Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Side 11
„Fyrir miöbik þessarar aldar þóttu þaö mikil býsn ef kona var nakin fyrirsæta í Handíöa- og myndlistarskólanum. Og er ég kom fyrst utan frá Kaupmannahöfn meö teikningar og málverk af nöktum fyrirsætum ogfyrirsátum voriö 1951 kom skrýtinn svipur á fólk sem skoöaöi afrakst- ur vetrarins, sem spuröi í forundran; „Geröir þú ekkert annaö allan veturinn Bragi minn en aö mála berrassaöar konur. “ idin er í eigu Hirsprungska safnsins í Danmörku. fegurðarímyndin hafi fyrrum verið nokkuð frábrugðin því sem gerðist á seinni tímum. Annars tengdist dýrkun nektarinnar lengst- um líkingarsögu, goðafræði, sögumyndinni, grimunni og duldum hvers konar. Menn hafa lengi vitað að mannslíkaminn væri mjög fullkomin smið í þróunarsögunni og Grikkir hófu hann til vegs, eins og við sjáum í myndastyttum þeirra Phidasar, Alk- amenesar, Praxtíiesar, Lissippos og margra fleiri. Þeir sáu í mannslíkamanum fullkomið jafnvægi hlutfalla, og gerðu þau að fegurðar- tákni fornaldarinnar og mannslíkamann að holdgervingi guðanna. Þótt þeir væru miklir stærðfræðingar í myndrænu hugsæi sínu, datt þeim þeim þó síður í hug að mannslík- amninn væri lausn á reikniþraut'sem menn glímdu við um þrískiptingu hornsins, tvöföld- un teningsins og ferskeytingu hringsins - hin svonefndu klassísku vandamál forngrikkja. Sem viðfangsefni í myndlist var karlmaðurinn öllu frekar nakinn en í fötum, aftur á móti voru konur oftar í serk en naktar, hins veg- ar féll serkurinn iðulega meistaralega að sköpulagi þeirra. Hér voru Grikkir að höndla háleita sköpun, sem þeir skilgreindu sem kröfuna um „mimesis" eftirlíkingu náttúr- unnar. Fegurðin lá svo í hugsæi og ákveð- inni sértækri afstöðu til hlutfallanna innbyrð- is, sem þurftu svo ekki að fylgja náttúrunni. Sköpunin varð þannig snemma hliðstæða náttúrunnar en ekki bein stæling hennar. Siðfræði kristinnar trúar vann gegn þess- ari fegurðarímynd mannslíkamans og það var fyrst í umbrotum miðalda er líkast var sem allir jarðneskir andar væru í uppnámi, að kím var lagt að miklum hvörfum sem fæddu af sér endurreisnina, sem einmitt hóf hin fornu fegurðargildi til vegs á ný í ölium greinum sjónlista. Listinni var þá aftur vísað til sætis við hlið vísinda og háspeki og lista- mennirnir voru, sagnfræðingar hugsuðir, uppfinninga og - vísindamenn svo sem Gi- orgio Vasari, Benvenuto Cellini og Leonardo da Vinci. Sporgöngumaður þeirra Pieter Paul Rubens var jafnframt einn mesti díplómat og mannasættir sinnar samtíðar. Auðvitað studdust málarar endurreisnar- innar við naktar fyrirsætur og fyrirsáta, þótt hlutföllin og sköpunarlagið væri nokkuð ann- að en í raunveruleikanum, svo sem skeði hjá Grikkjum. Listaakademíur norðursins höfðu starfað í hundrað ár áður en nemendur fengu að mála naktar fyrirsætur og kom hér til hin forna dýrkun á líkama karlmannsins, en einn- ig hin trúarlega afstaða til blygðunarhug- taksins Samkvæmt frumlegri söguskýringu var það hjá konunni að blygðunartilfinningin varð til, og útlistunin á ferlinu er öllu hrárri en til að mynda goðsagan af fæðingu ástar- gyðjúnnar. I árdaga mannsins, er forfaðir Taungsapans var enn á fjórum fótum á blygð- unarkenndin að hafa vaknað hjá apaynjunni. Hún ágerðist og að því kom að upp rann fyrir henni að sköp hennar vísuðu uppí loft og voru öllum sýnileg þar sem hún hoppaði og skokkaði á fjórum fótum, en hins vegar voru sköp karlapans kyrfilega falin undir honum. Kannski hefur bragðvísi og kænska konunnar fæðst um leið, því hún tældi karlap- ann til að rísa á fætur og við það hurfu sköp hennar á milli læranna og þar hefur hún falið leikfangið ljúfa síðan, en sköp karlapans urðu öllum sýnileg og dingla framan á honum daga alla. Við þetta má bæta, að fyrir kven- legt bráðlæti apaynjunnar á það að hafa gerst eitthvað 10 þúsund árum of snemma, það þoldi hi-yggjarsúlan ekki og því er hún ósköp veikburða enn þann dag í dag. Þessi saga er til marks um að finna má rök fyrir öllu, og kannski er hún ekkj svo ólíkleg þegar öll kurl koma til grafar. í öllu falli er blygðunarkenndin afar ríkur eiginleiki meðal „siðmenntaðra" og fordómarnir eftir því. Blygðunarkenndin virðist hafa verið þrosk- aðri í norðrinu eða fordómarnir meiri í ljósi þess hve seint konum leyfðist að afhjúpa nekt sína fyrir málaraspírum, og hér má í framhjáhlaupi geta þess, að fyrir miðbik þess- arar aldar, þóttu það mikil býsn ef kona var nakin fyrirsæta í Handíða- og myndlistarskó- lanum. Og er ég kom fyrst að utan frá Kaup- mannahöfn með teikningar og málverk, af nöktum fyrirsætum og fyrirsátum vorið 1951, kom skrítinn svipur á fólk sem skoðaði af- rakstur vetrarins, sem spurði í forundran; „Gerðir þú ekkert annað allan veturinn Bragi minn en að mála berrassðar konur?