Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 19
Ellefsenshátíð í Ráðhúsinu ELLEFSENSHÁTÍÐ verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 9. júní kl. 20.30 en' 10. júní eru 140 ár frá fæðingu Hans Edvard Ellefsen, hvalveiðimanns, sem stóð fyrir og stjórnaði hvalveiðum og vinnslu á Sólbakka í Önundarfirði. íbúðarhús Ellefsen er nú ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Gestir frá Noregi á hátíðinni eru; Per Eivind Johanesen bæjarstjóri í Stokke kommune, Bjarne Sætre menningarfulltrúi í Stokke kommune, Hans Ellefsen sonarsonur Hans Ellefsen á Sólbakka, Petter Ellefsen og Mort- en Ellefsen. Á hátíðinni leikur Lára S. Ragnarsdóttir píanóleikari verk eftir Grieg og Unnur Astrid Wilhelmsen söngkona frá Drammen syngur við undirleik Láru S. Rafnsdóttur píanóleikara lög eftir Grieg, Sigfús Einarsson, Skúla Hall- dórsson, Pál Isólfsson og Sigvalda Kaldaións. Elfi Sverdrup, þjóðlagasöngkona frá Stokke, flytur þjóðlög og stef Snæfellingakórinn í Reykjavík syngur og Jóhannfes Kristjánsson fer með gamanmál. Kynnir er Guðvarður Kjartansson. Ávörp flytja; Björn Ingi Bjarnason formaður Örifirð- ingafélagsins og Per Eivind Jóhansen, bæjar- stjóri í Stökke. LjóðáléStur: Steinunn Jóhann- ésdottir Iéikköná. Á mánudaginn verður hátíðarsamkoma í mötuneyti Kambs á Flateyri, þar sem stór hluti unnudagsdagskrárinnar verður fluttur. Sumartónleikar Stykkishólmskirkju ÁGÚST Ólafsson barítónsöngvari og Sigurður Marteinsson píanóleikari verða á sumartón- leikum í Stykkishólmskirkju mánudaginn 10. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru fimm íslensk sönglög, Þijár antik aríur, Fimm Ijóð úr Vetrarferð, Fjögur erlend ljóð, Tvær óperuaríur. Ágúst er 21 árs og hefur verið í söngnámi hjá Eiði Ágústi Gunnarssyni síðastliðin fjögur ár við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Sigurður hóf nám sitt 13 ára gamall hjá Evu Snæbjarnardóttur á Sauðárkróki, þremur árum síðar lá leiðin til Akureyrar, þar sem hann nam við Tónlistarskólann. Tvítugur fór hann til London og lærði þar hjá Philip Jenk- ins í þtjú ár, þar næst naut hann leiðsagnar Árna Kristjánssonar við Tónlistarskólann í Reykjavík ásamt því að hefja kennsluferil sinn. Morgunblaðið/Sverrir VOCES Thules syngja á miðnæturtónleikum í Sundhöllinni. Miðnæturtónleikar í Sundhöllinni KANÚKAKVINTETTINN Voces Thules heldur miðnæturtónleika í Sundhöll Reykjavíkur laugardagskvöldið 8. júní klukkan 23.30. Þegar er uppselt á tónleik- ana og ráðgerir Voces Thules því aukatón- leika í Sundhöllinni mánudagskvöldið 10. júní kiukkan 23. Á tónleikunum í Sundhöllinni verða sungnir tveir þættir úr Þorlákstíðum en að öðru Ieyti verður á dagskránni tónlist frá þessari öld utan tvær stuttar mótettur eftir Byrd og Palestrina. Frumflutt verður verkið „Cinque Frammenti" eftir John A. Speight, einnig fáum við að heyra fyrsta flutning hér á landi úr messu eftir Oliver Kentish og Misere Mei eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þessi þrjú verk eru öll tileink- uð Voces Thules. Flutt verður mótettan „O sacrum convivium" eftir Oliver Messlaen, en það er við sama texta og verkið eftir Palestrina. Einnig verða á efnisskránni rammíslensk lög í búningi Voces Thules. Sérstakur gestur tónleikanna verður Marta G. Halldórsdóttir sópran. Um útlis- hönnun