Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUVBLAÐSINS - MENMNG/LISTIR
EFNI
Listahátíð
stendur nú yfir og tengist efni blaðsins
henni. Fjallað er um ljóð á Listahátið,
nokkrar heiztu myndlistarsýningarnar,
heimskórinn og Ævintýrakvöld Kammer-
sveitar Reykjavíkur.
Schiele
var Austurríkismaður sem dó 28 ára en
var merkilegur og persónulegur expres-
sjónisti og fágætlega góður teiknari. Um
hann og aðra listamenn sem eiga verk á
þessum sýningum skrifar Gísli Sigurðs-
son.
Rainer
er Iíka Austurríkismaður, nútíma lista-
maður og kom hingað í tilefni sýningar-
innar. Hann er sérstæður, hafnaði öllum
skólum og rekst illa í flokki. Báðar sýning-
arnar á austurríkismönnunum eru í Lista-
safni íslands.
Karl
Kvaran féll frá fyrir sjö árum og nú eru
verk frá síðustu árum ævi hans sýnd í
Norræna Húsinu. Af því tilefni er ferill
Karls Kvaran rifjaður upp.
Svavar
Guðnason átti ekki sjö dagana sæla, en
þrautseigan fleytti honum yfir erfiðleik-
ana, bæði hér heima og í Kaupmanna-
höfn, þar sem honum tókst að skapa sér
nafn. Sýning á verkum Svavars er í ASI-
safninu og af því tilefni er ferill Svavars
rifjaður upp.
Náttúran
hefur Iengst af örvað og innblásið mynd-
listarmenn. Það er því vel við hæfi á Lista-
hátíðinni, að Kjarvalsstaðir efna til sýn-
ingar sem heitir „Islensk náttúrusýn". Af
því tilefni er fjallað um náttúruna í mynd-
list fyrr og síðar.
Ljóðið
lifir á Listahátíð. Efnt var til Ijóðasam-
keppni og úrslit tilkynnt við setningu
Listahátíðar. Þau ljóð þijú, sem verðlaun-
uð voru, eru birt í blaðinu og sagt er frá
tveimur Ijóðadagskrám, sem heita ljóð og
djass og ljóðakvöld.
Ævintýri
eru ekki bara í bókum. Kammersveit
Reykjavíkur býður til ævintýrakvölds á
Listahátíð og þar verða ævintýrin um Don
Kíkóta og Næturgalann á dagskrá, ekki
aðeins í tónlist, heldur verðaþau líka sögð
með söng, dansi og brúðuleik.
Forsíðumynd og mynd of Hamrinum í Hafnarfirði blaðsíðu 12: Kristinn Ingvarsson.
JÓNAS HALLGRÍMSSON
SÓLSETURSLJÓÐ
- Brot -
Hóglega, hæglega,
á hafsæng þýða,
sólin sæla!
síg þú til viðar.
Nú er um heiðar
himinbrautir
för þín farin
yfir frjóvga jörð.
Halla þú, röðull,
höfði skínanda,
bráhýr, brosfagur
að bijósti ránar,
sæll og sólbjartur,
sem þá, er stefndir
bratta braut
á bogann uppsala.
Dreifðir þú, dagstjarna,
dimmu nætur,
glöð, af glóbreiðri
götu þinni.
Ljós fékkstu lýðum
langar, á gangi,
dagstundir dýrar,
ó dagstjarna!
Vaktir þú fugla
og fögur blóm vaktir,
söng þér að syngja
og sætan ilm færa.
Hníg nú hóglega,
hægt og blíðlega,
vegþreytir vindsala,
ó vegstjarna!
Hníg nú hóglega
í hafskautið mjúka,
röðuii rósfagur,
og rís að morgni,
frelsari, frjóvgari,
fagur guðs dagur,
blessaður, blessandi,
blíður röðull þýður!
Hóglega, hæglega
hníg þú að hvílu,
skeiðþreytir skjótur,
en skamma hríð þó
bíð þú, að ástar-
augum hlýjum
bládöggvað brosir
á brjóst jarðar.
Drag nú hið blástirnda,
blysum leiftranda
salartjald saman
yfir sæng þinni,
brosi boðandi,
að af beði munir
bráðlega hresstur
á himin snúa.
