Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 9
FÖNSUN (Sexappfl). Olíumálverk, 1943. „íþessum upprunalega hóp, eda rétttara sagt grúppUy var einn maöur kominn úr hinu torsótta ríki Vatnajökuhy einum ótilkvcemi- legasta enda veraldar\ ogflutti meb sér furbur af ókunnri birtu ... “ Halldór Laxness hefur hann lýst átakanlega; enda var þetta í svörtustu kreppunni. Það mátti kallast kraftaverk að hann gat þó siglt utan til Kaupmannahafnar 1935, þar sem hann hóf listnám hjá Kræsten Iversen. Líkt og Arnulf Rainer, sem kynntur er á öðrum stað í Les- bók, gerði Svavar stuttan stanz á listaskólan- um og sagði margsinnis frá því í viðtölum, hve innilega hann leit niður á þau vinnu- brögð að vera sífellt að teikna „kúbistíska kvenmannsbóga, endalaust kvenmannskjöt". Svavar hóf ótrauður listferil sinn í Kaup- mannahöfn án þeirrar tilsagnar sem fæst í listaskólum. Hann er því líkt og margir merk- ir og frægir nútíma listamenn, sjálfmenntað- ur. Svavar nefndi í viðtali, að einn þekktasti málari Dana sem nú lifir í hárri elli, Carl Henning Petersen, hefði haft það eins; hann fór ekki í neinn listaskóla. Þetta sama ár, 1935, tókst Svavari að fá nokkur verk sýnd á Kunstnemes Efterársut- stilling, en fátæktin var skelfíleg og skot- silfrið dugði varla fyrir matarbita tímunum saman líkt og verið hafði hjá Einari Jónssyni áratugum áður. Svo slæmt varð þetta, að Svavar varð að leggast inn á sjúkrahús í skamman tíma vegna vannæringar. Fjár- styrkur að heiman árið 1938 gerði honum þó kleift að fara til Parísar á skóla sem kennd- ur var við Fernand Léger. En eftir viku var hann farinn þaðan. Ahrif frá hinum fræga málara Léger urðu engin á Svavar. Hinsveg- ar sagði hann frá því í Lesbókarviðtali löngu síðar, að honum þótti furðulegt að nemend- urnir fóru umsvifalaust að mála alveg eins og karlinn. Meðal danskra bræðra í listinni náði Svav- ar því að vera meðtekinn og tók þátt í sýn- ingu með þeim árið 1939, sem haldin var í Stokkhómi. Sama ár staðfesti Svavar ráð sitt og kvæntist Ástu Eiríksdóttur. Tveimur árum síðar var vegur hans orðinn slíkur, að hann sýndi með kunnustu abstraktmálurum Dana og seldi þá nokkrar myndir. Var sú sýning tengd þeim hópi listamanna, sem stóðu að útgáfu tímaritsins Helhesten. Svav- ar varð einnig ásamt Jóni Stefánssyni félagi í Grönningen, sem var eðalfínasti félagsskap- ur listamanna í Danmörku, eftir því sem Svavar sagði, og hann sýndi margsinnis með þeim. Þegar stríðinu lauk og menn gátu farið frjálsir ferða sinna, vitjaði Svavar föðurlands- ins og þá með sýningu í Listamannaskálanum sem markaði tímamót og varð mjög um- töluð. Sumum ungum listamönnum varð sú sýning opinberun. Svavar tengdist þeim fræga Cobra-hópi, en ugglaust hefur það orðið minna en ella vegna þess að þau Svav- ar og Ásta fluttu heim til íslands. Cobra varð aldrei einangrað fyrirbæri eins og kúb- isminn til dæmis, sagði Svavar; liðið tvístrað- ist og hver fór sína leið. ASJÖTUGSAFMÆLI Sva- vars í nóvember 1979 átti . ég samtal við hann fyrir Lesbók og listamaðurinn var hress og glaðbeittur í íbúð sinni við Háleitis- brautina. Talið barst m.a. að því hvað honum, göml- um framúrstefnujaxli, fyndist um nýjabrumið sem þá var. Svavar kvaðst hafa samúð með því, en sagði að þegar búið væri að sturta