Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 12
textum sem á skynsamlegan hátt styðja málefni hinna svörtu. Þeir hafa líka látið hljómsveit hinna þeldökku koma fram á tón- leikum sínum, þegar þeir hafa ferðast um Mið-Ástralíu. Eftir því sem fleiri Ástralir uppgötva ijöl- breytni og menningu þjóðfélags frumbyggj- anna og finna þörfina til þess að styðja þá, þeim mun nánari verða tengslin; landsmenn verða ekki aðeins hlustendur heldur einnig þátttakendur í tónlistinni. Laeknir, ég skil hvaó þú segir! Áður en hvíti maðurinn kom lifðu frumbyg- gjamir heilsusamlegu lífi af eðlilegri fæðu náttúmnnar. í kjölfar hvíta mannsins sigldu sjúkdómar eins og mislingar, kúabóla, berklar o.fl. sem hjuggu stór skörð í flokka frumbyggj- anna. Nýju landnemamir fluttu með sér kind- ur og nautgripi sem aftur hröktu burt inn- lendu dýrin. Fmmbyggjunum var smalað sam- an á friðuðum landsvæðum þar sem þeir urðu háðir tei, tóbaki, sykri og hveiti — ekki sér- lega heilsusamlegt fæði. Fyrir um það bil sextíu ámm var talið að fmmbyggjamir myndu deyja út. Svo fór ekki. Eftir 1950 hefst baráttan fyrir betra lífi þeim til handa. Samt er heilsufar fmmbyggjanna enn í dag hreint hneyksli og áhyggjuefni, ekki aðeins Ástrala heldur líka útlendinga sem unnið hafa meðal frumbyggjanna. Meðalaldur hinna þeldökku er tuttugu og tveimur áram lægri en annarra Ástrala, bamadauðinn er tvisvar sinnum meiri, atvinnuleysið meira o.s.frv. Að ógleymdu áfengisvandamálinu sem er risavaxið, einkum þó meðal þeldökkra karla. Fmmbyggjamir búa á einöngmðum svæðum langt frá sjúkrahúsum og hér áður skildu þeir, sem áttu kost á aðstoð, heldur ekki orð læknanna eða hvað þeir áttu að gera við meðölin sem þeir fengu. Árið 1967 fengu frambyggjamir borgara- réttindi í sínu eigin landi og 1971 settu nokkr- ir frumbyggjar upp eigin heilsuvemdarstöð í hverfinu Redfem í Sydney. Nú starfa um 66 slíkar stöðvar víðs vegar um Ástralíu með góðum árangri. Árið 1976 var ákveðið að skila stómm land: svæðum aftur til ættbálka fmmbyggjanna. í fylkinu Norðursvæðinu (Northem Territory) er 31% landsins nú í höndum þeirra, þar búa þeir líka flestir. Þeir em líka margir í norður- hluta Drottningarfylkis (Queensland) og í fylk- inu Vestur-Ástralíu. Þeir áttu sín eigin tungu- mál, sem vom um það bil 22 fyrir utan mál- lýskur, en þau era flest útdauð. Aðeins örfá þeirra lifa enn. Flestir fmmbyggjanna tala eitthvað í ensku. Á Norðursvæðinu em 22% íbúanna fmm- byggjar. Þriðjungur af nemendum þar er af fmmbyggjaættum. Enska er annað tungumál þeirra. Arið 1973 hófst kennsla á ensku og á einu af frambyggjamálunum í einum skóla. Nú em 16 skólar sem kenna á báðum þessum tungumálum. Ástralíu-landakortið er fullt af heillandi staðaheitum fmmbyggjanna, t.d. Katoomba, Wagga Wagga, Tumbammba og Ulladulla. Árið 1972 eignuðust fmmbyggjamir sinn eigin fána, einn hinn stílfegursta i heimi. Hann er svartur og rauður með stórri gulri sól í miðju. Svarti liturinn táknar fólkið, sá rauði landið og blóðið, sem hefur verið úthellt, og sólin er gul. Listamaðurinn og fmmbygginn Harold Thomas hannaði