Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 15
SVEINBJÖRN Egilsson Mynd: Gísli Sigurðsson „Hann var mebfremstu og liprustu skáldum á sinni tíb ogafhonum hefur Jónas Hallgrímsson helst fengib áhrifm, hæbi í hundnum og óhundn- um stíl ... Mörgkvcebifóburmíns eru meb hestu kvæbum á íslensku “. Benedikt Gröndal. vísar það til þess að Bjarni kallaði Freyju- kettina „himindýr", sem drægju vagn Freyju, á milli þess sem þeir veiddu menn. Fyrstu tvær vísurnar hljóða svo: Sjöstjarna ef sætum á silfurfögrum hnetti, óhætt væri okkur þá Óðs- fyrir -brúðar ketti. Þó hann stökkin tíu og tvö tæki í nógum vindi, upp til þeirra systra sjö samt ei komast myndi. Kvæðið um apann, ort 1826, er einnig forvitnilegt, og sýnir að við, sem upplifðum vesældarleg ljónin í sædýrasafninu við Hafnarfjörð í bernsku, vorum ekki fyrsta kynslóðin sem fylgdist með veikburða til- raunum íslendinga til að koma sér upp dýragarði. Eitt Óðins dýr frá Afriká til íslands kom; og sveinar vilja og sætur fá að sjá þann vom; en kindin lymska flot vill fá og fisk og smér; hún ullarlagði liggur á, það lítum vér. Svei aptan þeim ótætis apa. Það háska-dýr til höfuðs lagt eg höldum sá, en nafnið þess (mér svo er sagt) er simíá. Það ullu með og fæðu fer af fóstuijörð, en eptirskilur ekki hér nema apaspörð Svei aptan þeim ótætis apa. í gamankvæðum má leika sér með rímið og Sveinbjörn nýtir sér það til fuilnustu. í ölvísu að hætti Hallgríms Péturssonar leik- ur Sveinbjörn sér bæði með rím og annað af eftirlætis tungumálum sínum, latínuna. Gef eg minni guðfræðinni geðugt kjaptinn á inter poculá. Stórvirki Sveinbjarnar, þýðing hans á Hómerskviðum, var hinsvegar á óbundið mái, enda vandséð að annað hefði verið mögulegt. En Sveinbjörn þýddi stundum á bundið mál og fyrir kom að hann fylgdi „latínska laginu," eins og t.d. á ódu Hóra- tíusar, sem hér er ein vísa úr: Skamvinna lífsdvölin leyfir oss aldregi lánga von að byija; því dettur á nótt og dauðarökkrið svarta. En þessi bragarháttur var íslendingum framandi. Líkt og aðrir þýðendur notaði Sveinbjörn fremur íslenska hætti, t.d. á eftirfarandi vísu úr Metamorphoseis Óvíðs: Hugurinn lömbum smalar smátt, smýpr vítt um geima, rennir skeið í ýmsa átt, ekki er hann tíðum heima. Þar sem áhugi á fornmálunum og klass- ískum bókmenntum Grikkja og Rómverja hefur um langt skeið verið lítill hér á landi hefur afrek Sveinbjarnar við þýðingar eflaust ekki borið jafn hátt og annars hefði orðið. Einungis áhugamenn um fornmálin geta skilið til fullnustu hve umfangsmikið verk hann tók að sér og skilaði af sér með sóma. Sveinbjörn var rólyndismaður, barst ekki á og hélt verkum sínum lítt á lofti, sem sést á því að þau fóru ekki á prent fyrr en eftir andlát hans. Benedikt, sonur hans, var þungur í lund og áleit sjálfur að óvin- sældir hans hefðu valdið því að faðir hans hefði ekki notið sannmælis. Ekki er þó sú skýring fyllilega sannfærandi. Líklegra er að bestu kvæði Sveinbjarnar hafi einfald- lega verið of alvörulaus til að hann gæti talist til höfuðskálda. Mikil skáld eiga að yrkja um harmræn efni, ógæfu í ástum, heilsuleysi og helst banvæna sjúkdóma, gjarnan léttari kvæði með, en þau mega ekki vera burðarásinn í skáldskapnum ein- sog hjá Sveinbirni. Þá hefur Sveinbjörn verið svo óheppinn að þekktasta ljóð hans er sálmurinn „Heims um ból“ sem ekki getur talist rismikill skáldskapur. Tíminn er skæðasti óvinur mannanna, að lokum tekur hann frá oss allt nema duft og minningar. Leið manna til að sigr- ast á tímanum hefur þá löngum verið að afla sér frægðar með verkum sínum. Af öllum hreystiverkum hefur skáldskapurinn lengst fleytt mönnum inn í eilífðina. Kín- verska skáldið Lí Pó, sem uppi var fyrir rúmum 1200 árum kvað: „Alskapað ljóð er hið eina verk,/ sem