Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1996, Blaðsíða 6
JÓHANNES S. Kjarval: Litaspjald, sumar, 1963.
KRISTJÁN Davfðsson: Án titils, 1992.
Péturssonar, skúlptúra Jóhanns Eyfells,
veðurtúlkanir Steingríms Jónssonar og
manngerða náttúru Birgis Andréssonar. Ein
aðferð í náttúrutúlkun er sú að nota beinljn-
is náttúruna sjálfa. Það gerir Haildór Ás-
geirsson; þó með þeim hætti að hann bræð-
ir hraungrjót með logsuðutæki. í stað þess
að mála myndir af steinum, málar Hrafn-
kell Sigurðsson sjálfa steinana og dreifir
þeim á stóran veggflöt. Fátt er eins samgró-
ið íslenzkri náttúru eins og blessaðar þúfurn-
ar, sem geta stundum orðið næstum því
hnöttóttar. Á gólfinu í miðrými Kjarvals-
staða er mikili þúfnakargi eftir Finnu Birnu
Steinsson; þúfurnar allar eins og hvítar á
litinn. Af sama tagi er og „Earthquake"
(jarðskjálfti) Sigurðar Guðmundssonar.
Þessi verk eru á nótum conceptlistar og sú
grein á fleiri fulltrúa þarna, þar á meðal
Kristján Guðmundsson og Hrein Friðfinns-
son. Ein og sér og öðru ólík á sýningunni
er svo geysistór, ónefnd ljósmynd Ólafs
Elíassonar.
!V
Gunnar B. Kvaran segir svo um afstöðu
conceptlistarinnar í fyrrnefndri ritgerð:
„Conceptlistin, sem fram kom á sjöunda ára-
tugnum, var upphaflega andsvar við fagur-
fræðilegum áherslum Minimallistarinnar og
almætti hlutarins eins og hann birtist m.a. í
WmM
EGGERT Pétursson: Án titils, 1991
Popplistinni. Conceptlistamenn álitu að form-
rænn og huglægur þáttur listarinnar væri
ekki það sem skipti máli heldur merking
hennar."
Þá forskrift ættu sýningargestir að taka
með sér á sýninguna. Minnugir þess að verk
af þessu tagi snúast um „merkingu“ en ekki
formræna eða huglæga þætti, ættu þeir að
hafa betri forsendur til að njóta verkanna.
Það er ljóst að á þessum tímum hins algera
frelsis í myndlist, g;etur náttúrusýn í mynd-
list birzt á óteljandi vegu.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 1996