Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 20
EINS OG skrif rýnisins hafa væntanlega borið með sér, er hann mikill aðdáandi norrænn- ar menningar og ggrir sér far um að halda henni fram. Áhuginn hefur til muna aukist í tímans rás, einkum fyrir þá sök að stöðugt kemur skýrleg- ar fram hver arfur fortíðarinnar er. Hér hefur ný- og hátækni lokið upp ferskum og áður óþekktum víddum. Opnað mönnum á þann veg aðgang að rannsóknum til fyrri tímaskeiða, að fortíðin verður stöðugt áþreif- anlegri, þrengir sér nær nútímanum. Vís- indamaðurinn er orðinn að landkönnuði á vettvangi þróunarsögunnar, þar sem fyrrum getspeki verður smám saman að óyggjandi staðreyndum. Það sem áður olli vangaveltum, heilabrot- um og deilum er nú lítið mál, eins og aldurs- greining hluta og efnasambanda, jafnframt er hægt að kortleggja útlit manna og dýra forsögunnar af furðanlegri nákvæmi. Með nokkru öryggi má staðhæfa að á hveijum degi sé einhveijum fyrri kenningum kollvarp- að, ný sannindi þrengi sér fram í dagsljósið og menn uppgötvi að lífið er mun flóknara, en þó skipulegra og merkilegra fyrirbæri en menn óraði fyrir. Þetta hefur í vissum skiln- ingi gert fortíðina ennþá meira spennandi og dulúðugri framtíðinni, í öllu falli nálægri okkur, sjálfur grunnurinn sem við stöndum á. Jafnframt lykillinn að öllu innsæi á fram- tíðina. Nýtæknin hefur ennfremur opnað safna- fólki möguleika til að gera fortíðina aðgengi- legri almenningi, þannig að þjóðminja-, nátt- úrusögu- og vísindasöfn eru að verða með mest lifandi stofnunum að sækja heim sem yfirhöfuð fyrirfinnast, og hefur hér víða orð- ið algjör kúvending á nokkrum árum. Sá sjónleikur er við blasir og er raunveruleikinn sjálfur, er æsilegri nokkrum tilbúningi á tjaldi og leiksviði. Sú tilhugsun telst nú bros- leg, að lengi framan af öldinni þurftu menn helst að hafa nefklemmur meðferðis er þeir heimsóttu slíkar stofnanir. Eru til ýmsar kátlegar sögur af því, eins og þegar myndlist- armenn uppgötvuðu fyrst mikilfengleikann í afrískri skúlptúr á Mannfræðisafninu í París á fyrsta tug aldarinnar. Nú er svo komið að loftið innan veggja safnanna er á stundum mun ferskara en úti fyrir, þrátt fyrir alla örtröðina. Margar magnaðar stundir hefur rýnirinn átt á slíkum söfnum á þessu ári, en ekki átti hann þó von á, er hann brá sér til Kaup- mannahafnar á dögunum, að lenda svo til í flasið á enn einni mikilfenglegri opinberun á vettvanginum. Tilgangurinn var að sporð- renna því síðasta sem á dagskrá væri í Menn- ingarborg Evrópu 1996, en svo mætir honum þar fyrir utan viðbótarframkvæmd sem kem- ur okkur íslendingum mikið við. Trauðla var hægt að enda menningarárið betur en með þeirri viðamiklu sýningu sem opnuð var í þjóðminjasafninu, Nationalmuse- um, á annan dag jóla. Sýningin tengist að vísu ekki menningarárinu beinlínis, en það hlýtur að vera með hliðsjón af því, að Danir óskuðu að opna þessa samnorrænu fram- kvæmd nokkrum dögum fyrir þau sögulegu áramót er marka 600 ára afmæli Kalmars- sambandsins. Með því eru þeir beint og óbeint að gefa til kynna, að ekki beri að slaka á þótt menningarárið sé á enda, heldur láta það varða veginn til enn metnaðarfyllri framkvæmda er skara listir, mannfræði og sögu. Flestir munu kannast við Kalmarsam- bandið að nafninu til, gera sér nokkra hug- mynd um hvað við er átt, en fæstir muiiu þó skynja mikilvægi þess og umfang. ís- lenzka alfræðibókin getur þess aðeins laus- lega: „Samband konungsríkjanna Danm., Noregs og Svíþj.; formlega stofnað af Mar- gréti 1 Danadrottningu og ríkisráðum ríkj- anna þriggja. Eiríkur 7 af Pommern~var krýndur konungur K og skyldu ríkin hafa sameiginlegan konung og utanríkisstefnu; hélst í raun til 1448 og leystist endanlega upp 1532.