malarhrúgu inn á gólf í nafni listar þá sé hann einfaldlega ekki með á nótunum. Svona gengur það í listinni; byltingarmennimir hrista um síðir grá höfuð sín yfir tiltektum æskunnar. Við ræddum líka eitthvað um tækni og Svavar sagði: „Ég skil ekki þennan áhuga á tækni hjá ungum mönnum. Eins og það skipti einhveiju máli, hvað pappír maður notar. Eða hverskonar krít. Ég hélt einu sinni og trúi því enn, að það sé innihaldið sem skiptir máli, andlegt inntak myndarinnar. Það var þetta sem við vorum að beijast fyrir í dent- íð. Inntaki í myndum og hugmyndaflugi. Menn áttu ekki lengur að vera bundnir við staur eins og natúralistar." En tóku dansk- ir listamenn íslendingnum Svavari Guðnasyni svona frábærlega, að hann væri eiginlega talinn einn af þeim? Þeir tóku honum vissu- lega vel, sagði Svavar í fyrrnefndu viðtali. „En þegar skrifað var um hópinn og búið að afgreiða Danina, var gjarnan bætt við: „Og svo er það Svavar Guðnason". Ég var aldrei alveg einn af þeim.“ Kannski var það einmitt þessvegna að hann tók þá ákvörðun eftir stríðið að flytjast heim, þar sem ekkert gat beðið hans annað en fjárhagslegt basl. Á sjötugsafmæli Svavars 1979 skrifaði vinur hans, Halldór Laxness, afmælisgrein um málarann og sagði þar m.a. svo: „Það eru ónýtar postulatölur að hólfa lista- menn niður eftir „stefnum“, einum á kostnað annars, eins' og títt er í krítíkinni. Sumir boðberar hafa ekki vílað fyrir sér að skera niður við trog alla list, og kalla hana klessu- verk, ef hún haslar sér völl utan útsirklaðrar spegilmyndar af náttúru. Ófáir áhorfendur gripu til sleggjudóma haustið 1945 þegar Svavar Guðnason kom að utan í stríðslok og festi upp mýndir sínar á þiljum gamla lista- mannaskálans við Kirkjustræti. Þar kom fram stefna í málverki risin á endurnýjun grundvallaratriða í skynjun hlutarins. Þessir nýju landvinningar báru oft í sér tengsl við tilraunir listrænna sértrúarhópa sem fram höfðu komið í Suðurevrópu, undir ýmsum signatúrum alt frá momi aldarinnar, og vak- ið hroll og viðbjóð hjá lærdóminum aungusíð- ur en almenningi á þeim tíma. List af þessu tæi mátti heita sein sprottinn gróður, og tók ekki við sér að marki fyren nasistar voru búnir að vera, og fór nú eins og oftar þegar framvinda tekur kipp í einhverri grein, þá beygir almenningur sig fyrir henni og tekur upp merki hennar orðalaust. í Danmörku náðu tilraunir þessara listamanna sér á strik í einángrun stríðsins. Hreyfinguna nefndu danimir Cobra, og átti hún eftir að verða sigursæl, og teingjast öðrum nýúngum Evr- ópu, óðar en álfan laukst upp á nýjaleik. Þá var farið að gaumgæfa norræna landvinninga í myndlist og brautin fyrir skandínavíska listamenn var rudd suðrí Evrópu.“ Og ennfremur: „Svavar Guðnason hafði verið einn frumheija í Cobra, og var nú kom- inn í hóp sem talinn var í fararbroddi meðal listamanna álfunnar. { þessum upprunalega hóp, eða rétttara sagt grúppu, var einn mað- ur kominn úr hinu torsótta ríki Vatnajökuls, einum ótilkvæmilegasta er.da veraldar, og flutti með sér furður af ókunnri birtu um leið og sérkennilegt átak í sjálfum uppdrætt- inum. Myndir hans stúngu í stúf. Bæði lagði hann til sérstakt litróf og myndsköpun sem ekki var auðfundin annarsstaðar.“ I I- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.