Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 3
LESBðK MOIi(.l\IÍIV»)SI\S - MIWIM./USIIll I. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Frumbyggjar Ástralíu hafa ekki verið metnir að verð- leikum eða átt sjö dagana sæla í sambúð- inni við hvíta manninn, en margt gætum við af þeim lært, til dæmis það að umgang- ast náttúruna með virðingu og að draga ekki meira en Drottinn gefur. Um frum- byggjana skrifar Sólveig Einarsdóttir, sem býr í Ástralíu. 9.000 ár eða meira eru síðan menn byggðu hof með guðamyndum og og bústaði úr hlöðn- um steini í suðurhluta Tyrklands. Þetta eru elztu minjar um menningu sem nokk- ursstaðar hafa fundizt og um 5.000 árum eldri en upphaf menningar í Egyptalandi. | Hátíðahöld í tilefni af aldarafmæli Leikfélags Reykja- víkur hefjast 9. janúar næstkomandi þeg- ar Dómínó eftir Jökul Jakobsson verður frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi verkið í Iðnó á Listahátíð í Reykjavík 1972 og nú er ríflega hálfur annar áratugur síðan verk eftir Jökul var á fjölum atvinnuleik- húsanna. Nýtæknin hefur opnað safnafólki möguleika til að gera fortíðina aðgengilegri almenningi. Þjóðminja-, náttúrusögu- og vísindasöfn eru að verða með líflegustu stofnunum að sækja heim og hefur víða orðið algjör kúvending á nokkrum árum. Bragi As- geirsson fjallar um þetta efni í grein um sýningu, sem opnuð var í danska þjóð- minjasafninu í Kaupmannahöfn á annan dag jóla. Sýningin er haldin í tilefni 600 ára afmælis Kalmarsambandsins. Sveinbjörn Egilsson hafði ekki aðeins mikil og góð áhrif á nemendur sína í Bessastaðaskóla, heldur var hann gott skáld. En skáldskap- ur Sveinbjarnar er ómaklega að fyrnast og gleymast, segir greinarhöfundurinn, Ármann Jakobsson miðaldafræðingur. Forsíðumyndina tók Einar Falur Ingólfsson ó Emubúgarði frumbyggja i Queensland i Ástralíu. ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON GEIMFERÐ Ég heyrði bylgjóttan nið af norðurljósum. Nóttin var svöl og heið: ég brunaði meðfram gulum og rauðum, grænum og bláum fossum, geystist svo fram úr þeim á leið til tungls. Á öðrum fæti fór ég umhverfis skjöldinn og fékk ekki hamið mig, kunni mér ekki læti, skautaði hálfboginn himinsins glæru ísa hraðara en fugl - og blés þó ekki úr nös. Ég fleygðist milli ijarlægra stjömumerkja, unz fjósakonumar Ijósglaðar stugguðu við mér. Þá flýtti ég mér til föðurhúsanna aftur og fossunum þjótandi mætti á leiðinni heim. (Mig dreymir bylgjóttan nið af norðurljósum, en nú em gömlu skautarnir mínir týndir.) Ólafur Jóhann Sigurðsson, 1918-1988, var fró Torfastöðum í Grafningi, en bjó lengst af í Reykjavík og gerðist rithöfundur undir merki raunsæisstefnunn- ar ó órunum fyrir siðari heimsstyrjöldina. Fyrstu viðfangsefnin voru um sveita- líf, en siðar gerast bækur hans að mestu í Reykjavík. Fyrir Ijóðabækur sínar, Að laufferjum og Aó brunnum, hlaut hann bókmenntoverðlaun Norðurlando- róðs 1976. RABB ÞESSIINDÆLA LJÓSADÝRÐ AÐ líður að lokum þessarar jólahátíðar. Skammdegið býr sig undir að taka öll völd aftur eftir að hafa hopað tímabundið undan ljósadýrð aðventunnar og flugeldaveislu áramótanna. Misjafnt er eftir þjóðum hve mikið er skreytt um jólin og hvoi-t skreytingar eru einlitar eða marglitar. Það fer áreiðanlega ekki framhjá neinum að jólaljósin hér á landi eru í öllum regnbog- ans litum og það er eitt af því sem heillar og styttir skammdegið. Eitt er að lýsa upp og svosem nógu indælt í sjálfu sér, en annað að fá í þokkabót lit í tilveruna, þegar náttúran virðist aðeins hafa úr hvítu, gráu og svörtu að velja. Norðurljós- in æða ekki alltaf um himin og þá verður mannfólkið að taka til sinna ráða. Víða eru landsmenn farnir að freistast til þess að láta jólaljósin lýsa upp skamm- degið lengur en hefðin segir til um, fram yfir þrettándann. Um þá ráðstöfun sýnist sitt hverjum, en það er ósköp notalegt að stytta skammdegið með þessum hætti. í stað þess að lengja jólin með því að hafa skreytingar þeirra langt fram eftir nýju ári, væri ef til vill ekki úr vegi að ráðast