Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Page 13
mSMSm&k
HÉR ER eins og byggt hafi verið yfir stór-
iðju, en svo er ekki. Þarna fór enginn iðn-
aður fram, heldur verzlun með lifandi fólk.
Hér er Elmina-kastali, sem var á sínum
tíma miðstöð þrælasölunnar frá Ghana.
FYRIRFÓLKIÐ mætir til hátíðarinnar.
SÖLUBÚÐ með Afríkulist, fjöldaframleiðslu gerð eftir upprunalegu list þjóða í Afríku.
stolt af. Börnin höfðu nokkurs konar leiksýn-
ingu eða áróðursherferð fyrir okkur til að gefa
okkur sýnishorn _af leikskólastarfinu. Boðskap-
urinn var skýr. Á fyrsta spjaldinu.stóð: „Fam-
ily planning". Á næsta spjaldi stóð „Your life
depends on...“ - líf þitt liggur við ... - og þar
var upp talið meðal annars að fjölskyldurnar
ættu að vera hæfilega stórar og bólusetja
ætti börnin gegn ýmiss konar sjúkdómum.
Börnin léku vandræði heimilanna þegar lítið
er til af mat, fjölskylduofbeldi skammt undan
og síðan hungur. Þau léku sjúkdóma þá sem
hægt er að fá ef ekki er bólusett, svo sem
berkla, kíghósta, mænuveiki og stífkrampa af
slíkum krafti að þau lifðu sig fullkomlega inn
í þá bæklun sem biði óbólusettra. Sú sem lék
kíghóstann gekk um sviðið aldeilis tvöföld og
hóstaði eins og herforingi. Sá sem var með
mænuveikina skakklappaðist svo ferlega að
engu var líkara en annar töturinn væri að
detta undan honum. Þetta er ein áhrifaríkasta
áróðursleiðin til foreldranna sem oft eru ólæs.
Með því að börnunum sé kennt eru meiri líkur
á að boðskapurinn berist inn á heimilin.
Leikskólinn er ein stofa af venjulegri skóla-
stofustærð en þarna voru um 100 börn. Þau
voru ótrúlega stillt og prúð og það vakti sér-
staka athygli hve börnin voru falleg og vel
hirt. Þau voru öll klædd í skólabúninga og
virtust bæði vel nærð og hraust. Leikföngin
voru legókubbar sem okkur var tjáð að væru
frá íslenskum soroptimistum. Okkur voru einn-
ig boðnar veitingar en í svona svakalegum
hita er alltaf kærkomið að fá vatn eða appels-
ínusafa. Með drykknum var borin fram ein-
hvers konar jólakaka með rúsínum sem var
einhvern veginn stílbrot við aðra menningu.
Þessa köku fengum við víðast hvar og má
telja að þarna sé trúlega um breska hefð að
ræða. Þegar við kvöddum var okkur veifað
eins og um kóngafólk væri að ræða.
Næsti viðkomustaður var Okuapeman Sec-
ondary School og þar stóð til að opna blindra-
bókasafn sem Soroptimistaklúbbur Accra stóð
að. Þar var okkur fyrst beint inn í matsal og
borinn fram matur, steiktur fískur og harð-
harð-harðsteiktur kjúklingur sem virðist vera
einn helsti þjóðarrétturinn og með þessu feng-
um við tvenns konar hrísgijón.
Brátt dreif þar að stelpur og stráka en alls
eru þarna rúmlega 1.200 unglingar í skóla.
Bumbur voru barðar af mikilli kúnst og brátt
fór að draga til meiri tíðinda. Fyrst komu
menn berandi trépall og settu hann fyrir miðju
torgi skólans. Pallurinn var samansleginn úr
nokkrum spýtum og var eins og lítill pýr-
amídi, flatur að ofan. Yfir pallinn var svo
breitt teppi eitt fallegt og loks var stóll settur
ofan á teppið. Þar með var komið fínasta
hásæti! Við gestirnir sátum í þægilegum stól-
um við grasflötina þar sem skemmtiatriðin
áttu að fara fram. Líklega hafa verið tæmdir
allir stólar úr húsum í nágrenninu svo að við
gætum setið þarna þægilega.
