Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 9
PJETUR HAFSTEIN LARUSSON MARIE Germinova Toyen: Goðsögnin um Ijósið. OLLE Olson-Hagalund: Jól balletstúlkunnar. OLLE Olson-Hagalund: Sjálfsmynd í brotnum spegli, 1939. NILS Dardel: Dauði skartmennis, 1918. RAOUL Hausmann: Tatlin heima hjá sér, 1920. bergs“ eftir Christer Themptander er ekki ársett, hún verður fremur flokkuð sem fant- asía, en samt afar nútímaleg. Hilding Linnquist stílfærir Stokkhólm skemmtilega í „Sumarnótt" frá 1924 og er þar á mörkum hins næva; sjáið til dæmis skýin. Olle Olson- Hagalund, fæddur rétt eftir aldamótin, er líka nærri markalínu alþýðulistar/nævisma í mynd sinni, „Jól balletstúlkunnar“. Býsna ólík höfundareinkenni ber önnur mynd hans sem hér er sýnd, „Sjálfsmynd í brotnum spegli" frá 1939. Skógarmynd Jan Háfströms, f. 1937, er bæði módernísk og stílfærð þótt hún sé fljótt á litið nokkuð natúralísk. Það er eitthvað ótrúlega magnað við þessa mynd líkt og „Skógarhöll“ Kjarvals, sem er þó eldri og ennþá meira stílfærð. Það hefði verið skemmtilegt að sjá hana og fleiri myndir Kjarvals frá öðrum og þriðja áratugnum með á þessari sýningu. Málverk Þorvaldar Skúlasonar frá því um 1940 hefðu líka verið álitleg viðbót, en Moderna Museet á að líkindum ekkert úr íslenzkri list þessara ára nema áðurnefnda mynd Gunnlaugs Blöndal. Nils Dardel hefur málað nútímalega mynd árið 1918; rythmíska uppstillingu með fólki, „Den döende dandyn“, sem þýð- ir eiginlega deyjandi skartmenni, en „dandy“ merkir sundurgerðarmann í klæða- burði. Enda þótt Marie Germinova Toyen sé fædd 1902 er verk hennar, „Goðsögnin um ljósið" mjög nútímaleg. í fljótu bragði virð- ist hún realistísk, en svo er ekki. Skuggi af manni virðist eiga samræður við hund, sem er skuggi af konuhöndum. Það dular- fulla er hinsvegar blómið sem skuggi mannsins virðist halda á. Myndin er yngst af þeim sem hér eru sýndar; máluð 1946. LAUGAVEGUR Ormurínn langi, hvað er þér á höndum, ætlarðu inn í Laugar eða niður í bæ? Roguðust forðum bakveikar konur og mæddar með óhreinan þvott þessa bæjar á bakinu inn í Laugar og tandurhreint lín til baka. Þeirra varstu þrautagöngustígur. Nú ertu allur annar, elsku karlinn, hellum lagður og malbikaður á milli. Fráleitt að for og leðja hefti för kvenna á rölti milli þinna búða. Kínverskur ertu nú í annan endann hinn er víst orðinn eineygt sjónarspil og sendir öllum landslýð stofumyndir af mismyrtu fólki úti um allar jarðir. Já, bernsku minnar fráu ilja gata, aldrei mun hattur minn lyftast of hátt frá höfði er heilsa ég þér af tilhlýðilegri virðing. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. LAUGAVEGUR um siðustu aldamót. Lagning Laugavegar var sam- þykkt í bæjarstjórn árið 1885. Skyldi hann auðvelda fólki ferðir í Þvotta- laugarnar sem gatan dregur nafn sitt af. Einnig skyldi þjóðvegurinn út úr bænum koma í framhaldi af Laugavegi, enda höfðu Elliðaár þá verið brúaðar nýlega. Austurstræti lá áður lengra til austurs en nú er, enda taldist Banka- stræti (Bakarabrekka) ekki sérstök gata fyrr en 1886. Þar sem nú er Laugavegur 1, taldist þá Austur- stræti 10. Þar fyrir austan lá Vega- mótastígur, kenndur við Vega- mótabæina. Þeir stóðu rétt sunnan þess staðar, þar sem nú eru Lauga- vegur 18 og 20. Lagning Laugavegar, austur af Vegamótastíg, hófst árið 1886 og var Vegamótastígur þá gerður að hluta Laugavegar. Til gamans má geta þess, að Vegamótastígur var einnig kallaður Vegamótabrú. Ekki var það þó vegna þess, að þarna væri brúað- ur lækur, enda engum slíkum til að dreifa. Nafnið var dönskuskotið, því á dönsku var talað um að brúleggja götur, væru þær hlaðnar með und- irpúkki og kantsteinum. Ekki má rugla gamla Vegamóta- stígnum saman við samnefnda götu sem nú liggur milli Laugavegar og Skólavörðustígs. Laugavegur, allt austur að Hlemmi, skipar nú tvímælalaust önd- vegi reykvískra verslunargatna. Neðsti hluti hans hefur á undanförn- um árum fengið á sig nokkuð alþjóð- legan blæ, einkum vegna austur- lenskra matsölustaða sem þar eru reknir. Til þess er vísað í næstsíðasta erindi ljóðsins. Nánast á hinum enda götunnar er Ríkisútvarpið-Sjónvarp starfrækt og er við það átt í sama erindi. P.J.L. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.