sér Elín Edda Árnadóttir, og Jó- hann Bjarni Pálmason er ljósameistari. Smámyndir í Smíóar og skart ÓLAFUR Már Guðmundsson opnar sýningu á smámyndum í Smíðum & skarti, Skólavörðu- stíg 16a, sunnudaginn 9. júní. Myndirnar eru unnar með akríllitum á papp- ír og aílar gerðar á þessu ári. Ólafur Már '■ hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt I samsýningum. Sýningunni lýkur 22. júní. Smíðar & skart var opnað á nýjum stað á Skólavörðustíg 16a í febrúar sl. Nú gefst myndlistarmönnum tækifæri á að halda sýn- ingar í galleríinu og einnig er í hveijum mán- uði kynning á verkum eins myndlistarmanns. Smíðar & skart hafa í umboðssölu listmuni fyrir u.þ.b. 50 listamenn víðsvegar af landinu. Galleríið er opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-14. Lokað á sunnudögum. Afmælistónleikar HALDNIR verða tónleikar í Safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum kl. 15 á sunnudag. Á tónleikunum koma fram Jónas Ingimund- arson píanóléikari og söngvararnir Ingibjörg Marteinsdóttir og Bjarni Thor KristinSson. Það ér Ingvar SiguijönsSon í VeStínannaéyj- um sem býður til tónleikaima.í tilcfni af sjö- tugsafmæii sínu. Nýjqr bækur • TRÖLLAKIRKJA, skáldsaga Ólafs Gunn- arssonar, er komin út á ensku hjá Mare’s Nest Publishingí London. Þetta er önnur skáldsaga Ólafs sem kemur út á enska tungu, en saga hans Gaga var gefin út í Kanada árið 1988: „ Tröllakirkja kom út hjá bókaútgáfunni Forlaginu haustið 1992 og var sögunni vel tekið af lesendum og gagnrýnendum og hlaut hún tilnefningu til íslensku bókmenntaverð- launanna sama ár. Tröllakirkja er efnismikil og dramatísk örlagasaga íslenskrar fjölskyldu sem gerist á 6. áratugnum og í brennidepli eru spurningar um sektina og fyrirgefning- una, manninn og guð. Þjóðleikhúsið hefur í vetur sýnt leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur á sögunni á Stóra sviðinu," segir í kynningu, Enska þýðingu TröIIakirkju önnuðust David McDuff sem er þekktur þýðandi nor- rænna og rússneskra bókmennta á enska tungu og JiII Burrows rithöfundur og leik- skáld. Á ensku nefnist sagan TroIIs’ Cathedr- al og er hún væntanleg í bókabúð Máls og menningar. Karl Agúst Ulfsson: Hin hliðin arssyni, Lilju Guðrúnu Þorvalds- dóttur og Helga Skúlasyni. LEIKLIST Litla sviöiö Þjóölcikhúsiö í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikarar: Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Ragnarssson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leiksljóri: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Forsýning á Listahátið, funmtudagur 6. júní. KARL Ágúst Úlfsson er þekktur þúsund- þjalasmiður. Líklega er hann þekktastur sem aðalhöfundur Spaugstofu- og Stöðvargríns og sem gamanleikari. En hann hefur einnig feng- ist við leikstjóm og skriftir og við þýðingar á leikritum (leikritaþýðingar hans em komnar hátt á þriðja tuginn). En nú sýnir Karl Ágúst á sér nýja og nokkuð óvænta hlið. Hann hef- ur skrifað dramatískt samtímaverk, raunsæis- legt með harmrænu ívafí; leikverk sem sýnir svo ekki verður um villst að Karli Ágústi er fleira til lista lagt en að grínast. í hvítu myrkri er fyrsta fullburða leikrit Karls Ágústs sem Þjóðleikhúsið tekur til sýn- inga. Verkið gerist á litlu gistiheimili í litlu sjávarþorpi úti á landi eina óveðursnótt. Það