Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 13
1 í HIÐ LJUFA LIF Italski stórleikarinn Marcello Mastroianni lést skömmu fyrir jólin og er syrgóur í heimalandi sínu og um allan heim sem einn gf fremstu og dóóustu kvikmyndaleik- urum Evrópu. ARNALDUR INDRIÐASON líturyfir feril þessa merkilega leikarg sem sagóist hafg verió heppinn í lífinu. MARCELLO Mastro- ianni leik í meira en 120 kvikmyndum og var mesta kvik- myndastjarna Ítalíu þegar hann lést ný- lega, 72 ára að aldri. Hann var meistari hins hófstillta leiks og geislaði frá sér fínlegum þokka. Einn helsti kostur hans var fágunin, eins og rússneski leikstjórinn Nikita Mikalíkof sagði:„Hann gat með einu augnatilliti sagt það sem tekur þijár síður að segja í bók.“ Kvíði, jafnvel depurð og óöryggi, einkenndi túlkun hans og gaf honum dýpt sem skildi hann frá öðrum leikurum. Viðkvæmni einnig, hvort sem hann lék drykkfellda blaðamanninn í Fellini- myndinni Hinu ljúfa lífi („La Dolce Vita“, 1960) eða greifann leiðigjarna sem hugðist fyrirkoma konu sinni í ítölskum skilnaði (1961) eða hinn aldna dansara í Ginger og Fred (1985); veiklyndi persóna hans var hans eigið veiklyndi á margan hátt og snart hjörtu áhorf- enda áreynslulaust og af sjálfu sér. Einnig hjörtu fagurra kvenna. Hann lék á móti Ursulu Andress, Sophiu Loren, Brigitte Bardot og Nastassju Kinski. Hann kynntist náið Faye Dunaway, Jacqueline Bisset, Monicu Vitti og Romy Schneider; ástarsamband hans og Catherine Deneuve vakti mikla athygli og þau áttu dóttur saman. Allan tímann var hann kvæntur sömu konunni, eða frá 1950. Hún heitir Flora Carabella og lifir mann sinn. „Hann er gefandi og góður maður. Þrátt fyrir kenjarn- ar í honum er hann heiðarlegur og ástríkur." Persónurnar sem Mastroianni lék voru svip- aðar honum á ýmsa vegu. Viðkvæmni og fram- taksleysi voru eiginleikar sem hann samsam- aði sig við. Hann forðaðist átök. Þannig mótað- ist að einhverju leyti leikferill hans. Hann flutti aldrei til Hollywood, að eigin sögn af því hann nennti ekki að læra ensku. Á sjöunda áratugn- um kunni hann þijár setningar í ensku, mikil- vægar reyndar: Komdu sæl. Eg elska þig. Á hvaða hóteli býrðu? Að flytja til kvikmynda- borgarinnar hefði verið of mikil fyrirhöfn, of stór ákvörðun.„Ég þoli ekki að taka ákvarðan- ir.“ Honum leið aldrei betur en þegar hann var að vinna fyrir framan myndavélina og hann þreyttist aldrei á því. „Framan við mynda- vélina er ég sáttur við sjálfan mig,“ sagði hann eitt sinn. „Fjarri henni er ég tómur, átta- villtur." En hann tók bíómyndir líka mátulega alvarlega. „Þeir segja þér að kyssa fallega stúlku, þú gerir eins og þér er sagt og þeir kalla það list.“ Og annarstaðar sagði hann: „Ég hef verið óttalega heppinn um ævina. Ég hef elskað fallegar konur. Ég hef leikið í 39 ár. Og hingað til hefur enginn skotið mig.“ Mastroianni var fæddur árið 1924 í bænum Fontana Liri um 50 mílum sunnan við Róm. Hann var settur í þýskar fangabúðir í seinni heimsstytjöldinni að grafa skurði. Honum tókst að flýja og fór til Feneyja og bjó við þröngan kost. í stríðslok flutti hann til Rómar. Ferill hans í kvikmyndunum hófst í bókhaidinu hjá kvikmyndadeild Rank Films á Ítalíu. Hann gekk í leikfélag þar sem hann hitti fyrst Fed- erico Fellini og Luchino Visconti, sem þá var fremstur leikstjóra á Ítalíu. Fyrsta stóra hlut- verkið í kvikmyndunum fékk hann árið 1949 og á næstu sex árum lék hann í ekki færri en 27 bíómyndum. Hið ljúfa líf eftir Fellini gerði hann að alþjóð- UPPRENNAIMDI stjarna; Mastroianni á sínum yngri árum. FRÆGASTA myndin; í Hinu Ijúfa lífi. legri stórstjörnu árið 1960. Sama ár lék hann í Nóttinni fyrir Michaelangelo Antonioni. Hann var 36 ára og gat valið úr hlutverkum en kaus að nýta sér frelsið með því að leika mjög ólíkar persónur; hann leitaði uppi sérstök og