“ Að baki þessara fáu lína felst mikil saga norrænna samskipta og merkilegrar stjórn- visku einnar konu, Margrétar 1. (1353- 1412), trúarvitrana og pólitískrar vitundar annarrar, heilagrar Birgittu Birgisdóttur af Vadstena (1303-1373). Vitranir Birgittu höfðu gríðarleg áhrif í Evrópu og þá ekki síst á Norðurlöndum svo sem klausturregla hennar er til vitnis um auk mergð helgi- mynda, sem dreifðar eru um alla Evrópu. Margrét var 20 ára er Birgitta dó 1373, sem síðustu 23 æviárin bjó í Róm, en hafði brenn- andi áhuga á framvindu mála í heimalandi sínu. Frá barnsaldri hafði drottningin verið uppnumin af spádómum og vitrunum þess- arar merkilegu konu, sem með gerðum sínu hafði ekki einungis áhrif á gang sögunnar í Svíþjóð, heldur um alla Norðurálfu. Það var vel að merkja hið nána samband Margrét- ar við reglu heilagrar Birgittu, sem átti í FRÚRNAR TVÆR ÚR NORÐRI *. *#•*>*<»*' MIÐHLUTI Birgittu-altarisins íklausturkirkjunni íVadstena Á annan dag jóla var opnuó í danska þjóóminjg- safninu í Kaupmannahöfn, sýning í tilefni 600 árg afmælis Kalmarssambandsins. Sýningin varó BRAGA ÁSGEIRSSYNI tilefni til eftirfarandi pistils. ríkum mæli þátt í að ryðja henni braut til valda í Svíþjóð. Margrét 1. átti ættir að rekja til Valdimars 1. mikla Danakon- ungs 1131-82, Valdimars 2. sig- ursæla 1170-1241, Valdimars 3. 1315-64, en faðir hennar sjálfrar var Valdimar 4. með viðurnefnið atterdag 13207-75. Valdemar atterdag vann sér helst til upp- hefðar að semja frið við þýska greifa og fá þá til að viðurkenna konungdóm sinn. Sameinaði Danmörku í eina ríkisheild 1340- 1360, seldi Eistland 1346 og leysti ýmsa ríkishluta úr veð- skuldum og lagði Gotland undir Danmörku 1361 sem leiddi til mikils ófriðar gegn Hansaborg- unum 1367 en friður var saminn í Stralsund 1370. Til að styrkja ríki sitt gifti hann Margréti yngstu dóttur sína árið 1363 Hákoni, hinum 25 ára gamla syni Magnúsar Svíakonungs, var hún þá ein- ungis tíu ára og höfðu þau verið í festum heil fjögur ár. Þar sem Noregur var undir sænskri krúnu varð Margrét á barnsaldri drottning bæði Svíþjóðar og Noregs. Hún hlaut strangt uppeldi í Noregi, og á þeim tímum lærðu börn fyrirmanna miklu fleira en menn gera sér grein fyrir í dag. Um Iangt skeið höfðu hinar norrænu ná- grannaþjóðir lifað í ruglingslegri blöndu bandalaga, leynimakka og styrjalda. Öldin sem endaði með hinu öfluga sambandi ríkjanna hófst með ófriði, kreppum og upplausn af fáheyrðri stærðargráðu. Á henni miðri heijaði einnig pestin, sem lagði helming íbúa Norðurlanda í gröfina. Undir hinni öflugu og rögg- sömu stjórn Valdemars atter- dags var Danmörk til skiftis í bandalagi eða ófriði við hin sam- einuðu ríki Noreg og Svíþjóð, og það var snjall Ieikur á skák- borði stjórnmálanna að gifta dótturina Hákoni konungssyni. Er tímar Iiðu gerðu stjórnviska og heppilegar kringumstæður Margréti mögulegt að verða handhafi konungsvalds í umboði Ólafs, barnungs sonar síns. í Danmörku eftir dauða Valdi- mars atterdags 1375, og í Noregi eftir dauða Hákonar 1380. Hins vegar hafði Svíþjóð í millitíðinni valið sér hertogason nokkurn frá Mecklenburg, Albrecht að nafni, fyrir kon- ung. Við óvænt fráfall Ólafs 1387 tókst Margréti í andstöðu við allar venjur og hefð- ir að láta kjósa sig „fuldmægtig frue og husbond" valdhafa í Danmörku og Noregi - og frá 1389 einnig i Svíþjóð, meður því að mörg stórmenni og höfðingjar voru orðnir langþreyttir á Albrecht kóngi og studdu Margréti er hún heijaði á hann. Stuttu eftir andlát Ólafs sonar síns hafði Margrét tekið MARGARET 1, er kom Kalmarsamandinu 1397 á laggirnar. að sér uppeldi hins unga Bugislav frá Pom- mern, sem var systursonur hennar, og gefið honum nafnið Erik. Það var einmitt þessi uppeldissonur hennar, Erik 7. af Pommern, sem var hylltur konungur Noregs 1389, val- inn kongur Danmerkur og Svíðþjóðar 1396 og loks krýndur konungur allra sameinaðra ríkjanna þriggja; Danmerkur, Noregs (að íslandi meðtöldu) og Svíþjóðar (að Finnlandi meðtöldu) í höllinni í Kalmar sumarið 1397. Öll stórmenni ríkjanna þriggja voru þar sam- ankomin, sem krýningarbréfið með 67 undir- skriftum staðfestir. Þar þakka þeir Margréti framlag hennar og frumkvæði, viðurkenna krýningu Eiríks sem konungs af guðs náð. Bréfið hefur varveist ásamt öðru skjali, svo- nefndu