Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 20
ÞEGAR hinir rómuðu rithöfundar Miguel de Cervantes og Hans Christian Andersen skrifuðu sögur sínar Don Kíkóta og Næturgalann hafa þeir án efa ekki gert sér í hugarlund að þær ættu í sameiningu eftir að leggja grunninn að ævin- itýrakvöldi á Listahátíð í Reykjavík 1996. Sú hefur þó orðið raunin. Og það sem meira er, bókmenntimar eru alls ekki í brennidepli, held- ur tónlist, listdans og brúðuleikur. Þannig er mál með vexti að fyrrnefndar sögur hafa veitt tónskáldunum Manuel de Falla og. John Speight innblástur til að skrifa tónverk, Brúðuspil meistara Péturs og Nætur- galann, sem verða nú frumflutt á Isiandi — verk þess síðamefnda hefur reyndar ekki ver- ið flutt í annan tíma. Hljóðfæraleikur verður í höndum Kammersveitar Reykjavíkur, sem jafnframt ber hitann og þunganrr af dag- skránni, Katrín Þorvaldsdóttir ber ábyrgð á brúðuleik og Lára Stefánsdóttir hefur samið i dans. Vettvangurinn er Stóra svið Þjóðleik- hússíns miðvikudagskvöldið 12. júní kl. 20. Ópera Andalúsíumatinsins Manuels de Falla, Brúðuspil meistara Péturs, vár samin að tilhlut- an furstafrúrinnar Edmond de Polighac í PáríS, sem köllúð kéfúf Vétið lilHkásti VéiiihháH hú- tímatónlistar á fyrri hluta þessarar áídah Váf Húh baiidaHsk að úþþfúhd - fífedtí Wihhdffettd Singer — en faðir hennar er Behiiilega ktifthaát- ur fyrir að hafa fundið upp saumavélina. Frumflutt hjó frúnni Furstafrúin greiddi götu fjölmargra tón- skálda, svo sem Stravinskys, með því að panta Morgunblaöið/Ásdis LÁRA Stefánsdóttir samdi dans við Næturgalann og mun hún dansa ásamt Jóhanni Frey Björgvinssyni og Sigrúnu Guðmundsdóttur. í ÆVINTÝRAHEIMI hjá þeim tónverk. Voru verkin einatt frumflutt í salarkynnum frúarinnar og var Brúðuspil meistara Péturs sett þar á svið í fyrsta sinn 25. júní 1923 í einkabrúðuleikhúsi hennar. Efni óperunnar er sótt í kafla úr sögunni um f Don Kíkóta eftir Cervantes. Segir þar hvemig riddarinn sjónumhryggi fylgist með brúðuleik- húsi Péturs þessa og lifir sig svo inn 5 atburða- rásina að hann ræðst til atlögu og stráfellir brúðumar. Óperan er fremur smá í sniðum, eins og hæfir brúðuleikhúsi. Sönghlutverkin eru ein- ungis þijú: Don Kíkóti sem Bergþór Pálsson ljær rödd sína að þessu sinni, meistari Pétur sem sunginn er af Jóni Þorsteinssyni og piltur- inn sem lýsir framvindu mála í brúðuleikhús- inu. Er hlutverk hans í höndum Þóru Éinars- dóttur. Þess má geta að Þorsteinn Gylfason hefur þýtt textann sem verður fyrir vikið sung- inn á íslensku. Tónlistin er að nokkm leyti samin í anda spænskrar hirðtónlistar frá sautjándu öld og hafa persónurnar þijár sinn söngstílinn hver. Meistari Pétur er alþýðlegur í viðmóti, Don -> Kíkóti er hátíðlegur og ljóðrænn en pilturinn, sem hefur lengsta hlutverkið á að syngja með rödd sem er hijúf áheyrnar. Brúðuleiksýningin sem veldur hugsjóna- manninum horaða slíku hugarangri fjallar um Melisendru, dóttur Karlamagnúsar keisara, sem numin hefur verið brott af Márum og frels- un hennar. Hefur Katrín Þorvaldsdóttir veg og vanda af þeim þætti. Kveðst hún reyna eftir megni að vera de Falla trú en vegna stærð- ar sviðsins notar hún strengjabrúður en ekki handbrúður, eins og gert var í salarkynnum furstafrúarinnar. Þá taka söngvaramir virkan þátt í sýningunni. Katrínu