Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 17
TANGÓSVEIT Oliviers Manoury lék á íslandi í árslok 1992 og hittist nú aftur á Listahátfð 12. júní. ENGINN hlær í tangó, tónlistin er mjög alvarleg, sprottin af söknuði og sterkum tilfínning- um tengdum honum. Mín kisa dansar ekki lengur tangó, hún veit of lítið um sorg og tregá til þess. Olivier Manoury dansar ekki heldur, en þekkir náið þessa þokkafullu tónlist og heimsækir ísland einmitt núna til að spila hana á Listahátíð. Hann leiðir hljómsveit sjö klassískra hljóð- færaleikara í Loftkastalanum miðvikudaginn 12. júní. Leiknar verða útsetningar Oliviers, gamaldags tangólög mótuð að nýjum tíma, kammerverk eftir Piazzola og Stravinsky að ógleymdri tangótónsmíð Oliviers. Hann ætlar líka að hvíla hljómsveitina á einum stað í efnisskránni og leika einsamall á dragspil. Tónleikarnir verða endurteknir á ísafirði 15. júní. Eiginkona Oliviers, Edda Erlendsdóttir, sem leikur að vanda á píanóið, segir tangóinn í raun hárómantíska tónlist. Vinir hennar, hljóðfæraleikarar sem annars fást við sígilda tónlist, hafa fengið Olivier til að útsetja fyr- ir sig tangólög. Upp úr því hafi samstarf þeirra hjóna að tónlistinni hafist í annað sinn. Spilaó meó rottu og trúói Olivier hefur haft tónlistina að atvinnu í 17 ár, leik á bandoneon eða dragspil með söngvurum, dönsurum og hljómsveitum sem í seinni tíð eru oftar en ekki hans eigin. Hann semur líka tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og segir þegar þumal- skrúfa er hert að svo hafi hann spilað með rottu og trúði. Nikulás heitir trúðurinn, mér láðist að spyija um nafn rottunnar, og kvöld- skemmtanir þeirra eru eitt af fjölmörgum og ólíkum verkefnum Oliviers. „Maður spilar á hér og þar, á báðar hendur og af fingrum fram,“ segir hann, „það gengur ekki illa. Oft koma störf af tilviljun, maður hittir ein- hvern á götu eða á foreldrafundi éða alnet- inu. Stundum fer ég til Ítalíu að „improvísera" djass og stundum er ég hérna heima að tala í símann en almennt er mikið um ferðalög í spileríinu. „Þótt ég hefði háf væri ekki mjög auðvelt að ná Olivier og öruggt að hann myndi ekki tolla á einum pijóni að svo búnu. Hann hefur fengist við sitthvað og segir Eddu stundum spytja hvort hann verði slöngutemjari næst. „En núna hef ég ekki söfnuðu peningum fyrir fjölskyldur sínar heima með tangótónlist." Þeir höfðu heimþrá, voru sárir og söknuðu kærustu eða vina, tangóinn tónlist heima- landsins, leikin til að gráta ekki. Alveg eins og í upphafi, í Argentínu í byijun aldarinn- ar. Evrópskir innflytjendur hittust í búllum í Buenos Aires og léku og sungu til mærðar «<r ættjörðinni og eiginkonum heima. Þjóðverjar komu með dragspil, þá næstum nýtt hljóð- færi. Italir méð söngva og Gyðingar með fiðl- ur. Spánveijar mættu stundum með gítara og tangósagan varð til líkt og djass norðar í álfunni. Rappaó í úthverf um „Þetta var fátækt fólk,“ segir Olivier, „og því hefur alltaf fylgt tónlist. Nú er rappað í úthverfum.“ Hann talar um hvernig tangóinn hefur verið niðursoðinn, lagaður að þörfum fjöldans fyrir ástríðu til dæmis og leyndar- dóma. „Músíkin er sett í leikhús, það er bú- inn til úr henni farsi sem trekkir. Hún glatar sálinni og sjálfri sér og þannig var um tangó nokkurn tíma. Á sjöunda áratugnum náði tónlist heimsmælikvarða með dægurlögum sem alls staðar heyrðust úr útvarpinu. Félag- ar mínir í París hlustuðu á útvarp eins og aðrir en aðstæður þeirra vöktu þessa þrá. Þessa löngun til að minnast uppruna og ást- vina í tónlist sem tilheyrði báðum.