Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Side 13
KARL Kvaran, 1980.
ENDASPRETTUR
KARLS KVARANS
EFTIR GÍSLA SIGURÐSSQN
Félag íslenskrg myndlistarmanna
og Norræna Húsið standa aö
sýningu ó úrvali verka Karls
Kvaran frá árunum 1985-1989,
sem jafnframt er síðasta tímabilið
í lífi og á listferli málarans. Karl
Kvaran var einn af formbyltingar-
mönnunum um miðja öldina og
hann hvarf aldrei frá sinni óhlut-
bundnu túlkun í myndum sem í
tærleika sínum minna oft á
klassíska tónlist.
FLESTIR málarar eiga sín tíma-
bil, sem stundum eru auðkennd
eftir lit' eða myndefni. Þeim er
það líka sameiginlegt, einkum
ef þeir ná háum aldri, að tímabil-
ið eftir sextugt verði talið það
bezta. Það sýnir betur en margt
annað hvað þroskaleiðin í mynd-
list er löng. Þar er ekkert til sem heitir að
vera settur út af sakramentinu eftir fimm-
tugt eða sjötugt eins og á vinnumarkaðnum,
svo framarlega sem heilsan og vinnuþrek
séu í lagi. Af þeirri ástæðu getur verið til-
hlökkunarefni fyrir málara að eldast, vitandi
það að eiga beztu árin eftir.
Karl Kvaran var að vísu ekki einn þeirra
sem forsjónin leyfir að ná háum aldri í fullu
"fjöri eins og Titian sem dó 99 ára og Cha-
gall sem dó 96 ára; báðir starfandi til hinsta
dags. En starfsdagur Karls var þó orðinn
nokkuð langur; hann fæddist 1924 og var
því 65 ára þegar hann féll frá 1989.
Það er vel við hæfi að Félag íslenzkra
myndlistarmanna heiðrar nú listamanninn á
Listahátíðinni sem yfir stendur og það er
gert í góðri samvinnu við Norræna Húsið
og sýningin stendur þar. Þetta er yfirlitssýn-
ing, en ekki yfir allan feril Karls, heldur síð-
asta tímabilið; árin 1985-1989. Síðasta árið
getur þó naumast talizt með, sagði Guðrún *
Kristjánsdóttir listmálari og formaður FÍM;
frekar er hægt að tala um árin frá 1985-88..
Eins og áður er sagt og á sér margar hlið-
stæður, var þetta eitt sterkasta tímabilið í
list Karls Kvaran.
Enda þótt árin sjö sem liðin eru frá láti
Karls Kvaran séu ekki langur tími, er óhætt
að gera því skóna að eitthvað sé strax farið
að fenna í spor hans. Hvað veit yngsta kyn-
slóðin í myndlist til dæmis um feril hans?
Það er heldur ekki hægt að segja að Karl
hafi verið einn þeirra málara sem naut al-
mennra vinsælda. Hann varð þátttakandi í
formbyltingu þar sem ströng hugmynda-
fræði réði ferðinni og sú bylting fór afar illa
fyrir bijóstið á þeim sem alizt höfðu upp við
landslagsmálverk frumherjanna. En bæði
Karl og flestir þeirra sem tóku þátt í þeirri
byltingu, þoldu engar málamiðlanir lengi
vel. Sumir þeirra kúventu að vísu og fóru
að mála hlutveruleikann, jafnvel í raunsæis-
útfærslu, en Karl hélt ótrauður sínu striki.
Hann var einn harðasti talsmaður strang-
flatastflsins, afar áhrifamikill rökhyggju-
maður með alla sína hugmyndafræði á hreinu
og góða skynsemi til þess að tala fyrir kenn-
ingunni. Alla tíð hélt hann tryggð við hreina
liti og skýrt afmörkuð form; myndir hans
tærar og virtust stundum vera skyldar tón-
list, enda var Karl afar tónvís og mikill unn-
andi klassískrar tónlistar. Það var unun hans
að koma sér upp beztu hljómflutningstækjum
sem völ var á og hlusta síðan á eftirlætis
verk sín.
Margir sem aðhylltust strangflatastefn-
una sneru sér síðar að ljóðrænni útfærslu,
svonefndum abstrakt expressjónisma. Þá er
VlTT sé ég land og fagurt. Olíumálverk.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ1996 13