar til röddin er tilbúin, annars er hægt að eyðileggja hana. Ég byijaði að syngja í óperuhúsum fyrir 11 árum, 22 ára gamall. Nú er ég 33 ára og hef beðið í öll þessi ár eftir hlutverkum eins og Don Carlos og Rigoletto til dæmis. Olga Romanko sópransöngkona kom hingað frá Barcelona á Spáni þar sem hún söng í „Á valdi örlaganna“ og sagði í samtali við Morgun- blaðið að tónleikarnir í dag legðust. vel í sig. „Ég vonast eftir góðum „sal“. Ég hef þá reynslu að áheyrendur í köldum löndum eru hlýrri en áheyrendur í heitum suðlægum lönd- um. Mér finnst þessir tónleikar mjög áhuga- verðir og spennandi, bæði fyrir okkur söngvar- ana og einnig fyrir áhorfendur.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram með Heim- skórnum. Olga er búsett í Sviss en vinnur mest í Þýska- landi, Ítalíu, Spáni og Sviss og í Suður-Amer- íku. Hún hefur sungið með mörgum stórsöngv- urum og söng hlutverk Desdemónu í óperunni „Ótelló" eftir Verdi í Veróna ásamt Placido Domingu. „Domingo er besti Ótelló í dag,“ sagði Olga. Hún hefur þekkt Kristján Jóhannsson i sex ár og þau eru góðir vinir. Þau hafa oft sungið saman og þar á meðal í Grímudansleiknum eftir Verdi í Covent Garden. „Hann er góð manneskja með góðan húmor og er mjög lífs- glaður. Hann er mjög góður tenór og hefur kraftmikla, dramatíska rödd,“ sagði Olga Ro- manko. Syngur bacdi cinsöng og i óperum BaritonsöngvarinnDmitri Hvorostovsky segir feril sinn merkilegan fyrir það að hann syngur bæði einsöngstónleika og í óperum og segist vera sá eini af sinni kynslóð sem gerir hvoru- tveggja. „50% af því sem ég geri eru einsöngs- tónleikar og þar syng ég mikið af rússneskri tónlist. Núna undanfarið hefur jafnvægið farið úr og ég syng um 80 - 90 % óperuhlutverk sem er ekki nógu gott. Ég kann vel við einsöngsform- ið því það er meira skapandi." Hann sagði að nýlega hefði hann til dæmis frumflutt verk eft- ir rússneska tónskáldið Georgí Svírídov og hljóð- ritað disk með öðru efni eftir sama tónskáld sem hann ætlar að flytja á tónleikum um allan heim á næstu árum. „Ég hef mikla reynslu í að syngja verk Svírídovs og hef gert það nú í um tvö og hálft ár og aðeins jafnbijálaður maður og ég get ráðið við þessa tónlist, enda er hún mjög erfið,“ sagði Hvorostovsky og bros- ir. „Ásamt þessu syng ég Mahler og franskan Morgunblaðið/Kristinn OLGA Romanko segist hafa þá reynslu að áheyrendur f köldum löndum séu hlýrri en áheyrendur í heitum suðlægum löndum. Morgunblaðið/Ásdís „GÍFURLEG fullnægja að standa á sviði eftir vel heppnaða tónleika,“ segir baritónsöngv- arinn Dmitri Hvorostovsky. Á tónleikunum í dag syngur hann aðeins með undirleik Sinf- óníuhljómsveitarinnar. „Eg mun horfa á kórinn syngja fyrst ég syng ekki með honum.“ Morgunblaðið/Sverrir STJÓRNANDINN Klauspeter Seibel segir engu að kvíða. Þetta verði góðir tónleikar, hjá kór og hljómsveit og einnig einsöngvurum sem eru í háum gæðaflokki. Þarf aó fórna ellu fyrir sönginn Hvorostovsky segist hafa verið þjálfaður af kennara sínum Katharina Yoffel að æfa upp á eigin spýtur. „Ég geri það enn og ég er líka það heppinn að vera með gott tóneyra. Ef ég vil vinna með raddþjálfurum þá þekki ég fólk um allan heim sem ég get leitað til. Það er líka gott að þekkja fólk víða því þótt ég seg- ist eiga heima í London er ég sjaldan þar.