Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 16
FRAMTIÐARSYN SMÁSAGA EFTIR ÓLÖFU MARÍU HÉÐINSDÓTTUR AÐ ER fagurt vorkvöld. Stjömur þelq'a himinhvolfið og tunglið er fullt. Ströndin er auð fyrir utan tvær mannver- ur sem era á gangi og haldast í hendur. Þau era ein í heimin: um - heimurinn er þeirra. í fjarska era fjöllin böðuð tunglsljósi, hafflöturinn speglar friðsældina og úti við enda sjóndeildarhringsins sést ljós frá skipi. Fuglakliðurinn er þagnaður. Það er eins og tíminn hafi verið stöðvaður og maður standi milli eilífðarinnar og hins afstæða. Ungi maðurinn þrýstir hönd unnustu sinnar. Já framtíðin - eilífðin. Þú ert sú eina sem munt trúa mér, ástin mín. Ég get aðeins út- skýrt þetta fyrir þér af því að enginn annar myndi trúa mér. Við höfum alltaf sagt hvort öðra sannleikann frá því er við kynntumst. En í kvöld era fimm ár síðan. Manstu? Hvort ég man! En mér finnst svo stutt síð- an. Ég vildi að ég gæti stöðvað tímans rás ... En hvað var það annars sem þú ætlaðir að segja mér frá eða þá trúa mér fyrir? Ég skil þig ekki, sérstaklega þegar þú talar um fram- '' tíðina og eilífðina. Viltu segja mér? Ég er svo forvitin. Varðar það okkur? Jú, það varðar okkur... og alla. Okkur og alla, heyrðu, ég skil þig ekki. Um hvað er þetta? Þú ert eitthvað svo heim- spekilegur á svipinn. Þú munt þá trúa mér. Ég segi aldrei ósatt. Þú veist það, er það ekki? Auðvitað trúi ég þér. Ég myndi aldrei skrökva að þér. Þá ætla ég að segja þér allt. - í morgun gerðist svo undarlegur atburð- ur sem ég get varla útskýrt. Ég held að ég geti naumlega greint á milli draums, vöku eða veraleika. Tókst þú eftir einhvetju einkenni- legu við mig í morgun? Ég á við þegar við lágum á ströndinni. Skynjaðirðu eitthvað _óvenjulegt? Ekki veit ég hvað þú átt við. Tók ekki eft- ir neinu sérstöku. Sólböð era svo svæfandi. Svafstu ekki annars? Ég veit það ekki! Þegar við voram búin að liggja skamma stund í sólbaðinu fer mér að líða mjög undarlega. Það var eins og einhver straumur færi um mig. Fólkið í kringum okk- ur fer að tala óskýrt, allt svifur, litir renna saman í eina unaðslega litadýrð. Það er eins og ég svífi um allt og ekkert, inni í sjálfum mér, utan líkama míns og sálar. Smám saman skýrist myndin og ég kemst til sjálfs mín. Ég er staddur á nákvæmlega sama stað og við stöndum núna á. Allt er öðruvísi, umhverfið er kuldalegt þrátt fyrir að það er steikjandi lognmolla. Enginn gróður sjáanlegur, hvorki blóm né gras við veginn, hvað þá pálmatrén á strönd- inni. Engir fuglar. Það grípur mig gífurleg einmanakennd; mér finnst ég vera sá eini eftir í víðri veröld; einn, svo aleinn. Ég horfi út á spegilsléttan hafflötinn - allt er einkenni- lega hljótt - um hábjartan daginn á sama árstíma og nú er. Sjórinn gárast ekki einu sinni og lognmollan er þrúgandi. Imyndaðu þér. Þrúgandi lognmolla, hér sem annars rík- ir stöðug hafgola, svöl og yndisleg, angan blóma.’ Hásumarið. Nei, ekkert líf sjáanlegt - bara eyðimörk. Það er birtan, hún er ólýsanleg, einhvem veg- in fjólublá eða jafnvel rauðleit. Og tómið sem grúfði yfir öllu. Engin skógivaxin fjöll í fjarska heldur aðeins stórir gijóthólar. Enginn grösug- ur dalur heldur grár sandur - stór sandbreiða. Skyndilega hrekk ég við, mannvera stendur allt í einu við hlið mér. Það er eins og að hún hafí sprottið upp úr jörðinni. Hún sagði ekk- ert en horfíð á mig. Veran var klædd í nokk- urs konar einkennisbúning, hvítan/gráleitan, minnir mig einna helst á geimbúning eða þá galla eins og menn á rannsóknarstofum kjam- orkuvera eru klæddir í. Einangranarbúningur með plasthjálm fyrir andlitinu - bláleitan. Fyrir innan plasthjálminn er andlit gamals manns. Andlit sem virðist gjörsamlega sneytt allri lífshamingju eða þrótti. Hann bendir mér að koma með sér, segir veikri og lágri röddu að það sé ekki