Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 15
sótti um inngöngu í Akademíið í Vínarborg; það sama þar sem Schiele var við nám um þriggja ára skeið. Ekki stóð á því að komast inn, en út úr þeim skóla gekk hann eftir þijá daga. Okkar maður var sumsé ekki sú týpa sem lætur segja sér fyrir verkum í skólum. Hann hafði um líkt Ieyti kynnst kenningum súrrealista, sem höfðu um tíma umtalsverð áhrif á hann og hitti 1950 þann magnaða rúrrealista og landa sinn, Ernst Fuchs og fjóra aðra á svipuðm nótum og saman stofnuðu þeir Hundshópinn, sem þeir nefndu svo. Á samsýningu hópsins 1951 bar það helzt til tíðinda, að Arnulf Rainer hélt ræðu við opnun- ina og hundskammaði sýningargesti. Ekki fer sögum af því, hvernig því var tekið. En Arn- ulf hefur alla tíð rekizt illa í hópi og skömmu síðar sneri hann baki við Hundshópnum og hinum súrrealíska furðustíl. Nýr kapítuli hófst þá á ferli listamannsins. Hann fór að gaumgæfa öreindir og allskonar uppleyst form. Um það leyti hélt hann til Parísar, þar sem menn voru að rækta abstrakt- ið og geómetríuna. En Rainer fór til Parísar til að heilsa uppá Andre Breton. Ut úr þeim fundi kom ekkert annað en vonbrigði, en ann- að mál var með verk Willems de Koonings og Jean—Paul Riopelle, sem hann sá á sýn- ingu. Willem de Kooning sem nú er á tíræðis- aldri og hefur lengi búið og starfað í New York, fór reyndar fljótlega út á þá braut í list- rænni meðferð mannslíkamans, að það hefur sýnilega haft dijúg áhrif á Rainer. Rainer var að sjálfsögu að leita nýrra leiða til þess að endurnýja myndgerð sína; gerir þá svokallað Blindmalerei, (Blindramálverk) með augun aftur. Hann settist samt ekki að til langframa í París, heldur sneri hann heim og fann sér vinnuaðstöðu úti í sveit, suður af Vínarborg. Það er síðan 1953-54 að hann notar fyrst ljósmyndina sem tjáningarmiðil , ásamt með teikningu eða málverki. Þá vinnur hann einnig þau verk sem hann er líklega þekktastur fyrir, svonefndar hjúpanir, þar sem hann málar yfir eigin verk og annarra ásamt því að vinna „mónochrome", það er að mála með einum lit. Frá og með árinu 1964 færir Rainer út kvíarnar í þá veru, að hann málar jöfnum höndum í vinnustofum í Berlín, Munchen og Köln. 1968 sýnir hann fyrst Farsafés, andiits- myndir af fólki sem hann meðhöndlar á sinn hátt. Hann fæst á næstu árum í auknum mæli við tjáningarmál líkamans. Lætur þá taka af sér ljósmyndir þar sem hann geiflar sig og grettir, setur sig í ýmsar afkáralegar stellingar og teiknar svo ofaní. í framhaldi af því koma Frauenposen, Kvenlegar stelling- ar og Myndlist um myndlist, sem er alþekkt og-mikið iðkað listform á síðustu áratugum. í þá veru gerði hann sínar eigin myndir eftir þekktum málverkum van Goghs, Rembrandts og fleiri listamanna. Fyrsta yfirlitssýning Arnulfs Rainers var í Hamborg 1971. Við það tækifæri kvaðst hann í viðtali vera „þrúgaður af stöðugri óánægju, meðan hinir lánsömu unnendur listarinnar geta bara glaðst.“ Þegar hann leit á yfirlitssýn- ina á eigin verkum, kvaðst hann hafa verið „altekinn af ótta, skömm og framfara- maníu“. Þetta var sumsé ekki tekið út með sældinni. Rainer fór að mála með fingrunum og hönd- unum í stað pensla um 1973 og á næstu árum taka að sjást frá hans hendi myndir sem í vaxandi mæli tengjast dauðanum. Framinn lætur ekki á sér standa; hann tekur þátt í Sao Paulo-tvíæringnum 1971 og er fultrúi Austurríkis á Feneyja-tvíæringi 1978. Áfram vinnur hann við fingramálverk, nú í nýjum og stórum vinnustofum í Norður-Ausurríki og Bæjaralandi; einnig tilbrigði við krossmarkið. I ljósi þess hvernig fór með skólagönguna er kannski sízt von á því að finna Arnulf Rainer í hlutverki kennarans. En menn eldast og breytast og svo fór að 1981 var hann skip- aður prófessor við sjálft Akademíið í Vínar- borg og hlaut það sama ár verðlaun sem kennd eru við Max Beckmann. Myndraðir hans frá þessu og næstu árum eru um krossfestingu Krists og Hiroshima; sú síðarnefnda var sýnd í 17 söfnum vítt og breitt um Evrópu. Önnur yfirlitssýning var haldin 1984 í Pompidou- safninu í parís. Yfirskriftin; Mort et sacrifice, Dauði og fórn. Eins og nærri má geta hafa stór og fræg listasöfn eignast verk eftir Arnulf Rainer. Þar á meðal er Gugghenheim-safnið og Museum of Modern Art í New York. Sýningar á verk- um Rainers hafa verið haldnar vítt og breitt um heiminn og 1993 var opnað i New York sérstakt Arnulf Rainer-safn. Austurríska sjón- varpið stóð að sjónvarpsmynd, sem gerð var um Rainer 1994 og flest hefur gengið í hag- inn hjá þessum sérstæða og óstýriláta austur- ríska listamanni, nema hvað það gerðist fyrir tveimur árum að spellvirkjar brutust inn í vinnustofu hans í Akademíinu í Vínarborg og náðu að eyðileggja 26 verk. I framhaldi af því ákvað Arnulf Rainer að segja upp kennarastöðu sinni þar. ............. - * ENGILSKROSS, olía á sinkplötu og tré, 1993-94. Við lok heimsstyrjaldarinnar síðari urðu tímamót í mvndlist eins og mörgu öðru. Par- ís missti þá siöðu sína sem þungamiðja heims- listarinnar og sú þungamiðja fluttist vestur til New York. Jafnframt komu nú nýjar stjörnur upp á hvelfinguna, ekki sízt Bretinn Francis Bacon, sem varð næstu árin áhrifa- mesti myndlistarmaður heimsins og mikið eftirlæti ungra myndlistarmanna. Arnulf Rainer var 18 ára þegar hann kynntist fyrst verkum Bacons og fleiri framsækinna, enskra listamanna svo sem Paul Nash, Stanleys Spencer og Henrys Moore. Þetta voru þunga- viktarmenn á árunum eftir stríðið og yfirleitt var áherzlan á manneskjuna og hjá Bacon mestan part á þjáningu manneskjunnar. Ekki var það óeðlileg afstaða á þessum árum; ógnir stríðsins enn í fersku minni og einmitt þá verið að kunngera hryllinginn í útrýming- arbúðum nasista. Af skólun Arnulfs Rainers fara þær sögur að hann sótti fyrst tækniskóla á árunum 1947-49 og komst síðan inn í Hochschule fiir Angewandte Kunst í Vínarborg. En maðurinn var sérsinna og lenti strax á fyrsta degi í deilum við kennara sinn með þeim afleiðingum að hann hvarf frá skólanum án þess að hefja námið. Sama saga endurtók sig þegar hann SJÁLFSMYND. Ljósmynd/teikning, 1971-73. SÚ HLÁTURMILDA. Ljósmynd/teikning, 1974. 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.