sambandsbréfi, sem inniheldur nán- ari tilskipanir og tilvísanir hvernig konungur- inn skuli ríkja með hliðsjón af lögum hvers ríkis fyrir sig. Allt þetta var þó proforma, því hin vitra og slæga danska drottning Margrét 1. var til dauðadags 1412 sterka afiið í sambandinu, jók mjög við eignir krún- unnar og styrkti konungsvald gegn aðli. Kalmarsambandið varði með ýmsum rofum til 1521, og hvað Noregi og Danmörku við- vék allt til ársins 1814. Þetta er í stórum dráttum forsaga þess að ísland komst undir danska krúnu. Athyli vekur, að framvindan ber ekki hinn minnsta vott um kúgun og ánauð konunnar á þessum tímum ef saman fóru góðar gáfur, andríki, metnaður og stjórnviska. Hvort heldur konan var sjálf í forsvari, hin röggsama spúsa í bakgrunni eða við hlið bónda síns. Konungssambandið við Dani varði þannig í 547 ár og það er afar mikilvægt fyrir okk- ur að vera vel meðvitaðir um tímana er það komst á. Kalmarsambandið var yfirmáta merkilegt fyrir þann stöðugleika sem lengst- um ríkti auk þess sem Norðurlönd hafa aldr- ei verið verið sterkari sem heild. Voru senni- lega langt á undan öllum svipuðum bandalög- um þjóða í Evrópu og þrátt fyrir allt þróuð- ust innbyrðis sérkenni þeirra mjög sterkt. Að því leyti var það blóðmeira og óraleið frá fundarhalda- og skriffinnskubandalögum nútímans. Hefði bandalagið þróast eðlilega, hefði saga Norðurlandanna líkast til orðið önnur og þjóðirnar ekki jafnþrúgaðar minnimátt- arkennd og lengi hefur loðað við þær. Lítum við til okkar tíma má gera ráð fyrir því að Vetrarstríðið í Finnlandi hafi verið óhugs- andi og að Þýskaland hefði aldrei lagt í að hernema Danmörku og Noreg og að öllum líkindum hefði breskt setulið aldrei stigið fæti á íslenzka jörð. Og kannski væri hver þjóðin fyrir sig sjálfstæðari og sterkari innan þessa sambands en hún gæti látið sig dreyma um í dag. Ósjálfrátt fer hugmyndaflugið af stað við skoðun hinnar viðamiklu sýningarskrár og annarra upplýsinga um sýninguna sem rýn- irinn hefur á milli handanna auk uppfletti- bóka og annarra heimilda, því stórhug og sjálfstæði Norðurlandabúa var viðbrugðið á þessum tímum. Átti við á flestum sviðum þjóðhátta, auk þess sem þeir voru manna fyrstir til að tileinka sér nýjungar að utan. Árfleifðin frá víkingunum var sterk og þeir misstu aldrei samböndin við löndin við aust- anvert Miðjarðarhaf einkum Miðausturlönd, og eldhús þeirra var undir áhrifum frá matar- gerð í Jórdaníu, írak og Persíu og var mjög fjölbreytt. Það var ekki fyrr en í lok miðalda að kveða fór að hinni sígildu frönsku matar- gerð. Á markaðstorgum í Árósum og Köge fengust allar þekkjanlegar kryddjurtir að chili undanskildu, sem kemur frá Suður- Ameríku, og sumar tegundirnar voru full- komlega óþekktar annars staðar í Evrópu! Sambönd við umheiminn voru furðanlega mikil og giftudrjúg þrátt fyrir að ekki væri hraðbrautum fyrir að fara og samgöngutæki frumstæð. Og það er einmitt þessi ríki menn- ingararfur sem hefur loðað við Norðurlönd- in, telst undirbygging listiðnaðar þeirra og mótunartilfinningar er færir þjóðarbúunum, að íslandi undanskildu, hundruð milljarða tekjur árlega. Sýningarskráin er ákaflega handhægur og glæsilegur doðrantur upp á 467 síður, prýddur fjölda frábærra mynda og þar af eru margar í lit. Meðal annars skrifar Axel Kristinsson cand. mag. um hlut íslands í sambandinu og dr. Ólafur Halldórsson um bókagerð á Islandi. Hún er gullnáma um fróðleik frá þessu tímaskeiði og væntanlega • gefst mér tækifæri til að herma fleira af því er skarar list og listiðnað. Hvað tímatal snertir hefst sýningin árið 1319, er Svíþjóð og Noregur sameinuðust í bandalagi er telst kímið að Kalmarsáttmá- lanum og lýkur 1450 er brestir komu í fyrsta sinn í Kalmarsambandið frá 1397. Gefur á breiðum grundvelli skilmerkilegar upplýs- ingar af tilverunni í hinum norrænu ríkjum á þessu tímaskeiði eins og það heitir. Hún ber yfirskriftina MARGARETE 1 /Nordens Frue og Husbond. - Kalmarunionen 600 ár. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.