Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 14
UOÐSKALDIÐ SVEINBJÖRN EGILSSON EFTIR SVERRI JAKOBSSON Eitt þeirra skálda sem nú er aó gleymast er Svein- björn Egilsson. Hann gndaóist fyrir 144 árum. Þaó er hafió yfir gllan efa aó hann hafói mikil áhrif á bókmenntastarf Fjölnismanna, einkum Jónasar Hallgrímssonar, og áhrif hans á þróun íslensks ritmáls eru umtalsverð. Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. ÁIR SEM komnir eru á legg hafa ekki kynnst heimþrá, en þegar heim er komið er hún aðeins hversdagsleg upplifun. Það þarf skáld til að höndla þessa kennd þannig að hún kvikni á ný. Fyrir tæpum 2000 árum lýsti rómverska skáldið Óvíð heimþrá sinni í einu ljóðabréfa sinna frá borginni Tomis við Svartahaf, með svo- felldum orðum: „nescioqua natale solum dulcedine cunctos/ ducit et inmemores non sinit esse sui" (Epistulae ex Ponto, I, iii, 35-36). Rúmum 1800 árum síðar orðaði Sveinbjörn Egilsson þessa hugsun á kjarn- .góðri íslensku sem ætti vel heima í Háva- málum: „Leika landmunir/ lýða sonum,/ hveim er fúss er fara,/ Römm er sú taug,/ er rekka dregur/ föður-túna til." Þarna yrkja tvö höfuðskáld um heimþrána og tekst í stuttu máli að koma orðum að sorg og angurværð sem milljónir genginna manna og núlifandi hafa fundið á lífsleiðinni. Mer.n hafa orðið frægir fyrir minna enda er Óvíð ennþá þekkt og dáð ljóðskáld um alla Evr- ópu og þó víðar væri leitað. Sveinbjörn Egilsson er aftur á móti eitt af óþekktum skáldum íslendinga. Enginn vafi leikur á að skáldskaparhróð- ur Sveinbjarnar bar hátt á sinni tíð. Þegar Jón Árnason gaf út Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar í Reykjavík árið 1856 rifjaði hann upp afrek Sveinbjarnar við þýðingu 'klassískra texta úr grísku og latínu og minnti á ötult starf hans við rannsóknir á íslenskum fornkvæðum. En ljóðskáldið Sveinbjörn Egilsson þarf ekki að kynna: „Of margt er almenníngi kunnugt orðið af kveð- skap Sveinbjarnar, bæði á íslénzku og lat- ínu, til þess að þörf sé að lýsa, hvílíkt skáld hann var; hann lýsir sér bezt sjálfur." („Æfi- saga Sveinbjarnar Egilssonar", 36.) Þegar Snorri Hjartarson gaf út 2. útgáfu ljóða- safnsins árið 1952, segir hann í formála: „Enn lifir margt eftir Sveinbjörn á vörum fólks og yfir stökum hans sumum og kvæð- um, ekki sízt þeim sem hann hefur íslenzk- að úr grísku og latínu, er slíkur yndisþokki og látlaus tign í máli og allri gerð að þau hljóta enn sem fyrr að verða aufúsugestir •hverjum góðum lesanda." („Formáli," vi.) Orð Snorra benda til að Sveinbjörn hafí þá enn verið í miklum metum sem ljóð- skáld en þó leið ekki á löngu uns hætt var að geta um afrek hans í kveðskap og hann varð aðeins nafn í yfirlitsritum. Þar er ekki mikið fjallað um skáldskap hans en því meir um kennara Fjölnismanna, manninn sem þýddi Hómerskviður (sem fæstir hafa þó lesið) og síðast en ekki síst um rektor Lærða skólans sem lenti í pereatinu. í þeirri kennslubók sem nú er kennd í menntaskól- um er pereatinu gerð rækileg skil og þó að höfundar geti vissulega um að Svein- * björn hafi verið „skáld allgott" kemur hann í því riti fyrst og fremst fram sem „vandað- ur og sómakær embættismaður einveldis- ins" (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karls- son, Uppruni nútímans, 20-21). Það er svo sem ekki skylda sagnfræðinga að meta skáldskap og til eru sérstakar kennslubæk- ur þar sem framhaldsskólanemar jgeta fræðst um íslenska bókmenntasögu. I riti Erlends Jónssonar, sem lengi var kennt í skólum hér, segir: „Sveinbjörn orti ekki ýkjamikið og verður ekki talinn með mestu skáldum okkar." (íslenzk bókmenntasaga 1550-1950, 54.) Erlendur minnist ekki á neitt ljóð eftir Sveinbjörn en getur um út- gáfu hans á Eddukvæðum, Lexicon poetic- um og þýðingu hans á Hómerskviðum. Heimir Pálsson segir margt um kennslu Sveinbjarnar Egilssonar við Bessastaða- skóla, þýðingar hans og áhrif á þróun ís- lenskrar tungu, en nefnir hvergi að Svein- björn hafi frumort ljóð (Straumar og stefn- ur í íslenskum bókmenntum, 108-9). Undanfarin ár hafa verið