Vonin vórblíða,
vonin ylfrjóva
drjúpi sem dögg
af dýrðarhönd þinni,
döpur mannhjörtu
í dimmu sofandi
veki, sem vallblómin
vekur þú á morgni.
Jónas Hallgrímsson, 1807-1845, hefur í hálfa aðra öld veriö eitt allra ástsælasta skáld
þjóðarinnar. Hann er fæddur á Hrauni í Öxnadal, skólaður í Bessastaðaskóla og nam
náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla. JónaS var eitt helzta skáld rómantísku stefnunn-
ar á íslandi og var einn Fjölnismanna.
LISTAHATIÐ
í REYKJAVÍK
RABB
MAN best listahátíð í
júní 1980. Fyrirnáð
opnaðist ósýnileg
sprunga og úr henni
seitlaði hljóðlaust, en
þó eins og þúsund
engla lúðraflokkur
blési úr fimm höfuðáttum, óhemju gleði sem
reif upp hjartað í btjóstum sem geta ...
Sólin lék með, norðan rassgats garrinn
bundinn norðan Esju af fimm heljartröllum,
það var eins hlýtt, grænt og yndislegt og
verður hér aðeins fyrir náð örfáa daga á
áratug. Vigdís var kosin, valkyrjan, gyðjan,
sterk, örugg, fögur og sjálfstæð, Amazona
með bogann sinn sem aldrei skeikar með
þennan líka fína takt. Mega-nova kviknaði.
Af því tíminn er ekki til og í véfréttum vit-
að að Vigdís yrði forseti kom ljóminn yfir
hana strax í kosningabaráttunni. Heimurinn
lofaði að vera nýr, það grær svo undan
þegar gyðjan tyllir niður fæti að búa til
nýja tíma. Skrýtinn dans á götunni, næstum
allsber brúnn karl í Austurstræti minnir
mig, litríkir trúðar á stultum, opið út í garð-
inn í Félagsstofnun stúdenta þar sem var
listahátíðarkrá, og misstór vínpúkinn í öllum
alsæll með áhrifin.
Eg hlýt að hafa séð sýningar og farið á
einhvetja tónleika, hausinn á mér er bara
orðinn svo slitinn af ítroðslu, og ég tek alltaf
frá mikið pláss fyrir dagdrauma, útslitnir
diskar í hausnum á mér með mörg hundruð
kvikmyndum, endalaustum texta, sjómanna-
lögum við vinnuna og ég man ekki neitt, ég
er ein af þeim heppnu sem eiga gott með
að gleyma, nema því einstaka, sjaldgæfa sem
virkilega brennimerkir heilann.
Ég hef gaman af jazzi og klassík og
myndlist en er svo mikill renaissance rokk
og rollari að af listahátíðum man ég best
Leonard Cohen og Björk. Þá var heilagt,
eins og það á að vera, þetta heitir há-tíð.
011 gamla íslenska hyskis endurreisnarhirðin
mætt á Cohen. Og svo falleg hljómsveit
með honum og svo mikill galdur að Berlín-
armúrinn hrundi. Allt annað públikum á
Björk, bara unglingar og einstöku aldurs-
lausir fuglar. Við biðum lengi og allt í einu
í dimmunni í salnum og inni í mér sé ég
mynd. „Hún er í hvítum kjól“, segi ég við
hann við hliðina á mér. Ég sá það í enninu
með opin augun, skýra mynd. Ég er ekki
skyggn, sé bara stundum myndir. Og við
biðum lengur, alveg eins og Hitler lét fólk
gera, rétt að gera sjóið betra með því að
láta áheyrendur bíða lengi, og þá sé ég
myndina aftur. „Hún er í hvítum kjól,“ segi
ég aftur, myndin var svo sterk og kom aft-
ur, maður verður að segja frá svona draum-
vökumyndum strax, ekki eftir á, annars
trúir manni enginn. Og hún kom fram á
sviðið í hvítum kjól með síðum ermum! Það
var heilagt. Þegar kyrkingslega íslenska
birkinu tekst að verða að tré þá heitir það
björk.