til aðstoðar er Hulda Hlín Magnúsdóttir. Ósvikinn næturgali Rauði þráðurinn í ævintýrum H.C. Ander- sens er það hvemig hið upprunalega og ósvikna ber af því sem er falskt og tilbúið. Og Nætur- galinn er í mestum metum hjá mörgum, eink- um listamönnum, þar sem ævintýrið gefur okkur fyrirheit um að sönn list geti með ein- hveijum hætti bjargað lífi okkar. Segir það frá næturgala keisarans í Kína en söngur hans var svo unaðslega fagur að fiskimennirnir létu staðar numið til að hlusta. Enginn við keisara- hirðina hafði á hinn bóginn heyrt hans getið fyrr en frægð hans barst með bókum frá út- löndum. Næturgalinn hefur jafnframt verið tónskáld- um hugleikinn í gegnum tíðina. Söngur hans er flókinn og því er ekki hlaupið að því að líkja eftir honum með venjulegum hljóðfæmm. Margir hafa þó reynt, til dæmis fær næturgal- inn að syngja ásamt gauki og komhænu í Sveitahljómkviðu Beethovens og í Fumm Rómaborgar eftir Respighi er notuð upptaka af raunverulegum næturgalasöng. Olivier Kammersveit Reykjavíkur efnir til ævintýrakvölds í Þjóðleikhúsinu miövikudaginn 12. júní næst- komandi. Er dagskróin lióur í Listahátíó. Flutt veróa tónverk eftir Manuel de Falla og John Speight en auk kammersveitarinnar koma viö sögu einsöngvarar, listdansarar og brúóuleikhús. ORRI PALL ORMARSSON aflaói sér frekari upplýs- inga hjá aóstandendum sýningarinnar. Þrjú verk frumflutt JOHN Speight tónskáld hefur í mörg horn að líta á Listahátíð í Reykjavík 1996 en þijú verk úr smiðju hans eru frumflutt á hátíðinni. Mun það vera afar sjaldgæft ef ekki eins- dæmi. „Þetta er vissulega mjög ánægjulegt og mér er mikill heiður sýndur,“ segir John. „Reyndar leit út fyrir það á tímabili að ég myndi ekki eiga eitt einasta verk á hátíðinni, þar sem bæði verkin sem voru upphaflega á dag- skrá voru komin út í kuld- ann. Þau komu þó bæði inn aftur og það sem meira var, hið þriðja bættist í hópinn." Camerarctica hefur þegar flutt Proud Music of the Storm, fyrir flautu, klarinett og strengi, sem John samdi sérstaklega fyrir hópinn nýverið með flutning á Lista- hátíð í huga. Næturgalinn verður frumflutt- ur á miðvikudag og í kvöld frumflytur Kanúkakvintettinn Voces Thules verk eftir tónskáldið á nýstárlegum tónleikum í Sundhöll Reykjavíkur. Síðastnefnda verkið var samið árið 1993 ogtileink- að Voces Thules en Speight segir að ákjósan- legt tækifæri til frumflutn- ings hafi ekki gefist fyrr en nú. Höfundurinn verður reyndar fjarri góðu gamni í kvöld þar sem hann er á tónleikaferðalagi með Álftaneskórnum i Skot- landi þessa dagana. Þykir honum það miður, þar sem tónleikastaðurinn sé fram- andi og forvitnilegur. John verður hins vegar klár í slaginn þegar Ævintýrakvöldið brestur á. % Proud Music of the Storm er fyrsta tón- verkið sem John semur eftir að hann hlaut nýverið starfslaun listamanna til þriggja ára. Kveðst hann hafa mörg járn í eldinum. „Það er eins og opnast hafi fyrir allar flóð- gáttir þegar ég fékk þessi starfsmannalaun — ég hef varla numið staðar síðan.