Svo voru bumburnar barðar enn harðar og
inn á flötina gengu menn beint inn úr ævintýr-
unum úr 1001 nótt. Fremstur gekk kóngurinn
í litskrúðugum kufli með gullarmbönd og
hringa, undir rauðri sólhlíf sem borin var uppi
af hjálparsveinum hans. Hann settist í hásæt-
ið og tvö lítil börn settust svo við fætur hans.
Höfðingjar sátu svo í kringum hann. Á eftir
kónginum kom kona, líka undir rauðri sólhlíf
eða tjaldhimni, sem kölluð var „Queen-mot-
her“, drottningarmóðir sem þó var ekki af
neinu kóngafólki heldur aðeins virðuleg kona,
nokkurs konar menningarleiðtogi samfélags-
ins. Hún var glæsileg kona í himinblárri
skikkju með gullbryddingum og gullarmbönd
upp handleggina. Það var eins og að vera
staddur í bíó eða í einhverju ævintýri að sjá
þessa tilburði alla.
Stúdentakór í brúnum skikkjum og með
breska ferkantaða stúdentahatta söng nokkur
lög. Blindu nemendurnir sungu líka fyrir okk-
ur og einn blindur nemandi flutti þakkará-
varp. Sérstaka athygli vakti blindur unglingur
sem var einnig örkumla og gat ekki gengið.
Hann söng og spilaði á trommur af feikna-
krafti þótt hann skriði á hnjánum og hefði
skóna sína á höndunum.
Ræður voru fluttar og nemendur dönsuðu
alls konar táknræna dansa um táningaást og
ótímabundna þungun enda virðast einstæðar
mæður á táningsaldri vera mikið vandamál í
þessu landi.
Skemmtilegt var líka að inn um öll þessi
fínheit mátti sjá ansi sperrtan rauðleitan hana
sem hafði fullan hug á að taka þátt í hátíðar-
höldunum og tveir litlir kiðlingar komu inn á
grasflötina líklega í matarleit.
Þegar ræðuhöldum lauk var haldið inn á
blindrabókasafnið enda var tilgangurinn með
heimsókninni að vígja það. Fyrstir fóru auðvit-
að höfðingjarnir og svo sendiherrarnir og fyrir-
fólkið. Við hin fórum í humátt á eftir rauðu
sólhlífunum og karlaskaranum. Safnið er ekki
stórt en vakti feikna athygli. Það sem vakti
mesta undrun okkar íslensku soroptimistanna
var að þarna voru komnar sendingar frá Lú-
isu Bjarnadóttur og hjálparkonum hennar á
íslandi sem þær höfðu sent til Ghana snemma
á árinu. Við nutum svo sannarlega góðs af
komu íslensku sendingarinnar og ísland var
á allra vörum. Soroptimistar á Islandi hafa
stutt þessar systur sínar í Ghana um langt
árabil við að halda uppi þjónustu við blind
börn, einkum að hjálpa þeim til menntunar.
Mikið var þarna um dýrðir. Þarna voru kassar
með spólum og ýmiss konar vamingi, ailt
merkt sem gjafir frá systrum á íslandi auk
þess sem við höfðum meðferðis. Það var ekki
örgrannt um að soroptimistasystur frá öðrum
löndum væru dálítið afbrýðisamar vegna þess
hve mikið var gert með íslendingana. Við feng-
um að sjá hvernig þessar gjafir gátu gert blind-
um nemendum skólans mögulegt að stunda
þar nám.
Við vorum einnig kynntar fyrir Mörtu lítilli
blindri stúlku sem Soroptimistaklúbbur Accra
tók í fóstur. Accra-klúbburinn borgaði fyrir
hana skólagjöld og annan kostriað og hafði
hún verið á þeirra framfæri árum saman. Hún
var óskaplega feimin en við gátum samt gert
henni grein fyrir okkur og hún fékk eina ta-
landi klukku frá okkur sem sérstaka gjöf.
