Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 6
Morgunblaóió/Ásdís GLATT á hjalla í samkvæmi hjá hjónunum Margréti (Hönnu Maríu Karlsdóttur) og Kristjáni (Eggerti Þorloifssyni), aðrir viðstaddir eru dóttir þeirra, Sif, (Halldóra Geirharðsdóttir), Soffía samkvæmisljón (Guðrún Ásmundsdóttir og Gestur, gamall vinur húsfreyjunnar (Egill Ólafsson). I NYJU LJOSI Hátíóahöld í tilefni gf aldarafmæn Leikfélags Reykjavíkur hefjast9. janúar næstkomandi þegar Dómínó eftir Jökul Jgkobsson verður frumsýnt ó litla sviói Borggrleikhússins. Eftir aó hgfg rifjaó upp fyrstu uppfærsluna í lónó fyrir aldarfjórðungi leit ORRI PÁLL ORMARSSON inn á æfingu á verkinu~ í Borgarleikhúsinu og heyrði hljóðið í leikstjóran- um, Kristínu Jóhannesdóttur - þegar hann hafði náð áttum og fullvissað sig um að hann hefói ekki farið húsavillt. JÚ, VÍST hét hann Pétur," segir Gestur, þegar þau Margrét, vin- kona hans frá fornu fari, rifja upp kynni sín af ungum pilti, sem svipti sig lífi. „Hvað annað gat hann svo sem heitið." „Jú, auðvit- að hét hann Pétur," svarar Mar- grét um hæl, „en ertu viss um að hann hafi framið sjálfsmorð?" Já, skyldi Gestur vera viss, framdi Pétur kannski bara sjálfsmorð í óeiginlegum skilningi, hét hann kannski alls ekki Pétur, heldur Gestur, og hvað er hann að vilja á heimili Margrétar, sem orðin er eiginkona og móðir, eftir allan þennan tíma við vegagerð í fjarlægri heims- álfu? Fór hann kannski aldrei? Þegar Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Dómínó Jökuls Jakobssonar í Iðnó á Listahá- tíð í Reykjavík 1972 sagði Þorvarður Helga- son í leikdómi í Morgunblaðinu: „Dómínó er gott leikrit, það er skrifað út úr tímanum, sem við lifum á af höfundi, sem skynjar vel sína samtíð. Það er mjög ánægjulegt að þessu viðburðasnauða og bragðdaufa leikári skuli þó ljúka með einu nýju velgerðu íslenzku leikriti og einmitt leikriti, sem gefur leikurun- um tækifæri til að takast á við listina. Leik- ritið er sérkennilegt en við skulum ekki láta það villa okkur sýn um kosti þess." Og enn eru áþekkar skoðanir uppi á ten- ingnum. „Frá mínum bæjardyrum séð er Dómínó eitt af sérstæðustu leikritum Jökuls og þess vegna hvað mest spennandi að fást við eftir þetta hlé sem orðið hefur á flutningi á verkum hans," segir Kristín Jóhannesdótt- ir, sem setur verkið upp í Borgarleikhúsinu, en ríflega hálfur annar áratugur er síðan verk eftir Jökul var á fjölum atvinnuleikhús- anna. „Einmitt þess vegna verður mjög fróð- legt að fylgjast með viðbrögðunum við þess- ari sýningu, því meðan Jökull var og hét átti persóna hans til að stilla sér upp á milli verka hans og viðhorfsins til þeirra." Af þessu má ráða að Kristínu þykir tíma- bært að skoða verk Jökuls í nýju ljósi og hvers vegna ekki að fá manneskju, svo sem hana sjálfa, sem hvorki þekkti höfundinn persónulega né sá sýninguna á Dómínó í Iðnó til að stjórna uppfærslunni? Drastiskir atburöir „Þó verkið sé að vissu leyti bundið tíman- um sem það var skrifað á hefur það skírskot- un til okkar tíma," segir leikstjórinn. „Við skyggnumst inn í sérkennilegan og lokaðan heim fjölskyldu þess sem við myndum kalla „betri borgara". Þarna hafa einhverjir mjög drastískir atburðir gerst og við fylgjum pers- ónunum í gegnum völundarhús minninga og tilfinninga í leit þeirra að rót sársaukans, llfshamingjunni og samhengi hlutanna." Kristín kveðst hafa lagt upp með það að Dómínó sé tragí-kómedía, því þótt alvaran kraumi undir niðri sé sýn Jökuls umfram allt skemmtileg, sem sé vitaskuld engin tilvilj- un „þar sem flestum sem þekktu Jökul ber saman um að hartn hafi verið ákaflega skemmtilegur maður". Og samkvæmt leik- stjóranum er morgunljóst að hann á ennþá erindi við okkur. „Ef eitthvað er þá er hann sterkari en nokkru sinni." Að áliti Kristínar byggist leiksýning á hin- um heilaga þríhyrningi, verkinu sjálfu, fram- setningunni og magíu leikarans. „Magía