gegn myrkrinu á annan hátt. Hvernig væri að við kæmum okkur upp okkar eig- in íslensku ljósaveislu í mánuðunum dimmu og erfiðu, janúar og febrúar, þó svo að sjálf hátíð ljóssins sé um garð gengin? Má ekki þreyja þorrann þannig, taka á móti góu með ljósum? Það er óþarfi að bregðast við hart og hafa áhyggjur af kostnaði og jafnvel bruðli; við erum jú bara að tala um ljós, en ekki gjafaflóð og fínan mat. Áður en flugeldar urðu höfuðeinkenni íslenskra áramóta, einkenndust þau af brennum og álfadansi. í Sögu daganna segir Árni Björnsson að elsta dæmið um áramótabrennu sem fundist hafi, sé frá árinu 1791, en það voru piltar í Hólavalla- skóla í Reykjavík sem áttu heiðurinn af henni. Talið er að brennan hafi verið á Landakotshæð. Fyrsti álfadansinn var hins vegar á Tjörninni í Reykjavík á gamlárskvöld árið 1871. Guðjón Friðriksson segir í Sögu Reykjavíkur að til hans hafi verið efnt að frumkvæði pilta í Lærða skólanum: „Allir Reykvíkingar sem vettlingi gátu valdið, þyrptust, út á tunglskinsbjart svell- ið. Ungir menntamenn og skólapiltar skiptu liði og voru ýmist búnir sem ljósálf- ar eða svartálfar.“ Svo komu flugeldarnir. Elstu lands- menn minnast þess úr æsku að áramótum hafi verið fagnað með því að skjóta upp einstaka rakettum og hjá velmegandi fjöl- skyldum voru sýningar. Nú er svo komið að fjölmiðlar segja frá því eftir hver ára- mót að þjóðin hafi skotið hundruðum millj- óna króna uppí loft á gamlárskvöld. í fyrra var upphæðin eitthvað í kringum 200 milljónir. Mér leiðist reyndar tónninn í þessum fréttum: Alltaf eru íslendingar samir við sig í bruðlinu. Alltaf samir við sig í óhóf- inu. Allar þessar milljónir í hreinan óþarfa. Það er einmitt við upphrópanir um óþarfa eyðslu sem ég hrekk við. Fólki hlýtur að vera í sjálfsvald sett hvað það kaupir af flugeldum og ef íslendingar vilja setja met í flugeldakaupum miðað við höfða- tölu, er skýringarinnar líklega að leita í myrkrinu. Þetta er ekki bruðl, þetta er sjálfsbjargaiTÍðleitni þjóðar, af sama toga og sú undarlega breyting, sem mannfræð- ingar fundu út með rannsóknum á Islend- ingum og öðrum þjóðum, að hér á landi væri fólki síður hætt við skammdegis- þunglyndi en þeim sem óvanari eru myr- krinu. Fyrir ári brá ég útaf vananum og fór við fámenni uppí sumarbústað fyrir ára- mót. Ætlaði að prófa að eyða þeim í ró og kyrrð, fjarri öllum hátíðahöldum, flug- eldum og brennum. Það er skemmst frá því að segja að þetta var misheppnuð ráðstöfun. Ég var með fráhvarfseinkenni sem ágerðust þegar leið á gamlárskvöld þar sem ég sat með litla stjörnuljósið mitt og reyndi að ná upp réttri stemmn- ingu. Kvöldið var fallegt í sveitinni fjarri mannabyggð, veðrið eins og best verður á kosið, allt var eins og í ævintýri. Bara ekki réttu ævintýri þetta kvöldið. Ég ætla ekki í bráð að verða aftur fjarri flugeldun- um mínum á gamlárskvöld. Þeim fjölgar sífellt útlendingunum sem eyða áramótum hér á landi og er helsta aðdráttaraflið, flugeldasýning lands- manna þegar gamla árið er kvatt og nýju heilsað. En þrátt fyrir margumtalað met íslendinga í flugeldakaupum miðað við höfðatölu, er það ekki endilega ljósadýrð- in sem heillar hina erlendu gesti okkar. Hana þekkja útlendingar margir hverjir betur en við, enda glæsilegar flugeldasýn- ingar algengar þegar stórviðburðum af einu eða öðru tagi er fagnað á erlendri grundu. Það sem heillar, er sú staðreynd að hér er einstaklingsframtakið í hávegum haft. Engin yfirvöld stjórna og skipu- leggja flugeídasýningu frá Perlunni, Viðey eða öðrum álíka stöðum þar sem almenn- ingi er uppálagt að halda sig á mottunni og horfa á. Þeir sem vilja, halda sína eig- in sýningu sem verður hluti af sýningu þjóðar. Hinir, sem eru sáttir við að vera bara áhorfendur, halda sig afsíðis og njóta Ijósadýrðarinnar. Svo þjóta flugeldarnir upp, einn hér, annar þar, litlir og stórir, gulir, rauðir, grænir og bláir og það er einmitt þetta skipulagsleysi sem gerir ís- lensku flugeldasýningarnar sérstakar. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.