Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Síða 4
VIÐ Áshildarmýri á Skeiðum. Lesbók/GS.
ÁSHILDAR-
MÝRAR-
SAMÞYKKT
500 ARA
EFTIR GUÐRÚNU ÁSU GRÍMSDÓTTUR
Áshildarmýrarsamþykkt var hlekkur í langri og
---------------------------------------7--------
traustri keöju sem meiriháttar bændur á Islandi
héldu uppi um aldir meö rituðum lögmálstextum sem
konungar höföu heitió þeim aó láta gilda.
IVOR VERÐA liðin fimm hundruð ár
frá _því að Ámesingar komu saman
að Ashildarmýri á Skeiðum, bundust
samtökum og gerðu merkilega sam-
þykkt til varnar fomum réttindum
landsins og gegn órétti og uppsteyt-
um utanhéraðsmanna. Samþykktin
var að meginefni endurnýjun Gamla
sáttmála frá 1302 sem aftur var endurnýjun
ásamt viðbótum á Gissurarsáttmála frá 1262,
en frá aðdraganda hans segir í Hákonar sögu
Hákonarsonar Noregskonungs sem er varð-
veitt á kálfskinni í Flateyjarbók. Þar segir
að Gissur Þorvaldsson jarl, sem sat að Reyni-
stað í Skagafirði, kom til alþingis sumarið
1262 með miklu liði og flutti mál Hákonar
konungs bæði við Norðlendinga og Sunnlend-
inga og bað þá gera konungs vilja og gjalda
mátulegan skatt en gegn því hét konungur
landsmönnum réttarbótum. Gissur jarl bað
menn til með góðum orðum en kallaði fjörráð
við sig ef þeir mælti í mót. Eftir það var
skipuð lögrétta, segir sagan, og sóru flestir
hinir bestu bændur úr Norðlendingafjórðungi
og Sunniendingaíjórðungi fyrir utan Þjórsá
Hákoni konungi land og þegna og ævinlegan
skatt, síðan reið jarl af þingi og suður í Laug-
ardal og hélt þar saman flokkinum um hríð.
Sturlungaöld var að ljúka, íslendingar
gengu Noregskonungi á hönd með gagn-
kvæmum sáttmála þar sem þeir hétu að
gjalda konungi ævinlegan skatt gegn því að
konungur léti þá ná friði og íslenskum lögum
og léti árlega ganga skip til landsins. Kon-
ungur sendi íslendingum lögbók, Jónsbók
árið 1280, og varð hún ásamt sáttmálanum
1262 haldreipi íslendinga í réttindabaráttu í
sex hundruð áttatíu og tvö ár eða þangað
til lýst var yfir sambandsslitum við Dani og
lýðveldi á Islandi í vorregni á Þingvöllum
1944.
Tvær mikilsverðar viðbætur voru settar
við Gissurarsáttmála þegar hann var end-
urnýjaður með sáttmála á alþingi 1302
(Gamla sáttmála) og þær voru endurteknar
í samþykkt bænda á alþingi 1306 og í sam-
þykkt sem gerð var af bestu mönnum og
almúga í Skálholti, líklega 1375, nefnd Ár-
nesingaskrá eða Skálholtssamþykkt. í viðbót-
unum var kveðið svo á að íslendingar vildu
engar utanstefningar hafa af hálfu konungs-
valdsins utan ef menn væru dæmdir burt af
landinu og í annan stað var þess krafist að
lögmenn og sýslumenn skyldu vera íslenskir
menn. Lögréttumenn, landbúar og allur alm-
úgi í Árnessýslu endurnýjuðu enn Gamla
sáttmála að Áshildarmýri á Skeiðum árið
1496, sem fyrr er sagt, sá gerningur kallast
Ámesingaskrá eða Áshildarmýrarsamþykkt
og er stíluð til alþingis, undirskrifuð af tólf
mönnum sem flestir eru nú ókunnir að öðru.
Þegar minningarmark um samþykktina var
afhjúpað árið 1948 hélt Guðni Jónsson mag-
ister ræðu og rakti fímm nöfn sem undir
samþykktina skrifa til þekktra manna og
sagði fjölmennar ættir frá þeim komnar. Einn
þeirra er Halldór Brynjólfsson hinn ríki í
Tungufelli, þar er og lögréttumaðurinn Ólaf-
ur Þorbjarnarson, ættfaðir séra Jóns Egils-
sonar í Hrepphólum er skrifaði Biskupaanná-
la um 1606, einnig Pétur ríkismannafæla í
Öndverðamesi í Grímsnesi, sonur Sveins
MIIMNISVARÐINN um Áshildarmýrarsam-
þykkt sem Árnesingafélagið í Reykjavík lét
reisa 1946 og sést frá þjóðveginum.
ÁLETRUN á minnisvarðanum: Til minning-
ar um Áshildarmýrarsamþykkt 1496 og
þá Árnesinga sem þar stóðu vörð um forn
réttindi héraðs sfns, lands og lýðs á ör-
lagatímum.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996