Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 4
ELSTU MINJAR UM MENNINGU 1 FUNDNAR í TYRKLANDI FORNLEIFAFRÆÐINGAR telja Nevoli Cori, sem eru mannvistar- leifar frá Nýsteinsöld í suðaust- urhluta Tyrklands vera einstak- ar í allri sögunni og sögu forn- leifarannsókna hingað til. Forn- leifafræðingar hjá Heidelberg fundu þarna elsta hof í heimi, sem er meira en 9.000 ára gamalt. í vegg- skoti fannst fyrsta höggmynd heimsins af goði eða guði. Slönguhárið lá aftur hnakkann. Hér er kyrrðin aiger, tíminn stendur kyrr. Hér er heimurinn í upphafi sköpunar og í heimslok. Hér er alger auðn og engin hreyf- ing. Þetta er afskekktur afdalur úr Efratdain- um, eina hreyfingin er gnauð vindanna sem blása úr fjallaskörðum Taurus-fjallaklasans. í dalnum er ás, sem nefnist Kantara. Þar fyrir ofan í íjallshlíðinni er hjalli og þar ofan við dyngjulaga fjall. A hjallanum er staðsett- ur dularfullur staður, sem ber hið kúrdíska heiti Nevali Cori. Nevali Qori er elstu minjar um upphaf menningar, sem fundist hafa. Þessar minjar eru frá áttunda árþúsundi fyrir Krists burð, á tímabili þegar ísöldin var ekki langt að baki. Fundur Kauptmanns, sem stjórnar forn- leifagreftrinum og er prófessor við háskólann í Heidelberg, veldur því að vitundin um ákveðna sögu fyrstu menningarríkjanna hlýt- ur að þoka. Hér eru leifar frá því löngu fyr- ir tíma skráðrar sögu eða sögubrota, leifar frá því löngu fyrir tima hámenningar Mesop- otamíu og Indusdalsins, 5.000 árum eldri en upphaf sögu faraóanna á Egyptalandi. Meðal þess sem fannst á þessum hjalla eru minjar um hof, sem hlaðið hefur verið úr hellum og gijóti. Þessi mannvirki eru þrisv- ar sinnum eldri en Stonehenge á Suður-Eng- landi og þúsundum ára eldri en Eridu-horfið í írak, sem er talið vera frá því um 5000 fyrir Krist og hefur hingað til verið talið elst mannvirkja gerðra úr steini. Leifarnar og frumrannsókn minja sem fundist hafa þar benda til þess að hér í Nev- ali Cori séu minjar sem benda til trúar á guðlegar verur. í veggskoti þar sem trúarat- hafnir eða fórnir hafa farið fram, stendur gífurlega stór steinmynd, úr ljósum kalk- steini. Þessi mynd hlýtur að vekja furðu allra guðfræðinga og trúarbragðafræðinga, því að hér er komin fyrsta ímynd um guðlega veru. Hauptmann og samstarfsmenn hans hafa alrei séð neitt þessu líkt. Höfuðið er sléttrak-/ að, eyrun eru útstæð og úthöggvið slönguhár- ið fellur niður hnakkann. Fyrsta goð veraldar- innar lítur út eins og nútímaskalli. Hauptmann telur að Nevali Cori hafi verið höfuðstöð fjölmenns ættflokks og stjórnað af úrvaii, elítu-hópi, klerkum eða goðum. Almúginn fékk ekki aðgang að því allra helg- asta. „Fólk gat safnast saman utan garða og varð að bíða.“ En eftir hveiju? Fundist hefur fjöldi stytta úr kalksteini en það sem vekur mesta furðu er byggingar- lagið: heilar steinblokkir, fullkomlega hom- réttar, raðað upp við hlið hverrar annarrar eins og sjá má dæmi um í einbýlishúsum útborga nú á dögum. Stærð húsanna vakti einnig undrun fornminjafræðinganna. Eitt HOF eða tilbeiðslustaður. Steinsúlan á miðju gólfi er stílfærð mannsmynd. ítalskur fornleifafræðingur telur að hér hafi verið frjósemisdýrkun. GUÐ- eða gyðja- með slöngulokk. Elzta guðamynd sem um er vitað. þeirra er t.d. 16 metra langt og 6 metra breitt. Ekki síður loftræstikerfið og vatns- leiðslan. Vatnið var leitt undir gólfíð úr ánni. Úr nálægð virðist hofið einna líkast stór- felldri stækkun ljósmyndar. Ytri steinveggur umkringir hofið. Steinaröðin þjónaði sem setbekkir. Milli steinraðanna eru súlur, sem sumar eru formaðar í líkamslíkingu. Innan veggja hofsins er autt svæði sem myndar ferning. Gólfið hefur staðist tímans tönn í árþúsundir, gijóthart gólf úr kalk- steinsflögum. Byggingameistarar Nevali Cori hafa náð fullkomnun í handverki, þeir hafa blandað kalksteininn steinlími og síðan slípað yfirborðið. Hauptmann og aðstoðarmenn hans fundu vinnustofu, þar sem fundust leifar af stein- myndum. Þarna var höggmynd af manns- höfði með útstandandi varir, mynd sem gæti verið í stíl nútímahöggmyndalistar. Annað höfuð var markað af varatotu. Þarna var 40 sm hár líkamsbolur og hryggurinn minnti á vöðvasamfléttu. Aðrar minjar liggja ennþá í hofrústinni, vafðar inn í vatns- og vindheldar umbúðir. Þarna eru varðveittar tvær súlur, sem fund- ust á hinu ferhyrningslaga svæði innan hofs- ins — furðugripir sem óljóst er um til hvers voru ætlaðir eða hvað þeir táknuðu. Önnur súlan stóð líklega á sama stað eins og fyrir 9.000 árum en hinni hafði verið velt um af grafræningjum, sem voru þarna á ferð og hafði við það brotnað í þrennt. Þessar súlur voru grannar og 3ja metra háar og náðu greinilega til lofts, báru að einhveiju leyti þakið, sem var yfír innri hluta hofsins. Súl- urnar voru stílfærðar sem mannslíkamar. Það má greina handleggi frá efsta hluta súlunn- ar, sem ná niður súluna og enda í því sem líkist höndum þegar neðar dregur. Hver var 3 I ð I U : 0 « i É I 4 4 IESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.