“ Hann er fjölskyldumaður og segir að einstöku sinnum komi fjölskyldan með á ferðalög. „Ég hef ekki unnið með meðsöngvurum mínum í dag áður og veit lítið um Heimskór- inn. Ég er hingað kominn til að syngja nokkur lög og meira veit ég ekki. Ég býst við að verða einhvers fróðari eftir tónleikana." Rödd söngvara er viðkvæm og margar fórn- ir þarf að færa. „Ég þarf að fórna öllu fyrir sönginn. Ég hætti að reykja og drekka en þegar ég var ungur gat ég iðulega farið út að skemmta mér fram eftir morgni en það get ég ekki núna. Verkefnin eru það kröfuhörð og mörg. Ertu sáttur við lífið þrátt fyrir fómir á ýmsum sviðum? „Ég er ekki masókisti og stundum skvetti ég úr klaufunum, en hvað sem þú leggur í sölurnar fyrir sönginn þá færðu það .“ GUNNAR Kjöll frá Noregi, Peter Mayer frá Þýskalandi, Inger Marie Klovholt frá Danmörku, Göran M.J. Krose frá Svíþjóð og íslendingarnir María Guðnadóttir og Ragnheiður Anna Georgs- dóttir eru félagar í Heimskórnum. Þau hafa starfað mislengi í kórnum, Islending- arnir styst en Gunnar Kjöll lengst eða í níu ár. „Ég bý í sama bæ og stofnandinn og er félagi númer 90,“ sagði hann. Erlendu fjórmenningarnir hafa allir farið víða með kórnum og segjast hafa komið til íslands nú vegna áhuga á að kynnast landinu. Þau starfa öll í öðrum kórum í sínu heimalandi en segja starfið í Heimskórnum sérstakt því þar gefst áhugasöngfólki tækifæri á að vinna með atvinnumönnum og oft stór- söngvurum og frægum hljómsveitarstjór- Þetta er ofsalega gaman Peter María Inger um. „Ég hef verið í kórnum í fjögur ár og hef þegar unnið með Placido Domingo í Osló,“ sagði Inger Marie. „Ég söng mikið á yngri árum en hætti svo í 40 ár. Þá kynntist ég þessum kór og ég ákvað að byija aftur að syngja," sagði Gör- Göran Gunnar Ragnheiður an. „Þetta eru bestu samkomur sem hægt er að hugsa sér, að koma saman og syngja,“ bætir Peter við. Þau voru sammála um að stjórnandinn Klauspeter Seigel væri í háum gæðaflokki en þau væru mörgu vön í þeim efnum. Aðspurð sögðu þau að þótt þau hefðu oft sungið efnisskrána væri það aldrei eins í tvö skipti því kórinn breytist og sljórnand- inn og einsöngvarar eru sjaldan þeir sömu. Þau sögðu að mikið væri um að hjón væru saman í kórnum og nú væru jafnvel börn sumra farin að slást í hópinn. „Við byrjuðum báðar í kórnum síðastliðið haust,“ sögðu þær María og Ragnheiður. Þær segjast ætla að halda áfram eftir þessa tónleika þó dýrt sé að fara oft út. María hefur starfað í kór í 16 ár og Ragnheiður hefur tónlistarnám að baki sem gefur þeim góðan bakgrunn. Þær sögðu að vel væri fylgst með kórfélögum og ekki þýddi að mæta illa á æfingar og ætla svo að syngja með á tónleikum. „Þetta er ofsalega gam- an,“ sögðu þær María og Ragnheiður að lokum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.