æskilegt að standa hérna berskjaldaður í geislavirkn- inni. Það greip mig allt í einu skelfilegur ótti, eitthvað hræðilegt hlýtur að hafa skeð? Gamli maðurinn sér að ég er skelfíngin uppmáluð. Hann reynir að brosa, það var veikt bros en einlægt. Mér fannst hann vera fjarrænn í þessum galla en brosið gerði hann hlýlegan. Þá sagðist hann skyldu fara með mig á öragg- an stað. Við höldum af stað út í tómið, fótgangandi eftir eyðilegum vegi. Kyrrðin ærir mann. Svo sjást rústir á víð og dreif, hér var einu sinni þorp. Þetta líktist einna helst martröð, og ég geng um eins og í leiðslu, bæri varimar en get ekki talað því að þá myndi ég bresta í grát. Eftir nokkurra mínútna gang komum við að hliði sem er fyrir framan einn af þessum þúsundum kletta. Það opnast, gamli maðurinn fer á undan, og ég fylgi á eftir. Þetta er lang- ur gangur sem liggur allur niður á við. Eg varð enn hræddari er mér fannst gangurinn aldrei ætla að enda. Rósemi mannsins hafði þó róandi áhrif á mig. Gangurinn hafði verið sæmilega upplýstur alla leiðina en allt í einu sést fyrir enda hans og þar er skært ljós. Rennihurðir dragast hægt frá, við föram inn fyrir. Nú voram við staddir í nokkurs konar biðherbergi. Maðurinn fer úr gallanum og hendir honum niður um lúgu. Við bíðum síðan í nokkrar mínútur. Það kviknar á útfjólubláu ljósi í örskamma stund. Síðan slokknar. Eðlileg birta á ný. Og nú dragast aðrar rennihurðir frá. Þá blasir ótrú- leg sjón við - Neðanjarðarsamfélag - heil borg, fullt af fólki en engir bílar. Hér er greinilegt að hvert einasta smáatriði er þaul- hugsað, tæknilegt. Eiginlega gæti ég ímyndað mér að þetta væri nákvæmlega eins í vísinda- skáldskap. Allt er frekar kuldalegt. Við vorum fljótlega komnir heim til hans, ekki mjög hlý- legt eins og við eigum að venjast. Allt inn- búið minnti ekkert á mannlegt handbragð - öll húsgögn úr stáli, jámi og gleri. Hvers vegna er ég héma? hrökk út úr mér. Hvað hefur komið fyrir? - Ég þekki engan á þessum nástað. Ég hef heldur aldrei séð þig áður, en samt finnst mér þú ekki vera ókunnugur. Ég veit að þetta er ekki „Þú ert sá eini sem fékkst pauforréttindi aóvera kallaöur til framtíbarinnar og sjá þetta, faöir minn. Þeg- arþú snýrö til baka skalt þú berjast gegn þessu brjálœöiy gerast ötull baráttumaöur gegn þessari þróuny okkar vegna... “ draumur. Jú, ég kannast við þig. Segðu mér sannleikann. Hver ertu? Það er engin ástæða að óttast mig, ég veit að það er umhverfíð sem skelfir þig, sagði gamli maðurinn. Og hélt áfram: Þér kann að fínnast þetta fáránlegt en ég er sonur þinn. - Þetta er martröð í veruleikanum, æpti ég og fól andlit mitt í höndum mínum. Ég varð ískaldur vegna þess að ég vissi að hann myndi segja satt. Kæri faðir minn, sagði sá gamli. Þannig mun framtíðin koma til með að líta út eða árið 2070. Ég er 75 ára gamall, er fæddur 1995, þá varst þú fertugur. Tímarnir sem þú lifír á núna, tuttugasta öldin, það eru góðir tímar, eiginlega yndisleg- ir tímar í samanburði við það sem nú er - þetta allt sem blasir við þér núna. Glötuð móðir náttúra. Sjáðu hvað mennimir hafa gert eða réttara sagt, ráðamenn vorir. Rödd hans fór að titra og tár komu í augu hans, mín líka. Upp úr 2000 fór allt ástand heimsmála hríðversnandi: mest allur sjórinn eiturmeng- aður og innhöf, yfír 70% skóga uppumir eða dánir úr súra regni, svo til allar eyjar Kyrra- hafsins sprengdar í tætlur vegna svokallaðra „tilrauna" með kjamorkusprengjum, stöðug þynning ósonlagsins sem veldur síðan óbæri- legum hita gróðurhúsaáhrifanna. Allt saman af mannavöldum! ímyndaðu þér svo mengaðan sjó að allur fiskur er orðinn óætur, súrefn- ismagnið í andrúmsloftinu snarminnkað vegna dauða skóglendis og vegna þynningar óson- lagsins er fjöldi fólks kominn með húðkrabba og hvítblæði, útfjólublá geislun í andrúmslofti komin langt yfír hættumörk. Þess vegna fór- um við að ganga í þartilgerðum hlífðarfötum. Farið var að byggja byrgi neðanjarðar, um allan heim. Við komum á laggimar landbún- aði í smáum stíl. Fólksfjöldinn tók að streyma af yfírborði jarðar og smám saman stækkuðu neðanjarðarbyrgin og urðu að borgum. Pólitísk togstreita milli stórveldanna jókst sem að lokum endaði með kjarnorkustyijöld fyrir u.