lýsir samskiptum nokkurra einstaklinga sem þar em staddir af einni eða annarri ástæðu og ýmis óvænt tengsl milli fólksins afhjúpast eftir því sem nóttin líður. Bygging verksins er traust, það fer hægt af stað en strax er sleginn sá þunglyndislegi tónn sem hljómar verkið út í gegn, með æ meiri þunga eftir því sem á líður. Höfundur virðist hafa klassískar formreglur harmleikja um einingu atburðarásar, staðar og tíma að viðmiði: þ.e. verkið gerist innan eins sólar- hrings, á einum stað og efnisfléttan er hagan- lega saman sett og sjálfri sér samkvæm. Mikil stígandi er í atburðarásinni, hraðinn eykst (og átök persóna) eftir því sem líður á leikinn og segja má að verkið endi á tragísk- um hápunkti þar sem átök persóna em til lykta leidd á miskunarlausan máta. Líkt og uppbygging efnisfléttunnar er texti leikritsins þéttur og haganlega saminn. Text- inn er sjálfvísandi á þann hátt að orð einnar persónu fá aukið vægi eftir því sem líður á verkið og meira er sagt. Þetta var sérstak- lega áberandi hjá bílstjóranum sem Helgi Skúlason lék, og er líklega best skrifaða hlut- verk leikritsins. Ekki verður annað sagt en Karl Ágúst Úlfsson sýni mikla fagmennsku með þessu leikriti sínu og verður það að teljast allnokk- uð afrek, því þótt hann hafi langa reynslu í ritstörfum er þetta verk hans það fyrsta sinnar tegundar frá hans hálfu. Víst er að þýðingarstörf hans hafa komið honum að miklu og góðu gagni, agað stíl hans og form- vitund. En er þá enginn veikur hlekkur? Kannski, þrátt fyrir öryggi og fagmennsku í ritun þessa verks þá getur það ekki kallast mjög frumlegt eða nýstárlegt að efni. (Enda er slík krafa líklega óþörf, eða alla vega ósann- gjöm, á þessu stigi málsins.) Það er hins vegar nokkuð athyglisvert hversu sterklega verk Karls Ágústs sver sig í ætt við önnur íslensk raunsæisleikverk frá síðustu ámm, til að mynda við verk Ólafs Hauks Símonar- sonar og Birgis Sigurðssonar. Sjávarþorpið, átök bræðra, brostnir draumar, fortíðar- draugar og sjálfsblekking - allt em þetta þættir sem varða íslenska samtímaleikritun. Karl Ágúst Úlfsson skipar sér þegar í stað, með þessu verki, í hóp með þessum höfundum sem eru leiðandi í íslenskri leikritun í dag. Um leikinn ætla ég ekki að fjölyrða að sinni þar sem sýningarnar á listahátíð eru forsýningar en frumsýning bíður haustsins. Almennt einkenndu leikinn fagmennska og góð tilþrif, þótt reyndar gætti nokkurs óör- yggis í einstaka atriðum og nokkuð skorti á HÖFUNDURINN Karl Ágúst ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. samhæfingu leikara, þ.e. nokkuð var um að leikarar töluðu hveijir „ofan í“ aðra. Sviðsmynd Stígs Steinþórssonar var vel hönnuð á Litla sviðið, sem er reyndar heldur leiðinlegt langt og mjótt leikrými (þ.e. fyrir áhorfendur). Umgjörðin öll tekur mið af raun- sæiseðli verksins: búningar eru hlutlausir og lýsing í lágmarki. Að lokum vil ég gefa leikstjóranum, Hall- mari Sigurðssyni, rós í hnappagatið fyrir þá tregablöndnu hrynjandi sem honum hefur tekist að fá í sýninguna, sem gerir það að verkum að maður upplifir hana eins og langt, ljúfsárt „blús-lag“, skreytt nokkrum sterkum „sólóum" og „grand finale". Soffía Auður Birgisdóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996 I 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.