um aldur mun standa,“ (Ljóð úr austri, bls. 53) og vissu- lega hefur skáldskapurinn haldið nafni hans á lofti. Það hlýtur að vera von allra skálda að hljóta sömu örlög. Árið 1939 kom út ljóðabók Bertolts Brechts, Svendborger Gedichte. Brecht dvaldi þá í útlegð í Dan- mörku, enda stjórnmálaskoðanir hans ekki að smekk þáverandi valdhafa í Þýskalandi. í ljósi þeirra aðstæðna sem skáldið bjó við er ekki furða að ofsóknir gegn skáldum og rithöfundum verði honum yrkisefni. Þetta sést í ijóðinu „Besuch bei den verbannten Dichtern“ (í heimsókn hjá bannfærðum skáldum) þar sem skáldið dreymir að hann heimsæki Evrípídes, Óvíð, Pó Sjú-jí, Heine og fleiri heimsfræga starfsbræður sína. ... Hláturinn glumdi enn þegar utanúr myrkasta skotinu var kallað: „Heyrðu, kunna einhveijir kvæðin þín utanbókar? Og þessir sem kunna þau munu þeir lifa ofsóknimar af?“ - Þetta' eru hinir gleymdu,“ sagði Dante lágt „þeim var ekki aðeins tortímt sjálfum heldur og verkum þeirra." Hláturinn þagnaði. Allir litu undan. Komumaður hafði fölnað. (Bertolt Brecht, Kvæði og söngvar, bls. 60-61, Þor- steinn Þorsteinsson þýddi.) Sennilega er ekkert óbærilegra þeim sem leggja stund á skáldskap eða ritstörf en sú að verk þeirra verði ekki lesin, nöfn þeirra muni gleymast og allt þeirra starf verði unnið fyrir gýg. Flest skáld falla í gleymsku en af þeim, sem enn eru til sem nöfn í al- fræðiorðabókum, eiga æði mörg sér fáa lesendur og þá helst fræðimenn í dauðaleit að frumlegu rannsóknarefni. Þrátt fyrir allt tal um ars longa, vita brevis verða kunn skáld oft fyrir því að verk þeirra ryk- falla ólesin í hillum, þó að nöfn þeirra séu í kennslubókum og kunn þeim sem til þekkja. Um þetta eru dæmi á íslandi sem annars staðar. Eitt þeirra skálda sem nú er flestum gleymt er Sveinbjörn Egilsson. Hann andað- ist 18. september' 1852, fyrir réttum 144 árum. Það er hafið yfir allan efa að hann hafði mikil áhrif á bókmenntastarf Fjölnis- manna, einkum Jónasar Hallgrímssonar. Einnig er deginum ljósara að áhrif hans á þróun íslensks ritmáls eru umtalsverð, ekki síst um Jón Sigurðsson. Sess hans í íslands- sögunni, sem fyrirrennari og leiðbeinandi þessara miklu manna er tryggður. En ekki má heldur gleyma því að Sveinbjörn var og er eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar, bæði vegna þess er hann frumorti og ekki síður vegna þess afreks sem hann vann við að þýða heimsbókmenntirnar klassísku á íslensku. Hann var mikið skáld. Heimildir: Benedikt Gröndal: Rit III. Dægradvöl, Reykjavik um aldamótin 1900, Gils Guðmundsson sá um útgáfuna, Hafnarfirði, 1983. Bertolt Brecht, Kvæði og söngvar 1917-56, Þorsteinn Þorsteinsson annaðist útgáfuna, Reykjavík, 1987. Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, Uppruni nútímans. Kennslubók í íslandssögu eftir 1830, Reykjavík, 1988. Erlendur Jónsson, Islenzk bókmenntasaga 1550- 1950, Reykjavík, 1966 (3. útgáfa, aukin). Heimir Páls- son, Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá 1500, Reykjavík, 1987 (3. útgáfa, endurskoðuð og breytt). Islensk kvæði, Vigdís Finnbogadóttir valdi, Reykja- vík, 1989. Jón Ámason, „Æfisaga Sveinbjarnar Egilssonar," Ljóðmæli Sveinbjamar Egilssonar, Snorri Hjartarson gaf út, Reykjavík, 1952 (2. útgáfa), bls. 1-46. Ljóð úr austri. Kínversk og japönsk ljóð frá liðnum öldum, Helgi Hálfdanarson (slenskaði, Reykjavík, 1992. Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar, Snorri Hjartarson gaf út, Reykjavík, 1952 (2. útgáfa). Snorri Hjartarson, „Formáli,“ Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar, Snorri Hjartarson gaf út, Reykjavík, 1952 (2. útgáfa), bls. v-vii. Þjóðskáldin. Úrval úr bókmenntum 19. aldar, Guð- mundur Andri Thorsson valdi, Reykjavík, 1992. Höfundur er mióaldafræóingur. ERLENDAR BÆKUR RITGERÐIR OG GREINAR George Steiner: No Passion Spent. Essays 1978-96. Faber and Faber 1996. EORGE Steiner er meðal kunnustu gagnrýnenda í heimspeki og bókmenntum. Bækur hans eru víðkunnar, meðal annarra: Tolstoj or Dostoevsky - The Death of Tragedy Language and Silence - Real Presenc- es og auk þess eru novellettur hans vel kunnar. Heildarrit Georgs var nefnt „The Deeps of the Sea and other fiction" 1996. Ritgerðir Steiners um þýðingar, harm- leikinn og hrylling 20. aidar ásamt víðf- eðmum hugrenningum um inntak bók- menntaarfsins eru meðal þess besta, sem komið hefur út um þessi efni á síðari hluta þessarar aldar. „No Passion Spent“ er nýjasta greina- og ritgerðasafn hans. Höfundur hefur valið táknræna mynd, sem nokkurs konar mottó að greinum safnsins, sem er eftir Chardin og hann lauk við 4. desember 1734 - „Le Philosop- he lisant“ - lesandi heimspekingur, maður sem les bók sem liggur á borði. Myndir af þessari uppstillingu voru almennar á miðöidum og fram á 19. öld. Mynd chardi- nes má tengja 16. og 17. aldar listmálur- um á Hollandi og síðan franskri klassík. Myndin sýnir viðhorf til bókarinnar, hvern- ig menn lesa. Chardin festir á léreftið djúpa athygli lesarans og jafnframt bak- grunn hans í klæðaburði og húsbúnaði. Innlifun í lesturinn, athygli og nákvæmni skín úr svip lesandans. Kyrrð lesstofunnar skín út úr málverkinu. Bókin er þungam- iðja myndarinnar. Ritgerðir Steiners í þessu safni fjalla einmitt um þá þungamiðju bókarinnar í menningarlífi liðinna aida og allt fram undir örtölvubyltingu 20. aldar. Bókin, skinnbundin - handbundin - prentuð á varanlegan pappír - sem verður ekki að dufti eftir 100 ár - er nú að verða lúxus eins og það viðhorf til lesturs bóka, átti sér grunn í nægum tíma til að lesa og íhuga það lesna, samanburði við annað lesefni og skýra og persónubundna hugsun og mat. Fjölföldun texta hefst með Guten- berg, en handritsgerð fyrri alda mótaði mjög lengi gerð hinna fjölfölduðu texta, handbragð og umbúnaður var mótaður fyrir daga prentlistarinnar. Það er ekki fyrr en með sprengingunni sem varð með iðnvæðingunni og stóraukinni framleiðslu- getu að veruleg aukning verður í bóka- framleiðslu á 19. öld. A fyrri hluta 20. aldar hefst „bastarðisering" bókarinnar með kiljunni. Einnota bækur eru þá nýtt fyrirbrigði og á síðari hluta 20. aldar tölvu- texti lesinn af tölvuskjá, sem gerir bókina í sinni fomu mynd ónauðsynlega að margra áliti. Steiner setur saman þessar ritgerðir á þeim tímum þegar sótt er að þeim skiln- ingi á textum, að þeir séu skapaðir af ákveðnum höfundum og textinn verði að skiljast sem höfundarverk. Orð og merking orðanna vom tengd. Upplausn textans deconstmction - telur endanlega merk- ingu texta ekki til. Merking textans er mögulegur tímabundinn skilningur lesand- ans, sem getur tekið hvaða breytingum sem verkast vill. Þessi upplausn textans varð samferða upplausn gildanna, sem hófst í ríkum mæli einkum eftir og með fyrri heimsstyrj- öld. „Tungumálið berst fyrir tilvem sinni", orð glata merkingunni og þar með geta tilraunir til þess að tengjast öðmm með orðum orðið marklausar, orðin hafa mis- munandi merkingu eða jafnvel enga. Steiner fjallar um bókmenntir og heim- speki á tímum þegar viðræðugmndvöllur er að gliðna sundur. Hann fjallar um marga höfuðsnillinga og rit sem em gmndvöllur vestrænnar menningar með tilliti til þess „tíðaranda" sem einkennist af upplausn textans og upplausn málsins. í þessum greinum er að finna inntak fyrri bóka höfundar svo sem „Death of Tra- gedy“ og „Babel“ ásamt „Real Presenc- es“. Inntak ritanna er endurmetið með hliðsjón af hinum hröðu breytingum sem orðið hafa í tækni örtölvunnar síðustu tvo áratugi. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.