Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 6
Gesturinn Reykjavíkur hefjast 9. janúar næstkomandi þegar Dómínó eftir Jökul Jakobsson veróur frumsýnt ó litla sviói Borgarleikhússins. Eftir að hafa rifjað upp fyrstu uppfærsluna í Iðnó fyrir aldarfjóróungi leit ORRI PALL ORMARSSON inn á æfingu á verkinu í Borgarleikhúsinu og heyrði hljóðið í leikstjóran- um, Kristínu Jóhannesdóttur — þegar hann hafói HANNA MARIA KARLSDÓTTIR MARGRÉT er afar sérkennileg kona, ekki auðskilin en samt ótrúlega auð- skilin — þegar maður skilur hana. Hún er eins konar strengjabrúðu- stjórnandi á heimiiinu en verður sí- fellt að leika leiki til að halda lífi. Þegar hún var yngi'i hafði ákveðinn maður djúpstæð áhrif á hana, breytti lífi hennar, og upp frá því hefur hún þjáðst af sérkennilegum sjúkdómi — lífinu sjálfu! HALLDORA GEIRHARÐS- DÓTTIR SIP er unglingur í uppreisn gegn for- eldrum sínum — sem eru ömurlegir. Hún er í tilvistarkrísu, þar sem hún er ekki búin að ná löppunum niður á jörðina, og sparkar í foreldra sína en vonast til að fá spark til baka. Hún er eiginlega mjög dæmigerður ungl- ingur, sem vill gera allt annað en það sem hann á að gera, en vill samt, innst inni, að allt sé gott. Hótíóahöld í tilefni qf aldarafmæli Leikfélags nóð óttum og fullvissað sig um að hann hefði ekki farið húsavillt. JÚ, VÍST hét hann Pétur,“ segir Gestur, þegar þau Margrét, vin- kona hans frá fornu fari, rifj'a upp kynni sín af ungum pilti, sem svipti sig lífi. „Hvað annað gat hann svo sem heitið.“ „Jú, auðvit- að hét hann Pétur,“ svarar Mar- grét um hæl, „en ertu viss um að hann hafi framið sjálfsmorð?" Já, skyldi Gestur vera viss, framdi Pétur kannski bara sjáifsmorð í óeiginlegum skilningi, hét hann kannski alls ekki Pétur, heldur Gestur, og hvað er hann að vilja á heimili Margrétar, sem orðin er eiginkona og móðir, eftir allan þennan tíma við vegagerð í fjarlægri heims- álfu? Fór hann kannski aldrei? Þegar Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Dómínó Jökuls Jakobssonar í Iðnó á Listahá- tíð í Reykjavík 1972 sagði Þorvarður Helga- son í leikdómi í Morgunblaðinu: „Dómínó er gott leikrit, það er skrifað út úr tímanum, sem við lifum á af höfundi, sem skynjar vel sína samtíð. Það er mjög ánægjulegt að þessu viðburðasnauða og bragðdaufa leikári skuli þó ljúka með einu nýju velgerðu íslenzku leikriti og einmitt leikriti, sem gefur leikurun- um tækifæri til að takast á við listina. Leik- ritið er sérkennilegt en við skulum ekki láta það villa okkur sýn um kosti þess.“ Og enn eru áþekkar skoðanir uppi á ten- ingnum. „Frá mínum bæjardyrum séð er Dómínó eitt af sérstæðustu leikritum Jökuls og þess vegna hvað mest spennandi að fást við eftir þetta hlé sem orðið hefur á flutningi á verkum hans,“ segir Kristín Jóhannesdótt- ir, sem setur verkið upp í Borgarleikhúsinu, en ríflega hálfur annar áratugur er síðan verk eftir Jökul var á fjölum atvinnuleikhús- anna. „Einmitt þess vegna verður mjög fróð- legt að fylgjast með viðbrögðunum við þess- ari sýningu, því meðan Jökull var og hét átti persóna hans til að stilla sér upp á milli verka hans og viðhorfsins til þeirra." Af þessu má ráða að Kristínu þykir tíma- bært að skoða verk Jökuls í nýju ljósi og hvers vegna ekki að fá manneskju, svo sem hana sjálfa, sem hvorki þekkti höfundinn persónulega né sá sýninguna á Dómínó í Iðnó til að stjórna uppfærslunni? Drastiskir atburöir „Þó verkið sé að vissu leyti bundið tíman- um sem það var skrifað á hefur það skírskot- un til okkar tíma,“ segir leikstjórinn. „Við skyggnumst inn í sérkennilegan og lokaðan heim fjölskyldu þess sem við myndum kalla „betri borgara". Þarna hafa einhveijir mjög drastískir atburðir gerst og við fylgjum pers- ónunum í gegnum völundarhús minninga og tilfinninga í leit þeirra að rót sársaukans, lífshamingjunni og samhengi hlutanna." Kristín kveðst hafa lagt upp með það að Dómínó sé