fánann. Þótt miklum íjárhæðum sé varið af hendi stjómvalda til menntunr og aðstoðar fmmbyggjunum em þeir verr settir en aðrir íbúar Ástralíu á allan hátt. Tímaskyn þeldökka fólksins er allt annað en okkar. Einnig virðist skorta metnað og samkeppnisanda hvíta mannsins næstum al- veg. Þeir hafa ríka þörf fyrir að reika um í náttúranni svo mánuðum skiptir, en líf eftir stimpilklukku er slíku náttúmbami afar óeðli- legt. Bara að eiga fara í skólann á ákveðnum tímum á hverjum einasta degi reynist þeim erfiðara en við getum skilið. Næstum óyfirstíg- anlega erfitt. Nokkrir hafa menntast og era í góðum stöðum. Þó em þeir alltof fáir. Það er t.d. alls ekki algengt að frumbyggjar eða unglingar af frumbyggðaættum ljúki mennta- skólanámi. Flestir tvístíga enn milli steinaldar- stigsins og borgarlífsins í nútíma Ástralíu. Ferðamenn sjá frumbyggjanna í skemmti- görðum og á götunni fyrir framan krámar með öldós og sígarettu. Mörgum Ástralíu- manninum finnast þeir latir og aðgerðarlitlir um að bæta eigin hag. Líta niður á þá þó ef til vill.sé ekki um ofbeldi að ræða. Aðrir gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að skapa þeim betri lífsskilyrði. Áð blanda saman menningu okkar og fmm- byggjanna er álíka og að blanda saman olíu og vatni. Enn er sorglega langt í land fyrir fmm- byggja Ástralíu. Höfundurinn býr í Astralíu. RAUPAÐ OG RISSAÐ ASII BÆ, ÖGMUNDUR OG AURASEL EFTIR RAGNAR LÁR eð þessum línum fylgir vatnslita- mynd af Auraseli, sem þekktast var fyrir þann mann sem kenndur var við bæinn, Ögmund galdramann í Aura- seli. I bókinni „Sunnlenskar byggðir IV“, sem Búnaðarsamband Suðurlands gaf út árið 1982 og Þórður Tómasson í Skógum hafði umsjón með, segir svo um jörðina Aurasel: „Aurasel var byggt úr landi Breiðabólsstaðar. Fyrsti ábúandi var Páll Nikulásson frá Núpum í Fljótshverfi og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir frá Arn- bjargarlæk í Borgarfirði. Þau flúðu undan Skaftáreldum vestur í Rangárvallasýslu og fengu leyfi séra Stefáns Högnasonar á Breiðabólsstað til að setjast að og fá til umráða selkofa og land sunnan Þverár, en þar hafði löngum verið selstaða frá Breiða- bólsstað. Þetta mun hafa verið um 1785. Sonur þeirra Ögmundur tók við búi og síðan son- ur hans Ógmundur sem frægur varð fyrir vatnaveitingar og kallaður Galdra- Ögmundur. Hann mun hafa látið af búskap 1877 og fór Aurasel þá í eyði í rúma tvo áratugi. 1899 er jörðin aftur komin í ábúð. Búseta lagðist niður í Auraseli 1954.“ Um árabil var raupari samskipa þeim mæta manni Ása í Bæ, bæði til sjós og lands. Oft barst Ögmundur í Auraseli í tal og tíundaði Ási skyldleika sinn við hann. Taldi hann sér þann skyldleika mjög til tekna. Ekki er örgrannt um að maður tryði því á stundum, að Ási hefði erft nokkuð af fjölkynngi þessa forföður síns. í einni af bókum Ása í Bæ, „Skáldað í skörðin", sem út kom á vegum Iðunnar 1978, er skemmtilegur og fróðlegur kafli um Ögmund í Auraseli, afkomendur hans og fleira fólk. Ögmundur var bráðger og sá fleira en flestir, strax á unga aldri. Frægastur varð hann fyrir að veita