leik- arans á að skipa öndvegi, hvort sem er í kvikmyndum eða leikhúsi, en að upplifa hana getur verið eins og að sjá ljósmynd framkall- ast. Þess vegna getur ekkert leikrit orðið gott nema samstarf leikstjóra og leikara gangi upp." Stöóug uppgötvun Og hópurinn sem vekur Dómínó af blundi hefur „heldur betur ekki" brugðist vænting- um leikstjórans, en hann skipa Egill Ólafs- son, Eggert Þorleifsson, Hanna María Karls- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Margrét Ól- afsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. „Ég er óskaplega lánsöm að hafa fengið að vinna með þessum hópi. Það kemur fyrir að ákveðn- ir töfrar eiga sér stað innan hópa og í upp- hafi grunaði mig að það gæti gerst að þessu sinni, nokkuð sem ég fékk fljótlega staðfest. Við fundum strax farveginn. Það hefur eitt- hvað magnað gerst á þessu æfingarferli sem hefur verið stöðug uppgötvun." Starfið í leikhúsinu heillar því Kristínu, líkt og Jökul forðum, en í viðtali í Morgun- blaðinu, í tilefni af frumsýningu á Dómínó í Iðnó, lét hann svo um mælt: „Ég er fljótur að vinna hverja leikgerð, en með uppskrift gjörbreytist oft allt og þegar byrjað er að frumvinna leikritið I leikhúsi, fýkur tæplega helmingur af stykkinu og samið er upp í stað- inn. Megnið af vinnunni er í leikhúsinu eftir að æfingar eru byrjaðar. Þetta er eins og að koma með járn í smiðju. Það þarf að hita það og síðan sveigja til í það form sem þyk- ir gefa mesta möguleika." I ljósi þessara ummæla þarf ekki að koma á óvart að leikritaskáldið hafí, í umræddu viðtali, sagst kunna best við sig í leikhúsinu, „nema á frumsýningum. Þá vildi ég vera uppi á fjöllum eða úti á sjó". Gesturinn EGILL ÓLAFSSON GESTUR er einn af þessum karakter- um sem margir kannast við, það er að segja hann er þessi óvenjulegi gest- ur sem birtist alltaf þegar síst skyldi. Það er ekki alveg Ijóst í hvaða erinda- gjörðum hann er kominn en hann er þaulsetinn og hefur undarlegt lag á að láta allt snúast í kringum sig. Smám saman gerast síðan þeir hlutir að Gestur fer að verða mikilvægur fyrir verkið enda eru áhöld um það hvort hann hafí verið svo mikið í burtu. Húsbóndinn EGGERT ÞORLEIFSSON KRISTJÁN er húsbóndinn á heimil- inu, búinn til í bílskúr vestur í bæ og notar Einar Ben við öllu innvortis. Hann er athafnamaður af fyrstu kyn- slóð, býr með konu af annarri kynslóð og a dóttur af '68 kynslóð. Þarf að segja meira? Húsfreyjan HANNA MARIA KARLSDÓTTIR MARGRÉT er afar sérkennileg kona, ekki auðskih'n en samt ótrúlega auð- skilin — þegar maður skilur hana. Hún er eins konar strengjabrúðu- stjórnandi á heimílinu en verður sí- fellt að leika leiki til að halda lífi. Þegar hún var yngri hafði ákveðinn maður djúpstæð áhrif á hana, breytti iífi hennar, og upp frá þvi hefur hún þjáðst af sérkennilegum sjúkdómi — lífinu sjálfu! Dóttirin HALLDORA GEIRHARÐS- DÓTTIR SIF er ungtíngur í uppreisn gegn for- eidrum sínum — sem eru ömurlegir. Hún er í tilvistarkrfsu, þar sem hun er ekki búin að ná löppunum níður á jörðina, og sparkar í foreldra sína en vonast til að fá spark til baka. Hún er eiginlega mjög dæmigerður ungl- ingur, sem vill gera allt annað en það sem hann á að gera, en víll samt, innst inni, að allt sé gott. Ættmóðirin MARGRET ÓLAFSDÓTTIR LOVÍSA lifir í fortíðinni. Hún hefur verið glæsikvendi og aðaldriffjöðrin í öTlu fjorinu, og þótt allt sé hrunið, reynir hún að halda í það. Þá þykir henni gott í staupínu og reynir því að drekka þegar hún getur — hun er eiginlega alveg ut úr heimínum. Samkvæmisljónið GUÐRUN ÁSMUNDSDÓTTIR SOFFÍA er ekki sú alvinsælasta með- al hösráðenda en einhverra hluta vegna er henni boðið í allar veislur, sennilega vegna þess að hún var í ollurn veislum í gamla daga, Hún er þaulvön partímanneskja sem finnst hún virkilega kunna sig en treður auðvitað í spínatinu allan tímann. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.