jafnvel furðuleg hlutverk. Andhetjan var í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann var út- nefndur til óskarsverðlaunanna fyrir Ieik sinn í ítalska skilnaðinum undir stjórn Vittorio De Sica. Mastroianni varð ásamt franska leikaranum Je- an-Paul Belmondo eftirsóttasti leikari Evrópu á þessum tíma. f uppáhaldsmyndinni hans, „Wti' (1962) eftir GIFTURÍKT samstarf; Fellini. Fellini, lék hann kvikmyndaleikstjóra og lýsti hlutverkinu sem „gegnumlýsingu á manni af okkar kynslóð, vitsmuna- legum, viðkvæmum manni sem bíður eftir því að eitthvað mikil- vægt gerist en verð- ur á endanum konungur málamiðlananna." Eftir velgengnina mestallan sjöunda áratug- inn hóf hann samstarf við Carlo Ponti, eigin- mann Sophiu Loren, og lék í nokkrum ómerki- legum myndum sem voru „dubbaðar" á ensku en nutu engra vinsælda í Bandaríkjunum. Árið 1970 lék hann í Pizzaþríhyrningi Éttore Scola og hreppti leikaraverðlaunin á Cannes. Þremur árum seinna var hann í „kult“myndinni „La grande bouffe“, sem fjallaði um fjóra menn ÁSTARÆVINTÝRI; Deneuve átti dóttur með Mastroianni. er voru staðráðnir í að borða sig til ólífis. Ómögulegt er að nefna nema fáeinar myndir þessa ótrúlega afkastamikla leikara. Áftur hreppti hann verðlaun á Cannes þegar hann lék í Dökkum augum Mikalíkofs árið 1987 og árið 1992 lék hann í fyrsta sinn í Hollywood á móti Shirley MacLaine í Notuðu fólki. Síðast sáum við hann hér á landi í mynd Robert Alt- mans, Af slánni, um tískuheiminn í París þar sem hann lék á móti sinni gömlu og kæru vinkonu Sophiu Loren. Allir sem unnu með Mastroianni höfðu yndi af félagsskapnum en kven- fólk var honum alltaf ofarlega í huga. Hann sagði um Anitu Ekberg að hún væri „of lík Marsbúa" en Bardot var „eitthvað til að hengja uppá vegg hjá sér“. Loren var kona sem vert var „að kvænast og eignast börn með“ og „ef þú kvæntist Lor- en er Jeanne Moreau upplögð sem hjákona". Mastroianni keðjureykti og var expressó-fíkill. Hann var lífsnautamaður, heið- ursmaður og elskhugi sem lifði lífínu til fulls. Hann lýsti eitt sinn atvinnu sinni og einkalífi með þessum orðum: „Leikari er ekki vondur maður en hann er eins og barn og hvernig getur maður treyst barni? Nú þegar Mastro- ianni er allur er kvikmyndaheimurinn einu stór- menni sínu fátækari. Heimild: The Daily Telegraph o.fl. INGOLFUR ÞÓRARINSSON GAMLA TÓFTAR- BROTIÐ Ég get ei munað lengur það gerðist fyrir árum og gladdi mig svo mikið, já, kom út á mér tárum. Það leið um allan kroppinn sem ljós úr eilífðinni, líklega var það röddin er vakti gömul minni. Hún hreyfði djúpa strauma er höfðu blundað lengi og harmoníið gamla fékk nýja, bjarta strengi. Nú læddust upp á yfirborðið Ijúfir, mildir tónar, þá langaði mig ákaft að biðja drottin bónar. í lífsins ölduróti er Ijúft að mega vaka um lágnættið við ströndina og heyra fugla kvaka. Þeir rúnir hafa lesið sem reistu gamla bæinn og rifu grjót úr varpa en störðu út á sæinn. Bærinn er nú hruninn og brunarústir einar bera vott um sögu, hinir lúnu gömlu steinar. Margir hafa fæðst hér en fleiri hafa andast og fæstir vita neitt hvemig ættin hefur blandast. Gömlu tóftabrotin nú gleðjast margar nætur, því gott er oft að leynast þegar aðrir rísa á fætur. Hér fengu margir sveinar sín fyrstu ástarhótin og fagurhærðar meyjar hér gáfu undir fótinn. Nú leggst ég einn til hvíldar en ljúfír draumar rættust. Því löngun mín varð sterk, þegar varir okkar mættust. Bak við myrkan svipinn er brosið enn að læðast og bjarma slær á fjöllin því ástin er að fæðast. Ég veit að þú ert horfm sem vor í lífsins straumi eða varstu aldrei til, bara mynd í fögrum draumi? Minningarnar lifa og merla bláan sæinn en mikið var það gott er þú kysstir mig um daginn. Höfundur starfar á skattstofu Reykjaness í Hafnarfirói. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.