vötnunum, þar eystra, eins og fyrr segir, en þau em og hafa löng- um verið mikill ógnvaldur þar um slóðir. Margir urðu til þess að fá Ögmund til liðs við sig þegar árnar ógnuðu löndum þeirra. Oftast fylgdu gjörðum Ögmundar ýmsar kúnstir sem gerðu hann ekki síst eftirminnilegan og dularfullan. Segir margt af þeim kúnstum í bók Ása. Myndin af Auraseli er gerð eftir svart- hvítri ljósmynd sem fylgir ofanrituðum kafla úr bókinni „Sunnlenskar byggðir IV“. Þar af leiðir að litimir era hugarsmíð rissar- ans. Þess má að lokum geta, að skyldleika þeirra Ása í Bæ og Ögmundar í Auraseli var þann veg farið, að Ási var heitinn eftir afa sínum Ástgeiri, en hann var sonarsonur Ögmundar. Fyrir Hvalf jörd, yfir Blóskeggsó Nú em framkvæmdir hafnar við jarð- gangagerð undir Hvalfjörð. Sitt sýnist hveijum um þær stórfenglegu aðgerðir. Sumir hlakka til að losna við þann „leiða krók“ sem þeim finnst Hvalfjörður vera. Aðrir segjast aldrei munu fara göngin og bera við ótta við akstur undir sjó. Og svo eru þeir sem gjarna vilja aka fyrir fjörðinn og njóta þeirrar fegurðar sem hann hefur uppá að bjóða. Raupari fór fyrst fyrir Hvalfjörð á stríðs- árunum síðari. Víða þurfti „rútan“ að stansa vegna vegatálma herstjórnar. í Hvalfirði var mikill fjöldi herskipa og hernaðarmann- virki voru þar vítt um hóla. í Hvalfirði safn- aðist gjarna saman fjöldi kaupskipa og herskipa áður en lagt var af stað í skipa- lest til Evrópu, t.a.m. Murmansk, með vopn og vistir til Sovétríkjanna. En ósköp var nú vegurinn vondur í þá daga og reyndar lengi síðan. Víða lá holótt- ur malarvegurinn um brattar skriður og þræddi hengiflug. Verstu og ógnvænlegustu staðimir voru á svæðinu frá Hvammsvík í Kjós, (þar sem nú er útivistarsvæði með veiðiskap, golfvelli o.fl.), út fyrir Bláskeggsá norðan fjarðar. Yfír Bláskeggsá er nú farið niðri við ós. Þar úti fyrir er Geirhólmur, sem oft er ranglega nefndur Harðarhólmi vegna örlagasögunnar frægu um Hörð Grímkelsson og konu hans Helgu jarlsdóttur og sonu þeirra. Við ósinn standa mannvirki sem tilheyra Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Áður lá vegurinn upp á klifið ofan mannvirkj- anna, yfir brú með aðliggjandi háskalegum vinkilbeygjum, eins og títt var í þann tíð. Yfir Bláskeggsá var lögð fyrsta steinbrú á landinu, en það var árið 1907. Brúin sem meðfylgjandi vatnslitamynd er af og fylgir þessum línum, er forveri þeirrar sem nú er notuð. Gamla brúin sést ekki frá núverandi vegarstæði. Ef ekinn er vegarslóði sem ligg- ur upp með ánni norðan við Bláskeggsá, upp á rindann, eða klifið, þá má sjá þetta mann- virki sem þjónaði svo lengi þeim sem leið áttu um Hvalfjörð á áram áður, þar á með- al þeim þúsundum hermanna sem um fjörð- inn fóm á stríðsámnum. Þrátt fyrir þá töf sem vegfarendur verða fyrir er þeir fara fyrir Hvalfjörð, verður því vart neitað, að leiðin er einhver sú fegursta hérlendis. Fjölbreytileiki landslags er óvíða meiri. Fagur fjallahringur, eyjar og hólmar, sker og klakkar, víkur og vogar, nes og tangar. Höfundur er myndlistarmaður 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.