“ Þetta verður aldrei eins og áður, segir Olivier, en síðustu ár hefur tangóinn samt klifrað aftur upp að hjörtum fólks og höfð- um. Vesturfaramir mótuðu hefðina í höfuð- borg Argentínu og Evrópa var þakklát fyrir tangóinn þegar tónlistarmenn sem sneru aft- ur kynntu hann þar á þriðja og fjórða árá- tugnum. Síðan varð til sérstök tangóhefð í ýmsum löndum álfunnar, ólík vitaskuld í Frakklandi og Finnlandi. Þeir sem á annað borð spiluðu tangó uppúr 1960 Iögðu áherslu á eyra frekar en líkama, hlustun frekar en dans, og tónlistin varð óháðari stöðugu hljóm- falli, harmonía og form varð fijálsara. „Við viljum hvort tveggja," segir Olivier, „tangó til að hlusta á og til að dansa við, eins og gert verður í nokkrum löndum. Það er okkar metnaður. Að leiða saman gamla tímann og nútímann í tónlist sem er sönn og laus við prjál.“ Þótt hljóðfæraleikararnir sjáist ekki brosa má bóka að fiskur býr und- ir steini, tár í hjartanu og tilfinning í hljómn- um. UTLAGATONLIST FYRIR EYRU OGLÍKAMA Þau höfóu nýlokió æfingu, Edda Erlendsdóttir píanóleikari og Olivier Manoury drggspilsleikari og tangótónskóld. I tilefni af tónleikum ó Listahótíð heimsótti ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR þau í París. DANSARARNIR Bryndís Halldórs- dóttir og Hany Hadaydansa tangó. tíma fyrir neitt nema tón- listina,“ segir hann, „sunnudagsmálari og læt það duga. Maður gerir ekki allt í einu.“ Meira goman en gagn Skúlptúr var aðalfag Oliviers í listaháskólanum í París og bók- menntir viðfangsefnið í Sorbonne. Tónlistin hafði þá barnsaldri ver- ið meira gaman en gagn og Olivier, sem lærði að leika á hljóðfæri hjá sjálfum sér, sam- einaði hana myndlistinni með hljóðfærasmíði að námi ioknu. í áratug vann hann fyrir sér með fiðlusmíði og gerð ýmissa gamalla hljóðfæra. „Svo þegar ég sá að ég gat lifað af tónlist- inni kom það af sjálfu sér. Ég hafði áður leikið á sekkjapípur í grennd við Bastilluna, sem er hverfi þess hljóðfæris, og fengið mér gam- alt bandoneon til að prófa. Síðan varð mér til happs að hitta Argentínu- menn, pólitíska flóttamenn, sem Den Danske Trio í Norræna húsinu DEN Danske Trio heldur tónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júní kl.20.30. Tónleikarnir eru framlag Nor- ræna hússins til Listahátíðar í Reykja- vík. Den Danske Trio var stofnað árið 1993. Tríóið skipa Rosalind Bevan píanó, Bjarne Hansen fiðla og Svend Winslov selló. Þau hafa unnið mikið að tónlistarmálum á Fjóni, þar sem þau búa og starfa. Á tónleikunum í Norræna húsinu verð- ur frumflutt verk eftir danska tónskáld- ið Hans-Henrik Nordstrom, sem ber heit- ið Andalusiske efterklange. Það er samið undir hughrifum frá ljóðum Federico Garcia Lorca. Den Danske Trio pantaði þessa tónsmíð þjá tónskáldinu. Önnur verk á efnisskránni eru; Tríó nr. 1 eftir Atla Heimi Sveinsson og er verkið tileinkað Thor Vilhjálmssyni, Tríó í F-dúr eftir N.W. Gade og tríó nr. 2 í e-moll eftir Dimitri Shostakovitch. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.