Ekki veit ég nákvæmlega hve margar blind-
ar stúlkur eru þarna við nám en það vakti
athygii að þær voru öðruvísi klæddar en aðrar
stúlkur. Þær voru í einlitum, bláum kjólum
en hinar stúlkurnar voru í munstruðum kjól-
um, þótt bláir væru. Merkilegt var líka að
þótt allir kjólarnir væru bláir voru varla nokk-
urs staðar tveir sem voru með sama munstri.
Við vöfruðum þarna um vellina innan um
kóngafólkið og fannst mikið til okkar koma
enda voru íslendingar alls staðar slíkir aufúsu-
gestir. Eftir á að hyggja má telja að nafn
Islands hafi ekki verið oftar nefnt í þessu landi
frá því sögur hófust en þessa viku sem við
vorum þarna.
Þegar búið var að smala okkur saman í
rúturnar var enn einu sinni stoppað og nú á
heimili Queen-mother þeirrar fögru í bláa
kyrtlinum með gullböndunum. Okkur var bor-
inn kvöldverður þarna upp úr þurru. Kvöld-
matur fyrir 100 manns virtist ekki koma þeim
mikið á óvart. Kvöldverðurinn og drykkjar-
föngin voru sannarlega óvæntur bónus á ótrú-
legum degi.
ONNUR mjög eftir-
minnileg skoðunarferð
var til borgarinnar
Kumasi sem er nokk-
uð langt inn í landi.
Þangað fórum við til
að heimsækja Sorop-
timistaklúbb þeirrar
borgar og einkum að
sjá það verkefni sem þær hafa lagt fram sem
sitt aðalviðfangsefni. Ferðin var farin eitthvað
út í skóginn og við ókum lengi, lengi eftir
moldarslóðum þar til loks var numið staðar í
þorpi sem reist hafði verið báðum megin við
götuslóðann. í raun og veru höfðu þessar 25
Soroptimistakonur tekið heilt þorp í fóstur!
Þorpið heitir Adunku og eitt það merkasta sem
soroptimistarnir höfðu gert í þessu þorpi var
að láta byggja þar bakaraofn. Þar gátu allir
þorpsbúar bakað sitt eigið brauð og jafnvel
var hægt að baka þar brauð og selja. Áður
höfðu konurnar farið með deigið á höfðinu
langar leiðir til að koma þvi í bakstur, jafnvel
allt til Kumasi sem var fleiri mílur í buitu.
Um leið og við komum inn í þorpið fylltust
allar götur af fólki sem var mætt til að bjóða
gestina velkomna. Þar var húrrað og hrópað
rétt eins og konungar væru þama á ferð. Síð-
an var farið með okkur á torg staðarins þar
sem höfðingjarnir sátu. Öllum var heilsað með
handabandi og síðan hófst athöfn þar sem h't-
il stúlka var tekin í fullorðinna manna tölu.
Hún virtist ekki eldri en 10-11 ára. Konur
þorpsins dönsuðu sérkennilegan dans með
bumbuslætti henni til heiðurs. Stúlkan sat á
jörðinni og var hjúpuð silfurlituðum dúk upp
fyrir bijóst en axlirnar og handleggimir vom
þaktir einhvers konar gylltu dufti. Framan við
hana var raðað gjöfum sem henni höfðu verið
færðar í tilefni dagsins. Aðallega var þetta
matur, krydd, olía, núðlur og þess háttar. Einn-
ig hafði henni verið færð ein stórgjöf sem var
saumavél. Þar með var hún tekin í fullorðinna
manna tölu.
Þá tóku við ræðuhöld á tungumáli Ashanti
sem við skildum auðvitað ekki baun í. Oftast
hafði verið talað á ensku sem er hið opinbera
►
OG EKKERT SKIPULAG Á NEINU
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996 1 3