Núna er sullandi bullandi listahátíð. For-
tjaldið er ennþá fyrir, þegar ég skrifa þetta
er listahátíð rétt byijuð. Sex hundruð ljóð,
bíb, bíb, það var kveikt á sköpunarljósum
sex hundruð út um allt, listah átíðarlj óð,
mjög merkileg heildarmynd sem þarf að
geyma á Arnastofnun til framtíðar. Og tvær
íslenskar óperur minnsta kosti, Jón og Leif-
ur, og dansað íslenskt eftir Jóni Leifs, það
geysist sköpunargasið, manni líður vel að
vita af þessu hvað sem maður lætur mikið
af þessu í sig. Mér sýnist fortjaldið grænt
og lýsingin góð og smeygi mér í gegn. Þar
er kona sem dansar vestrænt japanskt,
dauðaljósmyndasýning, og annað sem er
utan við en samt líka listahátíð, nýtttölvu-
tímarit og Oz að senda út tónleika. Ekki
of mikið þá verður manni bumbult. Bara
lítið, milt og mjúkt og rólega. Er með nóg
af gömlum myndum og tónhugsun í höfðinu
takk, troðfullt. Ekki pláss, nema fyrir dauð-
ann sem aldrei má gleyma og framandi
hreyfingu japansk vestræna nakta er gott
að sjá, ekki veitir af. Svona er maður orðinn
á þessum offramboðstímum, allt séð, næst-
um allt gamalt.
Búa svo til sína eigin listahátíð í hugan-
um: List frumbyggja Ástralíu, ekki hún
hingað, heldur ég þangað. Líklegt í fátækt-
inni!, já, já, allt hægt, maður hefur nú séð
drauma rætast. Ekki nóg að fara á Internet-
inu, verð að fara sjálf. Til Úganda að skrifa
bók um þann stað, það er listahátíð að fara
til zebrahestanna. Þjóðleikhúsið troðfullt og
grænlenskt leikhús svo gott á sviðinu að
enginn verður samur og allir sem þurfa á
því að halda eru í húsinu, öll þjóðin. Samar
syngja í alla sjúklinga líf. Sjómenn elta laxa
til að taka af þeim myndir og hugleiða land-
göngu sína. Mandela kemur í opinbera heim-
sókn með stóran flokk af feitum dansandi
litríkum konum og hundrað trumbuleikara
og stælta stríðsmenn sem vilja blanda blóði.
Tarsanmyndir í öllum kvikmyndahúsum.
Karokee fyrir alla. Súshi og sake á götum
úti. Enginn þarf að taka þátt, vinna, syngjá
eða dansa nema hann vilji. Glímukappar
dansa í föðurlöndum, viljugir. Stört musteri
byggt undir listaverk heimsins sem reynt
var að drepa þegar þau urðu til, og þarf
ekki að segja að þar er allt sem skiptir
máli fyrir þá sem þurfa að læra af sög-
unni. Lærið þið það þá í eitt skipti fyrir
öll! Verður síðan notað sem tónleikahús því
það hvorki sýgur hvern tón i grátt gúmmí,
né býr til geðveikt bergmál. Stór feit
mamma huggar misskilda listamenn af öll-
um kynjum og kostum. Allir fá orðu. Krókó-
díll kyssir nýja forsetann, móðurlega. Er
ekki komið nóg?
Ég merki gæði þessarar listahátíðar á
tákninu sem sett er yfir hana. Zebrahestur,
skiptur í tvennt, svart og hvítt, hámenningu
oglámenningu, og stundum bara hálfur,
bara framhlutinn á plakötum. Afturhlutinn
er á göngu skuggameginn í Viðey, sást þar
á sjómannadaginn. Hver er sú yndislega
manneskja sem galdraði zebrahestinn yfir
Iistahátíðina! Það er ekki til þokkafyllra dýr
að sjá labba milli atriða, né hafa heyrst
fegurri hófaskellir á gangstéttum. Allir sjá
zebrahestinn, hann er kominn til okkar í
nokkrar vikur. „Darwin, Darwin“ söng í
Bong i Tunglinu kvöldið sem listahátíð var
opnuð. Darwin nefnilega, hann lifir eilíflega
með sinn heimsins stærsta skerf lista, en
Freud og Marx trénaðir og afskræmdir af
samhengi tímans.
Já zehrahesturinn vann í fegurðarsam-
keppni tegundanna og upp á það er haldið
af list hér uppi á Atlantshafseyju. Zebra-
hesturinn lifi.
ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8.JÚNÍ1996 3