“ John Speight Messiaen hefur þó gengið lengst allra tón- skálda í að byggja verk sín á fuglasöng með margvíslegum hætti. Hefur John Speight að mörgu leyti tileinkað sér kenningar hans. Verk hans, Næturgalinn, var skrifað á tíu mánuðum, frá ágúst 1987 til apríl 1988 og var í upphafi hugsað sem ballett en tónskáldið bætir við að jafnframt megi líta á það sem konsertverk fyrir óbó, selló og kammerhljóm- sveit. „Á þessu tímabili var ég mjög upptekinn af rannsóknum Messiaens á fuglasöng og fannst sagan um Næturgalann gefa mér tæki- færi til að koma þessum hugrenningum á fram- færi. Ég ímyndaði mér fjöldann allan af fuglum þegar ég var að semja verkið og í flóknum tónvefum þess má heyra fuglasöngslaglínur vefjast saman.“ Frá því John lauk við verkið hefur hann ítrekað reynt að fá það flutt en án árangurs — þar til nú. Kann hann Kammersveit Reykja- vikur og þá sérstaklega Rut Ingólfsdóttur bestu þakkir fyrir þrautseigju í þeim efnum. Þrir dansarar Lára Stefánsdóttir dansari og danshöfundur hefur samið dans við Næturgalann og munu félagar hennar í íslenska dansflokknum, Sig- rún Guðmundsdóttir og Jóhann Freyr Björg- vinsson, dansa með henni. Sigrún mun dansa næturgalann, Jóhann keisarann og Lára sjálf gervifuglinn og fátæku stúlkuna. „Mér fannst tilvalið að hafa einungis þijá dansara og koma sögunni þannig á mjög ein- faldan hátt til skila. Áhersla er lögð á tengsl næturgalans og keisarans en hirðin kemur ekki við sögu,“ segir Lára. Sem kunnugt er standa nú yfir sýningar Íslenska dansflokksins á Féhirslu vors herra. Standa þremenningarnir þar í eldlínunni. „Það hefur verið nóg að gera hjá okkur,“ segir Lára, „en maður finnur sér alltaf tíma þegar maður fær áhugaverð verkefni upp í hendum- ar. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og ég gæti alveg hugsað mér að vinna meira út frá ævintýrum sem þessu í framtíðinni." Um 35 hljóðfæraleikarar koma fram á mið- vikudagskvöldið en Rut Ingólfsdóttir fiðluleik- ari segir að Kammersveit Reykjavíkur hafí nokkrum sinnum haft fleira fólki á að skipa. Til að mynda hafi um 60 hljóðfæraleikarar tekið þátt í flutningi á Tímanum og vatninu eftir Atla Heimi Sveinsson á síðustu Listahá- tíð. Ævintýrakvöldið sé þó tvímælalaust með stærri verkefnum sveitarinnar í gegnum tíð- ina, einkum fyrir þær sakir að fleiri listform fléttist inn í dagskrána. Fyrir alla f (ölskylduna „Kammersveitin hefur alltaf haldið sig við tónlistina en að þessu sinni æxlaðist það þann- ig að við berum ábyrgð á dagskránni í heild. Þetta hefur verið mikið átak en vonandi á þetta eftir að verða skemmtilegt ævintýra- kvöld fyrir alla fjölskylduna." Rut kveðst hæstánægð með að fá inni í Þjóðleikhúsinu — þar hafi menn verið reiðubún- ir að leggja hönd á plóginn. Nefnir hún Pál Ragnarsson, sem annast lýsingu fyrir ævin- týrakvöldið, sérstaklega í því samhengi. Hljómsveitarstjóri verður Bretinn Stefan Asbury, sem hefur þrátt fyrir ungan aldur stjórnað fjölda viðurkenndra hljómsveita. Hef- ur hann getið sér gott orð fyrir hljómsveitar- stjórn við ýmsar óperur í Evrópu og árið 1994 hlaut hann verðlaunin BMW Music Theatre Prize fyrir að stjórna frumflutningi á Freeze eftir Rob Zuidam á tvíæringnum í Munchen. Asbury er annar tveggja stjórnenda Oxford Contemporary Music Festival. Búningahönnuður er Þórunn Jónsdóttir sem lærði sitt fag í París en starfaði um skeið í Belgíu. Stærsta verkefni hennar til þessa mun hafa verið að hanna búninga fyrir uppfærslu óperunnar í Antwerpen á Parsífal eftir Wagn- er fyrr á árinu. Þórunn er nú búsett á íslandi. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.