tragí-kómedía, því þótt alvaran kraumi undir niðri sé sýn Jökuls umfram allt skemmtileg, sem sé vitaskuld engin tilvilj- un „þar sem flestum sem þekktu Jökul ber saman um að hann hafí verið ákaflega skemmtilegur maður“. Og samkvæmt leik- stjóranum er morgunljóst að hann á ennþá erindi við okkur. „Ef eitthvað er þá er hann sterkari en nokkru sinni." Að áliti Kristínar byggist leiksýning á hin- um heilaga þríhyrningi, verkinu sjálfu, fram- setningunni og magíu leikarans. „Magía leik- arans á að skipa öndvegi, hvort sem er í kvikmyndum eða leikhúsi, en að upplifa hana getur verið eins og að sjá ljósmynd framkall- ast. Þess vegna getur ekkert leikrit orðið gott nema samstarf leikstjóra og leikara gangi upp.“ Stööug uppgötvun Og hópurinn sem vekur Dómínó af blundi hefur „heldur betur ekki“ brugðist vænting- um leikstjórans, en hann skipa Egill Ólafs- son, Eggert Þorleifsson, Hanna María Karls- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Ól- afsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. „Ég er óskaplega lánsöm að hafa fengið að vinna með þessum hópi. Það kemur fyrir að ákveðn- ir töfrar eiga sér stað innan hópa og í upp- hafi grunaði mig að það gæti gerst að þessu sinni, nokkuð sem ég fékk fljótlega staðfest. Við fundum strax farveginn. Það hefur eitt- hvað magnað gerst á þessu æfingarferli sem hefur verið stöðug uppgötvun." Starfið í leikhúsinu heillar því Kristínu, líkt og Jökul forðum, en í viðtali í Morgun- blaðinu, í tilefni af frumsýningu á Dómínó í Iðnó, lét hann svo um mælt: „Ég er fljótur að vinna hverja leikgerð, en með uppskrift gjörbreytist oft allt og þegar byrjað er að frumvinna leikritið í leikhúsi, fýkur tæplega helmingur af stykkinu og samið er upp í stað- inn. Megnið af vinnunni er í leikhúsinu eftir að æfingar eru byijaðar. Þetta er eins og að koma með járn í smiðju. Það þarf að hita það og síðan sveigja til í það form sem þyk- ir gefa mesta möguleika.“ I ljósi þessara ummæla þarf ekki að koma á óvart að leikritaskáldið hafi, í umræddu viðtali, sagst kunna best við sig í leikhúsinu, „nema á frumsýningum. Þá vildi ég vera uppi á fjöllum eða úti á sjó“. Morgunblaðið/Ásdís GLATT á hjalla í samkvæmi hjá hjónunum Margréti (Hönnu Maríu Karlsdóttur) og Kristjáni (Eggerti Þorleifssyni), aðrir viðstaddir eru dóttir þeirra, Sif, (Halldóra Geirharðsdóttir), Soffía samkvæmisljón (Guðrún Ásmundsdóttir og Gestur, gamall vinur húsfreyjunnar (Egill Ólafsson). INYJU LJOSI MARGRET ÓLAFSDÓTTIR LOVÍSA lifír í fortíðinni. Hún hefur verið glæsikvendi og aðaldrifíjöðrin í öllu fjörinu, og þótt allt sé hrunið, reynir hún að halda í það. Þá þykir henni gott í staupinu og reynir því að drekka þegar hún getur — hún er eiginlega alveg út úr heiminum. Samkvæmisljónið GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR SOFFÍA er ekki sú alvinsælasta með- al húsráðenda en einhverra hluta vegna er henni boðið I allar veislur, sennilega vegna þess að hún var í öllum veislum í gamla daga. Hún er þaulvön partímanneskja sem finnst hún virkilega kunna sig en treður auðvitað í spínatinu allan tímann. EGILL ÓLAFSSON GESTUR er einn af þessum karakter- um sem margir kannast við, það er að segja hann er þessi óvenjulegi gest- ur sem birtist alltaf þegar síst skyldi. Það er ekki alveg ljóst í hvaða erinda- gjörðum hann er kominn en hann er þaulsetinn og hefur undarlegt lag á að láta allt snúast í kringum sig. Smám saman gerast síðan þeir hlutir að Gestur fer að verða mikilvægur fyrir verkið enda eru áhöld um það hvort hann hafi verið svo mikið í burtu. Húsbóndinn EGGERT ÞORLEIFSSON KRISTJÁN er húsbóndinn á heimii- inu, búinn til í bílskúr vestur í bæ og notar Einar Ben við öllu innvortis. Hann er athafnamaður af fyrstu kyn- slóð, býr með konu af annarri kynslóð og á dóttur af ’68 kynslóð. Þarf að segja meira? Ættmóðirin Dóttirin Húsfreyjan 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.