Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 19
TÓNLISTARHÁTÍÐ TIL HEIÐURS SCHUBERT TVÖ HUNDRUÐ ár eru liðin frá fæðingu austurríska tónskáldsins Franz Schubert 31. janúar næstkomandi. Um allan heim verður mikið um dýrðir til að minnast af- mælisins. Hér á landi verður efnt til tónlist- arhátíðar til heiðurs Schubert sem standa mun frá 18. janúar til 17. maí. Haldnir verða átta tónleikar á hátíðinni sem- allir verða í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, Kirkjuhvoli. Að sögn forsvarsmanns hátíðarinnar, Ingunnar Ásdísardóttur, er þetta í fyrsta skipti sem Schubert-hátíð er haldin hér á landi. „Við munum leggja höfuðáherslu á ljóðasöng á hátíðinni, enda var Schubert meistari hans. Reynt verður að gefa heildar- mynd af ferli tónskáldsins þannig að hér er um yfirgripsmikla hátíð að ræða. Kallað hefur verið til úrval tónlistarmanna, bæði innlendra og erlendra, svo sem Gerrit Schu- il píanóleikari, sem kemur fram á öllum tónleikunum nema einum auk þess að vera listrænn stjórnandi þeirra, Jónas Ingimund- arson, Kolbeinn Bjarnason, Bernadel-kvart- ettinn og Caput-hópurinn. Meðal söngvara sem koma fram eru Rannveig Fríða Braga- dóttir, Signý Sæmundsdóttir, Jón Þorsteins- son, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hanz Zomer og Robert Holl. Hingað kemur einnig hin heimsfræga söngkona Elly Ameling til að halda námskeið fyrir túlkendur - master- class - þar sem allir íslenskir söngvarar munu eiga þess kost að njóta visku hennar og reynslu. Námskeiðið verður opið áheyr- endum.“ Vetrarferóin og fleira Á fyrstu tónleikunum hinn 18. janúar mun Gerrit Schuil leika undir ljóðasöng Rann- FRANZ Schubert. veigar Bragadóttur mezzo-sópran. Aðrir ljóðatónleikar verða í. febrúar þar sem Gerrit leikur undir hjá Signýju Sæmunds- dóttur sópran og Jóni Þorsteinssyni tenór. 15. febrúar leika Gerrit og Jónas Ingimund- arson saman fjórhent á píanó. Á tónleikum 1. mars koma fram Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Jón Þorsteinsson tenór, Guðni Franzson klarinett, Kolbeinn Bjarnason flauta, Zbigniew Dubik fiðla, Þorkell Jóels- son horn og Gerrit Schuil píanó. Vetrarferð- in verður flutt 22. mars af Hans Zomer baritón og Gerrit. Bernadel-kvartettinn og Caput-hópurinn koma fram á tónleikum 12. apríl. Robert Holl tenór syngur svo við undirleik Gerrit 3. maí og á síðustu tónleik- unum 17. maí leikur Gerrit einleik á píanó. Merkur nýjungamaöur Schubert var einn af ágætustu tónskáld- um rómantíska skeiðsins. Hann lést aðeins ári eftir að Beethoven dó og þó að stíll hans sé óneitanlega undir sterkum áhrifum af tónlist meistarans, fann Schubert strax í sínum fyrstu tónsmíðum nýjar og óviðjafn- anlegar leiðir til tjáningar. Á stuttri ævi samdi hann ljóðatónlist sem reis hærra en það tónlistarform hafði gert áður og hann lagði sitt af mörkum til að þróa form sónöt- unnar og sinfóníunnar. Hann var einnig merkur nýjungamaður hvað snerti leikhús- tónlist og val á þeim hljóðfærum sem hann ætlaði til samleiks í verkum sínum. Náin kynni hans af ljóðskáldum og listmálurum samtímans vöktu innblástur á báða bóga og aldrei fyrr í listasögunni höfðu gagn- kvæm áhrif af slíku tagi orðið til þess að skapa önnur eins meistaraverk. Schubert ætlaði sér þó aldrei að verða endurnýjunar- maður í tónlist. í því tilliti var Schumann langtum framsæknari. En þegar menn skoða verk Schuberts og þróunarsögu þeirra leynir sér ekki hvílík áhrif hann hafði á sporgöngumenn sína. Tilfinning hans fyrir laglínu og hljómum ber svo persónulegan svip að hún þekkist á augabragði og þessi einstæða gáfa skipar honum til öndvegis í sögu tónlistarinnar. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaóir - Flókagötu Sýning á aðföngum safnsins sl. 5 ár. Listasafn íslands „Á vængjum vinnunnar“ til 19. jan. Sjónarhóll - Hverfisgötu Bjarni Sigurbjörnsson sýnir. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Lulu Yee sýnir til 22. jan. Gulismiðja Hansínu Jens - Laugavegi 20b, Klapparstígsmegin Jóhanna Bogadóttir sýnir til 18. jan. Mokka - Skólavörðustíg Ari Alexander Ergis sýnir til 6. jan. Sólon Islandus - við Bankastræti Cheo Cruz sýnir til 6. jan. Gaileríkeðjan - Sýnirými Sýningar í janúar: í sýniboxi: Haraldur Jónsson. í barmi: Róbert Róbertsson og Ragnheiður Ágústsdóttir ber sýninguna. Hlust: 5514348: G. R. Lúðvíksson. Gallerí Allra handa - Akureyri Samsýningu 39 listamanna lýkur 5. jan. TÓNLIST Laugardagur 4. janúar Selkórinn efnir til nýárstónleika í Sel- tjarnarneskirkju kl. 17. Sunnudagur 5. janúar Gunnar Guðbjömsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Gerðubergi kl. 17. Nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Glerár- kirkju kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Villiöndin fim. 9. jan. Leitt hún skyidi vera skækja sun. 5. jan., fös. Þrek og tár lau. 4. jan., lau. Kennarar óskast sun. 5. jan. Borgarleikhúsið Trúðaskóiinn sun 5. jan. Svanurinn lau. 4. jan., sun. BarPar fös. 10. jan. Dóminó frums. 9. jan. Loftkastalinn Áfram Latibær lau. 4. jan. Á sama tíma að ári iau. 11. jan. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 4. jan., fös. Leikfélag Akureyrar Undir berum himni lau. 4. jan., sun. 5. jan. Morgunbloðið/Golli ENGLAR ÍDÓM- KIRKJUNNI ENGILLINN er yfirskrift sýningar sem stendur yfir í Dómkirkjunni þessa dag- ana. Um er að ræða samsýningu en hug- myndin er runnin undan rifjum Georgs Hollanders leikfangasmiðs. Þegar hann byrjaði að hanna leikfanga- engilinn, sem sést í mörgum útgáfum á sýningunni, var hann hugsaður sem mót- vægi við ofbeldisleikföng, en einnig sem tákn um frið og gagnkvæma virðingu milli einstaklinga og þjóða. „Hann varð strax mjög vinsæll. Ef til vill eru vinsæld- ir engilsins annars vegar vegnaþess að hann er skemmtilegt leikfang en hins vegar vegna þess sem hann táknar í hug- um okkar,“ segir Georg. Sýningunni lýkur 7. janúar næstkom- andi. TVEIR STYRKIR VEITTIR ÚR MINNINGARSJÓÐI KARLS J. SIGHVATSSONAR Morgunblaðió/Þorkell VIÐ afhendingu styrksins ur Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar. Frá vinstri Ellen Kristjánsdóttir, Sigrún Karlsdóttir, Haukur Guðlaugsson, Gunnar Gunnarsson, Vignir Þór Stefánsson og Jakob Frímann Magnússon. TVEIMUR ungum tónlistarmönnum voru aflientir styrkir úr Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar í gær, föstudag. Þeir eru Vignir Þór Stefánsson og Gunnar Gunnars- son en báðir stunda þeir nám í orgelleik. Sjóðurinn hefur á undanförnum fimm árum, eða síðan hann var stofnaður, styrkt efni- lega unga tónlistarmenn til framhaldsnáms erlendis, jafnt í klassískum kirkjuorganleik og jasspíanóleik, jafnframt því að styrkja kaup á orgelum í kirkjur sem og viðgerðir á orgelum. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar, sem er í úthlutunarnefnd sjóðsins, eru báð- ir. styrkþegarnir jafnvígir á sígilda tónlist og létta tónlist. „Þetta eru menn af nýrri kynslóð sem geta bæði spilað frá eigin brjósti léttari tónlist og hafa lært að spila gömlu meistarana. Hér áður fyrr var það oft svo að menn sem voru í klassík fengust ekkert við léttu tónlistina og öfugt. Karl var kannski meðal þeirra fyrstu sem rufu múrinn þarna á milii.“ Gunnar Gunnarsson hefur starfað sem organleikari í Laugarneskirkju undanfarið en hyggst. nú halda út í framhaldsnám. „Þessi styrkur gerir mér það kleift að fara utan til frekara náms og er það þakkar- vert. Auk þess þykir mér það mikill heiður að fá styrk úr sjóði Karls, ég kynntist hon- um ungur þegar hann kom að spila á Akur- eyri með Þursaflokknum. Það gerir manni styrkinn kærari að fá hann úr sjóði til minn- ingar um hann.“ Vignir Þór tekur undir með Gunnari um að það sé mikill heiður að hljóta styrkinn úr sjóði Karls. „Ég kynntist Karli líka þeg- ar ég söng í kór undir hans stjórn í Hvera- gerði. Styrkurinn kemur sér vel fyrir mig þar sem ég er í námi í djasspíanóleik í Haag í Hollandi.“ Haldnir voru tónleikar til minningar um Kari í íslensku óperunni mánudaginn 30. desember. Fjölmargir tónlistarmenn komu fram en tónleikarnir voru hljóðritaðir og kvikmyndaðir og verða sýndir á Stöð 2 á næstunni jafnhliða flutningi á Bylgjunni. Allar tekjur af miðasölu á tónleikana og áðurnefndum útsendingum renna í Minn- garsjóð Karls J. Sighvatssonar og nema þær um einni og hálfri milljón króna. Sjóðurinn stendur vel og var það vegna þess og vegna fimm ára afmælis hans sem ákveðið var að veita tvo styrki úr honum að þessu sinni. Formaður úthlutunarnefndar er Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri en auk hans eiga sæti í stjórn Sigurður Rúnar Jónsson, Ellen Kristjánsdóttir og Sigrún Karlsdóttir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.