gefin út ýmis konar safnrit með ljóðum stórskáldanna og eru hér tekin tvö dæmi, íslensk kvæði, sem yigdís Finnbogadóttir valdi, og Þjóðskáldin. Úrval úr bókmenntum 19. aldar, sem Guð- mundur Andri Thorsson valdi. Rit Vigdísar er minna í sniðum og má taka sem dæmi að Jónas Hallgrímsson á einungis sex ljóð í því en um 40 í riti Guðmundar. Hlutur ritanna er þó jafn hvað Sveinbjörn Egilsson varðar. Bæði birta fyrst og fremst „Barna- vísur" Sveinbjarnar, sem margir lærðu í bernsku til skamms tíma. Auk þess birtir Vigdís kvæðið sem vitnað var til hér í upp- hafi máls og þýtt er úr ljóðabréfi Ovidíusar frá Svartahafi en Guðmundur Andri birtir eitt helsta ljóð Sveinbjarnar, „Ei glóir æ á grænum lauki". Ekki er Sveinbirni gert þar of hátt undir höfði, þvert á móti er þetta heldur rýr uppskera fyrir skáld sem á að hafa verið í sama gæðaflokki og Jónas Hallgrímsson. Sonur skáldsins, Benedikt Gröndal, var ekki í vafa um að honum bæri sami heiður: Hann var með fremstu og liprustu skáld- um á sinni tíð, og af honum hefur Jónas Hallgrímsson helst fengið áhrifin, bæði í bundnum og óbundnum stíl, þótt yngri kynslóðin kannist ekki við það og nefni hann aldrei; en að segja, að Bjarni Thorarensen hafí haft aðaláhrifin á Jón- as, nær engri átt, en þeir sjá ekkert nema Bjarna og Jónas. ... Mörg kvæði föður míns eru með bestu kvæðum á íslensku. (Rit III, 94.) Benedikt verður ekki sakaður um skort á hollustu við föður sinn, en hann er raun- ar oft á öndverðum meiði við samtíð sína í smekk á skáldskap. Þó hefur skáldskapar- orð Sveinbjarnar Egilssonar farið enn minnkandi þá rúmu öld frá því að þessi orð voru rituð. Er skeytingarleysi nútímamanna um kveðskap Sveinbjarnar Egilssonar eðlilegt? Sum skáld eru mikils metin á sinni tíð en úreldast með tímanum og verða gleymsk- unni að bráð, höfða ekki til annarra tíma en síns eigin. Eina leiðin til að kveða upp úr um skáldið Sveinbjörn er að lesa ljóð- mæli hans og meta síðan hvort hann hefur staðist tímans tönn. Það er í sjálfu sér ekki vandkvæðum bundið, þar sem einungis ligg- ur eitt kver með ljóðmælum eftir Svein- björn, sem prentað var eftir lát hans. Svein- björn var manna best að sér um fornan kveðskap íslenskan og gaf út orðabók yfir fornt skáldamál. Því mætti ætla að kvæði hans beri viss einkenni forns skáldskapar. Þetta stendur líka heima að vissu marki, Sveinbjörn vandar sig mjög hvað varðar brag og yrkir oft undir Edduháttum eins og Jón Þorláksson og Bjarni Thorarensen. Þó eru þau kvæði Sveinbjarnar sem höfða mest til nútímalesenda alls ekki ort undir Edduhætti og yfirleitt mun auðskildari. Má segja að í sínum bestu kvæðum brúi hann bilið milli Bjarna Thorarensens og Jónasar Hallgrímssonar og stendur þó nær Jónasi en Bjarna. Eins og sést af þýðingu hans á kvæði Óvíðs var Sveinbjörn vel að sér í hætti Hávamála en inntak þeirra lét hann heldur ei ósnortinn, eins og sést af þessu einfalda minningarljóði „eptir sýslumann J. Scheving". Það lof ei ferst, er flugarsterk flytja á lopt hin góðu verk; þeim skal til þess vel trúa. Hvort heldur með eða móti var, miðar þeim fram til eilífðar; þeirra vængir þreytast ei að fljúga. Þankagangur skáldsins er sögulegur, látnir verða mennirnir dæmdir af verkum sínum, þau lifa á spjöldum sögunnar. Sakar þá ekki ef einhverju skáldi tekst að yrkja um þá eftirminnilegt ljóð, að því stefndi Sveinbjörn Egilsson, ekkert síður en Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson. Tvennt einkennir höfuðskáld rómantísku stefnunnar: Þau dóu ung og voru ógæfusöm í ástum. Orðstír Sveinbjarnar Egilssonar geldur fyrir það, að hvorugt á við um hann. A 19. öld var maður sem lifði fram yfir sextugt gæfusamari en almennt gerðist, þó að ýmsir hafi lifað lengur, og þar að auki var Sveinbjörn vel giftur, Helgu, dótt- ur Benedikts Gröndals yfirdómara, eins og oft kemur fram í kveðskap hans. Fyrir vik- ið hafa kvæði hans ekki sarria harmræna þunga og fegurstu ástarljóð Jónasar. Einna næst kemst hann því í kvæðinu „Aumt er einlífi," sem þó er ekki í hópi bestu kvæða hans: Leit eg yfir landsins sumarblóma, leiðindi mér foldar skrautið bjó; las eg í tómi lærða merkisdóma, lærdómsiðn mér samt ei veitti ró. Hvar er gleði hér á jörð að finna? - Hjörtum í, sem ástir saman tvinna. Hvar er blíða hjartað, sem eg á að hugga mig, og þar við gleði ná? Þó að þetta sé haganlega ort, þá er sam- keppnin skæð við öll þau afbragðs sakn- aðarkvæði sem ort hafa verið á íslensku og víst er að þetta kvæði hefur sérstöðu meðal ástarkvæða Sveinbjarnar. Þau fjalla flest um sælu hjúskaparins og minna að því leyti á Búnaðarbálk Eggerts Ólafsson- ar, sem ekki þykir átakamikill kveðkapur. Þó er ein og ein perla innan um, t.d. hefur þessi vísa, sú fyrsta af mörgum sem hann orti til konu sinnar, nútímalegt yfirbragð, sem má teljast vel af sér vikið af þessum meistara formsins. Á meðan eg einmana, vinum fjærri, vonlausan veg, villistigum þó nærri, ráðþurfi rann, rikust varð laungun sú: eitt valið víf, vel gáfað, blítt í sinni, unun og iíf, elskunnar trúfast minni; og það varst þú. Ljóðið „Ei glóir æ á grænum lauki" er kannski merkast ljóða Sveinbjamar að inn- taki. Þrátt fyrir heimspekilegt viðfangsefni ljóðsins er form þess hnökralaust og mál eðlilegt. Þetta ljóð er augljóslega ort í trúar- legum anda, en meira liggur að baki ef betur er gáð. Ei glóir æ á grænum lauki sú gullna dögg um morgunstund, né hneggjar lopt af hrossagauki, né hlær við sjór og brosir grund. Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu; alt er gott, sem gjörði hann. Þú, bróðir kær, þó báran skaki þinn bátinn hart, ei kvíðinn sért; því sefur logn á boðabaki, og bíður þín, ef hraustur ert. Hægt í logni hreifír sig sú hin kalda undir-alda, ver því ætíð var um þig. Hér skipar Sveinbjörn sér í hóp þeirra rómantísku skálda, sem sækja yrkisefni til náttúrunnar og bregða upp stillimyndum af umhverfinu á skýran og einfaldan hátt, en boðskapur kvæðisins er allt annað en einfaldur, bak við yfirborð rómantískrar náttúruhrifningar og þakkargjörðar til guðs er andi grískrar heimspeki, sem predikaði gildi þess að þræða hin gullna meðalveg milli tveggja ðfga. Fleiri ljóð Sveinbjarnar eru heimspekilegs eðlis og guð ekki fjarri. Það er þó í gaman- ljóðum og léttari kveðskap sem Sveinbjörn nær sér á strik. Hann er ekki síður gaman- samur en Benedikt, sonur hans, og tekst vel upp að sameina form og innihald. Kvæð- ið „ferða-ólyst" dregur t.d. upp svo skýra mynd af raunum ferðamanns, anno 1833, að ítarleg lýsing í anda natúralískra skáld- sagna gæti ekki bætt um betur. Heldur vil eg heima vera, þó hafi eg ekki stórt að gera, en í Flóa flækjast um, klæðin vot á kroppi bera, klárinn eins og trylltan héra gana láta í götunum. Eins og sjá má er Sveinbjörn í essinu sínu þegar hann yrkir um hversdagslega viðburði. Honum lætur síður að vera alvöru- gefinn og brúnaþungur, kvæði hans eru létt og átakalaus eins og gleðin sjálf. Víða kemur fram að hann tekur sjálfan sig ekki hátíðlega, gerir t.a.m. gys að takmörkunum sínum þegar yrkja á við upphafín og alvar- leg tækifæri. Þú biður mig að semja sálm, sem ei skal bjóðast flónum; það er: að benda breyskan álm úr beykiviðar spónum; þegar rifið á þönum er, það hrökkur sundur, eins og gler: og þá fer nú ver. En örin, sem þó átti fyrst í eitthvert hjartað fljúga, um merg og bein, í blóðið þyrst, og brjóstið gepum smjúga, hún finnur sæman samastað, seint og hægt veltur ofan í hlað; það er nú það. Þetta gaman er græskulaust og beinist að skáldinu sjálfu. En Sveinbjörn var þó fullfær um að semja beinskeytta ádeilu á aðra, eins og eftirfarandi mannlýsing ber með sér: Hann í kvenna ástum er áfjáðari en hrútur; af ákavíti í hann fer átta potta kútur. Þá er auðsætt að Sveinbirni hefur blö- skrað yfirlæti sumra er fengust við skáld- skap samtímis honum. T.d. orti hann tvö kvæði um ketti, sem ei verður betur séð en séu háðsádeila á kveðskap Bjarna Thor- arensens. Annað er undir dróttkvæðum hætti um „Skáldfress og Freyuketti", en hitt heitir „Kötturinn og sjöstjarnan" og 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.