Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1997, Blaðsíða 7
PÓKÓK LR’61 es oeíP <c DOMIIMO LR’72 Spratt fram eins og lækur „JÖKULL Jakobsson hefur ekki gerzt neinn formbylting- armaður eða tilraunahöfundur leiksviðsins. Verk hans flest eru rituð í raunsæilegri hefð, nánast piece bien faite, sem Ibsen á sinni tið hóf til drama- tískra hæða. Þau birta raun- trúar myndir úr veruleika nú- tímalífs á íslandi. Hann hefur ekki heldur ruðzt um með há- vaða eða barið bumbur, en náð eyrum samtíðar sinnar með undirfurðulegum, lágværum tóni, glettni og stundum mein- legu háði. Samslungin skop- skyni Jökuls er þó djúp alvara. Verk hans fjalla aldrei um hé- gómamál, heldur leita inn að kviku mannlífs, sem hrærist í þeim heimi, er hann skapar og endurspeglar okkar heim og okkar tíð.“ Þessi orð skrifaði Sveinn Skorri Hösk- uldsson prófessor á öndverðum áttunda áratugnum og bætti við: „Sennilega má halda þvi fram, að áhugi Jökuls beinist fremur að manninum sjálfum en umhverfí hans, verk hans séu fremur sálfræðileg en þjóðfélagsleg. Þó ríkir milli þessara þátta furðumikið jafnvægi, svo að vant er að segja, hvort eftirminnilegra verður gegn- umlýsing mannlegra eiginleika, drauma og hvata, eða birting þjóðlífsmy nda og áorkan félagslegs umhverfis." Jökull Jakobsson var einungis átján ára þegar fyrsta skáldsaga hans, Tæmdur bikar, kom út árið 1951. Fram til ársins 1960 komu frá hans hendi þrjár skáldsög- ur til viðbótar, auk smásagna, ferðaminn- inga og mannlífsstúdía en eftir að Leikfé- lag Reykjavíkur tók fyrsta leikrit hans, Pókók, upp á sína arma, 1961, beindist aðalstraumur skáldverka hans að leikhús- inu. „Það var nú eiginlega alltaf efst í huga mér að skrifa leikrit, og var nú alltaf að því öðru hvoru, raunar frá því ég var sjö ára,“ sagði Jökull síðar í viðtali. „Það er nú sennilega allt Þorsteini Ö. [Stephen- senj að kenna, að upp uin mig komst. Hann tók af skarið með Pókók, það var búið að liggja hjá Leikfélaginu lengi. Þjóð- leikhúsið búið að hafna því með virðulegu bréfi og Leikfélagið búið að saltaþað. Það var sem sé Þorsteinn Ö. sem hleypti mér inn Vonarstrætismegin og síðan hef ég verið húsdraugur hérna.“ Pókók hlaut ágætar undir- tektir og dóma en næsta verk Jökuls, Hart í bak, sló í gegn - var sýnt 200 sinnum, hálft þriðja leikár, í Iðnó. Hann var þar með orðinn þjóðkunnur höfundur og sendi næsta hálf- an annan áratuginn eða svo frá sér hvert verkið á fætur öðru fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp, auk þýðinga. Má þar nefna Sjóleiðina til Bagdad (LR 1965), Því miður frú (út- varp 1966), Herbergi til leigu eða Eitt gramm af gamansemi (útvarp 1967), Sumarið ’37 (LR 1968), Romm handa Rósa- lind (sjónvarp 1968), Fröstrós- ir (sjónvarp 1970), Dómínó (LR1972), Klukkustrengir (LA og Þjóðleikhúsið 1973), Kertalog (LR1974), Kalda borðið (útvarp 1974), Herbergi óskast eða Pétur Mandólín (Þjóðleikhúsið 1974) og Keramik (sjónvarp 1976). Þegar Jökull lést 24. apríl 1978, tæp- lega 45 ára gamall, stóðu yfir æfingar á nýjasta leikriti hans, Syni skógarans og dóttur bakarans, í Þjóðleikhúsinu. Var það frumsýnt í september sama ár. Tvö verk til viðbótar voru frumsýnd að höf- undi látnum, I öruggri borg (Þjóðleikhús- ið 1980) og Vandarhögg (sjónvarp 1980). „Eg [hef] engum manni kynnst, sem átti jafnlétt með að skrifa, þegar stiflurn- ar brustu,“ sagði Sveinn Einarsson, þáver- andi Þjóðleikhússtjóri, þegar hann minnt- ist Jökuls í ávarpi árið 1980. „Það þykir sjálfsagt bæði gamaldags og rómantískt að tala um innblástur, en ég kann nú bara ekkert annað orð yfir það. Stundum sagði Jökull við mig: Ég kann ekkkert að skrifa leikrit, kann ekkert að byggja það upp, þið lagið þetta alltaf fyrir mig. Ekki var það nú alls kostar rétt, en hins vegar var hann ekkert að rembast af vilja og tillesnum teoríum um það hvernig Ieik- rit ættu að vera. Þetta spratt svona fram eins og lækur eða fljót, eins og náttúrulög- mál, og um samhengi var kannski ekki spurt fyrr en við árósa. En oftast reynd- ist þó samliengið vera þarna eigi að síð- ur, vandlega fléttaður vefur. Þess vegna varð Jökull Jakobsson svo gjöfull ís- lenskri leiklist...“ Jökull Jakobsson t I PYNTUÐUM STRAUMIORÐANNA Hálfþrítug mióasölukona i kvikmyndahúsi gaf út Ijóóabók upp úr seinni heimsstyrjöld. $ú bók fylgdi ekki tískustefnum tímans, skrifar ÖRN ÓLAFSSON, þeirri boðun á samábyrgð og framtíóartrú sem einkenndi stalínisma og sumpart existensíalisma, sem þá hreif svo margt menntafólk. GUNVOR Hofmo HJA GUNVOR Hofmo voru ekki myrkar ljóðmyndir módern- ismans, sem létu á sér kræla í Svíþjóð - og á íslandi, einkum hjá Steini Steinarr og Hannesi Sigfús- syni. Gunvor Hofmo orti einföld og auð- skilin fríljóð, þrungin einsemd, kvöl og örvæntingu. Gálgar blöstu víða við í ljóð- unum og mikið vitnað í Biblíufrásagnir af dapurlegra tagi. En þetta hreif, hún varð þegar virt ljóðskáld. Vitaskuld stöf- uðu þær vinsældir ekki af efnisvalinu, heldur af styrkum og öruggum tökum, hvernig skáldið hnitmiðaði ljóð sín, og gat þannig skapað magnaða tilfinninga- mynd í stuttu máli. Lítum á einfalt dæmi, þar sem náttúrumynd umhverfist í mynd sem gæti verið atriði úr reyfara eða bófamynd, einfaldlega með því að tala um trjágöng upp að aðal- dyrum sjúkrahúss - sem væru trén löggur. En nátt- úrumyndin í upphafi er heldur nöturleg, þar sem sjálft vorið einkennist af „eyðilegum þyt yfir votum mýrum“ (Endursögn: Tré við sjúkrahússbrautina. Þau hafa læðst út frá skógunum stóru, frá þögn- inni við vötnin, þar sem eyðilegur þytur vorsins blæs yfir votri mýri og inn hingað, áþekk lögregluliði sem bíður framanvið hús sem er umkringt. Við, þessir umkringdu, eilífu glæpamenn, gefumst upp í veik- leika niðurlægingar okkar og leggjum beiskan hversdag okkar í hendur þeirra): Trœr i sykehusalleen De har krepet ut fra de store skoger fra stillheten ved vannene der várens edslige sus bláser over vát mose og inn hit lik et politikorps som venter foran et omringet hus Vi er de innringede evige forbrytere som overgir oss i vár fornedrelses svakhet og legger vár bitre hverdag i deres hender Eftir þennan umsvifalausa sigur birti Hofmo ljóðabækur á tveggja ára fresti næsta áratug. En svo kom sextán ára þögn, enda var hún þá alvarlega veik og gisti Gausdal, geðsjúkrahúsið sem hefur hýst suma fremstu listamenn Nor- egs, meðal annarra. Ljóðið hér að fram- an sýnir einmitt uppgjöf sjúklingsins og sektarkennd sem eðli