“ Væntan- lega fannst blessuðu fólkinu ég hafa farið giska illa með tímann! Tilgangurinn með þessu skrifi er annars að kynna eina hlið málarans Eckersbergs, sem eru myndir hans og nemenda af fyrirsæt- . um og fyrrsátum. Að það eru mestmegins konur er þó ekki af því að það var aigjör nýjung á þessum árum og meira spennandi, heldur einfaldlega vegna þess að líkami konnnar er mýkri og formrænt fjölbreyttari. Ekki tók maður alltof vel eftir þessum myndum hér áður fyrr og kunni að auk tak- markað að meta, en horfir nú á þær í nýju ljósi, og sér þróunina frá öðrum sjónarhóli í samræmi við að öll hugmyndafræði listarinn- ar hefur verið tekin til endurmats. Það verð- ur svo til þess, að menn nálgast þessar mynd- ir frá annarri hlið en fyrrum og það er eink- um óróleiki og hraði nútímans og hin yfir- þyrmandi tækniheimur sem gerir það að verk- um að þessi yfirskilvitlega ró sem einkennir þær heillar svo marga upp úr skónum er svo er komið. Menn þarfnast þess líka minna, að vera á ; móti fortíðinni en fyrrum, því að tækniheim- urinn hefur gert tímann afstæðari og fyrri tímaskeið eins og banka uppá hjá okkur og eru nýjungar dagsins. Christopher Wilhelm Eckersberg (1783- 1853) var upprunalega í læri í almennu málarafagi og fékk sveinspróf í Flensborg 1803. Nam við Akademíuna í Kaupmanna- höfnl883-1809 og var kennari hans hans Nicolai Abraham Abildgaard. Heldur til Par- ísarl810, var búsettur þar í þijú ár og var í læri hjá Jaques Louis David, þeim sem gerði hina nafnkenndu mynd af hinum myrta Marat, og telst að auk faðir franska klassís- mans í málaralist. Árin 1813-1816 heldur hann til Rómar, þar sem Bertel Thorvaldsen tók honum opnum örmum og dvelur þar næstu þijú árin. Er ráðinn sem prófessor við Akademíuna í Kaupmannahöfnl818 og var forstöðumaður hennar um tveggja ára skeið 1827-29. Eckersberg er nefndur faðir danskr- ar málaralistar fyrir það að hann var læri- meistari gullaldarmálaranna svonefndu, sem höfðu svo mikil áhrif á þróunina allt fram á þessa öld. Það mun og hafa haft nokkur áhrif á list Eckersbergs að hann var tengdur hinum skammlífa málara Jens Juel (1745- 1803) meður því að hann var giftur báðum dætrum hans, fyrst Júlíu 1917-1827 og eftir andlát hennar yngri systurinni Súsönnu. Má orða það svó að hann hafi haldið fast um arfleifð þessa ágæta málara og unnið úr henni með blessunarlegum tilþrifum. Af öllu má ráða á hve traustum fótum grunnmennt- un Eckersbergs var og jafnframt dönsk myndlist, því málarar tímanna leituðu kjarn- ans í list og heimspeki fortíðar og létu ber- ast með straumum samtíðar um leið. Naumast er hægt að segja að myndirnar búi yfir ástleitnum mögnum, en þær eru engu að síður af mjög kynþokkafullu kven- fólki. Áhrifin frá J.L. David og franskri list eru greinileg, en þó bera þær einkenni skap- ara síns og yfirbragð kvennanna er nokkuð annað, en í Frans. Myndröð frá vinstri til hægri: FYRIRSÁTI í raunsæisstíl. Olía á léreft 94,5 x 62,5. Júní 1837. Listakademían Kaupmannahöfn. VILHELM Marstrand; liggjandi fyrirsæta, olía á léreft 26,8 x 37,3 sm. Myndiner máluð haustið 1833. VILHELM Marstrand og Crist- en Köbke; liggjandi fyrirsæta 26.5 x 35. Teikning frá sama tíma. Listakademían Kaup- mannahöfn. STANDANDI fyrirsæta með grænan bakgrunn. Olía á léreft 125 x 76.5 sm. 1837. Listakademían Kaupmannahöfn. C.W. ECKERSBERG. Ung stúlka fléttar hár sitt. 1839. Olía á léreft. 45 x 33 sm. Louvre safnið í París. ELLEFU ára fyrirsæta. Olía á léreft 86,5 x 57,5. Júlí 1837. Listakademían Kaupmannahöfn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.