þ.b. 30 áram, eða 2040. Þeir sem vora eftir ofanjarðar dóu allir, einnig fuglarnir. En við hinir neðanjarðar lifð- um hörmungamar af. Þó 30 ár séu liðin frá þessu er enn allt einangrað vegna geisla- virkni. Pólitík og kalt stríð heyra sögunni til, allir vinna samhentir að uppbyggingunni, ann- ars munum við aldrei ná settu marki - en það er að gera heiminn byggilegan mannleg- an. Mannkynið var ekki skapað til þess að búa neðanjarðar. I fyrstu ríkti hér ringulreið, en festa og skipulagning heldur okkur saman. Við lifum í voninni. Það er ólýsanleg sælu- og gleðitilfínning að vera frjáls eins og fuglinn fljúgandi..., en lokaður eins og inn í búri - búri geislavirkninnar er martröð. Þú manst að ég henti hlífðargallanum inn í lúgu við inngang borgarinnar og síðan fóram við í afgeislun fjólubláa ljóssins. Þetta þurfum við alltaf að gera í hvert ein- asta skipti sem við föram upp á yfírborðið, ef okkur langar þá nokkuð til þess yfir höf- uð, kannski aðeins til þess að horfa út á hafíð. Þú ert sá eini sem fékkst þau forréttindi að vera kallaður til framtíðarinnar og sjá þetta, faðir minn. Þegar þú snýrð til baka skalt þú beijast gegn þessu bijálæði, gerast ötull bar- áttumaður gegn þessari þróun, okkar vegna. Það væri hægt að koma í veg fyrir þetta allt saman, bara ef gripið yrði strax í taumana. Þú hefur nýlokið þinni menntun og framtíðin blasir björt við. Unnusta þín er atorkusöm og með sterka réttlætiskennd. Sameinið krafta ykkar og beijist gegn óréttlætinu! Þó þú hafír fengið alla þessa vitneskju, þá mun framtíðarsýn þín aðeins verða eins og draumsýn, því annars munt þú ekki geta not- ið hinnar dásamlegu fegurðar náttúrannar í öllum sínum myndum. Því miður kunnu fáir að meta hana, þ.e.a.s. gátu ekki grætt nógu mikið á henni eða ein- faldlega gleymdu tilvist hennar. Njóttu ávallt náttúrannar og lífsins því það er dásamlegt að lifa lífínu lifandi, bera virð- ingu fyrir öllu sköpunarverkinu. Móðir náttúra - natura mater - er falleg lifandi - syngjandi. Þessi orð eru þau síðustu er ég man, lif- andi - syngjandi. Allt rennur saman aftur, orð og litir. Ég ranka við mér þar sem ég stend niðri við fjöruborðið og er að horfa á hafflötinn fjarrænum augum og það tók mig drykklanga stund að átta mig á öllu saman. Ég leit við og þar lást þú sofandi, degi tekið að halla og ég spyr sjálfan mig - var þetta draumur eða raunveruleikinn sjálfur. Draumur, ástin mín, því verður þú að svara sjálfur svo að við munum geta sameinað krafta okkar í þágu réttlætisins. Ann- ars .. . Tölum ekki, horfum á fuglana þótt þeir þegi. Höfundur er nemi í Reykjavík. Eftirmáli höfundar Á haustönn 1988 var okkur nemendum í Menntaskólanum við Sund sett fyrir fijálst efnisval - annaðhvort að skrifa eitthvað um þekktan íslenskan rithöfund (segja Iítillega frá ritstörfum hans og lífshlaupi) eða skrifa stutta sögu um áhugavert efni er myndi höfða til sem flestra og helst hafa einhvern boðskap. Ég valdi seinni kostinn, og í fyrstu var ég í miklum vafa um skáldskaparefnið, en síðan fékk ég hugmynd um efni er mér er einkum hugleikið, en það er umhverfis- vernd, friður og virðing fyrir móður náttúru - jörðinni er við búum á. En því miður hefur manninum oft mistekist í þeim efnum sem mestu máli skipta en það er að bera virðingu fyrir lífinu, sér og umhverfi sínu. Tilgangur minn með þessari stuttu sögu er að vekja lesandann til umhugsunar. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.