málsins samkvæmt hlaut að vera óljós. Á fimmtugsafmæli sínu, 1971, tók Hofmo svo þráðinn upp aftur, tvíefld. Næstu ljóðabækur komu árlega og nú voru þær stundum opnar fyrir stormum samtímans. Þama hæðist hún að Norð- mönnum fyrir að hafna aðild að Evrópu- sambandinu, ennfremur er m.a. hylling- arljóð til ísraels eftir stríðin við arabarík- in og kvæði til Hó Chi Minh, sem sýnir vel listfengi höfundar. Hún hnitar ljóð- myndir úr föstum liðum í fréttum fjöl- miðla af því hvernig loftárásir Banda- ríkjamanna léku landið og almenning. Urvinnslan gerir þessar myndir þó frum- legar, t.d. þrama fallbyssur Hós í geg-n- um andstæðinga hans, lið Frakka og Bandaríkjamanna, þannig segir hún að þeir séu sjálfir að fara sér að voða í land- inu. Rautt er frá fornu fari tignarlitur keisara. En rautt hásætið hér hlýtur að minna á úthellt blóð almennings, og það að hásætið er autt er mynd lýðræðis. I þessari bók frá 1971 finnst mér þó af bera þunglyndisleg prósaljóð, sem í stuttum aðalsetningum lýsa hversdags- legu en mannauðu borgarumhverfi. Þannig hefur þessi þunglyndissjúklingur umskapað þjáningar sínar í listaverk sem höfðað geta til alls fólks, einnig hins lifs- glaðasta. Eftirfarandi ljóð er módemt í sundurlausum straumi ljóðmynda sem sam- eina andstæður; hversdags- legt borgarumhverfi annars- vegar, en villidýr Afríku hins- vegar, og soltin börn. Tengi- liður er sjónvarp og aðrir fjölmiðlar, orðin eru persónu- gerð sem fangar sem geta ekki afborið pyntingar. Kjarni heimsmyndar skáldkonunnar er guð, sem er henni sínálæg- ur, þótt mynd hans sé fjand- samleg hér: „Þú hefur séð dauða þinn í svo mörgu - í flóðhestum nætur úr gráum steinum sem velta yfir kletta gatnanna, í tanngörðum ne- ónljósanna sem glefsa rautt í gráa fiski- mennina við haf næturinnar, sem físka upp bækur, dagblöð, myndir sjónvarps af börnum með þaninn kvið, af dyngjum líka og í pyntuðum straumi orðanna rís mynd af guði - grimmum, mállausum og heyrnarlausum." Hofmo losnaði ekki við sjúkdóminn, síðustu sautján árin fór þessi einbúi víst aldrei út úr íbúð sinni, en orti ljóð eftir ljóð um miskunnarlausa „óvini“ sem lægju í launsátri. En ljóðabækurnar birt- ust áfram árlega eða annað hvert ár, og hvergi förlaðist henni listin, gæðin voru óbreytt. Þó er eins og sum ljóðin verði einfaldari og bjartara sé yfir síð- ustu bókinni, sem bar titilinn „Eftir- máli“, líkt og hún hafi fundið á sér að nú væri yrkingum lokið. Enda dó hún næsta ár, hálfáttræð. Það var 1995, en í fyrra birtist svo heildarljóðasafn henn- ar, tuttugu ljóðabækur þéttprentaðar saman á 500 síðum. Hofmo er nú talin eitt fremsta ljóðskáld Noregs á tuttug- ustu öld. Við ljúkum þessum pistli með titilljóðinu „Eftir- máli“ (Eftirmáli. En enn er lífið þitt! Sumarið andar gegnum þig sem fyrr og komu haustsins finnur þú á eilitlum andblæ af svala - Eins og tígrisdýrið sem situr um bráð, mætir þú merkjum haustsins!): Epilog Men enná er livet ditt! Sommeren ánder gjennom deg som for og hostens komme merker du i det lille pust av svalhet - Som tigeren, voktende pá byttet moter du hostens tegn! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. JANÚAR 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.